Vísir - 17.01.1963, Blaðsíða 13

Vísir - 17.01.1963, Blaðsíða 13
VISIR . Fimmtudagur 17. jaoúar 1963. 13 Fugladrápádönsku sundunum bannað Danska stjórnin hefur gefið útfögnuði. Félög veiði og sportmanna algert bann við því að skjóta fugla *em safnast saman í vökum í hin- um miklu ísalögum í dönsku sund- unum. Varð nauðsynlegt að setja þessar reglur, vegna þess, að fugl- amir voru skotnir í hrönnum í ábataskyni. Pað hefur vakið talsverðan óhug, að hópar manna hafa farið út á ísinn til að drepa fugla í frost- hörkunum á dönsku sundunum síð ustu vikur. Hafa þeir skotið bæði endur, gæsir og álftir, sem sums staðar hafa safnazt þúsundum sam an. Fuglana hafa þeir selt á markaði í Kaupmannahöfn og hafa gott upp úr, en smásaman hefur almennings álitið risið upp gegn þessum ó- hafá nú í hálfan mánuð barizt gegn þessum fjöldadrápum á fuglunum. Þau lýsa því yfir, að svona atferli geti ekki talizt veiði heldur dráp, því að fuglarnir sitji hjálparlausir í vökunum og geti vart hafið sig til flugs í þeim feikikuldum sem þar eru nú. Meðal annars hafa verið sagðar sögur af því, að þessir fugladráþ- arar aki út á ísinn með brauðmola í poka, kasti þeim í vökina, biði þangað til þéttur hópur anda og gæsa er kominn til að fá sér bita. Þá hafa haglabyssurnar og marg- hleypurnar verið teknar upp og skotin látin dynja á hópnum. Síðan er ekið á land með bílhlass af dauðum fuglum. Köfnunarefnisverksmiðja í Finnlandi þurkast út Rétt fyrir helgina varð ægilegt slys í Uleáborg í Finnlandi, þegar stærsta áburðarverksmiðja Finna sprakk í loft upp og þurrk- aðist svo gersamlega út, að aðeins standa eftir svolitl- ar múrhrúgur. í spreng- ingu þessari fórust ekki nema 9 manns og stafar það af því að verksmiðjan var tæknilega fullkomin og að mestu f jarstýrð. Þeir sem fórust voru aðallega vélamenn við hana. Hitt er talið mjög alvarlegt, að Fjórir togurar bundnir í Sundum Bv. Ólafur Jóhannesson var ný- lega dreginn inn f Sund og var honum lagt þar. Eru þá fjórir togarar bundnir við dufl þar í Sundum, og ekki vit- að, hver framtíð þeim er búin. Hinir togararnir eru Brimnes, Bjami. Ólafsson frá Akranesi og Sólborg frá Isafirði. Bankar og rfki hafa tekið togara. þessa í sína vörzlu, þar sem fyrri eigéndur eða forsjármenn hafa ekki getað staðið við skuldbindingar sínar. Sjúkruhús KÚBU þjóðnýtt Stjórain á Kúbu hefir lagt hald á 62 sjúkrahús, sem rekin voru af ýmsum félögum og stofnunum. Jafnframt er tilkynnt, að eig- endum sjúkrahúsanna muni verða bættur skaðinn „með viðeigandi hætti“, eins og komizt var að orði í tilkynningu stjórnarinnar um þetta. Um sama leyti var 32 sjúkra húsum á eyjunni lokað, þar sem þau töldust ekki nægilega vel búin tækjum. fjöldi íbúa í Uleáborg er talinn hafa vprið í lífshættu. Ef ammon- iakgeymir verksmiðjunnar hefði eyðilagzt hefðu eitraðar gasteg- undir úr honum flætt yfir borgina, því að vindur stóð beint á hana og þá hefði getað farið svo illa að hundruð manna hefðu látið lífið. En sem betur fer hélt geymirinn, Það er litið svo á að þetta sé annað mesta verksmiðjuslys sem orðið hefur í Finnlandi. Verksmiðj- an var nýleg og talin mjög full- komin. Hún var geysimikið mann- virjri, aðalbygging hennar var 45 metra löng og nærri 30 metra há. Þessi bygging liggur nú gersam- lega f rústum. Enginn er til frásagnar um það, hvemig atburður þessi hefur gerzt og erfitt að skilja hvernig þetta gat komið fyrir í svo fullkominni verksmiðju. Að vísu er það almennt vitað, að köfnunarefnisáburður er í sjálfu sér eins konar sprengiefni, skyldur TNT að efnasamsetningu. En hann er þó talinn að öðru jöfnu hættulaus, þar sem það kviknar ekki í honum fyrr en við mjög hátt hitastig. Það á t. d. ekki að geta kviknað í honum frá venju- legum opnum eldi. Hitt er svo annað mál, að sprengistigið getur lækkað og orð- ið hættulegt, ef önnur efni berast í hann, sérstaklega ef olía blandast í hann. Olía er alltaf notuð við vél- ar í slíkum verksmiðjum, en ó- skiljanlegt að hún hefði átt að blandast saman við áburðinn. Hugsanlegt er að kvikháð hafi í út frá rafmagni. Hafði gætt raf- magnsbilunar í verksmiðjunni. . Eins og nærri má geta var sprengingin mikil, sem felldi hin traustu verksmiðjuhús, eins og þau væru spilaborgir, enda fundur íbúarnir f Uleáborg fyrir henni, þar sem húsinu hristust og rúður brotnuðu af loftþrýstingnum. Margir héldu að kjarnorkusprengja hefði verið sprengd og ný heims- styrjöld væri byrjuð. Eyðilegging þessarar köfnúnar- efnisverksmiðju getur haft alvar- leg áhrif fyrir landbúnað Finna, þvf að verksmiðjan sem 1000 manns störfuðu við frámleiddi um 80% af öllum köfnunarefnisáburði Finna. Tjónið er metið á um 200 milljónir ísl. króna. 1HEIÐURSHLIITABREF IKRABBAVARHASTÖÐ ÍSIANDS fyefijr súnt jo% velvUd ofryreifrei,______________ l vu>~ Jfmbbavcivnasböcy Jslcnfds oj e>' skjql joettci jjreí$di4n>ii. Vér vcerjlwrfi þess cií>~k'UUuj yfrqv meal bevci civöxk v (Uihinrtv baráiidif gejri keQpbq,mewi' I01D0B Á sl. ári keyptu krabbameins félögin hálfa húscignina að Suðurgötu 22 fyrir starfsemi sína. Nú um áramótin hefir Krabbameinsfélag íslands keypt allt húsið og sett sig f töluverða skuld þess vegna. Með þessu aukna húsrými verður mögulegt að færast meira f fang en hingað til og hefir stjórn félagsins þegar samþykkt að hefja baráttu gegn tveim tegundum krabba- meins, sem fárið hafa greini- lega vaxandi á síðasta áratug, krabbamein í lungum og krabbamein f legi kvenna. Auk þess eru nú i gangi viðtækar rannsóknir á krabbameini i maga á vegum féiagsins. í undirbúningi er nú að láta gera kvikmynd um heiisuspill- andi áhrif reykinga, og koma þeirri kvikmynd á framfæri f öilum barna- og unglingaskól- um landsins. Hins vegar er ákveðið að hefja allsherjar leit að krabba- meini f legi, með þvf að gefa ölium konum á aldrinum 25 — 60 ára kost á að láta rannsaka legháls sinn með frumurann- sókn, og hefja þá starfsemi í Reykjavík. Um 40 þús. konur eru á þessum aldri á öllu Iand- inu. Er áætlað að þessi fjöida- rannsókn geti hafizt sfðar á árinu í húsi Krabbameinsfélags ins, sem mun standa undir öll- um kostnaði af þessum rann- sóknum. Þó að fjárráð félagsins hafi batnað til mikilla muna frá þvi sem áður var, þá er oss ljóst að þær framkvæmdir, sem nú standa fyrir dyrum, muni verða svo fjárfrekar, að félaginu muni ekki veita af að fá styrk úr sem flestum áttum, enda er hér verið að vinna að almenn- ingshagsmunum, þar sem útlit er fyrir að unnt verði að halda legkrabbameini niðri jafnframt því sem tilraun verður gerð til að vemda yngri kynslóðina fyr- ir lungnakrabbameini. í þessu skyni hefir félagið látið prenta heiðurshlutabréf, sem er kvittun til þeirra, sem ieggja fram skerf til starfsemi vorrar. í trausti þess að margir lands menn, sem öðrum betur eru staddir, verði fúsir til að láta eitthvað af hendi rakna til starf semi vorrar, höfum við látið prenta áðumefnd heiðurshluta- bréf. Ekki þarf annað en að síma eða skrifa til félagsins og tilkynna fjárhæð þá og nafn, sem setja má á heiðurshluta- bréfið og verður það þá sent gefanda. Veggflísar og mosaik nýkomið. Vinsamlegast vitjið pantana. Helgi Magnússon & Co. Hafnarstræti 19. Símar 13184 og 17227. 16 nun filmuleiga Ivvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar .Flestar gerðir sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Ljósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transi'stor) FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 ■ Sími 20285

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.