Vísir - 01.10.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 01.10.1963, Blaðsíða 15
VÍSIR . Þriðjudagur 1. október 1963. 75 pspss. sMaiw^.-A fií s; > kriMiá&iAI&SSAGAU r» jí F I U'!‘, P''^*!®‘ rí k s. W4í5 «a 'A '&fe. & W Barbara hrópaði: — Philip, Philip, nei-ei. Dyrnar bílstjóramegin voru hálfopnar og hurðin slóst til. Barbara hafði setið sammhnipr- uð í framsætinu og í fyrstu hafoi hún alls ekki gert sér grein fyrir, hvað var að gerast. Nú stirðnaði hún upp af hræðslu, en fór síðan að mjaka sér í áttina að stýrinu, hemlinum og lyklinum. Bíllinn nálgaðist beygjuna með ískyggi- lega miklum hraða og Barbara sá, að hún myndi ekki ná að grípa í stýrið f tæka tíð. Hún gaf upp alla von og kúrði sig niður í sætið í örvænt- ingu, eins og hún gæti á þann hátt flúið frá því, sem var að gerast. Rétt í því birtist stór vörubíll á beygjunni og bílstjór- inn náði ekki að hemla nógu snemma — til allrar hamingju, því að ef hann hefði getað það þefði Dailmerinn þotið fram af l^lettasnösinni — þannig að DaiKnerinn rakst harkalega á hlið vörubílsins. Barbara kast- aðist fram á mælaborðið, rak höfuðið í — en lífi hennar var borgið. í fyrstu gat Barbara alls ekki hugsað skýrt, en svo brast hún í grát — þungan hjálparvana grát. Hún var óbrotin og einu meiðslin, sem hún hafði hlotið, var skurður á enninu. Vörubflstjórinn kom askvað- andi og var engu síður æstur en Barbara og skömmu síðar bar Philip að. — Elskan mín, hvernig vildi þetta eiginlega til? Og hvernig líður þér? Guði sé lof fyrir að þú lifir. Vörubílstjórinn sór, blótaði og kallaði á alla engla himinsins sér til vitnis um, að þetta hefði ekki verið honum að kenna. Hann hafði komið akandi hægt og ró- lega og átt sér einskis ills von, þegar þessi kvenmaður, þessi vit leysingur, þessi umferðar- ófreskja .... Philip bölvaði honum og bað hann að halda sér saman. Hann skyldi fá þetta bætt, þegar þar að kæmi. Bílstjórinn þagnaði og fór að athuga bílinn sinn, til að geta reiknað út hve mikils hann gæti krafizt af Bretanum. Philip steig upp í Dailmerinn og ætlaði að taka Barböru í fang sér: — Hvernig hefur þú það elskan mín-------meiddirðu þig illa? — Það blæðir mikið úr sár- á ég að fara með þig til mu 1 læknis? Svona, svona, þetta líður hjá. En Barbara hélt áfram að gráta: — Láttu mig vera,. Philip sýndi henni alla þá um i hyggju, sem hægt var að hugsa sér. Hann fór fótgangandi til næsta þorps, náði í bíl, og sá svo um, að hún kæmist undir læknis hendur. Svo leigði hann herbergi á litla gistihúsinu í þorpinu og kom henn.i í rúmið. Aftaróg afí ur formælti hann sjálfúm sér fyrir að gleyma handbremsunni og þakkaði forsjóninni fyrir, að allt skyldi fara svona vel. Fram- koma hans var á allan hátt eins og hægt var að búast við hjá nýkvæntum manni, sem hafði næstum því misst ástkæra eigin konu sína. Þegar hann kom aftur til her- bergis þeirra eftir að hafa farið með bílinn á verkstæði og greitt vörubílstjóranum skaðabætur, hafði hann meðferðis stóran rauðan rósavönd handa henni: — Hvernig gengur það ástin mín? Er þér ennþá illt í höfðinu? — Þakka þér fyrir, sagði Bar- bara þreytulega, mér líður miklu betur nú. En þegar hann beygði sig nið- ur til að kyssa hana, sneri hún ósjálfrátt andlitinu undan. — Ég er með blóm handa þér Barbara. Rósir, þær rauðustu sem ég gat fengið. Alveg nýaf- skornar . . . Barbara reyndi að brosa. — Þessar sáraumbúðir klæða þig alls ekki illa. Þvert á móti. Þú ert fallegti en nokkru sinni fyrr. Er ekkert, sem ég get gert fyrir þig? — Nei, þakka þér fyrir. Þetta er allt ágætt eins og það er. — Ég mun aldrei geta fyrir- gefið sjálfum mér. Ég hegðaði mér alveg eins og strákur, sem er að byrja að læra á bíl — með handbremsuna. En þú hlýtur að skiija, að ég er vanur litla bíln- um mínum — þessi er helmingi stærri og fjórum sinnum kraft- meiri. Ég segi þetta alls ekki, af því að ég sé að verja mig — það er alls engin vöm til. En þetta er þrátt fyrir allt útskýring — það hlýtur þú að skilja. — Já, það skildi Barbara. Utan frá séð, var þetta að- eins smátöf, óhapp sem fékk góð an endi en hafði seinkaö ferðinni um þrjá daga. En samt — það var eitthvað öðruvísi en áður ... Það sem gerzt hafði, hafði slökkt eitthvað innra með Bar- böru — gleðina, hið hreina og beina. Og það, Bem var komið í staðinn, var vantrú og hræðsla. Það voru margar spurningar, sem ekki hafði verið svarað. Hvernig hafði bíllinn byrjað að renna? Hvers vegna hafði Philip farið út og sagt að hann þyrfti að líta á dekkin? Nú mundi hún auk þess eftir því að dekkin höfðu verið athuguð nokkrum stundum áður, er þau tóku benz- ín. Og hvers vegna hafði hann ekki sett handbremsuna á? Var það virkilega gleymska? Spurn- ingarnar voru svo margar — Bar bara gat ekki svarað þeim sjálf og hafði eiígön til að-Spyrja, nema Pjjjlip. j Það Var" ekki' aðeins ‘ spúrning um hvernig, heldur einnig hvers vegna. Þau voru nýgift og ham- ingjusöm. Hvers vegna skyldi Philip vilja henni eitthvað illt? Hugsanirnar hringsnerust í höfði hennar, en orðið peningar hvarflaði aldrei að henni. Aðeins hugsunin um, að Philip vildi henni eitthvað il|t, var allt of fjarstæðukennd. Hún vildi ekki trúa því — gat ekki trúað því. Húrt var æst, hafði fengið tauga áfall — það var líklega skýringin á þessum hugsunum hennar. Barbara reyndi að tala um fyrir sjálfri sér: — Er nauðsynlegt að ímynda sér það versta? Þú verð ur að taka þig á þú sérð vofur um hábjartan dag. Svona Bar- bara, reyndu nú að vera róleg. — Þú ert föl, sagði Philip órólegur. Á ég ekki að senda boð eftir lækni? — Nei, þetta lagast af sjálfu sér, sagði Barbara og bandaði frá sér með hendinni. Hún var raunverulega föl. Hún svaf ekki á nóttunni — en það var að sjálfsögðu tugaáfall- inu að kenna. Hún lá vakandi og hlustaði á andardrátt Philips — eðlilegan og rólegan. Þremur dögum eftir slysið héldu þau af stað. Veður var þungbúið og það rigndi. Barböru var kalt þrátt fyrir hitann í bíln um. Philip var órólegur og bölv- aði veginum, veðrinu, landinu — öllu. Svo kom röðin að íbúum héraðsins: — Gráðugir bændur, sem að- eins hugsa um að auðgast. Meðal annars á óhamingjuannarra. Tök um sem dæmi vörubílstjórann — þú skalt ekki halda að hann hafi tapað á þessu slysi. Hann sá um að fá gert við allan bílinn — á minn kostnað. — Ég lít svo á að það hafi verið þess virði, sagði Barbara og byrsti sig nú meira en hún hafði áður gert. Ég hefði gjarnan keypt nýjan vörubíl handa hon- um. Þegar allt kemur til alls er það honum að þakka að ég lifi. Philip svaraði ekki strax eu steig benzíngjafann í botn, svo að bíllinn þaut eins og elding eftir bugðóttum veginum. Reiði Barböru hvarf því að hjarta henn ar barðist af hræðslu. Var það ætlun hans að drepa þau bæði? Hún starði á hann og spurði, sjálfa síg: Hver er hann eigin- lega? 1 rauninni vissi hún alls ekkert um hann . , . Hann hægði á ferðinni: — Fyr irgefðu mér sagði hann stutt lega. Ég meinti það ekki þannig. Og skömmu síðar bætti hann við: — Við erum bæði langt frá því að vera í jafnvægi, og hvað iWfeSixeatt‘ 'er,.þa8 ófyrirgefan- lÍ&ÍÍLHaJitt leit af veginum og brosti til hennar: — Sannaðu til, að það verður betra þegar við komum sunnar. Barbara iðraðist strax alls þess, sem hún hafði hugsað og skammaðist sín fyrir grunsemd- ir sínar. Ferðin gekk nú vel, og fjórum dögum eftir að þau fóru frá litla franska þorpinu komu þau til Brindisi og fór þaðan með ferj unni til Grikklands. Ferðin yfir Adriahafið var dá samlegt. Barbara hafði gott af sjóferðinni og hvíldist alveg. Þau lágu á dekkinu, sleiktu sólskinið o’g syntu í sundlauginni. Veðrið var dásamlegt. Sólarhring síðar voru þau kom in til Patras og þaðan voru að- eins 22 mílur til Aþenu. Vegur- urströnd Pelopsskaga, og Bar- inn lá eftir fjöllum þakinni norð- böru var stöðugt hugsað til litla vegarins í Frakklandi, þar sem slysið hafði átt sér stað. En nú ók Philip rólega og öruggt — T A R Z A N VOU POW’T FRISHTEK ____,0\ 'PEPO' OM j AEKOW-HfcA? K.ILLS QUlCKLY- SUT I, TOO, ^ K.WOW 'PEPO'S' HAKWLESS WHEN WE P’K.INK. IT1 Tarzan, segir Joe æstur, ég hefi séð nokkra dropa af þessu eitri drepa ljón. En það er of seint að stöðva þá. Þeir hafa þegar lyft skálunum, og tæmt eitrið úr þeim. Þegar þeir eru báðir búq- ir, segir Nikko: Þú hræðir mig ekki Medu, ég veit vel að Dedo eitur á örvaroddi drepur fljótt, en það er hættulegt að drekka það. Tarzan og Joe standa á- léngdar og horfa spenntir á. Sérðu, segir Tarzan, það er eins og Nikko hafi séð draug. Og Medu hlær háðslega: Þá ert þú dauðans matur Nikko, nú get ég horft á þig deyja. Nikko finnst eins og eldtunga fari svlðandi um æðar sínar. og loks voru þau komin til Aþenu, á leiðarenda. Frá svölunum á íbúð þeirra á hótel King George gátu þau séð Akrópólis, unaðslega fagra í kvöldsólinni. Þau gátu meira að segja séð Parthenon, hof gyðj- unnar Aþenu. Þau stóðu þögul hlið við hlið og horfðu út yfir borgina. Niðri á götunni var allt á iði. Risastór ir bílar óku um með ólöglegum hraða, en þeir, sem voru fót- gangandi, létu þá ekki hagga ró sinni. — Er þetta ekki dásamlegt, andvarpaði Barbara: — Ég er svo hamingjusöm, að fá að upp- lifa þetta allt með þér. Philip tók hana í faðm sér. En hamingja Barböru varð ekki langæ. Mundu nú eftir að skr ifa heim. Hérna er ávísanaheftið þitt. TWntun þ prentsmlðja t, gúmmlstlmplegerft Efnholtl 2 - Slml 20960 Pússningarsandur Heimkeyrður pússningarsandur og vikursandur, sigtaður eða ósigtaður við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir óskum kaupenda. SANDSALAN vlð Elliðavog s.f. Sími 32500. Heilsuvernd Námskeið mín í tauga- og vöðvaslökun og önd- unaræfingum fyrir kon- ur og karla hefjast mánu daginn 7. október. Uppl. í síma 12240. VIGNIR ANDRÉSSON, íþróttakennari. * Odýror þykkar ! drengiapeysur HAGKAUP Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.