Vísir - 14.03.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 14.03.1964, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur 14. marz 1964. Hæsti báturinn með 211 tonn Afli Stykkishólmsbáta hefir verið fremur rýr það sem af er vertíð. Þó hefur einstaka daga fengizt góð ur afli. Hæsti bátur hinn 1. marz var m.b. Þórsnes, sem hafði fengið þá 211 tonn. RáSszt á leigubílstjóra og bíl hans rænt Mikil leit gerð að bifreið og árásartmnini í gær 1 gær réðist farþegi I stöðvar- bifreið á bílstjórann, rændi síðan bíl hans og ók honuni upp í Heið- mörk. Þar fannst bifreiðin nokkru síðar og árásarmaðurinn var svo handtckinn laust fyrir kl. 9 og geymdur bak við lás og slá. Um klukkan 4 e. h. í gær var hringt til lögreglunnar í Reykja- vík ofan frá Eiliðavatni. Sá, sem hringdi, var leigubílstjóri, sem sagði sínar farir ekki sléttar. Kvaðst hann nokkru áður hafa tek ið farþega á Grandagarði, sagði hann til heitis, en seinna kom þó á daginn, að hann hafði gefið upp rangt nafn. Þegar inn í bílinn var komið, Kaffisala hjá kvenna- deild Slysavarna- félagsins um helgina TANINGAAST í Þióileikhúsmu Eins og sjá má af þessari mynd, sem ljósmyndari Vísis I.M., tók á æfingu í gær, er sviðsbúnaðurinn f TÁNINGA- ÁST, næsta viðfangsefni Þjóð- Ieikhússins á þessu leikári, hinn sérkenniiegasti. Hljómsveitin, undir forystu Jóns Sigurðsson'- ar, spilar á upphækkuðum palli og til hliðar við hann er komið fyrir geysimiklum hringstiga, sem hefur töluverðu hlutverki að gegna í sýningunni. Aðalhlut verkin eru Ieikin af þeim Her- dísi Þorvaldsdóttur og Rúrik Haraldssyni er bæði sjást hér en önnur hlutverk Ieika Bryn- dís Schram, Róbert Ámfinnsson og Benedikt Árnason, sem jafn framt er leikstjóri. TÁNINGA- ÁST eftir Emst Bmun Olsen hbfur slegið met í sögu Konung lega leikhússins f Kaupmanna- höfn — meira en 100 sýningar hafa þegar verið sýndar fyrir fullu húsi og aðsókn er cnn gífurleg. bað farþeginn bílstjórann að aka fyrst inn að Álfabrekku. Þar fór far þeginn út og kvaðst þurfa að verkfæri til að gera við bfl, sem væri einhvers staðar milli Rauð- hóla og Jaðars, og skyldi þangað ekið. Þegar komið var langleiðina að Jaðri, bað farþeginn að bíllinn yrði stöðvaður, því þarna ætlaði hann út. Gerði bílstjórinn það, en þá greiddi farþeginn honum högg mikið og þungt undir stýrinu. Bíl stjórinn hraðaði sér út og kom til átaka milli þeirra, sem lyktaði með því að farþeginn hratt bílstjóran- um frá sér, hljóp inn í bílinn og ók með flughraða af stað. Er málin höfðu skipazt þannig, sá bílstjórinn sér þann kost vænst an að fara fótgangandi heim að Elliðavatni, hringja þaðan til lög- reglunnar og skýra frá málavöxt- um. Frá Reykjavík voru strax send- ir iögreglumenn á staðinn til að leita bíls og manns, ennfremur var haft samband við lögregluna í Kópavogi og Hafnarf. og auk þess við bifreiðar með talstöðvar. Voru Framhald á bls. 5. Kvennadeild Slysavamafélags- ins heldur hina árlegu kaffisölu sína nú um fíelgina. Kaffisalan verður í Siysavamafélagshúsinu á Grandagarði. Undanfarin ár hefur kvennadeildin selt kaffi á konudaginn, en í ár gat það ekki orðið, af óviðráðanlegum ástæðum. Án efa munu Reyk- ----------------$ Aðalfundur Blaðamanna- félagsins ann- an sunnudag Aðalfundur Blaðamannafélags | íslands verður haldinn sunnu- daginn 22. marz í Klúbbnum. Fram fara venjuleg aðalfundar- störf. víkingar fjölmenna, því um leið og þeir fá sér góðan kaffisopa með úrvais meðlæti styrkja þeir gott málefni. Frú Gróa Pétursdóttir form. kvennadeildarinnar í Reykjavík skýrði frá því á blaðamanna- fundi s.l. fimmtudag að hinn ár- legi fjársöfnunardagur deildar- innar hefði gengið mjög vel og hefðu alls safnazt rúmar eitt hundrað þús. krónur. Af því fær Slysavarnafélagið sjálft þrjá fjórðu hluta þeirrar upphæðar, en kvennadeildin afhenti félag- inu alls 240 þús. á s.l. starfsári. Á kaffisölunni nú um helgina verður svokallað hlaðborð og geta því allir borðað eins mikið og þá lystir, og allir þekkja gæði meðlætisins, sem Slysa- varnafélagskonur hafa haft á borðum sínum undanfarna kaffi- söludaga. Nú eru starfandi á öllu land- inu um 25 kvennadeildir og af- Framh. á 5. síðu. Hópur menntamanna vill loka fyrír sjónvarpið Eftirfarandi áskorun til alþing- is tslendinga undirrituuðu sex- tíu alþingiskjósendur dagana 20. febrúar — 12. marz, og var hún send forseta sameinaðs al- þingis 13. marz 1964. Að sjálf- sögðu hafa þeir, sem undir skjal ið rituðu gert það sem einstakl- ingar, en ekki í embættisnafni né fyrir hönd stofnana þeirra eða samtaka, sem þeir starfa fyrir. Vér undirritaðir alþingiskjós- endur teljum á ýmsan hátt var- hugavert, auk þess sem það er vansæmandi fyrir tslendinga sem sjálfstæða menningarþjóð, að heimila einni erlendri þjóð að reka hér á landi sjónvarps- stöð, er nái til meirihluta lands- manna. Með stofnun og rekstri islenzks sjónvarps teljum vér, að ráðizt sé í svo fjárfrekt og vandasamt fyrirtæki með örfá- mennri þjóð, að nauðsynlegt sé, að það mál fái þróazt í samræmi ------------------------------$> við vilja og getu þjóðarinnar, án þess að knúið sé fram með óeðlilegum hætti. Af framangreindum ástæðum viljum vér hér með skora á háttvirt alþingi að hlutast til um, að heimild til rekstrar er- lendrar sjónvarpsstöðvar á Keflavíkurflugvelli sé nú þegar bundin því skilyrði, að sjón- varp þaðan verði takmarkað við herstöðina eina. Framhaid á bls. 5. Samhandslaust við Hornhjargsvita Það vakti ugg meðal fólks á fsa- firði og víðar, þegar veðurskeyti hættu að berast frá Hornbjargs- xdta. Reynt var að kalla íbúana upp í talstöð ,en allt kom fyrir ekki. Vitavörðurinn, Jóhann Pétursson skáld er staddur f Reykjavfk, en heima er eiginkona hans og önnur kona, sem dvelst þar, meðan Jó- hann er að heiman. Það var sl. þriðjudag, sem veður- skeyti hættu að berast frá Horn- bjargsvita. Var þá reynt að hafa samband við konurnar í gegnum talstöð, en þrátt fyrir ftrekaðar tilraunir tókst það ekki. Vakti þetta talsverðan ugg og kvíða meðal ísfirðinga og víðar. Fenginn var maður frá Dröngum til þess að fara út að Hornbjargsvita og kom hann til baka með þær fréttir að talstöðin hefði bilað. Geta því konurnar ekkert látið vita af sér, og engin veðurskeyti eru því send út. Áætlað er að senda varðskip að Hornbjargsvita nú eftir helgina og mun Jóhann vitavörður fara með því. Getraun skólabarna f gær var dregið um verðlaun í 5. umferð Getraunar skóla- barna. Hljóta verðlaunin, eintak af íslenzkum þjóðháttum þau Bjarni Ásgeirsson, 11 ára bekk Landakotsskóla, og Anna Sofffa Jóhannsdóttir, 5. bekk Barna- skóla Sandgerðis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.