Vísir - 20.06.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 20.06.1964, Blaðsíða 7
V1 SIR . Laugardagur 20. júní 1964. 7 Forseta frá V- gjöf Málverk Vemets. Forseta íslands hefur borizt að gjöf til hinnar nýju Bókhlöðu að Bessastöðum mynd af Bertil Thor- valdsen eftir einn af þekktustu mál urum Frakklands Horace Vernet frá Gretti Eggertssyni, verkfræð- ingi, Winnipeg. Verður myndin til sýnis fyrir almenning í Þjóðminja- safni fslands. • Með þeim Vearnet og Thorvald- sen var náin vinátta og gagnkvæm aðdáun. Thorvaldsen gerði brjóst- mynd af Vernet og Vernet endur- galt með því að mála mynd af Bertfl Thorvaldsen. Málverkið sýn- ir myndhöggvarann halla sér að myndstalli með mótunarsköfu í hendi, en á stallinum stendur brjóstlfkneskið af Vernet úr grá- um leir. Á myndinni er Thorvaldsen í hvítri rykkiskyrtu með silfurgrátt hár enda 65 ára að aldri, þegar myndin er máluð. Árið 1956 var Grettir Eggertsson staddur í London og varð hann þess þá áskynja, að til sölu væri málverk af Bertil Thorvaldsen hjá listsölunum J. Leger & Son í Old Bond Street. Fékk hann prófessor Anthony Blunt, forstöðumanns list- sögudeildar Lundúnaháskóla (Courtauld Institute of Art) og einn mesta sérfræðing Breta um franska 19. aldar list til þess að skoða málverkið og láta í ljós álit sitt um það. Samkvæmt upplýsingum Grett is taldi prófessor Blunt málverkið vera eftir Ilorace sjálfan og því repliku eða systurmynd þess sem er á Thorvaldsensafninu i Kaup- mannahöfn. Sló kettlingun- um upg við vegg Aðfaranótt þjóðhátíðardagsins sást til manns sem var að lemja lifandi kettlingum utan í hús við Vesturgötu. Þá var klukkan rúm- lega 3 eftir miðnætti. Aðfarir þessar þóttu í senn ó- venjulegar og sóðalegar og sízt af öllu mannúðlegar. Loks þótti það óviðeigandi að byrja þjóðhátíðar- daginn með þvílíkum aðgerðum. Áhorfandi að þessum atburði kærði þess vegna til lögreglunnar. Þegar lögreglan kom á staðinn var maðurinn þar fyrir með nokkra kettlinga, sem munu þá hafa verið dauðir. Maðurinn, sem reyndist vera útlendingur var sakleysið sjálft uppmálað og fannst ekkert athugavert eða saknæmt við þetta athæfi sitt. Hann sagði að kona ein þar { grenndinni hefði beðið sig að aflífa nokkra kettlinga, og að- ferðin sem beitt vac í heimalandi hans var sú að slá kettlingunum upp við vegg. Þá voru þeir dauðir. Fannst manninum það skrýtið að nokkur skyldi vera að fetta fingur út í jafn sjálfsagðan hlut! Hugleiðingar um listdóma Framhald af bls 1. eitthvað yfir“ flest verkin á a.m.k. tveim af eftirminnileg- ustu sýningum sl. vetrar: Mynd ir Nínu Tryggvadóttur og Sverr is Haraldssonar — fyrst bless aður maðurinn er of prúður til að „mylja þær niður með hamri“ „Formið skiptir engu máli, ef myndin er góð,“ sagði Jón Stef ánsson í áðurnefndu viðtali, og abstrakt eða óhlutkennda iist- in hefur verið til frá aldaöðli eins og prófessorinn veit — og hefur skapað sígild verk eins og fígúratíva listin. Sam- keppni milli þessara stefna er eðlileg, og oft hefur kastazt í kekki í hita baráttunnar án þess að menn vilji hengja yfir verk keppinautanna. Rök fyrir abstraktlist mætti færa lengi, en það væri ljótt að reyna að mjaka svo gömlum manni ofan af skoðun sinni. Þó vildi ég benda honum á grein eftir Harry nokkurn Kállmark í Kirkjurit- inu (jan. ’64), sem segir í rabbi sínu um kirkjulist og kristna list, — að í óhlutkenndu iist- inni fái listamenn færi á að móta verk sín á „persónulegri hátt sem tákn trúar sinnar, til- finninga og vilja" — heldur en í náttúrulegu málverkunum. Því skeytir J. H. ekki skapi sínu á þessu? Svo skulum við vona, að þankarúnir guðfræðiprófess- orsins risti yfirleitt aðeins dýpra en í þetta skipti. 4 Síðan kemur hinn glað- beitti Páll V.G. Kolka læknir! Ræða hans er auðvitað lengst — og mest af henni er því mið- ur grobb, alveg óviðkomandi efninu. Svo sem: Að hann sé „roskinn og ráðinn ... og ... ekki reglulegur byltingarmaður heldur öliu fremur andófsmað- ur gegn öfgum samtíðar sinn- ar ... ” Gefur í skyn, að bylt- ingarmenn skuli tafarlaust drepa til þess að forða oss frá nýjum Stalínum og Hitlerum. Maður hlýtur að samhryggjast honum vegna þessarar „sorg- legu reynslu“ hans af bylting- armönnum, sem varð til þess að grafa 'undan trausti hans á íhaidssömum skólameisturum, en þeir minna hann mjög á „gamlar piparmeyjar“ (!!) Hann virðist og skynja, að menning „okkar íslendinga" eigi að vera eða sé náskyld menningu Eskimóa og Hottintotta og því sé listsmekkur „okkar íslendinga" fþ. e. a. s. Vorsýningarmannaj hafinn upp yfir að hlíta mati Þjóðverja eða Gyðinga eða öðru „alþjóðlegu metrakerfi". Aðalatriðið sé, að listin votti „þjóðlegt og persónu- legt sjálfstæði . . . því að til eru menn, sem hafa sinn eigin þjóð- lega og persónulega mælikvarða", þ.e.a.s. Vorsýningarmennirnir. Minna máli skipti, hvort listin sé • góð eða léleg, það sé „eftir at- ! vikum“ — en krítikin á víst alltaf ! að vera góð og blíð. og loks ógnar P. K. öllum iistdómurum með „sex fetum af mold“. Það má enr. benda Páli á, að Iist er og verður alþjóð- legt hugtak fyrst og fremst, alveg eins og hugtökin, ást, fegurð o. s. frv. Það skín f gegn, að Páll hafi innra með sér ekki verið alltof hrifinn af Vorsýningunr.i, þótt hann hafi séð þar margt „næsta merkilegt“(!!) Er því erfitt að sjá, hvað hann ætlar með þessu van- hugsaða skrifi. Vissi hann t.d. ekki fyrr en núna um daginn, að menn- ing frumstæðra þjóða þykir merki- leg — eða er hann bara að aug- Iýsa bóklestur sinn og „vizku". Fullmargar málsgreinar- hans byrja á orðinu ,,ég“. Þetta „ég“ P. K. ætti að reyna að afla sér mennt- unar f kyrrþey og hætta þéssari sýndarmennsku og „ráðgjafahlut- verki“ sínu í blöðuni og útvarpi. Háttalag P. K. er „interessant" íhugunarefni en sem betur fer dá- lítið svona „extrem tilfelli“ ... og furðulegt, að jafngreindum manni á góðum aldri skuli verða á að „blötta sig“ svona. 5. Hjn ósmekklega rætni mynd- höggvarans fýkur aftur í fang höf- undar síns eins og duft, sem kast- að er móti vindi. Þó má benda honum á það, — að ef list hinna „upprennandi listamanna" hefur — eða öllu heldur öðlast eilífðar- neista snilldarinnar, þá þarf meira en „rógmælgi herra Kurt Zier“ til að vinna þeim grand. En það er víst aðallega hitt, sem R J. hefur áhuga á — sem sé, að þeim takizt að vinna sér „álit með þjóðinni". 6. Úlfur Ragnarsson veit auð- vitað vel, að ,.almenningsálit“ er engin trygging fyrir listsköpun, þótt hann gefi það i skvn. T. d. er hugsanlegt, að ..harðsnúnar klíkur iábræðra" (Ú R.) vinni sér almenningsálit með áróðri og r.ug- lýsingum -- „iistamenfurnir" spili á grunnar yfirborðstilfinningar og heppnist að rugla áhcrfendur með séntimentaliteti eða brögðum til þess að vekja athygli. Þannig getur orrustn listarinnar lent á furðulegustu villigötum. Því að list er og verður: átök, orrusta. Annað hvort skapa menn list eða ekki. Það er aðeir.s um að ræða sigur eða tap. Tákna lokaorð Úlfs og áeggjan, að nú eigi að finna upp einhver ný tæki (eða vélabrögð) til að ráða sigram og töpum í hossari orrustu? Úlfur harðneitar að skilja auð- skildar setningar í grein K. Z. og mótmælir harðlega, að listamenn séu „sorteraðir" og virðist eiga við, að ekki megi gera greinarmun á listamönnum eftir hæfni (og þá naumast gagnrýna þá?)! ... Eftir það, sem á nndan er komið er ó- trúlegt að Úlfur geri sér Ijóst, hvað felst í því „að skynia listina í listinni" eins og hann segir. Listin fyrir listina, eru einkunnarorð þeirra, er vilja hreinsa listina sem mest af öllu yfirborðslegu (og eft- irláta slíkt öðrum, t.d. Ijósmynda- vélinni). Allt tal um ástleysi K. Z á ís- Iandi er á engum rökum reist og auk þess einkamál K. Z. og alveg utan við efnið. Hitt er meira um vert, að í listdómum K. Z. er aug- Ijós ást hans og hlýhugur til þjóð- arinnar og metnaður hans fyrir brautargengi hennar í listrænni við leitni. Annars væri hann ekki að flytja okkur þessar vanþökkuðu umvandanir og ábendingar. Strang- leiki hefur hingað til ekki táknað ástleysi. Vinur er sá er til vamms segir, og list okkar hefur ekkert gott af dekri og smjaðri. Oft eru listamennirnir sjálfir, þrátt fyrir undirstöðuatriði í list- | námi, ekki dómbærir á eigin verk, j þótt undarlegt megi virðast. a) ;Þeir*halda sumir, áð listamanns- ! nafnið sé alltaf trygging fyrir ár- I angri. b) Innblástur þeirra í : sjálfu sköpunarstarfinu getur villt ! þeim sýn. „Þetta þarf þó hvorki að vera hégómagirnd eða eigin- girni. Þeir lúta siðferðislögmáli, sern þeir ráða ekki við“. (Sigurður Nordal í ritgerð sinni, Viljinn og verkið). En það er hégómagirnd og elgingirni, að láta sér elcki segj- ast við endurteknar ábendingar béirra rnar.na, sem langbezta að- stöðu. hafa að dæma, þvf að „skáldin (hafa) gott af því að gera sér grein fyrir. að hæstaréttardóm- • urinn urc ver!^- þeirra ver.ður að j lokum kveðinn 'upp af öðrum“. (S. i N.i Og á þetta auðvitað jafnt við I urr, málarana. Menntaður rit- eða ! listdómarí gegnir mikilvægara | menningarhiutverki en við gerum i okkur að jaf ,aði grein fyrir. i IV. I ; Svo virðist sem «ex-menning- ! arnir hafi aldrei reynt að gera sér | grein fyrir því í fullri alvöru hvað ! list er. Hún er þeim eitthvað fjar- j lægt og persónulega ónáið, eins konar rós I hnappagatið á tylli- dögum. Viðhorí þeirra manna, sem listin hefur raunverulegt gildi fyr- ir, kemur þeim ekkert við, enda reynir enginn þeirra að svara spurn ingu fyrirsagnarinnar, hvernig list- dómar eigi að vera. Það er fyrir- gefanlegt þótt þeir geti það ekki, en hvf eru þeir þá að „svara“? Þeir mættu gjarnan hugleiða, að til er orð, sem heitir sjálfsgagn- rýni og þykir vera aðalsmerki á siðuðum mönnum, ef hún gengur ekki í öfgar. „Svör“ þeirra einkenndust mjög | að spéhræðslu Og viðkvæmni fyi • ir orðum útlendings um okkur. (Sbr. svo viðbrögðin, sem hér eru ^ tfð við hóli útlendinga.). — Þeir I eru fullir af þjóðernisrembingi, af- kvæmi hinnar gömlu minnimáttar- kenndar. Sumum finnst kannski gerður úlfaldi úr mýflugu, en mig grunar, að íslenzk menning og sjálfstæðið, er á henni byggist, sé f meiri hættu en margan grunar, ef slíkur „djfngóismi". sem sex- menningarnir boða yrði ráðandi hér í Iistum. Væri óneitanlega fróðlegt að vita, hvort orð þeirra túlka hið rétta andlit Framsóknar- I flokksins f lista- og menningarmál- 1 um. Vonandi er ónefndur draugur ekki risinn meðal vor, en valið á svo samróma mönnum er óneitan- lega grunsamlegt. Vonandi hreins- ar „Tírninn" sig og biðst afsök- ar á leiguskvaldri þeirra. Hann yxi í áliti við það. K. Z. skóf vissulega lítið utan af orðum sínum, var óvæginn og má kannski segja, að fyrr mæcti , rota en dauðrota, en það var þó ; vægast sagt hæpið að fara milliveg í slíku, því að jafnvel þótt sann- leikurinn sé ákaflega dapurlegur, er engum greiði gerður með því að stinga höfðinu í sandinn, allra sfzt Vorsýningarmönnunum sjálfum. Vonandi láta þeir sér nú segjast og reyna að sýna betri verk næst. Sumir sex-menninganna lögðu á það áherzlu, að skrif K. Z. væri ekki listdómur og virðast óvart vera að undirstrika með þvf, að yfirleitt hafi ekki verið sýnd Iist á umræddri sýningu. Með öllu blaðri sfnu vinna þeir „skjólstæð- ingum“ sfnum miklu meira ógagn en gagn. Kurt Zier þekki ég ekki og er því ekkert að verja hann persónu- lega, enda þarf hann ekki annarra hjálp til slíks. Mér er einnig ijóst, að þetta eru mjög ófull- komnir leikmannsþankar, og þeir, sem betur vita gætu aukið og bætt stórlega það, sem ég hef hér verið að reyna að gera skiljanlegt, og bætt við fleiri sjónarmiðum. En meðhöndlun margnefndra sex- menninga á almennum málefnum og heiðarlegri hugsun var þannig, að erfitt var að samþykkja slíkt með þögn. Magnús Skúlason. •- .Í'- A fy • <*. . *>

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.