Vísir - 05.06.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 05.06.1964, Blaðsíða 11
V í SIR . Föstudagur 5. júní 1964. n syngur 20.45 Erindi: Otvarpstæknin í þjónustu kirkjunnar. Ólafur Ólafsson kristniboði. 21.10 Píanótónleikar: Stephen Bishop leikur sónötu rtr. 8 í c-moll „Pathétique“ op. 13 eftir Beethoven. 21.30 Útvarpssagan: „Málsvari myrkrahöfðingjans" eftir Morris West; XIII. Hjörtur Pálsson blaðamaður 'es. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Geðvernd og geðsjúkdóm- ar: Um geðlækningar; síð- ari hluti. Jakob Jónasson læknir. 22.35 Næturhljómleikar. 23.30 Dagskrárlok. o • ' •>* sjonvarpið 20.00 Rawhide 21.00 The Jack Paar Show 22.00 The Fight Of The Week 23.00 AFRTS Final Edition News 23.15 Northern Lights Playhouse „Man from Cairo“ r Aheit og gjofir Áhelt: Strandakirkja: Magga kr. 25, Þór kr. 100, Þ.J. kr. 100, Á.J. kr. 300, Gíslína kr. 100, G.H. kr. 100, N.N. kr. 100, Gamalt heit kr. 50, N.N. kr. 100, kr. 50, Ó.H. kr. 200. Hallgríms- kirkja: Á.L. kr. 20. Sólheimadreng urinn: Þ.S. kr. 50 Föstudagur 5. júnf. 16.30 The Ted Mack Show 17.00 The Bob Cummings Show 17.30 It’s A Wonderful World 18.00 Language in Action 18.30 Lucky Lager Sports Time 19.00 AFRTS NEWS 19.15 To Be Announced 19.30 Current Events Söfn Opið daglega frá kl. 1.30 til 4. Þjóðminjasafnið, Listasafn rik- isins. % % STJÖRNUSPÁ # Laugardaginn 30. maí voru gefin saman í hjóna- band af séra Árelíusi Níelssyni, ungfrú Erla Hall- dórsdóttir og Berti Möller. Heimili þeirra verður að Álfshólsvegi 52. (Ljósmyndastofa Þóris, Laugavegi 20B). Laugardaginn 30. maf voru gefin saman í hjóna- band af séra Grími Grímssyni, ungfrú Hrafnhildur Sigurbergsdóttir og Steinn Lárusson. Heimili þeirra verður að Barmahlíð 30. (Ljósmyndastofa Þóris, Laugavegi 20B). Spáin gildir fyrir laugardag- inn 6. júní. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Góðra frétta er að vænta í dag eða einhverra nýrra hug- mynda, sem leiða af sér góða ávexti Reyndu að styrkja tengsl þín við fólk almennt. Nautið, 21. apríl' til 21. maí: Svar við vandamáli, sem þú hef ur verið að velta fyrir þér að undanförnu gæti gefizt þér þeg ar þú ferð á fætur eftir nætur- svefninn. Bíddu bara þangað til síðari hluta dagsins með að afla þér aðstoðar annarra. Tvíburarnir, 22. maf til 21. júní: Þú hefur ekki efni á þvf að vera kærulaus um smáatriðin eða gagnvart fólki sem upp á þig er komið. Reyndu að eiga rólegt friðsamt kvöld. Krabbinn, 22. júní til 23. júií: Það gæti verið höfuðnauðsyn fyrir þig að beita þér að lausn þeirra ábyrgðastarfa sem biða þín síðari hluta dagsins. Reyndu að afla þér aðlaðandi vina þá. Ljónið, 24. júlf til 23. ágúst: Fréttir eða póstur sem þér berst fyrri hluta dagsins ætti að vera þér til ánægju. Horfur á að þú þurfir eitthvað að sinna skyldu störfum er á daginn líður. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Atburðarásin verður þér meir í hag er kvölda tekur, þegar fólk mun veita þörfum þínum og skoðunum meiri athygli held ur en verið hefur til skamms tíma. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þú ættir að grípa þau tækifæri, sem gefast til að auka skilning- inn við maka þinn eða nána félaga. Aðrir eru í rausnarlegra lagi í þinn garð er kvölda tek- ur. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þú ert vel fyrir kallaður til að afgreiða ýmis dagl. viðfangsefni af áhuga fyrri hluta dagsins. Láttu öðrum eftir að stjórna gangi málanna er kvölda tekur. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Dagurinn gæti orðið frem ur rólegur hjá þér. Þér yrði m:k- il ánægja að því að hafa sam- band við þér yngra fólk eða ástvinina. Gættu hófs f neyzlu matar og drykkjar. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Gerðu eitthvað til að laga færa heimilið þitt eða þær eign- ir, sem þú kannt að eiga. Þú ættir að leita þér einhverra skemmtana er kvölda tekur. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú ættir að beina þér að þvf að svara þeim bréfum, sem til þín hafa borizt að undan- förnu ef hægt er f dag. Þú kannt bezt við þig í hópi fjöl- skyldunnar er kvölda tekur. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Þú kynnir að komast að góðíim sölu- eða viðskiptamál- um fyrrihluta dagsins. Smá ferð yrði þér til mikillar á- nægju til að heimsækja vini eða ættingja Flutti 97503 farþega sl. ár Flugfélag íslands flutti á s.l. ári 97503 farþega, og er það nokkru meira en árið áður. Einkum er um áberandi aukningu 1 farþega- flugi milli landa að ræða. Aukning varð bæði í póst- og vöruflutningum milli landa á s.l. ári, en aftur á móti minnkaði það nokkuð innanlands. Varð hagnaður á millilandaflug- inu sem nam 5.4 millj. kr. en þann hagnað át innanlandsflugið að mestu upp, því taprékstur á þvi nam 5.2 millj. kr. Samt sem áður batnaði afkoma innanlandsflugs- ins um 1.7 millj. kr. miðað við næsta ár á undan. Þrátt fyrir aukinn tilkostnað á ýmsum sviðum skilaði félagið tekjuafgangi að upphæð 260 þús. kr. og höfðu eignir þá verið af- skrifaðar um yfir 12 millj. kr. Heildarvelta félagsins á árinu nam rúmlega 153.8 millj. kr. Samþykkt var að greiða hluthöfum 10% árs- arð. Á aðalf. Flugfélagsins 1 fyrrad. voru ýmis mál rædd m. a. sá vandi, sem að félaginu steðjaði með samkeppni lítilla flugvéla á flugleiðum félagsins innanlands, um leiguferðir erlendra flugfélaga á vegum Islenzkra ferðaskrifstofa og um möguleika á að gefa út jöfnunarhlutabréf, en bjóða síðan út nýtt hlutafjárlán meðal al- mennings. Um 350 manns starfa á vegum Flugfélkgsins um þessar mundir. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin á fundinum. Hana skipa: Guðm. Vilhjálmsson formaður, Bergur G. Gíslason, Björn Ólafsson, Richard Thors og Jakob Frímanns- son. Minni n gar sp j öld Minningarspjöld Kvenfélags Nes- kirkju fást á eftirtöldum stöðum: Verzl. Hjartar Nilsen, Templara- sundi. Verzl. Steinnes Seltjarn- arnesi, Búðin mín, Víðimel 35 og hjá frú Sigríði Ámadóttur, Tóm- asarhaga 12. Minningarspjöld Sjálfsbjargar fást á eftirtöldum stöðum: 1 Reykjavík: Vesturbæjar apótek Melhaga 22, Reykjavlkur apótek Austurstræti, Holts apótek Lang holtsvegi, Garðs apótek Hólm- garði 32, Bókabús Stefáns Stefáns sonar Laugavegi 8, Bókaverzlun Isafoidar Austurstræti, Bókabúð in Laugarnesvegi 52 Verzlunin Roði Laugavegi 74 Það Jítur út fyrir að Joseph- ine Baker fái brátt sína heit- ustu ósk uppfyllta. Hún hefur lengi þráð að fá að leika að- alhlutverk í óperettu sem skrifuð yrði eftir „Kamelíu- frúnnl.“ Tónskáld hafði hún Josephine Baker við hendina, Francls Lopez, en svo hefur hún verið að leita með logandi ljósi eftir einhverjum góðum rithöfundi til að skrifa handritlð. Og nú hefur hún fengið sjálfan Jean Anouil til þess að gera það. — Kæra Josephine, seg- ir Anouil, hvað er hægt að hugsa sér dásamlegra en svarta Kamelíufrú. -K R I P K I R B Y Mér finnst lika að slást Ilann reikar Dómstóll í Llverpool hefur dæmt mann nokkurn í sekt, 200 pund, fyrir að hafa sl. hálft ár, grett slg hæðnislega framan í nágranna sinn, hve- nær sem þeir sáust. Og herra Stoner, en það heitir sá grettni, fékk alvarlega áminn- ingu hjá dómaranum, og jafn- framt aðvörun um, að ef hann nokkurn tíma aftur myndi flauta dónalega, mjálma eins og köttur, gretta sig, eða reka út úr sér tunguna þegar hann hittl þennan nágranna sinn, myndi hann fá miklu þyngri refsingu. samt að þú ætfir I hópinn segir Rip. á fætur og miðar byssunni á glæpamanninn. En eitr ið er farið að hafa sín áhrif, og hann sér allt tvöfalt. Honum tekst ekki að skjóta fyrr en hann fell- ur um koll og þá lendir skotið 1 loftinu, án þess að Pennanum verði meint af. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.