Vísir - 01.02.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 01.02.1963, Blaðsíða 5
V í SIR . Föstudagur 1. febrúar 1963. 5 Börnin — Framh. af bls. 1. einum lentu 11 börn í umferðar- slysum, enda er hann dimmasti mánuður ársins og þar af leiðandi sá hættulegasti. Þetta er ískyggi- lega há tala, jafnvel þó ekki hafi í nærri öllum tilfellum verið um al- varleg eða meiri háttar slys að ræða. ■ Götulögreglunni í Reykjavík er orðið það mikið áhyggjuefni hvað foreldrar láta börn sín valsa eftir- litslaus á götum bæjarins. f stöð- ugum lífsháska ef eitthvað ber út af. Það undarlega við þetta er það að foreldrarnir virðast gjörsamlega áhyggjulausir og sinnulausir um börnin, jafnvel óvita sem ekki geta s-'.gt til nafns né vita Hvar þau e'-ia. heima. Þess eru mýmörg d ~’ni að lögreglan hefur orðið að I': "ia börn upp af götunum og geyma þau langtímum saman í lög- reglustöðinni unz farið er að spyrj ast fyrir um þau. I þessu sambandi ætla ég að nefna þér tvö dæmi, sem bæði áttu sér stað fyrir skemmstu. Fyrir nokkru var lögreglan í eftirlitsferð á Reykjanesbraut. Þá var fljúgandi hálka á veginum, bif- reið var nýbúin að lenda út af og aðrar voru á yztu nöf vegna hálk- unnar. Eftirlitsbifreið lögreglunriar mætti þá tveim börnum, sennilega 3—4 ára gömlum, sem voru að flækjast á miðri götunni. Lögregl- an hélt að þau ættu heima ein- hvers staðar í næsta húsi og sagði þeim að fara þangað sem skjótast. Þá kom í Ijós að þau vissu ekkert hvar þau áttu heima og vissu held- ur ekki hvert þau voru að fara. Börnin voru þá tefcin inn í bílinn og ekið með þau víðsvegar um ná- grennið eins og oft er gert í slík- um tilfellum. Þegar komið var langt inn á Bústaðaveg benti ann- að barnanna á hús og kvaðst eiga hélma í þvh,“lgSn var þá enginn heima í íbúðinni: og lögreglan varð að| biðja nágrárinana fyrir börnin unz foreldrarnir kæmu heim. Hitt atvikið skeði fyrir 2—3 dögum á Lindargötu. Fimm ára gömul telpa var á vakki út á göt- unni og 2 bræður hennar, annar ári yngri en hún sjálf, hinn ári eldri. Þá bar þar að bíl og telpan Ienti utan í honum, en slasaðist þó furðu lítið. Hins vegar má þakka það bæði aðgætni og snarræði bíl- stjórans að þarna varð ekki al- varlegt slys, því engu munaði að börnin yrðu öll þrjú fyrir bílnum. Við athugun kom f ljós að börnin áttu heima suður í Kópavogi, en voru ein og eftirlitslaus að flækj- ast á götum úti niðri í miðri Reykjavík. Það hvílir mikil ábyrgð á for- eldrunum og það er skylda þeirra að halda börnum sínum frá göt- unni nema þá í fylgd með fullorðn- um. Börn hugsa ekki um hættuna og skynja hana ekki eins og þeir fullorðnu gera. Þess vegna eru þau í margfaldri hættu. Hættan er miklu mest í skammdeginum, þegar skuggsýnt er eða myrkur meiri hluta sólarhringsins. Sem betur fer; sagði Ólafur að lokum, eru slysin ekki alltaf lífs- hættuleg eða alvarlegs eðlis, en býsna oft eru þau þó þannig að börnin bíða þeirra aldrei bætur allt sitt líf, hvorki andlega né líkam- lega. ________________ I Fjórir fogarar — tramniiio nls l að fá þessa sfld núna. Hálfur mánuður er nú liðinn síðan síld var síðast seld í Þýzkalandi og er enn mikil eftirspurn eftir vörunni þar. Þeir tveir togarar sem sigldu f gær frá Vestmanna eyjum, Egill Skallagrímsson og Freyr búast við að selja í Þýzka landi á þriðjudaginn. Noregur vill ekki aðiU að EBE án Breta Einnig kom það sér vel að þegar síldin kom var miðsvetr- arprófum nýlokið í gagnfræða- skólunum, svo að unglingarnir sem hafa frí fram yfir helgi gátu nú hjálpað til við ferm- ingu skipanna, og unnið sé þann ig inn um leið góðar upphæðir. Þeir tveir togarar sem verið var að ljúka við að ferma voru Þorsteinn Ingólfsson og Neptúnus, en fyrir utan hafnar- mjflnið sáu Vestmannaeyingar þrjá togara bíða eftir að komast að, þá Röðul, Skúla Magnússon og Úranus. Þá var verið að bíða eftir bátunum austan úr Skaft árdjúpi og vona menn að jsíldin sé góð á Þýzkalandsmarkaðinn. Vísir hefur frétt að engin vandkvæði hafi enn verið í Vest mannaeyjum með að útvega ís í togarana og er það þvf að þakka að í fyrra var reistur stór vatnsgeymir í Eyjum. Bflikil sífld — Framh at I sfðu er á kvöldin, sem mest aflast. Er á leið nóttina dreifðist hún. Sumir bátanna -hefðu beðið meiri afla, ef ekki hefði verið vestanstrekkingur á leið til Eyja. „Við höfum leitað á stóru svæði“, sagði Jakob, en ekki fundið síld nema í Skeiðarár- djúpinu. Bátarnir, sem úti eru, voru allir á austurleið eða á austur- miðunum þvf að eftir útkomuna í fyrrinótt hafa þeir gefizt upp við að reyna f Skerjadjúpinu og Jökuldjúpinu. Eitthvað af bátum er í höfn enn. Um þessa báta, sem allir eru á leið til Vestmannaeyja vissi bláðið: Pétur Sigurðsson 800 *" tn, Náttfari 1400, Halldör Jóns- son 700, Helga 900, Árni Þor- kelsson 400, Vonin 500, Kári 500, Mánatindur 700, Steingrfm ur TröIIi 800, Skírnir 600, Marz 600, Þráinn 400, Sæþór 450 og Akraborg 450. flþrótfir — Framhald af bls. 2. á liðunum og stundum hafði Þrótt- ur yfir. Það sem að var í Þróttar- liðinu og gerði það að verkum að ÍR-aðdáendur voru aldrei smeykir, vpr það að Gunnlaugur Hjálmars- son fékk að leika sér eins og hann vildi, en slíkt frjálsræði honum til handa er hverju liði dauðlegt, enda voru 18 af 32 ÍR-markanna komin frá honum, 7 þeirra úr vítaköstum. í hálfleik var staðan 19:14 fyrir ÍR, en Þróttarar sóttu nokkuð í sig veðrið um tíma í seinni hálf- leik og komust næst að jafna í 27:24, en ÍR vann öruggan sigur 32:26. ÍR-liðið me^ stórar stjörnur, j Gunnlaug, Matthías, Hermann, nær ekki þeim leik sem það ætti . og byggist of mikið á Gunnlaugi, sem var langbeztur í gær. Mark- vörðurinn, Finnur Karlsson, átti yfirleitt ekki í vandræðum nieð línuskot Þróttar. Þróttarar eru með þessu tapi með ekkert stig eftir fyrri hluta Is- landsmótsins og ansi er hætt við að liðið sér þar með fallið. Eigi það ekki að verða verður liðið að mæta í seinni umferðina með auk- inn kraft, stórum meira úthald, meira sjálfsálit, meiri taktik og miklu meiri hraða en hér gaf að líta. Axel Axelsson var bezti maður- Þróttar. Axel Sigurðsson dæmdi leikinn og gerði það vel. — jbp — Einar Gerhardsen forsætisráð- herra Noregs flutti ræðu í gær- kvöldi á fundi Verkalýðsflokksins og kvað það hörmulegt, að hætt hafi verið samkomulagsumleitun- um um aðild Bretlands að EBE, en þó væri ekki ástæða til að mála þetta of dökkum litum. Samtímis lýsti hann yfir, að hann teldi að deilur í Noregi um aðild landsins (þ. e. Noregs) að EBE mættu niður falla, þar sem enginn grundvöllur væri lengur fyrir slíkum umræðum. Hann kvaðst vilja lýsa því sem gerðist í. Brussel sem harmleik, ekki að eins fyrir Bretland, heldur fyrir allar lýðræðisþjóðir — harmleik sem gæti haft skaðlegar afleiðing- ar fyrir allt alþjóðasamstarf, en al- þjóðasamstarfið væri eina leiðin til að draga úr spennu og tryggja friðinn. „Það, sem gerzt hefur varð ar hvern einasta mann i þessu landi“, sagði hann. ÖRLÖG EVRÓPU ERU ÖRLÖG NOREGS. Forsætisráðherrann Iýsti einnig yfir, að hætt væri samkomulags- Það bar til tíðinda hér í bænum fyrir nokkrum kvöldum að þrír piltar báðu Ieigubifreiðarstjóra að aka sér á ákveðinn stað. Þegar bílstjórinn tók að virða ökubeiðendur nánar fyrir sér sýnd- ist honum þeir allir verá um eða innan við fermirigu. Hann gaf þéim þá til kynna að hann myndi ekki aka þeim þangað sem ,þeir höfðu óskað eftir heldur beint niður á lögreglustöð, því þeir myndu enga heimild hafa til að ráðstafa fjár- munum sínum á þvílíkan hátt. En sem bílstjórinn bjóst til að aka niður að Lögreglustöð, báðu drengirnir hann að nema staðar, flýttu sér út úr bílnum, tóku til fótanna og hurfu bílstjóranum sýnum það skjótasta. Allt þetta háttalag drengjanna fannst bílstjóranum með þeim hætti að ástæða væri til að gefa lögreglunni það til kynna sem hann og gerði. Gaf hann jafnframt greinargóða lýsingu á drengjunum. Lögreglan sendi menn út til að leita þeirra en það bar ekki ár- angur. Framangreindur atburður hafði Frægf fóflflc — Framhald af bls. 10. að Iystisnekkju hahda Grace, hjá stórri hollenskri skipa smíðastöð, og mun snekkjan kosta um 25 milljónir króna. En þar sem furstafrúin er ekki mikill sjómaður, verður snekkjan af sérstakri gerð. Hún verður útbúin með „jafn vægisvængjum“ svo að hún geti ekki hallast, hve mikill, oldugangurinn verður — og einkakáeta furstafrúarinnar ver ður miðskips svo að vélin verður að vera afturí. Furstafrúin vonar að hún fái að brjóta kampavínsflösku á stefni skipsins einhverntíma í vor og skíra það „AIbercaro“ samsett úr nöfnum barna hennar Alberts og Carolinu. umleitunum um aðild Noregs að EBE. „Þegar Bretum er er neitað um aðild vill Noregur ekki vera með. Nú verðum við að ræða málin við félaga okkar í Fríverzlunar- bandalaginu (EFTA), þeirra meðal bræðraþjóðir okkar á Norðurlönd- um, og einnig verður að athuga hvernig nú verða bezt not að evrópsk-bandarísku samstarf- stofnuninni OEEC.“ Forsætisráðherrann hélt því fram, að þótt gert væri ráð fyrir, að áfram yrðu í Vestur-Evrópu tvö viðskiptabandalög ætti allur rekst- ur að get^ haldið áfram og fram- hald orðið á efnahagslegum vexti og viðgangi. EKKERT STJÓRN. MÁLASAMSTARF. Luns utanríkisráðherra Hollands sagði í gær, að stjórnmálalegt sam starf Vestur-Evrópuríkja ! væri til- gangslaust að ræða áfram fyrr en viðhorf breyttust aftur ogtskilyrði fyrir hendi til brezkrar þátttöku í því. Eins og kom fram í fréttunum í skeð s.l. þriðjudagskvöld, en á miðvikudaginn veitti einn götu- lögregluþjóna þrem drengjum at- hygli sem urðu á vegi hans og sýndist a. m. k. sumir þeirra koma heim við lýsingu þá sem leigubíl- stjórinn feaf á ökiibeiðendum sín- umi kvöldíð áður. Harin fór þéss vegna með drengina þrjá niður á lögreglustöð svo hægt væri að ganga úr skugga um hvort þetta væru sömu peyjarnir. Þess skal getið að skömmu áður en lögregluþjónninn kom með drengina á stöðina hafði innbrot verið tilkynnt þangað í fata- geymslu starfsfólksins í Nýja bíó. Hún er f kjallara hússins og þar voru ennfremur geymdir ýmsir munir sem sýningargestir kvik- myndahússins höfðu týnt og ekki vitjað. Þegar drengirnir komu í lög- reglustöðina harðneituðu þeir í fyrstu að vera nokkuð við leigu- bifreiðina frá kvöldinu áður riðnir og töldu sig alsaklausa af þeim á- burði. En þegar tekið var að Ieita á þeim funduzt ýmsir undarlegir munir á þeim. Þ. á m. 10 lyklar, aðallega smekkláslyklar, auk þess margir bíllyklar og loks tveir hnífar, sem komu mjög vel heim við lýsingu á hnífum sém horfið höfðu við innbrotið úr Nýja bíó. i Var þá farið að ganga haröar að drengjunum og kom upp úr kaf- inu að tveir þeirra höfðu verið í leigubifreiðinni kvöldið áður, en játuðu auk þess á sig innbrotið í Nýja bíó. Voru þeir búnir hönzk- um, sem þeir notuðu við innbrot- ið og höfðu tileinkað sér ýmsa kunnáttu og tækni venjulegra inn- brotsþjófa. Drengirnir voru afhentir barna- deild rannsóknarlögreglunnar til frekari yfirheyrslu og rannsóknar. Játuðu þeir að hafa brotizt tvisvar inn í fatageymsluna í Nýja bíó, þó ekki allir saman í bæði skiptin. Höfðu þeir einhverja vitneskju um hvað þarna var geymt og stálu ýmsu dóti og einhverju lítilsháttar af peningum, Drengirnir þrír eru á aldrinum gær er áformað, að fimm lcndin í EBE sem eru samþykk aðild Bret- , lands muni ræða áfram við Bret- land og vekur það mikla athygli. MACMILLAN ÁVARPAR ÞJÓÐINA. Macmillan ávarpaði brezku þjóðina f ' gærkvöldi og sagði, að það sem hefði gerzt í Brussel væri slæmt fyrir „okkur, slæmt fyrir Evrópu og slæmt fyrir allan heim“, en það væri engin ástæða til að mála horfurnar of dökkum litum. Hánn kvað Breta halda áfram að treysta efnahag sinn og viðskipti eins og ekkert hefði f skorizt, og þeir mundu ræða við hin löndin í Fríverzlunarbandalaginu (EFTA) og Norður-Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjastjórn. — Hann kenndi Frakklandi eða „öllu heldur frönsku rikisstjórninni um hvernig komið er“. Frakkiand hefur aldrei síðan er síðari heimsstyrjöld lauk sætt eins harðri gagnrýni og nú í Vestur- Þýzkalandi. Fréttir frá París bera með sér að Frakkar hafa áhyggjur af því að verða stjórnmálalega ein- angraðir frá hinum löndunum í EBE — og raunverulega orðna það — með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum, einnig á öðrum sviðum. 12—14 ára og eru lögreglunni kunnir frá fyrri viðskiptum, því þá urðu þeir uppvísir að því að fara í hús og .nupla. Nýr véla- kostur i ÁVR Áfengisverzlun ríkisins fær áð- ur en langt líður nýtfzku vélar til starfsemi sinnar f Nýborg. Þarna er um að ræða flösku- þvottavél, áfyllingarvél og álím- ingarvél og afgreiða þær 1200 flösk ur á klukkustund. Að því er Jón Kjartansson for- stjóri tjáði Vísi eru þessar vélar franskar að gerð og mjög hrað- virkar og fullkomnar. Eru þær væntanlegar á komandi sumri. Miðar vel með lögreglustöð Vinnu við Iögreglustöðina nýju hefur miðað vel að undanförnu, að því er Vísi hefur verið tjáð. Kom sér vel, að þíðviðri gerði um nokkurra daga skeið nú fyrir skemmstu, því að þá var hægt að vinna af kappi. Er lokið við að steypa alla sökkla, svo og neðstu plötu undir einni álmunni, en unn- ið við uppfyllingu milli sökkla í hinum, og byrjað að slá upp steypu mótum fyrir kjallaranum. Kærður áður — Framhaio ai Dls Ib ekki samhljóða í einstökum atrið- um. Maðurinn situr enn í gæzlu- varðhaldi, en Sveinn bjóst við að rannsókn væri langt komið í mál- inu og að henni lokinni yrði rnálið sent til bæjarfógetaembættisins í Hafnarfirði til afgreiðslu og dóm- töku. Ungir innbrotsbjófar teknir Kfl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.