Vísir - 05.06.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 05.06.1964, Blaðsíða 6
6 VÍSIR . Föstudagur 5. júní 1964, Ritstjórar: Gurwar Gunnarsson og Sverrir H. Gunnlaugsson Gjör rétt — Þol ei órétt Kröfur SÍA-MANNA Allt upplag Rauðu Bókarínnar upp■ tæktgert og ónýtt - 50 þús. í miska bætur! -150 þús. í „höfandaríaun" SVO sem kunnugt er af fréttum blaða hafa SÍA-menn nú loksins mannað sig upp í að stefna Heimdalli vegna útgáfu Rauða bókarinnar, en þeir sendu félaginu rukkunarbréf fyrir rúmlega hálfu ári síðan og kröfðust þá kr. 150.000 í „höfundarlaun“. — Þeir gera nú auk kröfu um „höfundarlaunin“ einnig kröfu til miskabóta að upphæð kr. 50.000, þar sem hér sé um að ræða „meingerð gegn persónu þeirra. friði og æru, drýgða af illfýsi“. (!) — Enn fremur heimta þeir, að öll eintök Rauðu bókarinnar, sem til eru hér á landi, verði gerð upptæk og ónýtt svo og áhöld þau sem notuð voru við hina „ólöglegu útgáfustarfsemi“. (!!) — Rétjt bykir að gefa mönnum kost á að kynn- ast plaggi þessu nánar og birtist það hér í heild liðBÖTlnfiv í)Ö[rn uð?. BjjMed li? -ir'jj Þorvaldur Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður, Reykjavík, gerir kunnugt: Ég þarf f.h. Hjalta Kristgeirssonar, hag- fræðings, Hagamel 37, Reykja- vík, Hjörleifs Guttormssonar, líffræðings, Mýrargötu 24, Nes- kaupstað, og Skúla Magnússon- ar, sýsluskrifara, Patreksfirði, að höfða mál á bæjarþingi Reykjavíkur gegn Styrmi Gunn- arssynl, formanni Heimdallar, F.U.S., Valhöll, Suöurgötu 39, Reykjavík, vegna Heimdallar, F.U.S., s. st., til greiðslu að fjárhæð kr. 200.000.00 ásamt 8% ársvöxtum frá 1. júm' 1963 til greiðsludags, til þyngstu refs- ingar samkvæmt 18. gr. laga um rithöfundarétt og prentrétt nr. 13, 20. október 1905, og sam- kvæmt 228.,229. og 234. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19, 12. febrúar 1940, svo og til þess aö öll þau eintök sem til eru hér á landi af ritinu „RAUÐA BÓKIN. Leyniskýrslur SlA. Skýrslumar sem Einar Olgeirs- son krafðist, að yrðu brennd- ar.“, sem út var gefin af Heim- dalli, F.U.S., f maímánuði 1963, svo og áhöld þau sem notuð voru við hina ólöglegu útgáfu- starfsemi, svo sem mót, plötur og þess háttar, verði upptæk gerð og ónýtt samkvæmt á- kvæðum 17. gr. laga nr. 13, 1905, um rithöfundarétt og prentrétt, þar eð útgefandi bók- arinnar birtir f heimildarleysi efni sem stefnendur eru höfund- ar og eigendur að, hefur komizt yfir það með ólöglegum hætti, og lætur dreifa bókinni í því skyni að meiða æru höfundanna og sverta þá f augum samborg- ara sinna. Þess er þvf einnig krafizt, að stefndi verði dæmd- ur tll að greiDa stefnendum miskabætur samkvæmt 264. gr. alm. hegningarlaga nr. 19, 12. febrúar 1940, enda orkar eigi tvímælis, að hér er um að ræða meingerð gegn persónu þeirra, friði og æru, drýgða af illfýsi. Þá er þess krafizt að stefndi sé Hjalti Kristgeirsson, einn pilt anna, sem krefjast 150 þús. kr. í höfundarlaun. dæmdur til að greiða hæfilega fjárhæð til þess að standast kostnað af birtingu dóms, atrið- isorða hans forsendna, f öllum dagblöðum Reykjavfkur, sam- kvæmt 2. mgr. 241. gr. alm. hegningarlaga nr. 19, 12. febrú- ar 1940. Loks er krafizt máls- kostnaðar úr hendi Heimdallar, F.U.S., að mati hins virðulega réttar í samræmi við gjaldskrá Lögmannafélags íslands. Fjárkröfur sinar sundurliða stefnendur þannig: 1. Höfundarlaun samkvæmt 18. gr. laga nr. 13, 20. okt., 1905, kr. 150.000,00. 2. Miskabætur samkv. 264. gr. alm. hegn.l. nr. 19, 1940, kr. 50.000.00. Samtals kr. 200.000,00. Málavextir eru þessin Á árunum 1958—1961 skipt- ust nokkrir fslenzkir námsmenn erlendis á sendibréfum, þar á meðal stefnendur máls þessa. Bréf þessi voru samin sem alger einkabréf, og að sjálfsögðu eigi ætluð til birtingar opinberlega nema samkvæmt vilja og á- kvörðun höfundanna sjálfra, ef til kæmi. En allt í einu bar svo við, að á tímabilinu 28. apríl til 24. maí 1962 fara að birtast kaflar Ur þessum bréfum í Morgunblaðinu f Reykjavík. Vafaiaust má telja að bréfin hafi með refsiverðum hætti verið numin á brott úr hirzlum eins stefnandans, og fengin Morgunblaðinu til birt- ingar. Hefur það atferli verið kært sérstakiega til saksóknara rfkisins. Næst gerist það í mafmánuði 1963, að út er gefin bók undir heitinu „RAUÐA BÓKIN. Leyni skýrslur SÍA. Skýrslurnar sem Einar Olgeirsson krafðist, að yrðu brenndar". Útgefandi var Heimdallur, F.U.S., þ.e. hið stefnda félag. Voru hér komin á prent ofangreind bréf stefn- enda en með ýmiss konar úrfell ingum, athugasemdum og miöur vinsamlegum skýringum. Hér var um að ræða heim- ildarlausa birtingu á einkabréf- um stefnenda, sem þeir eiga einir höfundarrétt og prentrétt að. Eins og fyrr segir hafði út- gefandi komizt yfir bréfin með saknæmum og refsiverðum hætti, undirbúið birtingu þeirra með leynd, og þar af leiðandi án vitundar stefnenda. Útgef- andi lét gera formála og inn- gang að ritinu, skipta efninu í kafla, setja millifyrirsagnir, o. fl. Yfirleitt er bðkin öll þannig úr garði gerð, að venjulegur lesandi mun eiga mjög erfitt með að átta sig á, ef ekki ó- mögulegt, hvað af efni hennar er raunverulega frá stefnendum runnið og hvað frá útgefanda, en hitt orkar ekki tvímælis að tilgangurinn með birtingu bréf- anna í hinni brengluðu, afbök- uðu og rangfærðu útgáfu stefnds, er fyrst og fremst sá að meiða æru stefnenda og sverta þá og skoðanabræður þeirra 1 augum almennings. Telja stefnendur að stefndur hafi með þessu atferli brotið gegn hinum tilvitnuðu ákvæðum höfundarlaga og alm. hegningar- laga og ennfremur 66. og 67. gr. stjórnarskrárinnar. Út af hinni heimildarlausu birtingu bréfanna sendi lögmað- ur stefnenda stefndum kröfu- bréf dagsett 11. nóvember 1963, og var að því sinni aðeins krafizt höfundarlauna. Með bréfi, dags. 16. s.m., vísaði lög- maður stefnds þeirri kröfu á bug. Þar sem hin hógværa mála- leitun stefnenda fékk engar undirtektir, og sáttaboði því sem í henni fólst var hafnað, teija þeir sig tilneydda að höfða mál þetta til innheimtu rétt- mætra höfundarlauna, en verða jafnframt að krefjast miskabóta og refsingar lögum samkvæmt vegna hinnar fáheyrðu fram- komu stefnda. Fyrir því stefnist hér með hr. Styrmi Gunnarssyni, formanni Heimdallar, F.U.S., Valhöll, Suðurgötu 39, Reykjavik, vegna Heimdallar, F.U.S., s. st., til að mæta á bæjarþingi Reykjavikur, sem háð verður í bæjarþingstof- unni í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg 9, Reykjavík, fimmtudaginn 28. maí 1964, kl. 10 árdegis, til þess þar og þá ef eigi verður sætzt á málið að sjá skjöl málsins og skilríki í rétt lögð, á sókn sakar og rétt- arkröfur að hlýða, til sakar að svara og dóm að þola í framan- greinda átt. Fallið er frá stefnufresti. Reykjavik, 27. maí 1964. Þorvaldur Þórarinsson. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.