Vísir - 09.07.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 09.07.1963, Blaðsíða 7
V í S IR . Þriðjudagur 9. júli 1963. 7 Sigurjón Björnsson sálfræðingur: Dagheimili og tV leikskólar Q a a □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ rPil skamms tíma hefur sú skoð- un verið ríkjandi, að dag- heimili og leikskólar séu eins konar neyðarráðstafanir og fyrst og fremst ætluð bömum ein- stæðra mæðra, — börnum mæðra, sem einhverra ástæðna vegna þurfa að vinna utan heimilis eða þar sem á annan hátt eru erfiðar eða óeðlilegar heimilisástæður. Enda þótt þetta sjónarmið sé nokkuð farið að breytast, og augu fólks séu að opnast fyrir uppeld- isgildi þessara stofnana, er ekki ástæðulaus*. að reifa málið lítils liáttar. Vissar aðstæður stuðla nefnilega eð því, að erfitt er fyrir marga að nynda sér skoðun. Ef við rennum huganum yfir stofnanir á? þessu tagi, sem rekn- er eru hér f Reykjavík, getum við spurt: Hvcrt er í rauninni upp- eldisgildi þeirra? Og við kom- umst ekki hjá.að viðurkenna, að það er miklu minna en vera ætti. Því veldur einkum hve stofn anirnar eru ofhlaðnar börnum og hve starfslið er fátt. Uppeldis- gildið takmarkast af því hve stofnanirnar eru fáar. Góð dag- heimili og leikskóla fáum við varla fyrr en þörfinni fyrir þær stofnanir er vel og rækilega fullnægt. Ekki fyrr en allir þeir, sem óska eftir að koma bömum sínum að, fá pláss fyrir þau þar sem er nógu rúmt og nóg af þjálf uðu starfsliði. En hvers vegna er þessarar aðstoðar þörf fyrir venjulegar fjölskyldur? Er ekki bezt að börnin séu heima hjá foreldrum sínum? Jjegar við spyrjum svona, gleymum við því, að við er- um íbúar vaxandi borgar, en ekki grónir sveitamenn. Við gleymum því, að faðir Revkjavíkur barns- ins getur ekki tekið afkvæmi sitt við hönd sér, leitt það um tún og haga og sýnt því lömb og folöld. Og stræti borgarinnar er enginn hlaðvarpi með sóleyjum og fíflum, þar sem hægt er að dunda sér. Reykjavíkurbörnin al- ast miklu meira upp á götunni en heima hjá sér. Það er ekki hent- ugur leikvangur barna, allra slzt nú, eftir að umferðin hefur vaxið svo gífurlega. Dagheimili og leik- skólar eiga að taka börnin af götunni en ekki af foreldrunum. En við höfum leikvelli. Hví ekki láta sér nægja að fjölga þeim? Varla þarf að minna á, að Ieik- vellirnir eru ekki nótaðir eins mikið og vænzt var. Sennilega stafar það af því, að yngri börnin geta ekki skipulagt leiki sína nægilega vel aðstoðarlaust. Full- orðnir þurfa að koma þeim til hjálpar. Og þegar sú hjálp hefur bætzt við leikvöllinn er kominn leikskóli. En af hverju þurfa g börnin að vera svo mikið á göt- Q unni? Geta þau ekki vérið meira § inni hjá sér? Því er til að svara, □ að fæst Reykjavíkurheimili hafa q góða aðstöðu til þess, að börnin n dveljist innanhúss, einkum ef q börnin eru mörg. Auk þess þríf- □ ast börn ekki vel, hvorki andlega q né líkamlega, nema þau hafi n miklar útivistir. Kunnugt er að ° tiltölulega fáar mæður hafa tima n eða getu til þess að stýra at- n hafnaþörf barna sinna í rétta far- □ vegi innanhúss. Og fáir eru þeir feðurnir, sem □ geta veitt sér þann munað að § ieika við börn sín þolininóðir og □ asalausir, svo að nokkru nemi. q Nýlega hefur verið sagt frá □ því, að Reykjavíkurborg ætli að § nota talsvert stóra fjárhæð á □ næstu árum til byggingar dag- c heimila og leikskóla. Því fram- □ taki ber vissulega að fagna, enda § þótt mér virðist að sú fjölgun □ stofnana, sem fyrirhuguð er, c muni ekki ná lengra en bæta úr B brýnusi.u þörf. Hún mun ekki q verða þess megnug að koma dag- □ heimila- og leikskólamálum í það q horf, að úr verði raunveruleg □ uppeldisaðstoð. Illt er til þess að q vita. En sé allrar sanngirni gætt, □ er varla hægt að ætlast til þesp, n að bæjarfélagið taki eitt á sig □ svo þungan bagg'a. Ef við litumst q um í nágrannalöndum sjáum við □ líka, að þar leggjast margir á q eitt. Víða tíðkast, að stór fyrir- □ tæki og stofnanir reisi og reki q leikskóla fyrir börn starfsliðs □ síns. Hér ætti að mega hafa q nokkuð líkan hátt á og undar- □ legt er, ef vinnuveitendum yrði □ það til tjóns. □ □ Tjað mun vera óskráð, en und- □ antekningarlaus regla, að □ starfslið dagheimila og leikskóla □ sé ávallt konur.. Og eflaust q kemur mörgum kynlega fyrir □ sjónir, ef bornar eru brigður á q ágæti þessarar reglu. En sé □ karlmannsþörf á heimili barnsins □ til þess að taka þátt í uppeldi □ þess, hví skyldu þá ekki sama g gilda á öðrum uppeldisstöðvum? □ Gott dagheimili þarf engu að g síður fóstra en fóstru, — jafn- □ vel enn þá fremur, ef mikill hluti g barnanna er föðurlaus eða van- n ræktur af föður. Ég minnist þess g ekki að hafa heyrt minnzt á □ þessa hlið málsins áður, en það g er reyndar ekki undarlegt. Yfir- □ Ieitt hefur verið ákaflega hljótt g um uppeldisskyldur og uppeldis- □ hlutverk karlmannsins. Og það ° er víst enginn vafi á, að margar □ uppeldissyndir feðranna hafa g einhvern veginn bókfærzt á reikn □ ing mæðranna, hvernig sem á jjj því stendur. □ □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ SOKKAVIÐGERÐAVÉL og RYKSUGA TIL SÖLU Pfaff-sokkaviðgerðavél og ryksuga til sölu. Upplýsingár í sfma 24712. LAGHENTIR MENN Laghentir menn óskast til fastra starfa. Bonusgreiðsla. Vefarinn h.f. Simi 11685. Þau villtu á sér heimildir — þóttust vera „Robert Baltch“ og „Joy Ann ^rber“. Kennedy fyrirskipar ,hreinsun‘ — vegna síaukinna njósna Rússa Það er ekkert Iát á nýjum fréttum um njósnir, ný njósna mál, sem komizt hefir upp um, sum að einhverju leyti tengd öðrum eldri. Eftir handtöku fjögurra Rússa í Bandaríkjunum, sem sakaðir eru uin njósnir, hef ir Kennedy forseti fyrirskipað „hreinsun“ eða stóraukið eftirlit með öryggisstofnunum Banda- rikjanna og í þeim. Tilgangurinn er fyrst og fremst, að komast að því, hvar þessir f jórír njósnar ar fengu upplýsingar sínar. Hér var um skötuhjú að rreða, sem bjuggu í Waáhington undir nafni .•>merí:-:kra borgara, sem eru á lffi, og starfsmann Sam 'einuðu þjóðanna í New York og konu hans. Enn tveir Rússar, starfmenn S. Þ. grunaðir um njósnir, fóru heim til Moskvu f maí- Rússar hafa mótmælt því, að handteknir jéu rússneskir starfs menn Sameinuðu þjóðanna, en Badaríkjastjórn hefir tekið þá afstöðu, að slíkir starfsmenn skuli ekki njóta þeirra forrétt- inda, sem diplomatar hafa, og því neitað að sleppa úr haldi hinum handtekna Rússa í New York og konu hans. Það er sagt, segir í fréttum frá New York, að Rússar hafi komizt yfir landhernaðarlegar og sjóhernaðarlegar upplýsing- ar, upplýsingar um herflutninga o. fl. Allir embættismenn, sem vitn- askju hafa um hemaðarleg mál vegna starfs sins, verða yfir- heyrðir og fylgjast nánara með öllu framvegis. — Robert Kenne dy dómsmálaráðherra segir, að njósnir Rússa í Bandaríkjunum hafi verið að aukast alla tíð síðan er hann tók við embætti. Rússi sá, sem handtekinn var í New York heitir Egerov, 41 árs, kona hans heitir Alexandra og er 39 ára. Kröfu Rússa um, að þeim yrði sleppt úr haldi var hafnað á stundinni. Rússar minntust ekkert á skötuhjúin í Washington, sem handtekin voru. Karlmaðurinn gekk þar undir nafninu Robert Baltch og konan undir nafninu Joy Ann Garber. Ekki er talið fullsannað hvert þjóðerni þeirra er, þótt þau hafi verið kölluð rússneskir eða sovézkir njósnar- ar í fréttunum. En það eru tvær manneskjur í Bandaríkjunum, sem hafa orðið fyrir óþægindum af þessu, en það eru þau, sem eiga nöfnin, er skötuhjúin stálu. Hér er um að ræða Robert Keistutis Baltch, sem er rómversk-kaþólskur klerkur, sem nú á heima í New Amsterdam ofarlega í New York fylki, og þá réttu Joy Ann Garb- er, sem nú er gift og ber nafnið Mrs. Robert Sekin og á heima í Norwalk, Connecticut, og kunna að vonum bæði illa, að nöfnum þeirra var stolið. Klerkurinn, síra Baltsch, sem er 39 ára, átti annars heima í Litháen, er Rússar innlimuðu, í 14 ár. Hann fór þangað Í933 með foreldrum sínum, stundaði nám þar, og kom aftur til Banda ríkjanna 1947. í söfnuði hans eru nær eingöngu fólk af Lithá enstofni. I Washington er talið líklegt, að rússnesku njósnararnir hafi vitað, að hann var kominn aftur til Bandaríkjanna. Fréttirnar um handtöþu fjög urra rússneskra njósnara voru ekki nema sólarhrings gamlar og ekki það, er það síaðist út í London, að vænta mætti þess, að handtökur færu fram þá og þegar út af nýju njósnamáli, sem verið væri að rannsaka, og væri það tengt seinasta bandaríska njósnamál- inu. 1 blöðum, sem birtu um þetta forsíðufréttir undir stórum fyrir sögnum, var sagt, að öryggislög reglan væri að gera fyrirspurnir varðandi brezkan embættis- mann, sem nýlega starfaði f sameiginlegu landvarna eða her- foringjaráði í Washington. Og það var tekið fram, að þessar eftirgrennslanir í London, færu fram vegna upplýsinga, sem borizt höfðu frá Washing- ton. Gefið var f skyn, að um að- stoðar-embættismenn í herflug- málaráðuneytinu væri að ræða. Bandarísk blöð hafa að und- anförnu Iátið liggja að þvi, að í Washington hafi af ásettu ráði verið látið ,leka“ dálítið úr leyndarhólfunum, til þess að ýta við Bretum og fá þá til þess að vera betur á verði, — og hafa þau gefið í skyn, að þar megi búast við fleiri njósnahneykslis- málum á næstunni. Reynist það rétt, sem vikið er að í blöðum, er það ekkert smámál, sem nefndur embættis- maður er við riðinn, því að þau segja að þótt hann sé aðstoðar- embættismaður og einn hinna yngri, hafi starf hans verið tengt samkomulagsumleitunum varð- andi Skybolt-flaugar, en hætt var við framleiðslu þeirra, mjög gegn vilja Breta, og Polariskaf- bátaverkefnið tekið fram yfir. Samkomulagsumleitanir um þetta voru meðal æðsu leyni- mála, og öll gögn þau varðandi auðkennd sem aðalleyniskjöl (top secret). Bandarfkjablöð hafa áður vik- ið að því, að njósnir eða njósna tilraunir hafi varðað Skybolt, Samtímis og það fréttist, sem hér hefir verið gert að umtals- efni er haldið áfram réttarhöld- unum yfir Ward lækni, sem að vísu er ekki borinn sökum um njósnir, en Ivanov hinn sovézki var meðal kunningja hans og Christine Keeler. Máli Wards er ekki lokið fyrir dómstólunum, né er lokið rannsókn út af örygg ishlið málsins. Menn bíða þess með óþreyju, að frétta hvað hún leiðir í Ijós. Og meðan beðið er heyrast stöðugt raddir innan og utan íhaldsflokksins um sterkari stjórn, sem verði vel á verði 1 öryggismálum. Um heiðarleik Macmillans efast enginn, en mörgum þykir á skorta, að vak að hafi verið á verðinum, og kenna honum. Hann var þó far- inn að vinna á aftur meðal al- mennings, eftir skoðanakönnun- um að dæma, en svo kom ný vís bending um fylgistap — áfram- haldandi fylgistap. Jafnaðar- menn héldu tveimur kjördæm- um í aukakosningum við svipað fylgi og áður, en íhaldsflokkur- inn fékk ekki nema hálft fylgi miðað við það, sem var, i al- mennu þingkosningunum, og í annarri féll hann niður í þriðja sæti, á eftir frjálslyndum, sem juku fylgi sitt. En kosningaþátt takan var Htil — ekki sízt vegna þess, að kjósendur Ihaldsflokks ins sátu heima, og það sýnir óá nægju þeirra með forustuna,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.