Vísir - 14.03.1964, Blaðsíða 10

Vísir - 14.03.1964, Blaðsíða 10
w Kirkjan — Framhald af bls. 3. vegna var það út úr hjarta þjóð- arinnar, sem Matthías kvað: Frá því barnið biður fyrsta sinn blítt og rótt við sinnár móður kinn, til þess gamall sofnar síðasta blund, svala ljóð þau hverri hjartans und. Þetta var að vísu kveðið fyrir tæpum hundrað árum, en þetta er sem betur fer sannleikur enn í dag. Er ekki hvert skólabarn ennþá látið læra: „Ungum er það allra bezt“? Kennir ekki hver móðir barni slnu ennþá „Vertu Guð faðir faðir minn“? Fer ekki hvert fermingarbarn ennþá með: „Víst ertu Jesús kongur klár“? — — Vonandi er hægt að svara þessum spurn- ingum játandi, svo að enn i dag og á ókomnum árum verði Hallgríms dýru Ijóð ungum Is- lendingum hollt veganesti út á lífsbrautina. Cagt hefur verið og það með réttu, að meðal trúarskálda hafi Hallgrímur Pétursson al- gera sérstöðu, þvl að það mun fulikomið einsdæmi að nokkur trúarskáld hafi skipað þann sess í trúarlifi þjóðar, sem H. P. I trúarlífi íslendinga. (S. E.). Og það sálmaskáld mun ekki auð- fundið, er hefur staðið nær hjarta þjóðar sinnar eða orðið henni ástfólgnari en hann (J.H.). Þetta er sjálfsagt ástæðan fyrir þvf, hve allir eru 1 rauninni sam- mála um það að stærsta og veg- legasta kirkja landsins eigi að bera nafn Hallgríms Pétursson- ar. Þar komi enginn annar til greina. En hversu háreist og himingnæfandi, sem hún verður, hin tilvonandi Hallgrímskirkja á Skólavörðuhæð, þá verður minn ingu Hallgríms ekki að borgn- ara, nema þjóðin reisi honum minnisvarða I hjörtum sínum úr lifandi kristilegum dyggðum: trúnni á góðan Guð og trausti á föðurmilda forsjá hans, von- inni um eilíft líf að baki jarð- neskra æviára, kærleika til frels- arans og fagnaðarerindis hans Megi það vera ósk og bæn allra þeirra, sem i einlægni vinna að byggingu Hallgrfmskirkju, að við mættum einnig reisa skáld- inu minnisvarða I okkar eigin hjarta. Því skulum við biðja með Hallgrími: Hjartað bæði og húsið mitt heimili veri Jesús þitt hjá mér þigg hvíld hentuga. Og þótt þú komir með krossinn þinn kom þú blessaður til mín inn Fagna eg þér fegins huga. Gísli Brynjólfsson. Bridge — Framh. af bls. 2. Eins og ég gat um I síðasta þætti var einu spili ólokið I leik Einars við sveit Ragnars. Bjóst ég við að sveit Ragnars fengi ekki minna en jafntefli út úr leiknum, þar eð þeir voru 5 punkta yfir. Þetta spil var hins vegar örlagaríkt fyrir sveit Ragnars og nú skuluð þið sjálf dæma: Austur gefur, allir á hættu. 4t K-4-7-2 V G-9-4-2 * 5-4 * 6-5-4 4 A-G- 10-6-3 V D ♦ K-G- 7-3-2 £ K-3 A 8 V K-10-8-7-3 * D-6 4> A-G-9-8-2 I opna salnum voru sagnir þann- ig: Kristinn Ragnar Lárus Þórður A S V N 1* IV 2V P 2G P 3V P 4* P P P Lárus gaf svo slagi á 'spaða og einn á lauf og vann þvl fjóra spaða. Með hjarta út er erfitt að vinna fimm. án þess. að setja spilið í h'ættu. !•!>: - Við hitt borðið voru sagnir nokk uð á annan veg: 4t D-9-5 V A-6-5 ♦ A-10- 9-8. * D-10-7 RósmundurGunnar Stefán Einar A S V N IV IV 1* P 1G p 4* P 4V P 5V P P Suður spilaði út laufaás og síðan spaðaáttu. Sagnhafi svínaði, norður drap á kónginn, spilaði meiri spaða, sem var trompaður. Einn niður. Sveit Einars græddi þvl 720 á spilinu eða 13 punkta og vann leikinn með 4 vinningsstigum gegn 2. Hreinar léreftstuskur keyptar hæsta veröi Prentsmiðja Vísis Laugaveg 178 Bifreiðoeigendur gerið við bílana ykkar sjálfir - við sköpum ykkur aðstöðu til þess. BÍLAÞJÓNUSTAN - KÓPAVOGi Auðbrekku 53 V I N N A g 01 □ VÉLAHREINGERNING OG □ HÚSGAGNAHREINSUN Vanir og vandvirkir menn. Ódýr og örugg þjónusta. ÞVEGILLINN, slmi 36281 g ..... " VÉLHREINGERNING Vanir menn Þægileg Fljótleg Vönduð vinna Sími : ÞRIF. □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ 857 g n n D □ fCÓPAVOGS- g 1ÚAR’ □ Málið sjálf, viðg ögum fyrir ykkD rr litina. Full-§ romin þjónusta.g LITAVAL 4lfhólsvegi 9 g Kópavogi. Sími 41585. 2 Teppa- Og húsgagnahreinsun Simi 34696 á daginn Sími 38211 á kvöldin og um helgar. LSALA Höfum til söiu 3—5 herbergja íbúðir í Austur- og Vesturbæ. Einnig kaupendur að 3 herb. íbúðum í Austur- bæ. — Upplýsingar eft- ir kl. 20.30 í síma 19896. STEINHÚÐUN H.F. Jaínt fyrir híbýli sem vinnustaði: ULBRIEA húðun á GÓLF og STIGA, án samskeyta. mikið slitþol, einlitt og og litmynztrað. ULBRIKA á LOFT og VEGGI. Vamar sprungum. spara má fínpússningu, fjölbreytt áíerð og litaval. Síml 2 38 82 • • :F-,v -\t' . : i,:: Slysavarðstofan Opið allan sólarhringinn. Sími 21230 Nætur- og ^elgidagslækn- ir í sama síma. Næturvakt i Reykjavík vikuna 14.-21. marz verður I Vesturbæjar apóteki. Nætur- og helgidagalæknir i Hafnarfirði frá kl. 13 14. marz til kl. 8 16. marz: Ólafur Einarsson Öldugötu 46, sími 50952 Ctvarpið Fastir liðir eins og venjulega 13.00 Óskalög sjúklinga 14.30 í vikulokin (Jónas Jónass.) 16.00 Vfr. — „Gamalt vín á nýj- um belgjum:“ Troels Bendt sen kynnir þjóðlög úr ýms um áttum. 16.30 Danskennsla 17.05 Þetta vil ég heyra: Bjarni Guðmundsson póstmaður velur sér hljómplötur 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Landnemar" eftir Frede- rick Marryat VII. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga. 20.00 Óperettulög eftir Leo Fall Anneliese Rothenberger Peter Anders o.fl. flytja á- samt kór og hljómsveit. Stjórnandi Franz Marsz- alek. 20.15 Ofvitarnir mínir: Til gam- ans leiðir Jónas Jónasson hlustendur inn I geitarhús að leita ullar. 21.00 „Manhattan I músik“: Man- tovani óg hljómsveit hans leika. 21.20 Leikrit: „Sævarreið," eftir John Millington Synge. Þýð andi: Bjarni Benediktsson frá Hofteigi. Leikstjóri: Thomas McAnna. 22.10 Lesið úr Passlusálmum (41) 22.20 Danslög 24.00 Dagskrárlok. Blóðum flett Á Sprengisandi fullvel um mig færi ef fögur snót og matur hjá mér væri en að húka I himnaríki og hafa enga þar, því englameyjar eru víst alltof saklausar. Sakleysið, sízt má án þess vera, en of mikið af öllu má þó gera, já, — of mikið. Halldór Gunnlaugsson „Sölvi Helgason kom oft á heimili foreldra minna og höfðu marg- ir gaman af, bæði fyrir myndirnar og útpikkuðu rósirnar, sem hann hafði meðferðis, og svo fyrir það, hvað hann gat verið ákaflega sjálfshælinn, montinn og grobb- inn. Hann vildi helzt ekki tala við aðra en foreldra mína og eldri bræðurna. Einu sinni var hann ráðinn í kaupavinnu um stuttan tíma. Sölvi var ágætur sláttumað ur og ljár hans var ætíð flugbeitt ur, því að hann kunni að brýna eins og aðrir lygnir menn og bet ur þó en almennt gerist. Þegar einn af vinnufólkinu ætlaði að fara að tala við hann, sneri hann sér að einum eldri bræðra minna með þeim orðum. Ég tala við stúdentinn, ekki við ykkur, sauð svartan almúgann með duggara- bandsandlitin. Fólkið hló dátt að þessum hroka Sölva ...“ Sigurður Briem: „Minningar" Eina sneið . .. sjónvarp eða ekki sjónvarp — einkennilegt hvað við viljum allt af skipa okkur I tvo andstæða hópa, þegar um einhverja af- stöðu er að ræða, rétt eins og maður þurfi endilega að vera annað hvort gagngert með eða móti, og engin þriðja leið sé til . . þetta mun að vísu ekki vera syndsamlegt, ef dæma má eftir ritningunni, þar mun einhvers- staðar standa, að allt, annað en já eða nei, sé af hinu vonda, þó að það ákvæði sé að vísu ekki tek- ið með I boðorðin — kannski er það einmitt þess vegna, sem okk ur veitist svo auðvelt að fara eft ir því... og svo við víkjum að sjónvarpinu, þó að við kærum okkur ekki um það, eins og það er I dag, þarf ekki endilega að vera að við afneitum þvf um ald ur og ævi — sjónvarpið eftir nokkur ár verður allt annað en það er í dag, og ekkert Ííklegra en að við viljum einmitt það sjón varp, þó að við séum andvíg að farið sé að ausa út milljónum, bæði 1 stöðvar og viðtæki, sem verða orðin úrelt þegar unnt reyn ist að taka þau I notkun .. .vit anlega hefur sjónvarpstæknin orð ið að þróast stig af stigi, eins og öll önnur tækni, og á eftir að þróast — en þar fyrir ber okkur ekki nein skylda til að taka raun- hæfan þátt í þeirri þróun stig af stigi, en getum allteins tileinkað okkur hana þegar hún hefur náð viðhlítandi fullkomnun, annað mál er svo það að ef það skyldi —ein- hverra hluta vegna — ekki þola neina bið að skipa sjónvarpsstjóra . .. ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu, að gera það þegar I stað, ekkert auðveldara en að láta manninn hafa sitt embætti og titil og sín laun I nokkur ár, sem hann gæti þá notað til að fylgjast með öllum nýjungum á þessu sviði og vinna að nauðsynlegum undir búningi... það yrði þá sennilega I fyrsta skipti, sem slíkt embætti yrði þannig skipað, að viðkom- andi vissi hvað hann væri að gera og hvað hann ætti að gera, þegar til framkvæmda kæmi, og að áð ur fenginni reynslu mætti telja víst, að það eitt gæti sparað stór fé, þó að laun mannsins væru tekin með 1 reikninginn ... ? ? ? • ... ég er að velta þvi fyrir mér hvort Veltusundið gæti ekki orðið heppilegt herskipalægi . . . Strætis- vagnshnoð Von er á sjó að velti hin, og verði margt að grandi, fyrst að steypa stríðsskipin stömpum uppi á landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.