Vísir - 05.02.1963, Síða 9

Vísir - 05.02.1963, Síða 9
VÍSIR . Þriðjudagur 5. febrúar 1963. KUNNUM Það er fróðlegt að aka um götur Reykjavíkur og athuga hvemig fólk ekur, í þeirri miklu umferð, sem nú er orðin hér. Það verður ekki annað séð, en að helmingurinn af fólk- inu, sem er trúað fyrir því að stjóma jafn gagnleg- um og hættulegum tækj- um og bílum, hafi mjög litla hugmynd um hvern- ig fara á að því. Ekki er fótgangandi fólkið betra, því að flest af því viður- kennir alls ekki að til séu bílar. Það er því full á- stæða til að rannsaka hvað mikið af fólki raun- vemlega er fært um að aka bíl. Eins og kunnugt er hefur bílum fjölgað mjög ört á sfðustu árum og hefur það að sjálfsögðu aukið hœttuna f umferðinni. Aðeins lít- ill hluti gatnakerfisins og raun- ar alls vegakerfisins hefur tekið verulegum breytingum til að taka við þessari auknu umferð. Ekki er þó lfklegt að þarna sé eina skýringin á hinum auknu um- ferðarslysum, því að eins og allir þeir vita, sem verið hafa erlendis, eru þrengsli og hraði í umferð f Reykjavík sfzt meiri en f öðrum borgum, og venjulega miklu minni. Það virðist þvf liggja beint við að kenna bflstjórunum um hvemig komið er. Við höfum ragtt þetta mál við ýmsa menn, svo sem úr Iögreglunni, bifreiða- eftirlitinu og ýmsa bifreiða- kennara. Mjög era misjafnar skoðanir manna á þvf hvað gera skuli til úrbóta, en öllum ber saman um að ástandið sé þannig, að þörf sé róttækra aðgerða. Ökukennslan. Við skulum fyrst lfta á bif- reiðakennsluna. Til að fá rétt- indi til að kenna á bfl, þurfa menn að ganga undir mjög þungt próf, hjá bifreiðaeftirlitinu. Ber flestum saman um að það sé svo þungt að enginn óhæfur maður geti komist f gegn um það, þó að menn séu eitthvað misjafnir, enda standast prófið aðeins helm ingur þeirra sem ganga undir það. Það virðist þvf vera séð fyrir þvf að aðrir fái ekki að byrja á bifreiðakennslu en þeir, sem era til þess hæfir. Því miður sannar þetta ekki að allir bifreiðakenn- arar séu starfi sfnu vaxnir. Áður en þessi próf vora tekin upp, fyrir nokkrum áram, gat hver maður sem hafði meirapróf og 6- flekkað mannorð, fengið réttindi til ökukennslu. Engar aðrar kröfur en þessar tvær voru gerðar til þeirra. Nú hefur það skeð, að ekki fá nýir menn að byrja nema að taka próf, en þrátt fyrir þær miklu breytingar sem orðið hafa á umferðinni, er ekkert gert til þess að athuga hvort þessir eldri menn standist þær kröfur, sem nú eru gerðar til ökukennara. Enginn er að segja að eldri mennirnir séu lélegri kennarar, en það er ekki óeðlilegt að álykta að einhverjir þeirra kunni að þurfa að fríska upp á kunnáttuna. Við höfum haft tal af nokkr- um ungum mönnum, sem nýlega hafa lært á bíl. Verður ekki ann- að sagt en að þeim hafi verið kennt á harla misjafnan hátt. Sumir þeirra kunna ágætlega vel að keyra bíl, en hafa enga þjálf- un í umferðinni. Eitt slfkt dæmi er ungur piltur, sem hefur verið í sveit á sumrin. Þar lærði hann á traktor á unga aldri og þegar hann komst yfir fermingu fór hann að aka jeppa á staðnum, eins og algengt er f sveit. Of fáir tímar. Þegar hann var 17 ára fór hann til ökukennara hér f bæn- um. Kennarinn sá strax að pilt- urinn kunni að aka bíl og tók hann samanlagt í fimm tfma. er að skipta niður á mikilli ferð, er möguleiki fyrir að syncroni- seringin verki ekki. Tökum nú sem dæmi að maður missi brems- ur í Kömbum. Þá vill hann skipta niður, en ekki víst að gírkass- inn verki eins og hann er vanur að gera á sléttu. Þá er aðeins eitt sem hægt er að gera, að „tví-kúpla“. Það virðist vera nær alveg undantekningalaust, að mönnum er ekki kennt það, þeg- ar þeir læra á bíl, þó að þetta geti verið til mikils öryggis. Það skal að vísu viðurkennt, að það getur verið erfitt að kenna það, þegar kennt er á bíl, sem ekki þarf þess með. Hraði á röngum stöðum. Það er alþekkt staðreynd, að ungir menn eru þeir, sem mesta hugmynd um hvernig á að aka hratt í beygju og halda lífi, Þetta gengur jafnvel svo langt að sumir þeirra hafa aldrei lært hvernig á að sitja undir stýri. í>að er ekki óalgengt að sjá pilta þeytast um göturnar, sitjandi í hrúgu út við hurð, eða jafnve! með handlegginn út um glugg- ann. Þeir hefðu gott að því að sjá hvernig kappakstursbílstjórar sitja í sínum bílum, og það eru menn sem kunna sitt fag. Þeim þykir það ekkert fínt að sitja skakkir út við dyr. Kunnáttu- leysi í undirstöðúatriðum, hjá fólki sem nýlega hefur lokið bíl- prófi, er ekki hægt að skrifa hjá neinum öðrum en ökukennurum. Að þeir ekki kenna viss atriði, stafar í vissum tilfellum af því, að þeir kunna þau ekki sjálfir. Það er þó ástæða til að taka fram að ekki eru allir kennarar Þar af notaði hann einn til að fara yfir umferðarreglur. Piltur- inn sá, að ekki mundi það nægja til að ná prófi og lærði þvf á eig- in spýtur þær umferðarreglur sem era f kennslubókinni, sem notuð er undir bflpróf. Hann fór svo f próf og stóð sig ágætlega. Innan við mánuði seinna olli þessi piltur alvarlegu slysi. Hver er ástæðan? Nú kunni maðurinn umferðarreglurnar, hann kunni að meðhöndla bílinn, Ástæðan er einfaldlega sú, að honum hafði aldrei verið kennt að nota um- ferðarreglurnar. Þær eru tals- vert ólíkar á pappfr, eða þegar komið er á fimmtfu kflómetra hraða. Eitt er cnn athugavert við ökukennsluna. Það er það, að ekki skuli vera kennt, nema með einstökum undantekningum, meg inatriði f hvernig bíll hagar sér, þegar hann er kominn á ferð. Allur fjöldi þeirra, sem nýlega hafa lokið prófi, hafa enga hug- mynd um hvað á að gera ef bíll- inn, skyndilega fer að skríða á hálku. Flestir verða að læra þetta af reynslunni og það getur orðið dýr reynsla. Eins og kunnugt er, era flestir bílar núna með svokallaða syncroniseraða gírkassa. Þeir eru til mikilla þæginda, en ef reynt ÖKUKENNSLA tilhneigingu hafa til að aka hratt. Ef menn horfast í augu við stað- reyndir, munu þeir fljótlega kom ast að því, að ekki þýðir að segja þeim að þeir megi aldrei aka hratt. Þeir gera það samt. Það sem þarf því að gera, er að kenna þeim hvar og hvernig er öruggt að aka hratt. Hraðinn sjálfur veldur ekki slysum, heldur hraði á röngum stöðum. Við akstur þarf stöðugt mat á aðstæðum, en allur fjöldi kennara kennir nem- endum ekki að meta aðstæður við neinar aðrar aðstæður en að lúsast áfram eins og venjulega er gert í kennslu. Þeim sem raunverulega kunna að aka bíl, líður oft illa að sjá unga menn aka hér um bæinn. og nota ég þá orðið að kunna f merkingu sem ekki nær yfir nema lítinn hluta af ökumönn- um. Það virðist í fljótu bragði að þessir piltar séu heimskir, eins og þeir nota bílana. Ef maður fer að hugsa málið verður það ljóst að því er ekki til að dreifa. Þeim hefur einfaldlega aldrei verið kennt hvað er hægt að gera á bfl og hvað ekki. Þeir virðast alls ekki gera sér grein fyrir þv að það eru veruleg takmörk fyrir þvf hvað hægt er að fara hratt á beygju, oc fæsrir ’ cirra hafa undir sömu sökina seldir, heldur eru þeir mjög misjafnir. Þeir eru raunar hættulega misjafnir, að því er mér er tjáð af lögreglunni, og öðram sem til þekkja. Endurnýjuð skírteini. Ekki stafa nú öll slys af fólki, sem nýlega hefur lært á bfl. Mik- ill meiri hluti slysa verður hjá fólki, sem ekið hefur f mörg ár. Það kemur oft í Ijós við rann- sókn á slysum, að fólk er alls ekki nægilega kunnugt umferðar- reglunum. Á síðustu fáum áram hafa orðið mjög stórstígar breyt- ingar á umferðarreglunum. Hefur ýmislegt verið gert til að kynna almenningi hinar nýju reglur, en það virðist ekki vera fullnægj- andi enn. Fólk fær nú ökuskír- teeini sín endurnýjuð ef sjón þess reynist vera í fullu lagi, án þess að nokkuð sé athugað hvort það hefur heyrt þess getið, að breytingar hafi orðið á umferðar- reglunum, síðan 1930. Það kem- ur mjög til álita, hvort ekki væri rétt að prófa að nýju alla þá sem fá endurnýjað skírteini sitt. Mætti þá fá vissu fyrir því, að ekki væri verið að hleypa út f umferðina manni, sem er hættu- iegur sínu umhverfi. Á þetta ekki sfzt við um fólk, sem komið er á háan aldur, og hefur þvf glatað 1UM? miklu af viðbragðsflýti sínum. Öllum þeim sem ég hef ræt þetta mál við, ber saman um a? ekki nema hluti af ökumönnun- kunni nægilega vel að aka, til að geta talist öruggir f umferð- inni. Hvaða leið er til úrbóta? Eitt af því sem margir telja að þurfi að gera, er að koma á stofn skóla fyrir ökukennara og verði þeir að standast próf úr honum, hvað lengi sem þeir annars hafa kennt. Annað atriði er það, að koma á stofn ökuskóla, þar sem umferðarreglur eru kenndar verðandi ökumönnum. Þá er ekki sfður nauðsynlegt að scnda í hann alla þá sem valda slysum og árekstrum og jafnvel að gefa þeim kost á að vinna af sér sekt- ina með því að ganga f slíkan skóla, eins og nokkuð hefur ver- ið gert í Bandaríkjunum. Aðrar refsingar. Aðrir telja mikla nauðsyn ao herða á refsingum fyrir umferð- arbrot og hafa sektimar hærri en nú er. Þá er einnig nauðsyn- iegt að svipta menn ökuleyfi fyrr en gert hefur verið undanfarið. Þess era dæmi að menn hafi valdið 8—10 slysum á einu ári, án þess að vera sviptir ökuleyfi. Þá eru þeir sem stinga upp á því að nota kerfi sem notað er vfða f Bandarfkjunum. Þar fá menn svo og svo mörg stig fyrir hvert umferðarbrot, og þegar stigin hafa náð vissri tölu, missa þeir ökuleyfið í nokkum tíma. Svo dæmi sé tekið fá menn þrjú stig f hvert skipti sem þeir eru teknir fyrir of hraðan akstur f New Jersey. Fyrir önnur brot era sVó gefin mismunandi mörg stig. Þegar stigin hafa náð þrettán, missir maðurinn ökuleyfi f hálft ár. Það þarf því ekki annað en að aka fjórum sinnum of hratt til að missa ökuleyfi þar. Bifreiðaeftirlitið hefur nú í undirbúningi þyngri próf, bæði í bóklegum og verklegum skiln- ingi. Hver árangur verður af þvi skal ósagt látið, en hann verður varla mikill, á meðan ekkert er gert til að athuga hversu hæfir þeir menn eru, sem þegar hafa tekið bflpróf. Bifreiðaeftirlitið hefur einnig í athugun að taka í notkun mæla á viðbragðsflýti fólks, en þar gegnir sama máli. Unga fólkið sem er að taka próf, hefur yfirleitt mikinn viðbragðs- flýti. Það era þeir eldri, sem ek- ið hafa lengi, sem sumir hafa ekki nægan viðbragðsflýti. Það virðist þvf allt bera að sama brunni, að engar ráðstafanir koma að gagni, nema að þær séu almennar. Þá er kortiið að lokavandamál- inu. Hver á að koma öllu þessu í verk? Eins og stendur vantar lögregluna tugi starfsmanna, sem hún getur ekki fengið, ef um á að vera að ræða fullnægjandi starfskrafta. Ástæðan fyrir þessu er engin önnur en sú, að launa- kjör þessara manna eru slfk, að menn fást helzt ekki til að vinna við þetta. Þegar svona er komið, er hið opinbera að stofna öryggi borgaranna f hættu, með þvf að sjá ekki til þess að hægt sé að fá nægilegt og gott starfslið til svo mikilvægra starfa. Eins og nú er, er það talsverður hluti sólarhringsins, sem aðeins tíu menn eru á vakt hjá lögreglunni í Reykjavík. Hvaða öryggi er þetta fyrir borgarana? Á að bíða eftir stjórnarbyltingu, sem sann- arlega væri auðveld, eða ein- hverju álfka alvarlegu, áður en bætt verður úr þessu ófremdar- ástandi? ■KBJES?

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.