Vísir - 01.02.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 01.02.1963, Blaðsíða 2
2 V í SIR . Föstudagnr 1. febrúar 1963. fTni \ íslcmdsmótið í handknattleik s Fram og FH eru í forystu eftir fyrri hluta mótsins Frá leik Í.R. og Þróttar sem endaði með sigri Í.R. 33:26. nú jafnt Fram að stigum eftir fyrri hluta íslands- mótsins, en mótið er nú hálfnað. Þróttur barðist allvel á móti ÍR en ÍR sigr- aði 33:26, mest fyrir vask- lega framgöngu Gunnlaugs Hjálmarssonar, sem setti 18 mörk, sem er hreint met í 1. deild, en í 2. deild mun einn maður hafa skor að 22 mörk í fyrra. FH með tvöfalda vörn gegn Vík- ingi var síður en svo árennilegt lið, enda kom á daginn að Víkingar ætluðu aldrei að bíta á vörninni, en staðan var brátt komin í 9:2 fyrir FH. Smám saman fóru Vík- ingarnir að yfirstiga fumið sem hafði sett svip á leik þeirra, léku auk þess meira inn í vörnina en sendu minna þvert yfir völlinn og náðu oft að komast inn á línu. Skipt var og um markvörð og reyndist 'vel ög von bráðar var taflinu breytt svo um munaði og staðan orðin 11:9 fyrir FH, en þannig stóð í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var hrein- lega á valdi-FH og hefur lið þeirra ekki sýnt betri leik í vetur. Víking- ar skoruðu ekkj eitt einasta mark í 22 mínútur en fengu í staðinn 8. Erfiðlega gekk að skora 10. mark Víkings! Fengu Vikingar þó ærin tækifæri, m. a. þrjú vítaköst í röð, eitt f stöng, og tvö varin frá- bærlega af Hjalta Einarssyni, sem hvað eftir annað bjargaði meistara- lega. Auk þessa áttu Víkingar margar skottilraunir, bæði af löngu færi og stuttu, en allt fyrir ekki. Þetta langþráða mark kom úr 4. vftakaststilrauninni, en Hjalti varði 4 víti f leiknum, og skoraði hinn ungi Ólafur Friðriksson úr Þrjár mínútur kost- aði það F. H. í gær- kvöldi að brjóta í mola vamarmúr Víkings, en eft- ir það var um yfirburði að ræða. Þetta gerði það að verkum að sigur FH varð nokkuð stór, eða 23:13 eft- ir 11:9 í hálfleik, en FH er 51. Skjaldarglíma Ármanns verður háð í íþróttahúsinu að Hálogalandi f kvöld og hefst kl. 20.45. Skjaldarglíma Ármanns vcrð- ur nú háð f 51. skipti eins og fyrr segir en hún var fyrst háð árið 1908 og eru því á þessu ári liðin 55 ár siðan. Á heims- styrjaldarárunum fyrri féll glíman niður f fjögur ár, þ. e. 1913 og 1916—1919. í þau 50. skipti, sem Skjaldarglíman hef- ur farið fram, hafa jafnan áttst við beztu giíinumenn borgar- innar og verið tvísýnt um úr- slit. Skjaldarglíma Ármanns er clzta fþróttamót sem háð cr reglulega í Reykjavík. Eins og áður segir verður 51. Skjaldargliman háð f kvöld kl. 20.45 að Hálogalandi. Verður þar til sölu Afmælisrit Skjald- arglímunnar, sem gefið var út í tilefni 50. glfmunnar á síðasta ári. Er þetta hið myndarlegasta rit og ættu þeir, sem ekki eiga það nú, að tryggja sér eintak hið fyrsta. þvi með lausum bolta í gólfið, sem reyndist allur galdurinn, því stuttu síðar endurtók hann þetta með ár- angri. Var annars furðulegt að Birni Kristjánssyni skyldi ekki falið það verk, því hann er viður- kenndur fyrir vítaköst sín. FH vann leikinn 23:13 sem eru meiri yfirburðir en búizt var við. Eðlilegri úrslit hefðu líka verið 23:18 eða eitthvað í líkingu við það, en Hjalti Einarsson er mað- urinn sem er ábyrgur fyrir hinni lágu markatölu Vfkings, en Hjalti var langbezti maður vallarins í gærkvöldi, en Örn Hallsteinsson og Birgfr Björnsson voru einnig góðir f FH-liðinu ásamt Einari Sig- urðssyni, sem átti mjög góðan leik. Af Víkingum voru þeir Rós- mundur og Sigurður Hauksson beztir, en Pétur Bjarnason allgóð- ur. Liðið er annars mjög jafnt að gæðum og hvergi snöggur blettur. Magnús Pétursson dæmdi mjög vel. ÍR virtist aldrei í neinum vand- ræðum með Þrótt þrátt fyrir þá staðreynd að nær allan fyrri hálf- leikinn. jpunaði ekkirnemg,l marki Framh. á bls 5 það, Hjalti varði mjög vel í gærkvöldi. Staðan á Islands- mótinu Staðan í I. deild: F.H. 5 4 0 1 140-100 Fram 5 4 0 1 148—116 Víkingur 5 3 1 1 103—102 K.R. 5 2 0 3 126—132 Markhæstu menn íslandsmótsins Gunnl. Hjálmarsson 53 mörk Ingólfur Óskarsson Fram 49 — Karl Jóhannsson KR 42 — Reynir Ólafsson KR 35 — Axel Axelsson Þrótti 30 — Hermann Samúelsson IR 29 — Ragnar Jónsson FH 24 — Birgir Björnsson FH 24 — Örn Hallsteinsson FH 23 — Guðjón Jónsson Fram 21 - Ólafur Adólfsson KR 20 — Rósmundur Jónss. Víking 20 — é ' .ENGIN ÞJÁLFUN UNÐIR- BÚIN Að gefnu tilefni vill stjórn F.R.Í. geta þess að hún hefur ekki ráðið neinn þjálfara til að annast þjálfun íslenzkra frjáls- íþróttamanna vegna væntan- legra þátttöku í Olympíuleikun um 1964. Stjórn F.R.Í. Þéssi athugasemd barst blað- inu í gær og þykir rétt að birta hana, enda þótt ekki liggi ljóst fyrir hvað stjórn FRÍ er að fara. Oftast hefur það þótt hneisa heidur en hitt að láta liggja í láginni verkefni sem kalla að, svo sem OL í Tokyo 1964. Víðast erlendis er undirbúningur hafinn „bak við tjöldin", einmitt við þjálfun þeirra íþróttamanna sem taldir eru lfklegir sem þátttakendur í Tokyo og virðist alls ekki óráð- l.egt að FRI' gerði hið sama, enda eru a.m.k. tveir afbragðs þjálfarar til reiðu hér f Reykja- vík og mundi eflaust hægt að semja við annan eða báða um þjálfunina. / (Ut g

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.