Tölvumál


Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 26

Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 26
Hagfræði upplýsingaöryggis fyrst og fremst á rökrænni hugsun, vilj- andi tilurð og byltingarkenndri innleið- ingu. Innihaldsvíddin lýsir sjónarmiðum og afurð stefnumótunarinnar. Ahættumat byggir á markaðssjónarmiði og tekur tillit til sveigjanleika, en öryggisráðstafanir byggja fyrst og fremst á auðlindum og kjamafærni. Samhengisvíddin lýsir þeim aðstæðum sem ákvarða ferli og innihald stefnumótunar. Öryggisráðstafanir byggja á innri stýringu og áhættumatið á ytri Hagkvæmast að sveigjanleika. miða ráðstafanir við Svipað á við um stjórnun upplýsingaör- eigið áhættumat yggis °g margra annarra innri rekstrar- þátta, að aðferðir gæðastjórnunar geta hentað vel. Hæfilegar, eðlilegar og góðar starfsvenjur í takt við tímann hafa verið skjalfestar í formi staðla og annarra leið- beininga um stjórnun upplýsingaöryggis. Gert er ráð fyrir að beitt sé skipulagsleg- um ráðstöfunum ekki síður en tæknileg- um, til að tryggja sem best aðgengi, rétt- leika og leynd upplýsinga. Mikilvægt er að menn beiti ekki stöðlum í blindni, held- ur meti kröfurnar í eigin umhverfi og velja ráðstafanir í samiæmi við þær. Þar er kominn kjarninn í hagfræði upp- lýsingaöryggis: að miða ráðstafanir við eigið áhættumat. Hræðsla og vanþekking fær því miður fyrirtæki og stofnanir oft til að byggja virki við aðaldymar en skilja bakdyrnar eftir opnar. Stjórnun upplýsingaöryggis á íslandi títbúnar voru 127 spurningar um stjómun upplýsingaöryggis, vitund og stöðu miðað við önnur lönd og hvað megi betur fara. Spurningarnar byggðu á fræðilegri athug- un og erlendri fyrirmynd. Spumingalistinn var notaður til að gera vefkönnun meðal 113 fyrirtækja og stofnana úr öllum at- vinnugreinum og svöruðu henni 63. Könnunin var gerð í samstarfi við KPMG og Staðlaráð Islands. Súluridð sýnir með bláu þær mælingar sem þannig fengust á kröfum og framkvæmd mála varðandi upplýsingaöryggi (ISM), árangur almennt og verndun almennt, en með rauðu erlend- an samanburð. Meginniðurstaða könnunarinnar var sú, að stjórnendur finna minni kröfur um upp- lýsingaöryggi en til árangurs almennt, en meiri en til verndunar eigna og lífs og stjómunaráherslur eru í samræmi við það. Einnig reyndist fylgni vera lítil milli ár- angurs, notkunar staðla og ráðstafana, sem er áhyggjuefni, þar sem kröfur um stjóm- un upplýsingaöryggis gefa tilefni til meiri notkunar staðla. íslensk fyrirtæki finna meiri kröfur um upplýsingaöryggi og leggja meiri áherslu á stjórnun þess en almennt gerist erlendis. Menn fmna jafnt fyrir lagalegum og við- skiptalegum kröfum. íslenskar áherslur á upplýsingaöryggi virðast minni en kröf- urnar, en ekki er marktækur munur. Mjög sterk fylgni er milli krafna um upplýsinga- öryggi og áherslu á stjórnun þess. Kröfur um staðla vega minna en aðrar íslenskar kröfur um upplýsingaöryggi. Umfang ráðstafana vegna upplýsingaör- yggis er í samræmi við kröfur og áherslur, en virðist vera svipað og erlendis þrátt fyr- ir að áhersla á upplýsingaöryggi sé meiri hérlendis. Þó er hægt að leiða líkur að því að öryggisráðstafnir séu hlutfallslega meiri hér vegna smæðar skipulagsheild- anna. Islensk fyrirtæki mæla síður árangurinn af stjórnun upplýsingaöryggis en erlend, en telja þó aðra Evrópubúa ná betri ár- angri. Vera kann að þessi minnimáttar- kennd valdi því að Islendingar finni meira fyrir kröfunum um upplýsingaöryggi og leggi því meiri áherslu á stjórnun þess, en séu ekki komnir svo langt að læra að mæla árangurinn. Sem frekari innlegg í umræðuna var eitt íslenskt raundæmi skoðað nánar, sem gaf m.a. vísbendingar um að líta mætti á stjómun upplýsingaöryggis sem hringferli 26 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.