Vísir - 01.10.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 01.10.1963, Blaðsíða 7
VlSIR . Þriðjudagur 1. oktíjber 1963. DEEP Einhvern tíma á árinu 1935 tókst vinskapur með fjórum ungum mönnum, sem stunduðu nám við Hampton Institute í Virginia i Bandaríkjunum. Þeir voru alli.r sérstaklega söng- elskir, og höfðu að sögn verið raulandi þjóðlög og slagara allt frá því að þeir lágu í vöggu. Fjórmenningarnir sungu fyrst saman í „Armstrong League Quartett" á vegum skólans, og unnu sér fljótlega viðurkenn- ingu í næsta nágrenni. Þegar þeir svo unnu 100 dollara í „amatör“-söngkeppni ákváðu þeir að hætta námi og helga sig algjörlega söngnum. Þessir fjórir ungu menn urðu The Deep River boys, sem hafa farið sigurför um allan heim síðan. Kvartettinn hefur breytzt nokkuð, og nú er að- eins einn eftir af hinum upp- runalegu Deep River Boys, og það er foringinn Harry Douglas. Hinir eru Rey Durrant, sem leikur á píanó, A1 Bishop sem syngur bassa og Chuck Joyner tenór. Þeir félagar hafa komið hing- að til laridsihs áður, 1959'.a Þá man að mér þótti mjög gaman að syngja hérna síðast. — Þið eruð Iíklega búnir að bæta þó nokkru af nýjum lög- um á dagskrána síðan síðast? — O, biddu fyrir þér, maður. Þetta er alltaf að breytast. Það er-íWtlaættfis twistið, og' svo komu þeir frá Spáni. Núna ýi¥isar!‘dægurflugur sem við koma þeir frá Þýzkalandi; oig^'^HÖfuriTtrrðið að taka upp. eru í þann veginn að enda mikla hljómleikaferð. Frétta- maður Vísis hitti Harry Douglas að máli á æfingu í Austurbæjarbíói. Hann kom gangandi niður af sviðinu, hár og herðabreiður, tautandi fyrir munni sér: „Eru allir ánægðir", og „samtaka nú“ og ,góðan dag“. Hann var að æfa sig í íslenzku fyrir kvöldið. — Hvernig finnst þér að vera kominn hingað aftur? — Það er ánægjulegt ég — Ykkur þykir þá kannski ekkert gaman að syngja twist? — Tja, það er nú bæði nei og já við þessu. Ég persónulega er ekkert sérstaklega hrifinn af twist. En fólkinu þykir gaman að hlusta á það, og þess vegna er gaman að syngja það fyrir það. Mér er eiginlega sama hvað er sungið, ef það fellur áheyr- endunum í geð. — Hvernig féll ykkur að syngja á hinum Norðurlöndun- um? setmngartæia Sýnd hafa verið f V.-Þýzka- landi ný tæki til notkunar hjá dagblöðum og fréttastofum, tæki, sem geta aukið vinnu- hraðann að mun. Tækin nefnast „Perfoset" (myndað úr perforate og set) og eru byggð úr fjórum sjálf- stæðum hlutum, rafmagnsritvél, götunarvél, fjarrita og setjara- vél. Fréttamaðurinn, sem skrif- ar fréttina, getur jafnvel sjálfur notað þessi tæki. Og þá gerir hann allt í senn, skrifar frétt- ina, setur hana og sendir hana út til annarra blaða eða frétta- stofnana, ef svo ber undir. — Hingað til hefur fréttaritarinn fyrst orðið að skrifa fréttina, en senda hana síðan til setjara í prentsmiðju. Hægt er að nota götunarkerf- ið í sambandi við fjarrita. Þarf þá ekki eins og nú er gert að vélrita inn á fjarritann. Sá sem skrifar fréttina skrifar inn á Fram til þessa hafa hándrit blaðamanna á blöðum og tíma- ritum verið sett í prentsmiðjum af vélsetjurum — hér á landi sem annars staðar. Á síðustu árum hefir hins vegar ný tækni 6ðum verið að ryðja sér til rúms og segir hér frá einu slíku tæki. Það er hið mesta undratæki að því leyti til að við notkun þess ritar blaða- maður handrit sitt á gataborða sem síðan fer beint á setjara- vélina — vélsetjarinn kemur það hvergi nærri. Sem að Iík- um lætur er að þessu hinn mesti vinnusparnaður og aukning vinnuhraðans er mikil, en hrað- inn er eitt höfuðatriði nútima blaðamennsku. — Það var gaman. Sérstak- lega í Svíþjóð. Það vildi svo vel til að um þær mundir sem við vorum í Svíþjóð, þá var Sonny Liston þar á sýningarferð. Við hittum hann að máli, og hann vildi fá okkur til þess að syngja í hringnum áður en hann byrj- aði að æfa. Við sögðum honum að það væri sjálfsagt, ef við bara mættum vera farnir þaðan þegar hann byrjaði að slást. Ég er nú frekar stór maður, en við hliðina á Liston fannst mér ég vera eins og dvergur. — Hvaða lög eru svo í rnestu uppáhaldi hjá ykkur sjálfum? — Ég býst við að það séu þjóðlögin, eða lög sem við köll- um „ever green“ (ávallt græn, sígild). Það eru þau lög sem við byrjuðum að syngja sem börn, og það hefur ekkert kom- ið ennþá sem gæti tekið sæti þéirra til lengdar. Með „Djúpárdrengjunum" er maður að nafni Ed Kirkeby. Maður sem lítið er þekktur hér á landi, en er einn kunnasti framkvæmdastjóri skemmtikrafta vestan hafs. Hann hefur haft í hljómsveit sinni menn eins og þá Jimmy og Tommy Dorsey og Red Nicols, og verið umboðsmaður fyrir m. a. Fats Waller. Hann er búinn að vera með Deep River Boys síðan 1944, og ferð- ast með þeim um heiminn þveran og endilangan. Það er lítill vafi á því, að uppselt verður á hljómleika Deep River Boys í Reykjavík, og úti á landi, og það jafnvel þó að þeir hefðu verið fleiri. Mun minna framboð hefur nú verið á kennurum til gagnfræða- stigs en oft áður og mun víða úti um land enn vanta kennara til gagnfræðaskóla, sem hefja eiga starf núna næstu daga. í Reykja- vík hafa málin nokkum veglnn hjargazt, en mikill hluti þeirra kenn ara, sem ráðnir hafa verið til stundakennslu, hefur ekki full kenn araréttindi. Vísir hafði í morgun samband við Runólf Þórarinsson fulltrúa á Fræðslumálaskrifstofunni. Sagði hann að ekki væri enn ljóst hvern- ig ástandið úti um land væri því að enn hefðu ekki borizt bréf frá ýmsum skólahverfum. Sagði hann að enn vantaði t. d. kennara í gagn fræðaskólana á Akureyri, Vest- mannaeyjum og Siglufirði, sömu- leiðis í unglingaskólana á Suður- nesjum. gataspjald eða gataborða og setur í fjarritann, sem sendir þegar í stað. Götunarkerfið hefur einnig lengi verið notað í sambandi við setjaravélar. Fyrst er fréttin sett á götuð bönd, sem síðan er látin í setjaravélina, sem setur sjálfvirkt eftir þeim. En „Perfoset" er talsverð umbót á þessu kerfi, og öllum þeim vélagerðum sem hún er mynduð úr. I stað sextíu og fjögurra tákna áður eru nú not- uð 128 tákn í götunarkerfinu. Það er einna athyglisverðast við þessa nýjung hve hún eykur hraðann í fréttasending- um. Fréttaritari Parísar-dag- blaðs, sem er staddur í MUn- chen getur sent fréttina á göt- uðum borðum gegnum fjarrita en fjarritarinn sem tekur á móti fréttinni, gatar hana á borða, sem eru þegar í stað látnir í setjaravélina sem er búin að setja fréttina fáeinum mínútum síðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.