Vísir - 17.01.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 17.01.1963, Blaðsíða 2
2 > V1SIR ■ Fimmtudagur 17. janúar 1963. Grindahlaup í kvöldrökkri Hayes Jones, bandariski grindahlauparinn frægi smýgur hér yfir hverja grindina á fætur annarri, en ljósmyndarinn hef- ur með aðstoð sinnar miklu tækni tekizt að gera Jones þre- faldan í kvöldskini kastljósanna á leikvanginum, en myndin birtist nýlega i vikuritinu LIFE og þykir okkur hún sér- lega skemmtileg. 2. Eiríkur Carlsen 95 kg. f annari tilraun. 3. Bergur Bjömsson 83 kg. LÉTTAVIGT: Guðmundur Sigurðsson 94 kg. f i annarri tilraun. Þjálfari iR-inganna hefur til þessa verið Finnur Karlsson, en nú hefur Ungverjinn Sinonyi Gabor tekið við þjálfun og fór keppnin nú fram undir hans stjóm. Hnefaleikar: 4 með 4 á móti NTB — Stokkhólmur 16. jan. Rætt var um hvort banna beri atvinnuhnefaleika á Norðurlönd- um á fundi 9 manna nefndar laga- nefndar Norðurlandaráðs í Stokk- hólmi í dag, en eftir því sem Stokkhólmsblöðin telja hefur ekki orðið eining um málið. Átta af fulltrúunum tóku þátt í atkvæðagreiðslu um málið og voru 4 með banni, þar á meðal íslenzki fulltrúinn og báðir Norðmennimir og einn Svíi en 4 vom á móti banni. í dag situr níu manna nefndin sameiginlegan fund með dóms- málaráðherrum Norðurlanda, en þeir sátu ráðstefnu í Stokkhólmi i gær. Þeir glíma ekki viB Amlóða og Hálfsterk þó innan sinna vébanda 25 félaga, sem æfa vel, og alltaf fjölgar fé- lögunum eins og gefur að skilja, enda mikill áhugi meðal ungra og hraustra manna að reyna afi sitt í keppni sem þessari. í gærkvöidi var aðeins keppt í einni grein lyftinga, „standandi Iyftingu“ eins og það er kallað, en yfirleitt er lyftingakeppni fólgin í samanlögðum 3 þrautum, þ. e. standandi Iyftingu (þrek), „pressu“ (press), og rykk (snatch), en heppileg orð hafa ekki myndazt á heitum þessum og sýnir bezt hve ung íþrótt þessi er að árum. Úrslit í gær urðu þessi: MILLIÞUNGAVIGT: 1. Svavar Carlsen 124 kg. 2. Þorsteinn Löve 108^. LÉTTÞUNGAVIGT: J. Gunnar Alfreðsson 1021/2. MILLIVIGT: 1. Óskar Sigurðsson 95 kg. Svavar Carisen vann þyngpta flokkinn i gærkvöldi með því að Iyfta 124 kg., en hér er hann kominn með vigtina upp á brjóstið en á eftir að skjóta fótunum undir og rétta úr handleggjunum. hið bezta og var hið skemmtileg- asta. Lyftingadeild ÍR var stofnuðu í október í haust og er því aðeins tæpra 4 mánaða gömul, en hefur Fyrsta lyftingarmötið var haldið í gærkvöldi Um aldaraðir hafa alls kyns kraftakarlar byggt ísland, unnið margar hetju dáðir og kraftaverk eins og sögur okkar vitna giögg- Iega um og lengi glímdu menn við að lyfta steinun- um Fullsterk, Hálfsterk og þeir sem ekki treystust til annars lyftu Amlóða. í gær steig yngsta deild ÍR merkilcgt spor. Það var er hún hélt sitt fyrsta mót í lyftingum, sem er ný grein hér á landi, þó lengi hafi verið stunduð með öðr- um hætti en nú. Mót þetta tókst Ný skíðalyfta í Jósefsdol JÓSEFSDALUR er alltaf jafn vinsæll staður hjá skíða- fólki og um síðustu helgi dvaldi á annað hundrað manns við skíðaiðkun 1 hinum góðu brekk- um umhverfis skála Ármenn- inganna, en um 80 manns gisti í Jósefsdal. Um helgina var tekin í notk- un ný skíðalyfta og segir 'sig I sjálft að hún naut þegar á fyrsta degi mikilla vinsælda skíðafólksins, enda verður ólíkt meira úr deginum þegar hinar erfiðu brekkur' eru skyndilega allar niður í móti. Myndin sýnir þegar lyftan var nýbyrjuð starfsemi sína og fjórir eru þegar komnir af stað en margt fólk bíður bak við. 4 .......... 1 « NorðurBnnchmef ? Formaður Lyftingadeildar iR, Finnur Karlsson, er sérfræðing- ur i einni erfiðústu grein lyft- inga, svonefndu ,,'krull“, sem er fólgið í að lyfta frá hnjám að brjósti án þess að iáta hendur nema frá mjöðmum. í vetur lyfti Finnur þannig 90 kg. en gildandi Norðurlanda- met er 86 kg., en Finnur vann þetta afrek á æfingu og fær það því aldrei staðfest. Finnur sagði þó í gær að hann hefði mikinn áhuga á að reyná við metið síðar á móti, sem vænt- anlega verður haldið síðar í vetur. -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.