Vísir - 23.03.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 23.03.1964, Blaðsíða 9
V í S IR . Mánudagur 23. marz 1964. ^THTII IffMgmiHIHIUii III I|I|| Ifllil .. III m Rætt við HJALTA ÞÓRARINSSON ytir- lækni um skurðaðgerðir \ brjóstholi Cíðustu árin hefir starfað við Landsspítalann sérstök skurðiækningadeild við mein- semdum í brjóstholi. Yfirlækn- ir hennar er sá íslenzkur lækn- ir, sem mestrar menntunar og reynslu hefir aflað sér á þessu sviði, Hjalti Þórarinsson. Hann hóf fyrstur lungnaskurði við berklum hér á landi fyrir um það bil 10 árum og hefir veitt brjóstholsskurðlækningadeildinni forstöðu frá stofnun hennar og starfað einn lækna við hana fram á síðustu mánuði, að þar var skipaður aðstoðarlæknir. Með stofnun þessarar deildar var merkt spor stigið, því mein- semdir alls konar 1 brjóstholi fara vaxandi, og þá ekki hvað sízt lungnakrabbi, eins og mjög hefir verið bent á síðustu mán- uðina. Áður urðu sjúkingar að leita sér læknishjálpar utan- lands við mörgum þeim sjúkdóm um, sem nú eru framkvæmdar aðgerðir við á þessari deild. En eins og fram kemur í þessu viðtali sem Vísir hefur átt við Hjalta Þórarinsson er deildin fyrir löngu orðin allt of lítil og vanbúin til þess að gegna vax- andi hlutverki í þessari grein skurðlækninga hér á landi, m. a. 1 framkvæmd aðgerða við hjarta sjúkdómum, sem yfirlæknirinn telur sjálfsagt að fram fari þar. Hjalti Þórarinsson dvaldist á þriðja ár í Bandaríkjunum við framhaldsnám og störf á sviði almennra skurðlækna og brjéjgt- holsskurðlækninga. Hann kóm hingað heim árið 1954 og gegn- ir nú því starfi við Landsspít- alann, sem fyrr greinir. Skurðaðgerðir við lungnaberklum — Hvenær var hin nýja deild, sem þér veitið forstöðu, stofn- uð? — Það var árið 1957. Nokkru fyrr hafði ég byrjað á lungna- skurðum hér við Landsspftalann, eða 1955, en fyrst f stað var það í mjög smáum stfl. Satt að segja var ég kominn á fremsta hlunn með það að hverfa aftur til útlanda eftir að ég hafði dval- ið hér heima um hrfð. Mér þótti áhugi lítill á sérgrein minni og sjálfur taldi þáverandi landlækn og fremst aðgerðir vegna lungna berkla, en við þær er hluti hins sýkta lunga fjarlægður eða jafn- vel lungað allt. Þær voru all- margar framan af, en nú síðustu árin er mjög lítið um þær. Allt f ailt munu hafa verið fram- kvæmdar á deildinni hátt á ann- að hundrað slíkar aðgerðir. — Fækkun þeirra byggist þá á því, að berklarnir eru að hverfa með þjóðinni? — Já, þeir eru í mikilli rén- un, sem betur fer. En við skul- um gera okkur ljóst, að við höf- um alls ekki upprætt berklaveik- ina. Öðru hverju koma upp til- felli þar sem eina varanlega lækningin er skurðaðgerð á lungum. Og ég vil gjarnan nota þetta tækifæri til þess að undir- strika það, að gæta verður mik- illar varkárni við að útskrifa ekki sjúklinga fyrr en þeir eru fullbata. Lungnakrabbi og reykingar — Við hvaða öðrum sjúkdóm- um í brjóstholi eru skurðað- gerðir hér framkvæmdar? — Þar má nefna aðgerðir á vélinda, þind og ýmsum fleiri sjúkdómum, svo sem útvfkkun á Iungnapípum og iðulega þarf að taka hluta af Iungum vegna þrálátra bólgna f lungnapfpum. Það, sem er þó efst á baugi hjá okkur á þessari deild eru æxli f Iungum og einkum þá ill- kynjuð. Á þeim er sjáanleg mjög mikil aukning frá þvf sem áð- ur var. — Hver er ástæðan? — Fyrst og fremst reykingar, mundi ég segja. Það sýnir reynsla annarra þjóða’ ótvfrætt og þær ýtarlegu rannsóknir, sem þar hafa farið fram. Ég fékk fyrir skömmu nýjar tölur, sem sýna margfalt meiri tfðni lungna krabba hjá þeim, sem reykt hafa lengi og mikið. Það sýnir sig einnig, að lungnakrabbi er miklu algengari hjá karlmönnum en konum og ástæðan virðist vera sú, að karlmenn hafa reykt miklu lengur en konur. Hins veg ar er möguleiki að aðrar ástæð- ur liggi hér einnig að baki, svo sem útblástursefni frá vélknún- lungnakrabba orðinn um 100 á ári eftir 5 — 6 ár. En ég vil taka það fram, að það fá því miður fleiri lungnakrabba en þeir sem reykja, þótt hann sé miklu al- gengari f þeim hóp. Ekki verri batahorfur — Hvemig eru batahorfurnar eftir aðgerð vegna krabbameins í Iungum? — Ég held að mér sé óhætt að segja, að þær eru ekki verri sem eru til þess sérþjálfaðir, þótt sumar þeirra aðgerða séu reyndar auðveldar. Við þær geta þó komið fram allt öðruvísi fylgi kvillar en við aðrar skurðað- gerðir, svo aðeins eitt-sé nefnt. — Hvernig er starfsaðstöðu deildarinnar háttað? — Deildin er á hrakhólum og ég held að mér sé óhætt að full- yrða, að hvergi þar sem ég þekki til, sé slík deild reyndar á jafn miklum hrakhólum og hér. — Fljótt eftir stofnun hennar 1957 varð hún of lítil, en henni voru aðeins fengin 10 sjúkrarúm til afnota á Landsspítalanum. Nú er húsrýmið orðið allt of lítið og þarf að bæta við 15 — 20 sjúkrarúmum í náinni framtíð. Og það sem verra er, þessari deild hefir ekki verið ætlaður neinn ákveðinn framtíðarstaður í hinum nýju sjúkrahúsum, sem nú er verið að fullgera. Skipu- þessum hlutum er háttað. Ég vil taka það strax fram, að þetta segi ég ekki vegna að- stöðu sjálfs mín sem yfirlæknis deildarinnar, heldur stafar bar- átta mín af því, að ég tel að okkur beri skylda til þess að stækka og fullkomna deildina vegna þeirra sjúklinga, sem þurfa á henni að halda. Nauðsyn aukins húsnæðis Við skulum minnast þess, að það er mikið og kostnaðarsamt fyrirtæki að senda sjúklinga úr landi til margra þeirra aðgerða í brjóstholi, sem hér eru nú framkvæmdar, heldur Hjalti á- fram. Áður en deildin var sett á stofn voru berklasjúklingar höggnir sem kallað er, þ. e. tek- in rif, en ekki gerð aðgerð á lunganu, og hreinar undantekn- ingar voru að sjúklingar fyndust með illkynjuð æxli í lúngum hér áður fyrr. Og ekki er sízt nauðsynlegt að fá aukið húsnæði og fleiri sjúkrahús fyrir deildina vegna þess, að þar er 'sjálfsagt að framkvæma fleiri aðgerðir í brjóstholi, t. d. hjíirtaaðgerðir. Meirihluti þeirra er ekki vanda- samari en lungnaaðgerðir. En til þeirra þarf aðstciðu til rann- sókna og einnig rými fyrir ýms- ar vélar og tæki, ;tem við að- gerðir og rannsókrtir eru not- aðar. Við þurfum að afla okkur slíkra tækja, m. a. sérstakra röntgenmyndatækja og ætlunin er að skapa hér skilyrði til þess að framkvæma hjartaþræðingar. Slíkar aðgerðir eru nú í byrjun hér á landi. — Hvað er í stórum dráttum hægt að segja um möguleika á hjartaaðgerðum hér á landi? — Langsamlega flestar aðgerð' ir við meðfæddum og áunnum hjartasjúkdómum á að vera unnt að framkvæma hér á landi. Okk- ar fámenni og fátækt leyfir ekki að við getum strax eignazt hjarta- og Iungnavél, en stefna verður að þvi í framtfðinni, enda þótt það sé mikill minnihluti þeirra sjúklinga, sem gerðar eru á hjartaaðgerðir, sem slíkra að- stæðna þarfnast. Tæki til líkamskælingar á sjúklingum við aðgerðir verðum við hins vegar að fá og hún getur verið gagn- leg við fleira en hjartaaðgerðir. ★ Að lokum sagði Hjalti Þórar- insson þetta: — Það er staðreynd, að þeim sjúklingum fer ört fjölgandi, sem gera þarf á skurðaðgerðir Skyggnzt inn í starf skurSlæknis ir okkur fslendingum ofviða að koma á fót sérdeild brjósthols- aðgerða. Hins vegar bauðst mér ágætt starf 1 Bandaríkjunum, en ég hafði í framhaldsnámi mfnu skuldbundið mig til þess að starfa hér heima í a. m. k. tvö ár. En þegar ég hugðist hverfa aftur út, fékk ég ekki yfirlýs- ingu þess efnis, að ekki væri þörf fyrir sérfræðiþekkingu mína hér, og undirbúningur hér að stofnun deildarinnar hófst þá fyrst, og átti núverandi land- læknir sinn þátt í þvf, enda var þá mjög mikið um sjúklinga með lungnaberkla, sem þörfn- uðust aðgerðar. í byrjun framkvæmdi ég fyrst um farartækjum, sót Og reykur. Varðandi hina miklu fjölgun sjúklinga, sem þjást af lungna- krabbameini hér á landi, má benda á það, að á tímabilinu frá 1910 — 1949 rúmlega hundr- aðfaldast vindlinganeyzla hér á landi. Og sfðustu árin hefur hún aukizt jafrit og þétt. Aðgerðir við lungnakrabba eru nú orðnar mjög margar árlega á deildinni. Þótt sjúkdómurinn hafi farið mjög í vöxt hér á landi er þó ekki ennþá um sömu tiðni að ræða og þar sem hann er algengastur ’>rlendis. Þó eru líkur til að me3 sömu aukningu og verið hefir ejidanfarin ár verði fjöldi sjúklinga með hér en gerist erlendis. Það skipt ir meginmáli að sjúklingurinn komist nógu fljótt f hendur skurðlæknis. Og hér á landi f fámenninu ættum við að hafa betri aðstæður til þess að stuðla að þvf að sjúkdóminn sé hægt að finna á byrjunarstigi. Þá eru batahorfurnar miklu meiri. — Eru slíkar aðgerðir gerðar annars staðar en á Landsspftal- anum? — Ekki svo ég viti til. Allar brjóstholsaðgerðir eiga skilyrð- islaust að fara fram á einum stað í svo fámennu landi, þar sem sérþjálfað hjúkrunarfólk er að finna. Það eiga ekki aðrir að gera brjóstholsaðgerðir en þeir, lagsnefnd yfirlæknaráðs Lands- spítalans telur brjóstholsaðgerða deild hæfilega 25 — 30 sjúkra- rúm, en stjórnarnefnd Rfkisspft- alanna hefir ekki mér vitanlega ennþá ákveðið hvcrt slík deild eigi að vera f nýbyggingum Landsspítalans. Þetta tel ég al- gjörlega óviðunandi. í baráttu minni fyrir stækkun og full- komnun deildarinnar hefi ég því miður mætt andstöðu þeirra að- ila sem sfzt skyldi, og ættu einmitt einna helzt að skilja þarfir he íar. Starfsbræður mín ir í Bandaríkjunum og á Norð- urlöndum fylgjast náið næð starfi mínu hér og haía þeir mjög furðað sig á þvf, hvernig f brjóstholi. Sjúkdómsgreiningin getur verið erfið og ýmsar meiri háttar aðgerðir þarf að gera áð- ur en ljóst er, um hvaða sjúk- dóm er að ræða. Nauðsynlegt er að geta vistað þessa sjúklinga á sjúkrahúsi á meðan rannsókn stendur. Oft er sjúkdómurinn þess eðlis, að gera verður tafarlausa aðgerð og þvi algjörlega óverjandi, að þessir sjúklingar þurfti að bíða eftir sjúkrahúsvist. Hvorki ég né aðr- ir læknar munu fást til þess að vinna áfram við þetta nema tryggt sé að deildin verði nægj- anlega stór og fái starfað við þau skilyrði og þær aðstæður, sem ég tel nauðsynlegar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.