Vísir


Vísir - 07.02.1964, Qupperneq 6

Vísir - 07.02.1964, Qupperneq 6
6 V ! SIR . Föstudagur 7. febrúar 1964. N Kielland, Einar og Sinfónian 1. flokkur er meS byrjunarlaun 3.100 krönur. 1 honum eru unglingar að 14 ára aldri. 2. flokkur er með byrjunarlaun 3.800 krónur. 1 honum eru unglingar 14 og 15 ára. 3. flokkur. Karlar með byrjun- arlaun 5.700 kr., sem hækkar á 15 árum upp í 7.110 kr. Konur með byrjunarlaun 5.200 kr. sem hækkar á 15 árum upp 1 6.430 kr Þar kemur aðstoðarfólk á skrlfstofum í fyrstu þrjú ár. Símastúlkur minni fyrirtækja, þar sem línur að fyrirtæki eru færri en 10, en annast annars þau störf, er til falla og að- stoðarfólk annars annast. Inn- heimtumenn, sem ekki er hægt að segja að vinni sjálfstæð inn heimtustörf og innheimtumenn sem ekki hafa fulla orku og ekki er gerð krafa til sömu af- kasta og fullkomnir innheimtu menn. Afgreiðslufólk í verzlun- um fyrstu þrjú ár. 4. flokkur byrjunarlaun 6,170 kr. og hámarkslaun eftir 15 ár 7600 kr. Ritarar, sem fengið hafa nokkra starfsreynslu og leikni í almennum skrifstofustörfum þar á meðal vélritun og með- ferð skrifstofuvéla. Síma- stúlkur við vörzlu á stóru skiptiborði þar sem a.m.k. 10 línur liggja að úr bæjarkerf inu. Til þess er og ætlazt, að þær vinni önnur almenn skrif- stofustörf, þar á meðal vélrit- un eftir því sem aðstæður leyfa. Innheimtumenn sem hafa það að aðalstarfi, vinna sjálf- stætt, þannig að þeir ákveða sjálfir, hvernig innheimtum skuli hagað og skila um það uppgjöri o.s.frv, Sendibílstjórar Lagermenn. 5. flokkur byrjunarlaun 6,720 kr. hámarkslaun 8.920 eftir 15 ár. 8.150. Fólk við bókhaldsvélar (ein faldari störf). Afgreiðslufólk með þriggja ára starfsreynslu Sendibílstjórar með þriggja ára starfsreynslu. Lagermenn með þriggja ára starfsreynslu. Af- greiðslufólk með verzlunarskóla eða hliðstæða menntun fyrstu þrjú ár. 6. flokkur byrjunarlaun 7.310 kr. hámarkslaun 8.290 eftir 15 ár. Gjaldkerar sem hafa á hendi minn.háttar gjaldkerastörf og bókhald f sambandi við þau auk annarra skrifstofustarfa er til falla. Bókarar, sem eru reyndir starfsmenn við bók- hald, sem geta unnið sjálf stæð bókarastörf, en hafa þó ’kki verkstjórn á hendi, enn fremur fólk við vandasamari störf við bókhaldsvélar. Ritar- ar sem eru æfðir vélritarar og eða hraðritarar með málaþekk ingu, sem einnig geta vélritað á erlendum málum eftir hand- riti og diktafón, ennfremur æfðir skrifstofumenn. Af- greiðslufólk með verzlunar- skóla- eða hliðstæða menntun eftir 3 ár. 7. flokkur byrjunarlaun 7.960 kr. og hámarkslaun 9.700 kr. eftir 15 ár. Sölumenn við almenn sölu- störf. Bréfritarar, sem sjálfir geta annazt bréfaskriftir á er- lendum tungumálum. Sérhæft afgreiðslufólk með staðgóða vöruþekkingu við flókin og vandasöm störf, eða afgreiðslu fólk með nokkra verkstjórn.( Deildarstjórar í verzlunum, sem hafa færri en þrjá afgreiðslu- menn undir sinni stjórn nema þeir falli vegna sérstakrar á- byrgðar í 8. flokk, ennfremur aðstoðardeildarstjórar í stærri verzlunum. Yfirmenn á lager og í Vörugeymslufn. 8. flokkur byrjunarlaun 8.610 kr og hámarkslaun 10.580 kr. eftir 15 ár. Bókarar með fullkomna bók haldsþekkingu, sem geta unnið algerlega sjálfstætt og haft auk þess nokkra verkstjórn á hendi. Gjaldkerar, sem eru fullþjálfaðir starfsmenn og geta unnið við hvers konar bók- færslu, uppgjör, endurskoðun og gjaldkerastörf og ennfrem- ur haft á hendi nokkra verk- stjórn ef því er að skipta. Full- trúar sem eru starfsmenn með þekkingu á starfsemi viðkom- andi fyrirtækis, sem geta tek- ið að sér ýmis störf annarra yfirmanna. Sérhæfðir sölumenn sem vinna sjálfstætt. Deildar-, stjórar á skrifstofum, sem eru æfðir skrifstofumenn með al- hliða þekkingu á viðkomandi starfi og rekstri fyrirtækis eða deildar fyrirtækis, sem ' jafn- framt hafa á hendi takmark- aða verkstjórn og geta ef því er að skipta tekið að sér störf yfirmanna í forföllum.' Deildar- stjórar í verzlunum sem hafa fleiri en þrjá afgreiðslu menn undir sinni stjórn eða bera sérstaka ábyrgð. 7 9. flokkur byrjunarlaun 9.430 kr, hámarkslaun 11.460 kr. eftir 15 ár. Deildarstjórar á skrifstofum sem eru forstöðumenn stærri deilda stórra fyrirtækja, þar sem deildarskipting er. Sölu- stjórar, þ.e. deildarstjóri sölu- deildar. Verzlunarstjórar II. 10. flokkur byrjunarlaun 10.430 kr., hámarkslaun 12.940 eftir 10 ár. Aðalbókarar og aðalgjald kerar í stórum fyrirtækjum með fjölþætta verka- eða deilda- skiptingu. 11. flokkur, utan við launastig ann. Fulltrúar I, Verzlunarstjórar I og skrifstofustjórar. Bonklsin — Framh. af bls. 1. stundu hefir Bankastræti borið nafn með réttu. Bankinn mun nú taka alla götuhæð hússins fyrir daglega afgreiðslu, þ. e. gólfið, þar sem flestir Reykvík- ingar hafa fengið sér á fæturna undanfarna áratugi hjá Lárusi, en efri hæðir hússins mun Verzlunarbankinn nota fyrir aðra starfsemi sína. — Húsið Bankastræti 5 hentar bankanum vel í alla staði. Það er á bezta stað í bænum og þarna hefir bankinn unnið sig upp. Húsið var byggt af stórhug og fram- sýni árið 1930, eins og það ber með sér. Ekki mun Verzlunarbankinn hafa hugsað sér að safna hús- um eða lóðum, því að hann hef- ir hug á að selja húseign sína að Vesturgötu 2. 1 Kjaradómi verzlunarmamna, sem kveðlnn var upp í gærkvöldi, eru laun himna ýnisu fl. þannig ákveðin: 1. fl. 2. fl. 3. fl. a Byrjunarl. 3.100 3.800 3 mán. 1 ár 4.200 3 ár 6 ár 10 ár 15 ár karlar 3. fl. b. 5.700 i 5.900 6.100 6.340 6.590 6.850 7.110 konur 5.200 1.10—31.12. 5.400 5.590 5.710 5.940 6.180 6.430 1963 5.033 5.233 5.420 5.500 5.723 5.957 6.203 4. fl. 6.170 6.340 6.510 6.770 7.030 7.310 7.600 5. fl. 6.720 6.980 7.269 7.540 7.840 8.150 6. fl. 7.310 7.610 7.920 8.240 8.580 8.920 7. fl. 7.960 8.280 8.620 8.960 9.330 9.700 8. fl. 8.610 9.010 9.380 9.750 10.140 10.589 9. fl. 10. fL 9.430 10.430 9.800 11.010 10.190 11.620 10.600 12.260 11.020 12.940 11.460 kvöldi. Var þar kominn góðkunn ingi okkar, Olav Kielland, steyt andi stokk sinn með kynngi- mögnuðum tilþrifum og stórhug að norrænum sið. Þó undirrit- aður sé fjarri að kunna að meta Karneval í París eftir Johan Svendsen, sem er innihaldslaust háarifrildi með yfirsentimentöl- um innskotum eins og öll ann- ars flokks tónskáld sáu og skildu rómantíkina, er ekki því fyrir að synja, að gaman var að hressilegum leik hljómsveit- arinnar, og óþrjótandi vinnu- gleði stjórnandans, sem entist til lpka síðasta verksins á efnis- sjttámiL' jjfgjjjfnim Að öllu ólöstuðu var þó há- ^ punktur hljómleikanna ein- leikur Einars Gr. Sveinbjörns- s,onar í fiðlukonsertinum eftir Sibelius. Einar er einn okkar allra fremstu hljómlistarmanna, og í fyrsta og síðasta þætti kon sertsins sýndi hann tilþrif, sem fáir leika eftir. Fyrsti þátturinn, sem er að sumu leyti nokkuð laus í reipunum, en þó um leið fróðvænlegasti þáttur verksins, var ákjósanlega tengdur saman með sívakandi spennu og fyrir- hafnarlausu hugarflugi. Tónn og tækni Einars eru með hinum mestu ágætum, en hrein og yf- irlætislaus músíktilfinning hans er þó það sem ríður baggamun- inn. Þrátt fyrir óöruggan boga á stöku stað, lék hann miðþátt- inn með þeim sveigjanleik og mýkt, sem, ef á þessu eru tök, gefa þættinum verulegt gildi. Síðasti þátturinn var mikil og velheppnuð sýning á tækni og lífsfjöri, og 1 heild var flutn- ingur verksins með slíkum hætti, að ástæða er að óska öllum aðilum til hamingju. Líka hljómsveitinni, sem ekki fylgdi þó nógu fast eftir á nokkrum erfiðum stöðum (smbr. tré- blásarar árpeggioi I fyrsta þætti). |^okaverk hljómleikanna, Sym- J fónía nr. 2 eftir Brahms, var flutt með ekta Kiellandsbrag, þar sem hvert lagbrot og hljóm- ur er kreist og togað til hins ýtrasta, svo stundum jaðrar við misþyrmingu. En þessi flutn- ingur var svo heill og samkvæm ur sjálfum sér, og hljómsveitin lagði sig fram af slíkum áhuga, að ekki fór hjá að lifnaði yfir þessu leiðinlega verki á stund- um. Það má vera að ýmsum finn ist stórt tekið upp í sig, að kalla eitt af „meistaraverkum“ Brahms leiðinlegt. Því er að- eins til að svara, að svo ótal margir eru til í að skemmta sér við „bláan himin, seytlandi lind- ir, sólskin og svala græna skugga", svo vitnað sé í skurð- lækni efnisskrárinnar, að ekki sér högg á vatni þó einn eða tveir skerist úr Ieik. Leifur Þórarinsson. ¥éSsf|órsir — Framh. af bls. 1. Ijúki, og í jólaleyfum er mikið sótt eftir nemendum til þess að fara á sjóinn. Fleiri og fleiri vélstjórar fara að starfa í hin- um ýmsu starfsgreinum, og einn ig hækkar stöðugt tala vélstj., sem starfa við vélgæzlu og vél- stjórastörf í landi. Samkvæmt skýrslu, sem Vélstjórafélag ís- lands hefur gert, starfa alls 50 vélstjórar við rafstöðvarnar, 10 vélstjórar vinna hjá^ hitaveit- unni, 23 vélstjórar í síldar- og fiskimjölsverksmiðjum, 26 í frystihúsum, 7 hjá Sementsverk- smiðjunni 10 hjá Áburðarverk- smiðjunni og á Keflavfkurflug- velli starfa alls 17 vélstjórar. Nú er svo komið, að mikill hluti vélstjóranna á togaraflot- arum er með undanþágu, þ.e.a.s. garnlir kyndarar og menn, sem unnið hafa í vél allmörg ár. — Ástandið er orðið svo slæmt, að á nokkrum togurum er enginn vélstjóri með full réttindi. Stöð- ugur flótti hefur verið af togur- unum á stóru bátana og á far- skipunum vex eftirspurnin eftir vélstjórum með hverju árinu, og nú er svo komið, að þar eru einnig menn með undanþágu. FlugSð — Framh. af bls. 9. á árinu. Auk arðbærra farþega fluttu flugvélar Flugfélagsins svo sem jafnan fyrr, allmarga farþega milli staða innanlands og milli landa og er þar um að ræða hópa ferðaskr fstofumanna, blaðamanna og sjónvarpsmanna, sem Flugfélag ið bauð hingað til þess að kynna ísland og starfsemi sína á erlend- um vettvangi, svo og starfsmenn o. fl. Alls flugu með flugvélum Flug- félagsins á árinu 103.615 en 104. 043 árið áður. Þess ber að gæta í þessu sambandi, að á árinu lam- aðist rekstur félagsins tvisvar sök um verkfalla í júní og í desember Wude — Framh. af b!s. 16. vinninga og þriðji Júlíus Bogason með 15 vinninga. I gærdag tefldi Wade fjöltefli við 17 nema úr Menntask. á Akureyri, vann 12, gerði 4 jafntefli og tapaði fyrir Páli Þórðarsyni úr 5. bekk. í gærkvöldi tefldi Wade aftur fjöl tefli og þá við 32 Akureyringa, mest ungt fóik. Hann vann 19, gerði 7 tafntefli og tapaði 6. Þeir sem unnu hann voru Bergur Lár- usson, Halldór Halldórsson (15 ára), Haukur Kristjánsson, Helgi Jónsson, Hörður Steinbergsson og Jón Þór.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.