Vísir - 22.06.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 22.06.1964, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Mánudagur 22. júní 1964. VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen ' Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 krónur á mánuði. ,1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Blómlegur borgarhagur Rétt fyrir helgina voru borgarreikningar Reykjavíkur samþykktir á fundi borgarstjómar mótatkvæðalaust. Þegar þeir eru skoðaðir, kemur í ljós, að fjárhagur og afkoma borgarinnar er með miklum blóma. Geir Hall- grímsson borgaístjóri gat þess, að reynt yrði í fram- tíðinni að stilla álögunum í hóf, en veita þó eins full- komna og góða þjónustu og unnt er. Ekki mætti gleyma þeirri grundvallarreglu, að skattheimta hins op- inbera hlyti að fara eftir þeim kröfum, sem borgar- arnir sjálfir gera. Tekjuafgangur borgarsjóðs fór á síð- asta ári 27 millj. krónur fram úr áætlun, en þar af fóm útsvörin 11 millj.krónur fram úr áætlun. Gagn- rýni andstöðuflokkanna á þetta svaraði borgarstjóri með því að benda á, að 11 millj. eru aðeins 3% af álagðri útsvarsupphæð, og nauðsynlegt er að hafa held- ur of en van, sökum misjafnrar innheimtu. Verða það vissulega að teljast fullgild rök. Hér er aðalatriðið það, 1 •88 Þetta er í fyrsta skipti, sem ég hef hitt konung, sagði Krúsjeff við Friðrik IX. ,KRÚSSI‘ 1DANMÖRK að borgarbúar fá góða og aukna þjónustu af hendi borgarinnar. Hitaveitu er verið að leggja í riiörg hverfi og fjölmargar götur verða malbikaðar í sumar. Eru þá aðeins tvö atriði nefnd. En verkefnin eru mörg, sem bíða, og vissulega er bygging fleiri barnaheimila og dagskóla eitt hið brýnasta þeirra. Þar þarf að gera mikið átak á næstunni. Höfuðatriðið er hér sem ella, þegar um opinber gjöld er að ræða, að þegnamir viti að tekjunum sé vel og viturlega varið, en ekki sóað í óhagsýnar framkvæmdir. Ferðamannagengi Á síðastliðnu ári voru gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum 170 millj. kr., en þeir vom um 20 þús- und að tölu. Vissulega er þetta nokkur búhnykkur, sem fer vaxandi ár frá ári. Flestir munu sammála um það, að vel færi ef ísland yrði ferðamannaland á borð við lönd sem Noreg og Svissland. Þar er móttaka er- lendra ferðamanna ein höfuð gjaldeyrislind þessara þjóða — og ekkert sýnist reyndar því til fyrirstöðu að sama verði upp á teningnum hér, ef rétt er á málum haldið. Flest er þó enn ógert hér í ferðamálum og er gistihúsaskorturinn úti um land líklega höfuðvandinn eins og sakir standa. Tími er kominn til þess að eng- inn heimavistarskóli verði lengur byggður án þess að þar séu þau þægindi, sem gera kleift að reka þar gisti- hús að sumarlagi og einnig er sjálfsagt að haga bygg- ingu félagsheimila á sama hátt. En vaxandi verðbólga vekur ugg um aukningu ferðamannastraumsins. Verð- lagið hefir hækkað um 20—30% á einu ári og nú er ísland með dýrari ferðamannalöndum álfunnar. Þess vegna þarf að kanna hvort ekki sé sjálfsagt að taka upp sérstakt ferðamannagengi, sem bætir hér úr skák. Ferðalangur, sem snýr ánægður heim, er bezta auglýs- ingin í þessum efnum. Danskir lögreglumenn meö vél- byssur gættu brúa yfir bflabraut ina sem lá um Sjáland. Heimsókn Krúsjeffs til Dan- merkur þykir hafa tekizt ágæt- lega. Krúsjeff og Nina kona hans hafa verið eitt sólskins- bros alian timann. Þau virðast þannig hafa áunnið sér hyili. Til dæmis fór mjög vel á ineð þelm og dönsku konungshjón- unum er þau hittust í Fredens- borgarhöll, en þar hélt konung- ur hinum háttsettu gestum veglega veizlu. Veizlan fór fram í hvolfþaks sal Fredensborgar og fór tram með líkum hætti og konunga- veizlur hafa tíðkazt í aldir, veizluborðið var hlaðið krásum. Það kom upp úr kafinu, að þetta var í fyrsta sinn á 70 ára langri ævi sinni, sem Krúsjeff hafði heimsótt konung. Þegar Krúsjeff og fylgdarúð Ifens nálgaðist ' Fredensborgar- höll var úrhellisrigmng konungur stóð efst á fortrópp- unum og þrátt fyrir rigninguna gekk hann niður tröppurnar á móti gestunum. Þar hélt Kon- ungur stutt móttökuávarp og talaði á rússnesku, en Friðrik IX. er hinn mesti málamaður. Þetta virtist koma Krúsjeff á óvart og gleðja hann. Var eins og hann vildi segja, að hann hefði ekki vitað fyrr, að konungar gætu verið svo elsku- legir. Síðan var gengið í salinn og þótti það athyglisvert að þar gengu bæði hjónin, dönsku kon ungshjónin og rússriesku for- sætisráðherrahjónin hvor um sig með þremur dætrum sínum. Þar voru dönsku prinsessurnar þrjár, Margaretha, Benedikta og Anne Maria og svo þrjár Kiú- sjeffs dæturnar, Julia, Rada og Elena. Fór vel á með þessum stúikum .öllum. Krúsjeff hefur einnig hlotið vinsældir fyrir innilegt viðmót sitt, er hann hefur heimsótt skóla og barnaheimili. Á eiru barnaheimilanna gekk iítil stúlka til hans og sagði: — Þú ert Krússefar, en það er eins konar gælunafn, — Krússi pabbi Og Krússi svaraði þessu með því að taka stúlkuna upp og faðma hana að sér. Þótti barns- leg gleði þá skína úr andliti hins rússneska einræðisherra. Þá var ferð Krúsjeffs til land búnaðarhéraðanna á Fjóni á margan hátt skemmtileg. Hon- um þótti gaman að koma á slóðir H.C. Andersen og slðan fór hann út á akrana og kál- garðana með Erik Eriksen danska stjórnmálamanninum foringja bænda. Arkaði hann með honum um rófnagarða cg þótti hinn rússneski forystu- maður ærið bóndalegur. Um- sögn hans að lokinni skoðun þótti nokkuð kuldaleg: — Við þurfum ekkert að læra af Dön- um í landbúnaði, sagði Krúsjeff Þykir undarlegt hjá honum að mæla svo, þar sem danskur landbúnaður er talinn fremstur í heimi. Þótti mörgum þetta benda til þess, að Krúsjeff væri haldinn minnimáttarkennd vegna mistakanna I rússncsk- um landbúnaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.