Tölvumál


Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 31

Tölvumál - 01.10.2004, Blaðsíða 31
Rafraent markaðstorg notuð fyrir komu tölvubókhalds og ann- arra upplýsingakerfa? Tryggð við gerða samninga er einnig mikilvægur þáttur sem RM styður vel við. Rammasamningar Ríkiskaupa eru mið- lægir samningar fyrir allar ríkisstofnanir og getur umtalsverður sparnaður náðst með því að nýta samningana. Ef einn eða jafnvel fleiri starfsmenn eyða nokkrum vinnutímum í hverjum mánuði að leita að „betri“ verðum en eru í rammasamningi virðist oft gleymast að sá tími kostar pen- inga. Þegar um er að ræða innkaup á rekstrarvörum sem hafa lítið vægi í virðis- keðju stofnunar eða fyrirtækis er fráleitt að eyða meiru en sparast við að ná fram betri afslætti. Tími er líka peningar! Stefnt er að því að allir rammasamningar sem teljast hæfir í rafræn viðskipti verði á RM og stofnanir geti því gengið að því vísu að þeir séu að fá umsamin kjör og að þær séu að versla við þá aðila sem hafa gert rammasamning. Seljendur hafa því einnig hag af því að sem flestir áskrifend- ur rammasamninga beini viðskiptum sín- um í gegnum RM og kaupi inn samkvæmt samningum. Til þess að hámarks hagræðing náist þarf að vera unnt að hafa samskipti við RM á staðlaðan hátt þannig að tölvukerfi kaupenda og seljenda geti séð um sem stærstan hluta viðskiptanna. Þróun við- skipta á RM gerist best í góðu samstarfí allra hlutaðeigandi aðila og ljóst að margt er enn ógert til að fullnýta þessa tækni í viðskiptum hér á landi. Reynslan Viðskipavinir RM eru nú orðnir yfir eitt- hundrað, þar af eru kaupendur orðnir átta- tíu og fleiri tengjast nú í haust. Mikil átaksvinna hefur verið unnin til að hvetja áskrifendur að rammasamningum Ríkis- kaupa að nýta RM og er sú vinna farin að skila sér. Góðan árangur hjá kaupendum má rekja til nokkurra þátta. Undirbúningsvinna, skipulagning og eftirfylgni við ákvarðanir eru lykilþættir í árangri. Almennt er reynslan góð og hafa margar stofnanir náð miklum árangri og ætla sér enn stærri hluti. Sama er að segja um reynslu selj- enda, nokkrir hafa náð góðum árangri með þessari söluaðferð en aðrir hafa fengið lítil viðskipti. Hér bíða því ótal tækifæri því öll fyrirtæki og stofnanir eru að kaupa inn og eru ýmist í hlutverki innkaupaaðila eða söluaðila. Kaupendur hjá stofnunum sem eru komnir upp á lag með að kaupa inn í gegnum RM vilja geta keypt allar rekstrar- vörur þar í gegn. Starfsmönnum fmnst mjög þægilegt að geta gengið að sömu framsetningu á vörulistum frá öllum selj- endum í stað þess að leita á mismunandi vefverslununt. Stofnanir eru farnar að óska eftir því við sína birgja að þeir fari að selja á torginu sem segir kannski mest til um reynslu kaupenda. Tækifæri RM verður ekki fullskapað á einni nóttu heldur er ætlunin að verkið vinnist í nokkrum skrefum, því hér er ekki urn að ræða eitt stakt verkefni heldur er uin röð verkefna að ræða. Rafræn innkaup eru ekki nýtt tæki sem nota á með gömlum að- ferðum og venjum við innkaup heldur frekar nýtt tækifæri til að vinna á hag- kvæmari hátt. Stefnan er auðvitað sú að innkaup á RM verði álitin „besta leiðin" af notendum og menn kjósi að versla á RM frekar en velja aðrar leiðir. 1 IBX Nordic starfrækir stærsta rafræna markaðs- torgið á Norðurlöndum og ANZA rekur RM í samstarfi við IBX. http://www.ibx.se Jóhanna E. Hilmarsdóllir, ráðgjafi hjá Ríkiskaupum Tölvumál 31

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.