Vísir - 20.06.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 20.06.1964, Blaðsíða 16
f VISIR SLÁTTUR BYRJAR ALMENNT Innbrot í bæki- Laugardagur 20. júní 1964. Heyskapur er líka hafinn á blettum inni í Reykjavík. Þessar tvær konur voru í gær að raka flekki inn við Undraland. EKKI FYRR EN VENJULECA — vegna kulda og þurrviðrn undangengnar þrjar vikur Þrátt fyrir ágætan vetur og langt vor, mun sláttur ekki byrja almennt í landinu öllu fyrr en vanalega, og valda þvi svalviðri og þurrkar um norðan og austanvert Iandið síðastliðn- ar 3 vikur, svo að gróðri hefur lítið farið fram, og ekki aðeins á Norður- og Austurlandi, held- ur og í uppsveitum Árnessýslu og vfðar. Frá þessu eru þó undantekn- ingar, og bezt hefir veðráttan tvímælalaust verið hér á suð- vesturhorninu, enda byrjaði tii dæmis sláttur 1. júní í Mosfells sveit og hefir verið þar í fullum gangi sfðan og gengið vel og er þar sem fyrst var byrjað, á Skálatúni, langt komið að hirða. Það var þar, sem byrjað var 1. júní og svo byrjuðu menn hver af öðrum. Á Skálatúni var snemma vel sprottið, enda skepn um ekki beitt á tún þar. Tíðlndamaður frá Vfsi hefír spurt Gísla Kristjánsson rit- stjóra Freys um horfurnar, en hann fylgist manna bezt með þessu og hefir haft tal af mönn um búsettum úti á landi og öðr um nýkomnum þaðan. Gfsli sagði, að gróður hefði yfirleitt staðið í stað eða lítið farið fram á Norður- og Austurlandi þennan mánuð, nema í innsveit- um Eyjafjarðar. Þar er byrjað að slá tún, sem ekki var beitt á. I’ Borgarfjarðarhéraði hafa menn kvartað yfir svalviðri og þurrkum og í uppsveitum Ár- nessýslu hafa norðaustan sval- vindarnir af öræfunum háð gróðri, en í lágsveitum er þetta betra, enda rakámeira þar. Til marks um svalviðrin norð aniands og áustan, sagði Gfsli Kristjánsson tíðindamanninum, að ÓIi Valur Hansson garð- Framh, á bls. 6 dýpi og Héraðstlóa í gær Allgóð veiði var í Seyðisfjarðar-1 allmörg skip leita til Raufarhafnar I næst 9—10 klst. sigling af miðun- dýplnu og á Héraðsflóa í gær, og og landa þar, en þangað er sem ' um. I fengu nokkur skip góð köst. Veður stöð F.Í. í Khöfn Brotizt var inn í skrifstofur Flugfélags Islands i Kaupmanna höfn aðfaranótt 17. júní. Þegar starfsfólkið í skrifstof- unni kom til vinnu sinnar um morguninn, hafði verið brotin rúða í hurð bakdyramegin og með þeim hætti komizt inn í skrifstofurnar. Inni voru ýmis skemmdarverk framin, m. a. brotið upp skrif- borð. Þá var stolið þaðan eitt- hvað milli 2 og 3 þús. danskra króna, sem bæði Flugfélagið sjálft og eins starfsfólk þess átti. Öll verðmæti, sem þarna eru geymd, eru þjóftryggð, svo að Flugfélagið fær tjón sitt bætt. I var mjög hagstætt og var framhald á veiSinni f gærkveldi þegar Vísir i átti tal við Síldarleitina á Raufar- höfn. Þau skip, sem þá höfðu tilkynnt Sildarleitinni, að væru á leið til lands með afla, voru Þórkatla með 750 mál, Guðmundur Péturss. 1000, Skfrnir 900, Helga 1550, Smári 300, Steinunn 400, Guðfinnur 600, Arni Magnússon 1600, Friðrik Sigurðs- son 800, Elliði 1300, Hafrúr. 1100, Æskan 550, Áskell 450, Sólrún 1000 Faxi 1300, Bergui; 1300, Viðey 1500 Jón Finnsson 700 og Dofri 1400 mál. Fitumagn síldarinnar hefurmælzt allt upp í 22%, þannig að hún er orðin mjög feit. Þar sem mjög er orðið áskipað víða á Austfjarðahöfnum, munu Milli400og 500börn hafa dvalizt á vöggustofunni að HLÍÐARENÐA Nú er liðið ár frá þvi að Thorvaldsenskonur afhentu Reykjavíkurborg hina glæsilegu vöggustofu að Hlíðarenda. í til- efni þess gáfu þær í gær til vöggustofunnar ljósalampa. Jón- as B. Jónsson fræðslustjóri gat þess i kaffisamsæti, sein haldið var að Hlíðarenda í gærdag, að nú í haust eru liðin 15 ár frá því að vöggustofan tók til starfa. Milli 400 og 500 börn hafa dval- izt þar og dvalardagamir eru orðnir um 130 þús. Það var fyrir ári síðan, sem Thorvaldsensfélagið afhenti Reykjavíkurborg vöggustofuna að gjöf. í gær kom fjölmennur hópur úr Thorvaldsensfélaginu í stutta heimsókn inn á vöggu- stofu og færðu konurnar vöggu- stofunni ljósalampa að gjöf. — Svanfríður Hjartardóttir, form. Thorvaldsensfélagsins, flutti stutta ræðu við það tækifæri og rómaði mjög þá fyrirmyndar- stjórn, sem væri á vöggustof- Framh. á bls. 6. Borgarskrifstofur ioka á laugardögum Samkvæmt fréttatilkynningu, er blaðinu hefur borizt frá skrifstofu borgarstjóra, verða skrifstofur borg arinnar lokaðar á Iaugardögum f sumar með nokkrum undantekning- um. Fréttatilkynningin fer hér á eftir: „1 annarri grein dóms kjaradóms frá 3. júlí 1963 segir svo: Á tíma- Mlinu frá 1. júlí til 30, september ár hvert er heimilt með samkomu- lagi forstöðumánna hlutaðeigandi stofnana og starfsmanna að fella niður vinnu á Iaugardögum, enda lengist dagvinnutími aðra daga vik unnar, svo að full vinnuvika náist á fimm dögum. Orðið hefur að samkomulagi, að heimild þessari sé beitt, með þvl Framh. á bls. £. Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, Auður Jónsdóttir, forstöðukona, Svanfríður Hjartardóttir, formaður Thor- valdsensfélagsins, og Steinunn Guðmundsdóttir, form. Bamauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins, standa hér við ljósalampann, sem félagið gaf vöggustofunni. — Ljósmynd Vísis, B. G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.