Vísir - 09.07.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 09.07.1963, Blaðsíða 9
VÍSIR . Þriðjudagur 9. júlf 1963, 9 MYNPIRNAR Að ofan t. h.: Þannig er hinn „fullkomni" tízkuherra. Hattur- inn er enskur Lees, með litlum bðrðum en breiðum borða. Frakkinn er ljós Melka, beltis- frakki. Hanzkamir eru úr svína skinni, og regnhlífin svört eins og bindið. Þessi var dubbaður upp í Herradeild PÓ. Að neðan t. h.: Þessi skyrtu peysa er úr Herrabúðinni f Aust urstræti. Efnið er 100 prósent ensk lambsuli. Að neðan t. v.: Dolcis skór era viðurkenndir, bæði fyrir útlit og gæðl. I Herrabúðinni f Aust- urstræti 22 var þessi útstiliing. Eins og sjá má, er táin ekki eins mjó og hún hefur verið. Liturinn á þessum er „smoke brown“. Efst t.v.: Þessir sportmenn era frá Pó. Sá sem situr, er f þýzk- um Fausel ullarjakka, með ská- vösum. Jakkinn er frekar stutt ur og kraginn með sérstöku snið. Skyrtan, sem hann er f, er frá Melka, úr nylonefni. Hún er ákaflega mjúk, og á ekki að þurfa að straua hana. Skyrtunni fylgir sérstakur hálsklútur. Bux umar era terelyn og með ská- vösum. Listamannslegi náung- inn er f þýzkum leðurjakka, með þremur hnöppum, sem öllum skal hneppt, og lausum spæl á baki. Bindið er úr leðri og húfan að sjálfsögðu frönsk. (Myndim- ar tók Ijósm. Vfsis Ingimundur Magnússon). um, og sannar enn einu sinni hina óendanlegu hringrás henn- ar. Það hefir þó breytzt að nú er neðri talan í beltishæð, í stað efri tölunnar áður. Jakkinn verð ur þvf ekki eins opinn, og sá með tveimur tölunum var f „gamla daga“. Ekki eru famir að sjást marg- ir jakkar með þessu sniði hér, enda heimstízkan yfirleitt einu til tveimur árum á eftir hér. hann langt án peninga á þessum tímunj.) En þetta má hann alls ekki bera í hliðarvösum jakkans, þeir eiga að vera tómir. Aðdá- endur Kennedys ættu því um- fram allt, ekki að taka upp hinn hroðalega ávana forsetans, að troða báðum höndunum nið- ur í jakkavasana. Þeir sem að jafnaði ganga með vasaklút í brjóstvasa jakk- ans ættu og að athuga sinn gang. Tilbúnu klútarnir með þremur hornunum, er frámuna- leg smékkleysa sem enginn karl maður ætti að láta sjá sig með Það er einnig ljótt að sjá þá vandlega brotna saman, þannig að þeir mynda þráðbeina hvíta línu. Það lítur út eins og bréf sem gleymzt hefur að leggja í póst. Rússkinnjakkar. Eftir að hafa kvatt Porter, var haidið í tvær verzlanir, Herrabúðin í Austurstræti 22, og Herradeild PÓ. Þar var litið á ýmiss konar sportfatnað: Stak ir jakkar hafa jafnan verið mjög vinsælar flíkur, og í nokkru úr- vali. Fyrir nokkrum árum komu á markaðinn einhnepptir jakkar, með þremur töium, og hafa þeir haldizt hér lengi. Það er fyrst núna, að þeir eru farnir að þoka fyrir örðum sniðum, að einhverju marki. Allmargir model iakkar hafa að vísu sézt hér, en sjaldan orðið til nema einn eða tveir af hverju sniði. Rúskinnsjakkar hafa og verið vinsælir, en þykja nokkuð dýrir, og ekki mjög margir sem hafa efni á að kaupa þá. Jakk- arnir eru ákaflega, glæsilegar fiíkur, sem þó eru að hverfa nokkuð í skuggann fyrir nýjum modelum af leðurjökkum. Við rúskinn og Ieðurjakkana eru svo notuð sérstök leðurbindi, ef ekki er verið í spórtskyrtu. Peysutízka íslendinga. Peysu á í réttu lagi að nota eina sér, eða þá undir víðri blússu. Skyrtur eru jafnan í miklu úrvali, bæði sportskyrt- ur og „spari“skyrtur. Það koma fram nýjar litasamsetn- ingar á hverju ári, en ekki er um mikla aðra breytingu að ræða. Það er helzt flibbinn sem breytir Iftið eitt um lögun hverju sinni, og það er eilífur hringdans. Síðasta ár var mjög í tízku að híjfa prjón í gegnum „rúnnaðan“ flibba, en það er búið núna. Nú eru hornin orðin skörp, og flibbinn viður. Nokkuð er farið að bera á svokölluðum „button down" skyrtum, en á þeim er kraginn festur niður með tveimur töl- um. Vinsælasta skyrtuefnið virðist vera nylon. Hin litskrúð- ugu bindi eru sem betur fer horfin, og eru þau nú einlit. Fremur mjó, fyrir unga menn, allt að tvítugu, en heldur breið- ari eftir það. Hatta ganga fáir með, en þeim fer þó fjölgandi, enda setur hattur mikinn svip á klæðaburð, ef hann er smekk- Iega valinn og auðvitað líka ef hann er það ekki. . Börðin ógnar- smá. Tízkuhatturinn í ár er með fremur litlum börðum, en breið- um borða. Sumir eru með lit- ríkum fjöðrum, eða eiinhverju svipuðu prjáli. Skórnir eru léttir, þunnir, þægilegir og ógurlega dýrir. Táin er nokkuð farin að breikka og verða rúnnuð. Svartir skór eru eins og venjulega í meiri- hluta, en annar litur, „smoke brown“ hefur náð miklum vin- sældum. Regnhlífar sjást sjaldan nema í höndum kvenna. Ekki er það tízkan 1963 ítalski móðurinn, stuttur jakki, er úr sögunni ,og jakkarnir hafa síkkað nokkuð. Klaufin er horf- in, og þeir eru heilir að aftan. >f Uppbrotin komin aftur. Buxurnar eru öriitið víðari, og uppbrot eru að komast aftur f tfzku á sparifötum, það er að segja hjá háum myndarlegum mönnum. Þeir iitlu láta það helzt eiga sig. Lögun vasanna fer nokkuð eftir hverjum og ein- um, en flestir ungir menn hafa skávasa bæði á sparifötum og sportfötum. Efni f stökum bux- um er aðallega terrylene. Nokk- uð margir nota axlabönd við þter. Það er ekki nóg að eiga fal- leg föt, menn verða líka að kunna að samræma þau, ganga f þeim og vita hvernig þau fara bezt. Hver einstakur fatnaður krefst sérstakrar framkomu. Þegar herra fer út til þess að skemmta sér má hann helzt ekki hafa annað með sér en veski, sígarettur eða pípu og kveikjara. (Já og ekki kemst Blússur eru lftið notaðar af öðrum en fermingardrengjum, ner.ja þi tii ferðalaga eða vinnu. Peysur. Þær eru stöðugt að verða meira og meira notaðar hér, þó að margir íslenzkir karlmenn hafi vægast sagt nokkuð sérstæðar hugmyndir um til hvers hún er. Það er nokkuð algéngt að sjá unga menn sem klæddir eru í jakka- föt, í hvítri skyrtu og með bindi, vera svo einnig í svell- þykkri ullarpeysu. Jakkafötin og peysan kunna að fara ve! sitt f hvoru lagi, en þegar það er haft saman, lítur maðurinn út eins og illa bundin heysáta. Það er að vfsu nokkuð erfitt að gera við þessu, þvf að veðr- áttan hér á íslandi er þannig, að ekki koma nema nokkrir dagar á ári sem eru nógu hlýir til þess að hægt sé að ganga á peysunni einni. En það er nóg til af þeim léttum og snotrum, sem fara mun betur undir jakka. >f af þvf að karlmennirnir sjái ekki hversu þarfur gripur hún er, heldur vegna þess að fáir þora að bera þær. Af ungum mönnum er það ekki nema f hæsta Iagi einn af hundraði. Hinir bölva f hljóði, jafnvel upphátt, bretta upp kragann og skunda leiðar sinnar rennblaut- ir. Fyrir löngu sfðan var byrjað að framleiða regnhlifar fyrir karlmenn og unnu þær mjög fljótlega markað erlendis. Sala þeirra hér gengur fremur hægt, en smáeykst þó. Það er orðið nokkuð dýrt fyr- ir karlmenn ekki síður en konu, að fylgjast með tfzkunni nú orðið. Hér á Islandi erum við nú samt nokkuð seinir að taka við okkur, og svo íhaldssamir, þegar við erum búnir að festa tryggð við eitthvað, svo að ekki erum við alltaf klæddir eft- ir Parisartízkunni, enda eru það ekki nema konur okkar sem hafa efni á þvf. Hins vegar er enginn vafi á því, að smekkvfsi hefur farið batnandi, þó að enn sé langt f land. Við erum að miklu leyti að losna við feimni þá og hleypi dóma um að karlmenn (sem við jú allir viljum vera) hugsi ekki alltaf um að vera „toppklæddir" og að blotna ekki f rigningunni. i x í x-:\ ' ■■ ' ' < . ■ '■ \ ■■'■'■■■ ■ : ■■■ ■ : 8 : : ■ • :

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.