Vísir - 20.06.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 20.06.1964, Blaðsíða 3
V1SIR . Laugardagur 20. júni 1964. fe^iaiSBBGIÉBÍ9ÉtaÍMÉSSOBíHÉ0MBHBHBBEB92 Jóhann Heiðar Jóhannsson ný- stúdent flytur minni Jóns Sigurðssonar A Akureyri, f bæ hefða, var sauQánda júní minnzt af innlifun, sem einkennir bæjar- búa á rriiklum dögum. Þrátt fyrir leiðindarigningu lengst af degi, var fjölmenni á útifagn- aðinum, sem hófst kl. 2 síðdeg- is á Ráðhústorgi. Þar hlýddi fólk á ávarp bæjarstjóra, Magn- úsar Guðjónssonar, messu séra Péturs Sigurgeirssonar, Fjall- konukvæði Davíðs Stefánsson- ar — það flutti ungfrú Kristjana Halldórs, stúdfna, af myjidug- leik. Lúðrasveit lék. Dráttur varð á skrúðgöngunni. Nýstúd- entamir úr M. A. hugðust taka þátt f henni, en svo bárust þær fréttir, að þeir gætu ekki mætt vegna þess að um það ieyti, sem gangan átti að hefjast, voru þeir að láta taka af sér hópmyndir í Lystigarðinum eins og venjan er um „nýbakaða“ þennan dag. Var því ekki beð- ið eftir þeim lengur, og fólkið fylkti sér f skrúðgöngu, og lá ' Skátar ganga inn á íþróttasvæðið. Lýðveldishátíð á Akureyri . :\ ■ ■ . .. sippiiij L '■ I. ' leiðin um Skipagötu og þaðan eftir Hafnarstræti og niður fyrir Landsbankahús, út Glerárgötu og inn á íþrótta- svæðið. Þar flutti Ingvar Gfsia- son, alþm., ræðu og minntist lýðveldisins. Nýstúdent, Jóhann Heiðar Jóhannsson (Jóhanns- sonar, skólastjóra á Siglufirði) flutti minni Jóns Sigurðssonar. Var góður rómur gerður að báðum ræðumönnum. Síðan voru íþróttir þreyttar. Nýstúd- entar gengu um það Ieyti inn á svæðið í sjálfstæðri fylkingu og voru eins og nýslegnir túskild- ingar við þessi tímamót. Um kvöldið birti upp og hófst þá útidansinn. Hryssingskuldi var, þótt sólin skini. Lftið var dansað. Fólk sprangaði hins vegar um og var í góðu skapi. Fagnaðurinn varaði til kl. 2 um nóttina. Ekki bar mikið á ölv- un, a.m.k. ekki til hneykslunar. Nýstúdentar koma fylktu Iiði til útifagnaðarins. Myndina tók ljósmyndari Vísis B. G. af einum flugmanna Þyts, Skúla Guðjónssyni við nýju Cessnuna. Þytur fœr nýja flugvél Ný einshreyfils Cessna bætt- ist nýlega í flugflota flugskól- ans Þyts og hefur hann þá yfir að ráða 7 vélum, tveimur 2ja hreyfla og fimm einshreyfils Flug er nú að verða mjög vin- sæl íþrótt hérlendis bg þeim fjölgar stöðugt, sem læra það enda ekki svo æg'.Iega dýrt, frá 15-20 þús. (lauslega áætlað og miðað við einkaflugmannspróf) eftir því á hvernig vél er lært. Til þess að mega læra flug þurfa menn ekki að uppfylia önnur skilyrði en þau, að kom- ast „klakklaust“ gegnum mjög stranga og nákvæma læknis- skoðun. Fjórir fastráðnir kennarar sjá nú að mestu'leyti um að kenna einum 60 nemendum sem eru viðloðandi skólann að meira eða minna leyti. Flugskólinn Þytur var stofnaður formlega 1957, en hafði þá starfað þegar í nokkur ár, og má til gamans geta þess að um 70% starfandi flugmanna á íslandi í dag, hafa lært þar. Skólinn hefur sífellt vaxið og dafnað eftir því sem aðstæður og flugvélakostur hafa aukizt og er starfsemi hans nú orðin þó nokkuð umfangsmikil. Auk þess sem þar er kennt að fljúga, geta þeir sem það kunna fyrir fengið leigða vél, ef þá langar til þess að bregða sér upp í himinblám- ann. Og einnig geta þeir sem ekki kunna að fljúga fengið ung an, röskan flugmann til þess að fara með sig hvert á Iand sem er. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.