Vísir - 07.02.1964, Blaðsíða 13

Vísir - 07.02.1964, Blaðsíða 13
V1 S IR . Föstudagur 7. febrúar 1964. 13 SEESB Ragnar í Smára Framhald af bls. 4. um upp úr þvf volæði, heimsku, slæpingshætti og hégóma, sem allt of margir una við nú á dögum. Það leið heldur ekki á löngu frá því hann fluttist til Reykjavíkur, að hann hafði kynnzt flestum upp- rennandi listamönnum í bænum. Hann var þá jafnan að finna í þeirra hópi og snemma fór hann t. d. að styðja unga málara með því að kaupa af þeim myndir. Fyrstu kynni hans af Kjarval urðu með þeim hætti, að Kiddi vinur hans var stjúpsonur bróður Kjarvals. Þá hafði Kjarval ekki of mikla peninga og hafði varla efni á að kaupa olíu liti, eins og þeir voru dýrir. Svo að þeir strákarnir fóru að kaupa litina inn beint fyrir hann. J~kg heyrt hef ég, að það hafi einnig orðið eins og af tilvilj- un, að Ragnar fór út í fyrstu bóka- útgáfuna. Hann gerði það sem greiða við vin sinn Ólaf Jóh. Sigurðsson að gefa út fyrstu full- orðinsskáldsögu hans. Þá undraðist Ragnar það, hvað lítið gat komið í hlut "höfundarins. Allt sem inn kom tóku prentarar og bókbindarar og grunaði Ragnar þá um tíma, að þeir okruðu á listamönnum, þó hið rétta væri að skipulag bóka- útgáfunnar var rangt og almenn- ingur félítill. Hann var þá farinn að gera sér grein fyrir því hve miklar fórnir margir listamenn þurfa að færa, EFNALAUGIN BJÖRG Sólvollagötu 74. Sími 13237 Barmahlið 6. Simi 23337 Til sölu og sýsiis Ford Trader vörubíll 7 tonn, árg ‘63 ekinn um 13 þús. km. Bfll inn er palllaus og sturtulaus. Verð mjög hagstætt. Mercedes-Benz sendib freið L 319 D árg. ’61 ekin 55 þús. km. aðeins erlendis. Volkswagen allar árgerðir. Opel CaPitan ’59, ’61 og '62. Opel Record ’58, ’59, ’60, ’61, '62, ’63 og ’64. Opel Caravan ’59, ’60, ’62, ’63 og ’64. Zephyre ’62 í 1. fl. standi. Tækifærisverð. Landrower diesel, ’61, ’62 og '63 Rússajeppar i miklu úrvali. Volvo vörubifreiö'.i ’61 og ’62, mjög góðir bílar ásamt miklu úrvali af vörubílum. HEFI KAUPENDUR AÐ: Taunus 17 M ’62 Fiat 11 Station '58 og ’60. Landrower benzín ’62 og '63. Motthtas selur bílcina BÍLLINN, Höfðatúni 2. Símar 24540 og 24541 hve þrældómur þeirra var oft nær takmarkalaus og hve öll fyrirhöfn þeirra, erfiði og áhyggjur voru oft vanþakkaðar, eins og hann orðaði þetta í samtali við Valtý. Þetta var á þeim árum, sem Lax- ness var stöðugt kvalinn af áhyggj- um yfir því, að enginn fékkst til að gefa út verk hans eins og Sjálfstætt fólk og Sölku Völku. Og þetta var á þeim árum þegar kreppan reið yfir og næstum allir ungir listamenn fengu bakteríuna frá bolsévikabyltingunni f Rússlandi. Ragnar var sjálfur rauður og rót- tækur í skoðunum og tókst m. a. samstarf hans og postulans Kristins f Heimskringlu. Það hófst með því að Ragnar fór í íslenzkutíma til Kristins. En skoðanir manna breyt- ast með aðstæðum og allir vita, að skoðanir Ragnars eru nú orðnar aðrar og svo er um fleiri af hans gömlu kunningjum. f tortryggni sinni við bókaútgáfu fyrirtækin ákvað Ragnar að kaupa sjálfur prentsmiðju, sem þá var til 'húsa á Hverfisgötu 4 í Garðars Gíslasonar-húsinu og varð það upp hafið að hinni miklu bókaútgáfu hans, Víkingsprenti og Helgafelli. Cvo hófst stríðið og peningar jukust meðal almennings. Þá gerðust þau undur að þessi nýi bókaútgefandi fór eð elta skáld og rithöfunda á röndum og bjóða þeim risasummur að þeim fannst f hand- rit þeirra. Þannig var Tómas Guð- mundsson t. d. á gangi f Banka- strætinu og hafði ekki enn lokið við Stjörnur Vqrsins, þegar Ragnar; sveif á hann og keypti hapdritíð' að bókinni fyrirfram. Fræg varð útgáfa Ragnars á róman Margrétar Mihcheil Á hverf anda hveli, sem varð margföld met- sölubók og sannaði, að hægt væri að græða fé á bókaútgáfu á íslandi. Og þegar Kristmann var kominn heim og farinn að byggja hús sitt í Hveragerði, varð hann sem furðu- lostinn, þegar Ragnar í Smára skrif aði þegar í stað og formálalaust upp á stóran vfxil fyrir hann. Ágóðanum af Hverfanda hveli var þegar í stað varið til að gefa út fleiri bækur. Víkingsprent varð á skömmum tíma lang umsvifa- mesta bókaútgáfa landsins. Að henni söfnuðust skáldin og rithöf undarnir, Laxness, Kristmann, Tóm as, Þórbergur, Jóhannes úr Kötlum Davíð, Jakob Thorarensen. Stóreflis rit íslenzkra sagna og ævisagna eins og í verum eftir Theédór Friðriksson og Sunnantórur Jóns Pálssonar, heildarverk látinna góð skálda eins og Jónasar Hallgríms- sonar, Páls Ólafssonar, Jóns Thor- oddsen og Stefáns frá Hvítadal. Stórkostlegar skrautútgáfur af Is- lendingasögum og Heimskringlu. Og hið víðfræga norska skáld og stríðshetja Nordahl Grieg gerðist hirðmaður Ragnars í Smára. Tíagnar Jónsson varð brautryðj- andi nýrrar bókaútgáfu, þar sem bækurnar voru færðar í glæsi- legan búning með litprentuðum kápum, stórum gluggaauglýsingum og miklum auglýsingum í dagblöð. Fjöldi listamanna lagði hönd að verki um skreytingu þeirra. Nú þurfti ekki að stilla verðinu svo mjög í hóf. Og þau undur gerð- ust að höfundarnir fóru að geta lifað af bókum sínum. Bækurnar urðu glæsilegar jólagjafir og út- breiðsla þeirra miklu meiri en áður hafði þekkzt. Vissir vankantar hafa þó verið á þessari útgáfu, sem hafa aftur vaxið síðan gengið breyttist og tilkostnaður hækkaði. Þetta hef- úr Ragnar séð og reyndi hann fyrir nokkru að hefja útgáfu á ódýrum bókum í vasabókarbroti, en sú til- raun hefur ekki heppnazt enn. Þá verður og að geta þess, að í nokkur ár stóð Ragnar fyrir út- gáfu Helgafells, stærsta og glæsileg asta listatímarits, sem gefið hefur verið út hér á landi ,en ritstjórar þess voru þá Magnús Ásgeirsson og Tómas Guðmundsson. jpyrir mörgum árum hittust þeir úti á götu, þeir Ragnar og Kjar val.. Þá minntist Kjarval á það við hann, hvort hann vildi ekki beita sér fyrir þvf að stofna Málaralistar félag, sem enginn málari ætti að vera meðlimur í, lfkt og Tónlistar- félagið, til stuðnings fslenzkri mál- aralist. Ekkert hefur orðið úr slíkri félagsstofnun, en hins vegar mætti segja, að Ragnar hefði einn unnið hlutverk þess. Svo stórfellt hefur starf hans orðið á þessu sviði. Hann byrjaði snemma að kaupa málverk og hefur það jafnan fyrir sið, að kaupa málverk af fyrstu sýningu hvers málara. Enginn veit hve miklu fé hann hefur varið í mál- verkakaup og því síður vita menn, hve mikils virði allt þetta risa- vaxna safn er, nú þegar listamenn- irnir hafa sigrað og verðlag á mál- verkum þeirra hefur jafnvel farið langt fram úr öllum vísitölum. En þegar safn hans var orðið margra milljóna virði og hægt var að fara að .benda á það, að Ragnar væri nú séður, svona færi hann að því að græða á málurunum. Þá gerir #^nu 1[^fy-rirs8P; skenkit ^lþýðusambandi lslands meginið af öllu listaverkasafni sínu. Er það vafamál, hvort nokkurn tíma hefur verið gefin stærri gjöf hér á landi, meira að ségja Hrings konur mega hafa sig allar við með milljónirnar sfnar. í þessu kom enn fram tilgangur og stefnan í öllu lífi Ragnars, að gefa íslenzkri alþýðu hlutdeild í list inni, sem gerir mannlifið þess virði að því sé lifað. jyjálverkaást hans hefur og A blandazt saman við bókaútgáfu í æ ríkari mæli á síðustu árum. Þannig hefur fslenzk málaralist orð ið alþýðueign í vönduðum eftir- prentunum hans og málverkabók- um Ásgríms, Jóns Stefánssonar, Kjarvals, Muggs og Gunnlaugs Blöndals og Ásmundarbók. Þessar bækur eru e. t. v. hátindar allrar íslenzkrar bókaútgáfu. AðT ytra útliti og yfirbragði sker Ragnar í Smára sig lítt úr hópi annarra, en strax við nánari kynn ingu finnur maður, að hann er á margan hátt sérkennilegur maður. Starf hans við alls konar undir- búning og skipulag, við baráttu fyr ir íslenzkri list á öllum sviðum er orðið risavaxið. Þó er það ein- kennilegt, að það er eins og hann hafi aldrei viljað vinna skipulega. Hann er enginn skrifstofumaður og engin ráðsettur framkvæmdastjóri eða nákvæmur gjaldkeri, heldur er hann hinn óreglusami skorpumað- ur, sem keyrir áhugamál sín í gegn, helzt í einu'vetfangi. Einu sinni. ráðlagði vinur hans honum, að skrifa minnisseðil yfir öll sfn óteljandi erindi og viðfangs- efni, sem hann hafði þá í takinu. — Það er þýðingarlaust, sagði Ragnar. — Ég man líka það sem ég þarf að muna. ^ Allsett hárlakk rautt og blátt, nýkomið. AUGNSKUGGAR í öllurn litum og eylaner. SNYRTIVÖRUBÚÐIN Laugavegi 76 . Simi 12275 Húsnæði óskast fyrir verzlun og verkstæði. BÖkhalds- og skrifstofuvélar Sími 23843. Ragnar í Smára er alltaf á ferð- inni og næstum ómögulegt að finna hann, símanúmerið er leyninúmer og skrifstofu sína mátti löngum segja, að hann hefði í jeppabíl sín- um, meira að segja með skrifborði yfir mælunum. Helzta leiðin til að finna hann var að skyggnast um eft ir græna jeppanum á götum Reykja víkur. En hvar sem hann kemur, fer hann um eins og stormurinn, berst fyrir hugðarefnum sínum með al einshakra manna, i ráðuneytum eða bönkum. Hann þarf svo mikið að tala, að hann má ekki vera að þvf að drekka úr kaffibollanum, heldur rétt dreypir á honum og gleymir sér síðan, þannig ræðir hann um listir, þjóðfélagsskoðanir sínar.tilveruna alla. Hann talar af sannfæringarkrafti með sinni dimmu, karlmannlegu og eilítið stirðu rödd. jjjann er eins og listamaður f öllum háttum sfnum, einu sinni hljóp hann til að ná í rútuna við sumarbústað sinn austur í Grfms- nesi, en mundi fyrst þegar hann var kominn upp í Kamba, að hann hafði verið á bílnum sfnum. Peningana virðist hann aðeins líta á sem tæki til að vinna listinni gagn og framfarir og stundum hefur fjármálum hans verið líkt við fjármál Unu gömlu f Unuhúsi, eða eins og Ivar Orgland orðaði þetta í gamankvæði til Ragnars: Til meg sa ein at han var millionær ein annan at han ingen skilling átte. Hann gleymir sjálfum sér, íbúðir þær sem hann hefur búið í t. d. yfir Kiddabúð á Bergstaðastræti, við Baugsveg og nú á Reynimelnum eru í rauninni of litlar fyrir hann og fjölskyldu hans, en fyrir sjálfán sig heimtar hann engan lúxus. Verst er að þær verða stundum jafn vel of litlar fyrir vinahópinn, sem kemur til að heimsækja hann. En sjálfur er hann miðpunkturinn í öllum þessum stóra hópi lista- manna. Þangað koma þeir t. d. heim ti! hans eftir fyrsta konsert hvers erlends gests, sem hingað kemur á vegum Tónlistarfélagsins og sama gerist þegar hann dvelst í sumarbústað sínum austur við Álftavatn. , Þorsteinn Thorarensen. Kvennnsíða — Framh. af bls. 7. harðsoðnum eggjum, tómatbit- ar, hreðkur, ætissveppir skorn- ir f sneiðar og blaðsalat er sett í skál. Salatsósu er hellt yfir, sem er samsett úr litlu af salti, miklu af pipar, safa úr 1— 2 sítrónum og talsverðu af olíu. Því næst er hrært í salat- inu hægt og rólega Ltíu mínút- ur. Sartu di Riso in Bianco Hrísgrjón eru sett f skaftpott (hæfilegt magn eftir fjölda og matarlyst þeirra, sem snæða) og bætið við eins miklu af kjöt- krafti og hrísgrjónin draga f sig. Þau ættu að vera soðin eftir 15—16 mínútur — bætið þá við vænum bita af smjöri. 2— 3 harðsoðin egg eru skorin í sneiðar og ostur og salami í smá bita. Hrísgrjónin eru sett í raðir í eldfast form og blanda af éggjum, osti, salami, einni lít- illi dós af grænum baunum og nokkrum niðursoðnum tómöt- um. Efst er sett röð af hrís- grjónum, miklu af rifnum par- mesanosti er stráð yfir þau og fjölda smjörbita. Formið er sett í meðalheitan ofn og rétturinn á að \Iera tli- búinn eftir 20 — 25 mínútur. Bróðkvaddur á götu Akureyri. Á sunnudagsmorgun varð rosk- inn maður bráðkvaddur úti á götu, er hann var að sækja mjólk. Maður þessi var Helgi Eiríksson, áður bóndi á Þórustöðum, en flutt- ist fyrir nokkrum árum til Akur- eyrar og stundaði þar verzlunar- störf. Helgi Éiríksson átti heima á Hrafnagilsstræti 8 og mun hafa verið kominn talsvert á áttræðis- aldur. Hann var á leið f mjólkur- búð, þegar hann hné skyndilega niður á Byggðavegi, skammt frá heimili sínu og var látinn þegar að var komið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.