Vísir - 14.05.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 14.05.1964, Blaðsíða 1
9 VISIR 54. árg. - Fimintudagur 14. maí 1964. - 108. tbl. A thafnasamt þing /ýkur störfum Þinglausnir fara fram í dag. Mörg merk mál hafa verið af- greidd á þessu þingi og skal helztu þeirra getið hér. Fyrir jól voru m. a. afgreidd auk fjárlaga frv. um vegalög og hækkun á bótum almannatrygg- inga. Strax að Ioknu jólaleyfi þingmanna bar stjórnin fram frv um ráðstafanir vegna sjávarút- vegsins vegna kauphækkananna sem urðu í desember. Og í sam- ræmi við það voru bætur al- mannatrygginganna hækkaðar. í apríl s. I. voru svo afgreidd frv. um jarðræktarlög og stofn- lánadeild Iandbúnaðarins. Á seinustu dögum þingsins voru mörg stjórnarfrumvörp af- greidd, þar á meðal frv. um tekju- og eignaskatt, tekju- stofna sveitarfélaga og ávöxtun fjár tryggingafélaga, breytingar vorú gerðar á tollskrá, lögum um Seðlabankann og lögum um húsnæðismálastofnun, þ. e. hækkun skylduspamaðar. Enn- frernur voru afgreidd frv. um Ioftferðir og frv. um skipulags- lög. Auk þess hafa fjöldamargar þingsályktunartillögur verið sam þykktar og má þar m. a. nefna tillögu ríkisstjórnarinnar um vegaáætlun. Eins og áður segir, munu þing Iausnir fara fram í dag eftir há- degið, klukkan hálf fjögur, en áður er fundur í samelnuðu þingi. Ríkisstjómin og sendiherrar erlendra ríkja gengu á fund forseta íslands í gær og ámuðu heilla. — Hér ræðir forsetinn við Bjama Benediktsson, forsætisráðherra og Hirschfeld, sendih. V.-Þýzkalands ÖLL GÓÐVILDIN ER BÆÐI GLEÐJANDI OG STYRKJANDI — sngði forseti íslands í gær „Þetta hefir verið ánægjuleg- ur dagur hér á Bessastöðum, bjartur, fagur og svalur", sagði Hinn sjötugi forseti vor, herr? Ásgeir Ásgeirsson er hann flutti útvarpsávarp til þjóðarlnnar frá mut RiSAsmm hita- VaTUSCYMAR RCISTIR Ráðgert er nú að reisa tvo nýja geyma fyrir hitaveituna vegna stækkunar hennar. Munu hinir nýju geymar taka yfir 10 þús. tonn af vatni eða meira en allir 8 gömlu geymamir á Öskjuhlíð. Gömlu geymarnir taka átta þús. tonn af vatni. Annar hinna 2ja nýju geyma verður senni- lega reistur á Öskjuhlíð og mun ----------------------------------<j> rúma um 7 þús. tonn af vatni en hinn verður sennilega byggð- ur á Golfskálahæðinni og mun taka um 4 þús. tonn. Undanfarið hefur verið fjallað um staðsetningu hinna nýju gcyma í borgarráði. Er talið nauðsynlegt að koma þeim vel fyrir svo að þeir falli vel að lúnhverfinu. Einkum mun verða lögð áherzla á það að láta hinn nýja stóra geymi sem væntan- lega verður reistur á Öskjuhlíð fara sem bezt þar. Bessastöðum í gærkvöldi. Lengi hefir verið látið af vin- sældum forsetahjónanna, en aldrei hafa þær komið skýrar í ljós en í gær. Allan daginn streymdi fólk til Bessastaða til þess að hylla þjóðhöfðingja sinn og óska honum og forsetafrúnni til hamingju með daginn. Meðal þeirra, sem ræður fluttu á Bessa stöðum, var Bjami Benedikts- son, forsætisráðherra, og Birgir Finnsson, forseti Sameinaðs Al- þingis Forsætisráðherra þakkaði forsetanum af hálfu ríkisstjórn- arinnar, ánægjulegt samstarf og færði honum persónuiega gjöf frá þeim ráðherrunum, áletrað- an silfurbakka. Jafnframt tH- kynnti forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, að hún hefði ákveðið að bjóða forseta hjónunum í utanlandsferð. Væri það gert með samþykki stjórnar andstöðunnar og forseta Alþing is. Birgir Finnsson, forseti Sam- Framh, á bls. 6 Fjórir fímm úru drengir slusast Fjórir drengir, allir á svipuðu reki, 4—5 ára slösuðust f umferð- inni í gær í Reykjavík og nágrenni hennar. Þrír drengjanna lágu í sjúkrahúsum eða slysavarðstofunni f nótt, en sá fjórði meiddist Iftið sem ekki og var fluttur heim til sín að lokinni athugun í slysavarð- stofunni. Fyrsta slysið varð kl. 1 e. h. í gær á mótum Þorfinnsgötu og Ei- ríksgötu. Fimm ára drengur, Ósk- ar Pálsson, Leifsgötu 32, varð fyrir bíl og var hann fluttur í slysavarð- stofuna, en læknar töldu hann lítið sem ekki meiddan. Um það bil klukkustundu siðar urðu tveir drengir fyrir stórum steypubíl á Suðurlandsbraut. móts Framh. á bls. 6 swy.' ■ Blaðid í dag BIs. 3 Myndsjá frá afmæli forseta Islands — 7 Ræða Jóhanns Hafstein dómsmála- ráðherra. — 8 Minningarorð um Helga Pálsson, tónskáld. — 9 Vinsælasta ferða- mannaleiðin — Snæfellsnes. Daglega verða sjúkrabifreiðirnar að þjóta um borgina til þess að sækja slösuö börn, sem orðið hafa fyrir bifreiðum. Drengurinn á myndinni varð fyrir steypubifreið í gær, ásamt kunningja sínum. Slökkviðliðs- : mennirnir hagræða hinum drengnum f bílnum. ___________________

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.