Vísir - 09.07.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 09.07.1963, Blaðsíða 8
8 ---------—, VI S IR . Þriðjudagur 9. júlí 1963. Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 65 krónur á mánuði. 1 lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur). '’-eotsmiðja ^ísis. — Edda h.f. Dómur alþjóðabankanna Fyrir skömmu var hér á ferð bankastjóri Hambros Bank í Lundúnum, Charles Hambro. Það var banki hans, sem seldi íslenzka skuldabréfalánið í Lundúnum i fyrra, en það fé hefur nú verið veitt til hinna marg- víslegu framkvæmda um land allt. í viðtali við Vísi sagði Hambro að ólíkt væri við- horfið á hinum alþjóðlega peningamarkaði til íslands nú eða fyrir nokkrum árum. Nú væri endurvakið traustið á íslenzkum efnahag og þess vegna væri unnt að afla lána í Bretlandi til framkvæmda hér á landi. Hefðu því ráðið efnahagsaðgerðirnar, sem gerðar voru fyrir þremur árum, eða viðreisnin með öðrum orðum. í fersku minni er það ástand, er allar alþjóðlegar peningastofnanir voru íslendingum lokaðar og hvergi var nauðsynleg lán að fá. Þannig var ástatt undir vinstri stjórninni. Reynt var þá að fá lán m. a. hjá Alþjóðabankanum í Washington, en svarið var nei. íslenzkt efnahagslíf var þá í slíkri upplausn, að bank- mn taldi útilokað að lána fé hingað til lands. Notast varð í staðinn við fé, sem Bandaríkjastjórn hafði ætl- að til aðstoðar við vanþróuð lönd. Hin breytta afstaða alþjóðlegra peningastofnana til íslands er einhver merkasta og hlutlægasta viðurkenn- ingin, sem fengizt hefur á því að gæfuspor var stigið með viðreisninni. Þar litast ekki matið af pólitískum innanlandserjum. Þar er kveðinn upp hlutlægur dóm- ur af erlendum sérfræðingum og fjármálamönnum um það, hvort efnahagsstefnan sé lífvænleg eða hvort hún stefni fram af hengifluginu. Framkvæmdalánin, sem nú eru fengin, sanna ótví- ræðast að við erum á réttri braut. V/ð bjóðveginn Eftir hverja helgi birta blöðin frásagnir af válegum umferðarslysum. Sumum þeirra verður ekki afstýrt, önnur stafa af ógætilegum akstri og gáleysi bifreiða- stjóra. Tímabært væri að taka upp þann hátt til viðvörunar sem Bandaríkjamenn og Þjóðverjar á vegum úti. Á hættulegustu stöðunum eru bílaflökin ekki fjarlægð eftir slys, heldur sett á pall við veginn öðrum vegfar- endum til viðvörunar. Og á slíkum stöðum er skráð á skilti hve mörg umferðarslys hafa orðið á staðnum, t. d. síðasta misserið. Slik áminning myndi ef til vill draga úr ferðagleði sumra bflstjóranna. En reynsla þessara þjóða er sú, að sterkari viðvörun er vart unnt að finna en þessi minn- ismerki slysanna. ECar lmannaf ata Þaö er nokkuð almennt sagt nú orðið, að karlmcnn séu að verða ekki síður tildurslegir en kvenfólk. Sannleikurinn er hins vegar sá, að fatasmekkur karl- manna hefur batnað stórkost- lega mikið á síðustu árum, þó að hann, eins og svo margt ann- að, hafi farið út í nokkrar öfg- ar hjá ýmsum. Þeir eru farnir að fá sér permanent, og eru með allskon- ar aðrar tízkugrillur. Vafalaust á það eftir að ryðja sér rúms, og þá fara eiginmennirnir að lesa blöðin undir hárþurrkunni. Enn sem komið er þykir þetta þó heldur ókarlmannlegt. Víst er, að þetta er mikil breyting frá því að afar okkar struku fingr- unum í gegnum lubbann til þess að hann færi ekki niður í augu þegar þeir voru að blikka heima sæturnar, eða þegar þeir skelltu undirskálum ofan á kollinn á sér og klipptu hringinn. Jakkarnir eru einhnepptir. Fyrir skömmu síðan leitaði Vísir til nokkurra helztu tízku- manna hér i borg og bað um að- stoð við að kynna að einhverju leyti karlmannatfzkuna 1963. — Það var auðsótt, og var fyrst rætt við Colin Porter klæðskera um jakkaföt. Á þessu ári er mest í tízku að hafa jakkaha einhneppta og með tveimur töl-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.