Vísir - 07.02.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 07.02.1964, Blaðsíða 7
V í S IR . Fö~tudagur 7. febrúar 1964. Minkaskinn e:u vinsælust. skirm tízku Alls kyns loðskinn- og skinn- fatnaður er í mikilli tfzku um þessar mundir og sést í tízku- húsunum loðskinnafatnaður, sem að sniði og litum ber vott um mikla hugkvæmni. Nú virð- ist vera í tízku að hafa vetrar- kápuna sína fóðraða með loð- skinni. Þetta er auðvitað mjög hlýtt, en gallinn er bara sá, að þær eru ákaflega þunglamaleg- ar í vöfum. Á meðal þessa tízkuvarnings vöktu athygli kápur úr antilópuskinni. Skinn- in voru fallega unnin, kápurnar með fallegu og látlausu sniði, svartar að lit. Með hvítum minkaskinnahatti og trefli, var þetta ákaflega glæsilegur bún- ingur. Verð þeirra var milli 7 — 8000 kr. Meðal ullarfatnaðarins gaf að líta franskar ullarkáp- ur, úr mjúku, fremur þunnu ullarefni, í svörtum eða vín- rauðum lit og með litlum, svörtum loðskinnkraga. Herða- svipurinn líkt og á slá. Erm- arnar voru % langar, klukku- laga. 1 vöruhúsunum, þar sem ó- dýrari fatnaðurinn var á boð- stólum, voru til kápur úr loð- skinns-eftirlíkingum, bæði pers- ian og minkaskinnseftirlíkingar Þær voru út orlonblöndu, fóðr aðar með vattstungnu fóðri. með ágætu sniði og bæcji léttar og hlýjar. Verð þeirra var um 2-3000 kr. iTALSKIR RÉTTIR Eitir Prof. de Masi ■■ Hér er mynd af ítalska prófes- sornum Aless- andro de Masi, sem kynnir hér vinsæla italska rétti og væri gaman fyrir ykk ur að prófa þá. Spaghetíi á la Diavoli Innihaldið úr einum pakka af ítölsku spaghetti er brotið í tvennt og sett í skaftpott með sjóðandi vatni. Ekkert lok á að vera á pottinum en hræra við og við með gaffli. Vatnið á að sjóða stöðugt. Það fer eftir tegund og gæðum spaghettisins hve langur suðutíminn er (ca. 15 mín.). Þegar spaghettið er tilbúið, er því hellt upp í sigti til þess að láta vatnið renna af því. Því næst er það látið aftur í pottinn til þess að halda því heitu. í annan skaftpott er sett botnfylli af ítalskri olíu, sem suðan er látin koma upp á, ásamt svolitlu af salti, pipar og hvítlaukbita. Því næst er bætt við nokkrum skeiðum af heil- um, niðursoðnum tómötum úr dós. Spaghettinu er hellt út í sósuna og hrært í áður en það er borið á borð á djúpum disk- um. Með einu glasi af chianti er þetta góð máltíð. Pizza Napolitana Búið til deig úr einum fer- hyrningi af geri, y2 kg af hveiti, svolitlu af salti og vatni. Hnoðið deigið á tuttugu mín- útna fresti þann 1 y2 klukku- tíma, sem líður þar til deigið er gerjað. Deigið er þá hnoðað þar til það er y2 — 1 cm þykkt og sett í mjög grunn, kringlótt form af þeirri stærð, sem óskað er. Sneiðar af afhýddum tómötum, smá ostbitar og rifinn ostur er sett yfir kringlóttu „kökuna". Svolitlu af olíu er skvett yfir og formið sett i heitan ofn í 15—20 mínútur. Er borin strax á borð, heit og nýbökuð. Escalope al Vermouth Sneiðar af kálfakjöti (bógur eða læri) er barið þar til það er þunnt, dýft augnablik í vatn og því næst þakið mjöli á báð- um hliðum. Vænn smjörbiti er - settur á pönnu, pipar og salti bætt út í og látið brúnast. Þá er kjötið sett á pönnuna, sett lok yfir og látið steikjast við vægan hita í 4 — 5 mínútur. 1 ^ cocktailglasi af rauðu vermoúth er hellt yfir, og þetta látið malla í 6 —8 mínútur í viðbót. Berið strax á borð og hafið gjarna með grænar baunir. Rækjusalat Afhýddar rækjur, sneiðar af Framhald á bls 13. 3BKB!! • Skollarnir á mölinni! Jþað íslenzkit blað sem gætt er mestri skopskyggninni er ugglaust málgagn Fram- sóknarmanna, Tíminn. Til dæmis eru viðbrögð þess við nýjustu upplýsingum Hag- stofunnar lögfull sönnun um að forsjármenn hins nýja skopblaðs mega fara að vara sig. Hagstofan fann það út að tekjulægsta stéttin á landinu eru bændur. Höfðu þeir að meðaltali 99 þúsund krónur í árslaun 1962. Hvernig bregzt nú bændablaðið við þessum merku upplýsingum? Það er bara furðu státið og kemst að þeirri niðurstöðu að líklega sé þetta allt fólkinu í bæjun- um að kenna, þessum skoll- um á mölinni! En ef Tíminn væri ekki svona kíminn myndi honum ef til vill detta í hug að spyrja þessarar spurningar: Hverjir hafa áratugum saman viljað láta telja sig forystumenn ís- lenzkra bænda? Hvaða flokk- ur er það sem þykist hafa haft öllum öðrum fremur forsjá mannsins í sveitinni? Enginn nema Framsóknarflokkurinn. • Sér í umslagi. Það er því æði harður dóm- ur, sem flokkurinn birtir um sjálfan sig: að hafa ekki kom- ið prívat-skjólstæðing sfnum ofar á teknalistanum en í neðsta sæti. Þrátt fyrir allan sinn skarpleik skilur Tíminn ekki að óiíkt hefði það verið snjallara hjá honum að stinga þessari súru staðreynd undir borðið, í stað þess að drepa á hana í gær í einhverju fá- ræði. En víst var það fyrir löngu ljóst að Framsóknar- skapgerðin er sér í umslagi. • Sanimála lesari. Sannleikurinn er sá að for- sjá bænda hefir verið aldeilis ólíkt farsælli þegar Framsókn armenn hafa verið hinum megin heiðar. Þegar Hermann fór frá voru allir sjóðir land- búnaðarins gjaldþrota. Gátu forsjármenn þeirra sagt með Cecari forðum, að þá vantaði 32 millj. upp á að eiga ekki neitt. Nú eru þeir sjóðir aftur blómlegir, enda Framsóknar- menn hvergi nærri. Áður voru bændur ofurseldir lágu verði erlendis ef þeir vildu flytja út vörur sínar. Nú er þeim tryggt sama verð og á inn- lendum markaði, svo þeir skaðast hvergi. Ekki var það verk Framsóknarmanna. Þetta eru aðeins tvö dæmi um haginn í sveitunum. Því er það ljóst að eina vonin til þess að bændur komist úr neðsta teknasætinu er að Framsókn dveljist enn um hríð að fjallabaki. . A7T T . I'f. l.'l—W——M

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.