Vísir - 22.06.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 22.06.1964, Blaðsíða 2
V í SIR . Mánudagur 22. júni í 1964. Vnltsr - Akrones 3:1 VALUR settí strík / reðamgkm þegar Skagamenn ætluðu á toppinn Enn eykst spenningur- inn um úrslitin í 1. deild- inni í ár eftir að Valsmenn unnu á heimavelli Skaga- menn, nokkuð óvænt og mjög sanngjamt með 3:1 í heldur lélegum leik, sem bauð þó upp á nokkra all- góða kafla, einkum frá Vals hálfu. Veðrið í gærkvöldi var óhentugt hvort heldur menn ætluðu að leika knattspyrnu eða ganga Keflavikur- göngu, enda voru sárafáir við þess ar ágætu og hollu íþróttagreinar riðnir, og sjaldan hefur Akranes- liðið fengið svo fáa áhorfendur sem nú. Akurnesingar léku undan sunnan strekkingnum í fýrri hálfleik ög skoruðu eina markið í hálfleiknum, sem var fremur jafn og jafnvel öllu meira eign Vals. Það var Skúli Hákonarson, v. innherji, sem skor- aði úr ótrúlegu tækifæri og raunar ólíklegt að hann hafi ætlað að skora mark þarna, þv£ hann var kominn með boltann upp að enda- mörkum og skaut þaðan gegnum þyrpinguna fyrir markið og skoraði í stöng og inn, — efalaust hefur sunnankaidinn hjálpað upp á eins og með þurfti. Framh, á bls. 6 og merkhæslu nsenm • Valur—Akranes 3:1. Staðan og markhæstu menn f 1. deild. Akranes KR Valur Fram Þróttur Hermann Gunnarsson Val Ellert Schram KR Haukur Þorvaldsson Þrótti Bergur Guðnason Val Hallgrímur Scheving Fram Ríkarður Jónsson Akranesi Jón Jóhannsson Keflavík Eyleifur Hafsteinss. Akranesi Einar Magnússon Keflavík Halldór Sigurbjörnsson Akran. 3 3 0 0 11-6 6 5 3 0 2 11-10 6 3 2 0 1 8-5 4 5 2 0 3 14il4 iijí« 4 1 0 3 2 4 1 0 3 5-W 2 Fram og KR leika f kvtHd kf. 20.30 f 1. deild á LaugardalsveH- inum. Boðsundssyeit Reykjavíkur sem sigraði 4x100 m fjórsundi karla. Frá vinstri eru: Erlingur Þ. Jóhannsson (bringusund) — Guðmundur Harðarson (skriðsund) — Trausti Júliusson (fiugsund) og Guðmundur Gisla- soi) (baksund). Sundmeistiarsiméf íslunds á Akureyri: Cuðmundur og Hrafnhildur heimmeð 13 meistarastig! Aöeins tvö meistarastig lentu ekki i Reykjavík Einar Einarsson frá lsafirði — að- eins 13 ára, keppti við hina eldri og náði afbragðs árangri. Flokkur reykvískra sund manna sem kom fljúgandi heim frá Akureyri seint í gærkv. kom með megnið af öllum verðlaunum Sund meistaramótsins með sér. Einkum voru þetta að sjálf sögðu þau Guðmundur Gíslason og Hrafnhildur Guðmundsdóttir sem hér komu við sögu og unnu 13 meistarastig samanlagt. Engin stór afrek voru unnin í lauginni á Akureyri. Hún reyndist heldur þungsynd, en engu að síður voru mörg afrekin mjög þokkaleg og þá ekki sízt 1.04,7 hjá Hrafn- hildi í 100 metra skriðsundinu og á hún eflaust eftir að bætá þann tíma mikið. Hrafnhildur vann á mót inu öll kvennasnodin og var með í boðsundssveit ” • kjavíkúr, sem sigraði 1 3x50 m. Guðmundur Glslason vann í 100 Hrafnhlldur Guðmundsdóttir varð 6 faldur meistari og hér er hún að m skriðsundi, 200 m fjórsundi, 100 taka við Kolbrúnarbikamum fyrir 100 m skriðsundið, sem var bezta Framhald á bls. 6. afrek mótsins. Hrafnhildur heldur á Pálsb'karnum, sem hún vann einnig Akureyri - SigBuf|örður 4:1 ER BEZTA UÐ LANDS- INS í 2 DEILD? Akurcyri í gær. Mörk Akureyringa gegn Siglfirð- ingum í 2. deildarleiknum, sem hér fór fram, hefðu allt eins getað orð- ið 10 talsins, — 4 sinnum þurfti hinn ágæti markvörður Siglfirð- inga að greiða knöttinn úr neti sínu og mátti það kallast gott. Akureyringar, 1 nýjum og glæsi- legum búningum, hvítum peysum, bláum buxum og hvitum sokkum, voru mjög skemmtilegir og eru án j nokkurs vafa betri en flest ef ekki öll liðin í 1. deild, en auðvitað er ekki hægt að fullyrða neitt um 1 slíkt. j Mörk Akureyrar voru öll skoruð j í fyrri hálfleik, á 3., 20., 26. og 33. mínútu. Það fyrsta kom frá Skúla I Ágústssyni, annað frá Kára Árna- syni, 3:0 kom einnig frá Kára og 4:0 frá Steingrími. I Seinni hálfleikur voru algjörir ' yfirburðir eins og hinn fyrri, enda þótt eina markið þá kæmi frá Sigl firðingum. Var Það skorað á 27. min- af Sævari Gestssyni langt ut- an af velli og yfir markvörðinn. Akureyringar áttu fjölmörg tæki- færi, sem misheppnuðust. Bezti maður Akureyringa var Kári Árnason, en liðið í heild gott. Landsliðsnefndin, sem er í mikl- um vandræðum með menn £ lið sitt, ætti að fá sér far norður og athuga hvort þar er ekki að finna efnivið. Beztur hjá Siglfirðingum var Ásgrímur Ingólfsson, markvörð ur, og honum má m. a. þakka að úrslitin voru ekki tveggja stafa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.