Vísir - 22.06.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 22.06.1964, Blaðsíða 6
6 — Gangan Framhald af bls. 16. Hvítasunnufólk? Rcykjanesskagi virtist eitt- hvað svo mannlaus í gærmorg- un. Á einum stað við veginn var verið að járna rauðan hest. Stöku fugl sveimaöi yfir; engir bflar komu á móti. Við Kúa- gerði, þar sem steinsteyptu ak- brautinni sleppir, var ameriskt hermannatjald, strýtumyndað. Gufu lagði upp úr því. Bíll gam- all af rússneskri gerð stóð yfir- gefinn á moldarstígnum, sem lá niður að tjaldbúðinni. Við mal- arkamb var maður að kynda eld á hlóðum, sem hlaðnar höfðu verið úr fjöruhnullungum. Engin teikn bentu til þess í fljótu bragði, hvaða fólk væri þar á ferð nema ef vera kynni kakílitað tjaldið, sem var ekk- ert sérstaklega friðsamlegt. Var þarna framandi stríðsfðlk, sem hafði tekið sér bólfestu á frið- sömum skaganum eða bara kann ski algeng tegund af hvítasunnu fólki í orlofi? Pottar höfðu verið settir á hlóðir. Logaði glatt und- ir þeim í suðvestan-strekkingn- um. Þegar nær var komið, sást, að strigaskóm, beinum (dýra) og spreki hafði verið kastað á eld- inn. Þannig var umhorfs í Kúa- gerði í gærmorgun. Á Stapanum hafði drjúglengi ekki bólað á neinu eftirtektar- verðu — hvergi sézt til her- ferða. Skýjað var, sólarlítið og úrkomulaust. Nýi vegurinn Iigg ur fyrir neðan gamla veginn, og örlítið vestar en Grindavlk- urvegurinn skerst þar í kross, er ræsi, sem er illfært yfir. Vél- dynur berst með vindinum. Bif- hjólríðandi lögreglumaður kom I ljós, svo annar — þeir þræddu yfir torfærur og héldu f aust- urátt, sneru svo við og fóru sömu leið til baka og námu stað ar rétt við krossgöturnar. Þeir tóku af sér hjálmana og struku ennið eins og þeim væri heitt. Og þó var svona kalt í veðri. Eitthvað virtust þeir hafa að gera. Hins vegar var engin um- ferð. Manneskju skaut upp úr hraun inu. Hún kom upp úr hvarfi og þræddi fyrir ræsið og sprangaði léttilega eftir veginum án þess að líta til hægri eða vinstri. Þessi hlaut að vera á skemmti- göngu — þvílíkur dugnaður í vondu veðri á Reykjanesi. Nú sáust engir aðrir en reykvísku lögreglumennirnir. Þeir biðu. Flutningar upp úr fardögum? Hvað var að gerast á skag- anum? Liðnir voru fardagar, svo að ekki var hægt að setja þetta í samband við þá. En flutningar voru þarna á einhverju — það lá í loftinu. Verðir laganna settu á sig i hjálmana. Sko, þarna var eitt- hvað kvikt við leitið. Nokkur höfuð komu upp úr gráma hraunsins og bárust nær og nær. Ekki var flokkurinn stór. 1 fararbroddi blakti íslenzki fáninn, gott tákn sé það ekki misnotað. 1 sumum kaupstöðum á íslandi var áður oft flaggað á sunnudögum — þetta hlaut að vera konservatfvt fólk — eða hváð? En hvers konar heilsubótarganga var þetta? Var þarna Landssamband hjarta- og æðafélaga, sem hafa gönguferðir að hugsjón? Eða var þetta yfirbótarganga eins og tíðkaðist á miðöldum? Var þetta fólk að bæta fyrir eitt- hvað, sem það hafði brotið gagnvart guði og föðurlandinu? Þessi fylking, sem ekki var fjölmennari en afskekktur hreppur á íslandi, gekk eftir veginum yfir krossgötumar f áttina til Reykjavíkur. Þegar hún seig fram hjá, tóku tveir sig út úr hópnum, og gengu rakleitt að bflnum. Annar sagði: „Þetta er ekki „íair play" að mynda okkur núna. Þekkið þið alls ekki, hvað er að sýna fair play?" Svo vel vildi til, að þeir f bílnum skildu þetta útlenda hugtak, sem göngumaðurinn — hvorki meira né minna en sá þjóðlegi Jónas Ámason — fór með á þessum degi. „Þið verðið að vera „fair“, strákar", ftrekaði Jónas, „það er ekki „fair" að mynda okkur núna". „Við myndum auðvitað eins og okkur sýnist", sagði annar. „The fair player" Jónas Ámason og fylgdarmaður, Olfur l Hjörvar, hurfu nú aftur til fé- laganna. Nú var ekki lengur um að villast, hvaða fólk var á ferð. Kómedía Áður hafa þessi sömu andlit, nær undantekningarlaust sama fólk gengið þessa sömu leið — fimmtíu kflómetra — auk Hval- fjarðargöngunnar, sem er lengri leið. („Þetta er að verða dálítið slæm kómedfa", sagði einn skoðanabróðir göngufólksins.). Þegar Ifða tók á daginn, gerði rigningu. Pylsur vom snæddar f Kúagerði — þær voru hitaðar á hlóðum — og svo var þrammað áfram sýknt og heilagt, og þegar leiðin fór | að styttast, þéttist hópurinn — j fleiri vildu sýnast hetjur hug-! sjónarirtriár - og f úrhellisrlgn-' ingu var loks staðar numið um j níuleytið við Miðbæjarskólann.! Langri göngu var lokið, j strangri göngu. „En það er svo gaman að ganga", eins og ein Iftil stúlka í hópnum sagði. — stgr. ÍÞRÓ7TIR — Framh. af bls. 2» Akurnesingar urðu fyrir þvf ó- !áni að missa hinn ágæta miðvörð, Boga Sigurðsson, af velli í fyrri hálfleik cg reyndist hann fótbrot- inn og er baS annar leikmaðurinn sem fyrir þvi verður á örstuttum tíma og báðir gegn Val, þótt hér sé ekki við Valsmenn að sakast. Valsmenn vom lengst af mun betra liðið í fyrri hálfleikð en um tíma seint í hálfleiknum vom Skagamenn .ákveðnari og pressuðu að marki Vals. Valur jafnaði snemma, eða á 5. mfnútu. Það var Bergur Guðnason, v. innherji, sem skoraði markið úr þvögu, eftir að Reynir Jónsson gaf laglega fyrir markið. Eftir 12 mfn. í seinni hálfleik skorar Hermann Gunnarsson, h. inn herji, 2:1, með ágætu skoti, sem snerti varnarmann á leið sinni í markið, og breytti boltinn talsvert um stefnu, og er ekki víst nema Helga hefði tekizt að verja að öðr- um kosti. Leikurinn var á tímabili allspenn andi, enda sóttu Akurnesingar mjög að markinu, en á 40. mínútu var öllum áhyggjum af Valsmönn- um létt, þegar Bergur Guðnason skorar aftur, 3:1 fyrir Val. Skot hans var af stuttu færi en ágætt. Enn var það Reynir Jónsson, sem lagði upp, en Ingvar Elísson sleppti boltanum fram hjá sér og skapaði Bergi enn betra færi en hann hefði haft sjálfur. Mjög erfitt var um vik að sýna knattspymu vegna hálkunnar á vellinum eftir dagianga rlgnkigu. Valsmenn voru sýnu betra liðið, og beztir þar f framlfnunni Reynir Jónsson, Ingvar Elísson og Bergur Guðnason. Bjöm Júlfusson átti ágætan leik sem miðvörður. Eyleifur Hafsteinsson bar af Ak- urnesingum í allri knattmeðferð og barðist auk þess lang bezt. Skúli Hákonarson var ágætur, en Sveinn Teitsson átti góða kafla. Dómari var Magnús Pétursson og dæmdi allvel. — Sundið Framhald af bls. 2. m flugsundi og 100 m baksundi, og \ var að auki með í boðsundssveitum í Reykjavfkur, sem unnu tvö sund. Davfð Valgarðsson vann 4 meist-: arastig. 1 400 m og 1500 m skrið-; sundi og f boðsundunum. . Einu meistarast.igin, sem fóru annað en til Reykjavíkur, fóru til j hins unga og vaxandi sundmanns, ! j Fylkis Ágústssonar á ísafirði. j ■ Hann vann 100 og 200 metra j bringusundin. ! Keppni á mótinu var heldur lítii, j mikið til vegna þess að ekki virt- ist raðað f riðla eftir getu manna, eins og venja er. Þó var fram- kvæmd öll Akureyringum til sóma. Nánar verður sagt frá úrslitum keppninnar á morgun. — Ráðstefnan Framh. af bls. 16. Emil Jónsson bauð þessa þátttakendur, samtals um 150, velkomna til ráðstefnunnar. Hann kvað ráðstefnuna hafa sérstaka þýðingu fyrir okkur íslendinga. Sjávarútvegurinn væri sá atvinnuvegur sem við byggðum mest-á. Af þeim sök- um hefðum við sérlegan áhuga á hverju þvf, sem til framfará gæti horft, bætti tæknina, yki gæðin, stuðlaði að aukinni sölu. Ráðherrann kvað engan vafa á, að umræður ráðstefn- unnar gætu orðið, ekki aðeins lslendingum, heldur öllum þátt- takendum til gagns og fróðleiks. Sjávarútvegsmálaráðherrann rakti sfðan stuttlega, hvernig ísland hefði breytzt úr fábrotnu bændaþjóðfélagi í mikilvirka útvegsþjóð, hvernig smábátarn- ir hefðu breytzt f togara og vel útbúin fiskiskip. Hann benti á að 5 — 600 fiskiskip okkar ís- lendinga veiddu nú árlega um 800 þúsund tonn af fiski árlega, en það væri geysileg meðal- veiði pr. skip. Hann minnti jafnframt á, lað fiskur væri nær eina útflutningsvara okkar og af þessum sökum öllum, væri ljóst hversu mikils virði væri fyrir okkur að stækka og varð- veita landhelgi okkar óskerta. Þau eru mörg vandamálin sem við er að glíma, sagði ráð- herrann, en ég vona að þessi ráðstefna megi hjálpa okkur til að leysa þessi viðfangsefni. Lýsti hann að lokum ráðstefn una setta og gaf Davfð Ólafs- syni fiskimálastjóra orðið, en ráðherrann var forseti þingsins þennan fyrsta dag. Ræða Davíðs fjallaði um stöðu ís- lenzkra fiskveiða í Evrópu. — Stikker Framh. af bls. 1. allra aðildarrfkja Atlantshafs- bandalagsins áður en hann læt ur af störfum. Stikker heim- sótti einnig aðildarrfki NATO vorið og sumarið 1961, rétt eft- ir að hann tók við starfi sfnu sem framkvæmdastjóri At- lantshafsbandalagsins. Kom Stikker til íslands 16. júlí 1961 VfSIR . Mánudagur 22. júní 1964. og dvaldist hér þá í rúma 2 daga. Fékk hann mikinn áhuga á málefnum Islands við heim- sókn sfna hingað þá og hafði raunar haft mikinn áhuga á Is- land áður, enda verið sendi- herra Hollands á íslandi með aðsetri f London 1954 — 1958. Er Stikker var hér á ferð 1961 hafði Varðberg, félag ungra á- hugamanna um vestræna sam- vinnu, nýlega verið stofnað og aukinn áhugi var á þvf hér að efla stuðning við Atlmts- hafsbandalagið og málstað hinna vestrænu þjóða. Fékk Stikker mikinn áhuga á starfsemi Varð- bergs og sá áhugi hefur hald- izt f framkvæmdastjóratíð hans. Skömmu síðar komu Varðberg og Samtök um vestræna sam- vinnu á fót skrifstofu f Reykja vfk og hefur starfsemi skrif- stofunnar átt mikinn þátt í því að efla starfsemi í þágu At- landshafsbandalagsins hér á landi. — Harakiri Framh. af bls 16 sfðan fallast fram af björgun- um. ! En þegar til átti að taka var ; hnífkutinn ekki beittari en svo j að hann vann ekki á bjórnum \ og komst aldrei inn úr skinn- inu. Gerði maðurinn þó ítrek- aðar tilraunir og rispaði sig talsvert á maganum, þannig að úr blæddi. Þar kom að manninum fannst þetta alltof sárt og of mikið fyrir dauðanum haft. Hætti j hann þá við allt saman, fikraði ! sig niður úr klettunum, náði \ sér I brennivfnsflösku óg drakk sig fullan. Þótti lögreglunni á staðnum ekki óhætt að láta manninn ganga lausan undir; þessum kringumstæðum, svo að hún tók hann fastan og sendi; hann með vinarkveðju tii lög-! reglunnar í Reykjavík. Þar var maðurinn látinn laus eftir að hann hafði skýrt henni frá mála vöxtum öllum. ~ Síld Framh. af bls 1 unn 800, Einir 700, Oddgeir 900 Björg 700, Helga Guðmunds- dóttir 1150, Freyfaxi 700 Bára 600, Straumnes 750, Skírnir 950 Andvari 600, Bjarmi II. 1700, Stfgandi 700, Guðbjörg ÓF 800 Gjafar 1350, Súlan 1000, Himra vík 1100, Lómur 950, Arni Magnússon 1050, Gfsli Lóðs 550 Jón Finnsson 1400, Áskell 800 Faxaborg 600, Haraldur AK 1300, Guðrún Jónsdóttir 1300, Jörundur III. 2000, Faxi 1100, Mánatindur 750, Pétur Sigurðs- son 1150. Síðan kl. 7 í morgun er vitað að eftirtalin skip hafa fengið síld: Friðbert Guðmundsson 800 mál, Guðmundur Péturs 900, Sigurpáll 1000, Eldborg 1203, Loftur Baldvinsson 1000 og Ás- björn 700. ■■■ Slys Framh. at bis. 1 umræddrar bifreiðar f lögreglu- stöðina og skýrði frá atvikum. Kvaðst hann hafa verið á leið til Reykjavfkur og var stúlka farþegi hjá honum í bílnum. Þegar hann kom að brúnni fipaðist honum stjómln svo að bfllinn lenti á brú- arstöplinum og kastaðist við svo búið niður f ána, sem er 3—4 metra fall. Þar lenti hún.á toppn- um svo sem áður getur. Þótt undarlegt megi virðast slapp ökumaðurinn sjálfur algjör- lega við meiðsli, en stúlkan brák- aðist og rispaðist á handlegg. Gátu þau sjálf skriðið út úr brakinu, en rétt á eftir bar að bíl, sem flutti þau í Slysavarðstofuna. Þar var gert að meiðslum stúlkunnar, en henni síðan leyft að fara heim. ■■ Strandið Framh. af bls. 1. Draug á flot og liggur hann við hryggju á Siglufirði. Skipið er ósjófært og verður að draga það, sennilega út til Noregs. Það var um klukkustund fyr- ir miðnætti, sem skipið strand- aði á Hellunni. Var Draug á Ieið til Siglufjarðar og var innan- borðs m. a. starfslið til norska sjómannaheimilisins á Siglu- firði. Draug er allstórt skip, um 1500 tonn og hefur að jafnaði 140 manna áhöfn, en nú voru 160 manns í þvf. Strax eftir að kunnugt varð um strandið, fóru tvö íslenzk síldveiðiskip á stað- inn, Arnfirðingur og Ólafur Frið bertsson og reyndu að ná Draug á flot um kl. 2 um nóttina, en það mistókst. Sfðar bættist þriðja íslenzka skipið við, Sig- urvonin frá Reykjavík, og reyndu þau þrjú enn að toga það af Hellunni skömmu eftir hádegi í gær, en árangurslaust. Á fjöru lyfti Draug sér að aft- an, og mátti sjá af þvf, að það var vel fast. 1 gærkvöldi bættust svo tvö norsk skip í hóp þessara drátt- arskipa, flutningaskipið Sigvald og leitarskipið Storknut. Þegar nú öll þessi fimm skip tóku í dráttartaugamar um níuleytið í gærkvöldi, losnaði Draug skyndilega af Hellunni. Var það síðan dregið að bryggju á Siglu- firði. Talsverður leki hafði komið að skipinu og voru dælur í gangi, virtist fréttaritara Vfsis á Siglufirði sem nokkur slagsfða væri á því. Þá stafaði nokkurri olíubrák af því. Vísir átti í morgun tal við ræðismann Norðmanna á Siglu- firði. Eyþór Hallsson. Hann skýrði frá þvf, að lekinn á Draug væri ekki alvarlegur, olíu brákin stafaði heldur ekki af því að olíutankur hefði bilað, held- ur væri það olía, sem legið hefði undir vélinni. Hins vegar sagði hann, að báðar skrúfur skipsins væru skemmdar og viðgerð á þeim gæti ekki farið fraro á Siglufirði, svo að sýnt væri að draga yrði skipið þaðan. Sjópróf munu sennilega fara fram í dag, að því er bæjarfó- getinn Einar Ingimundarson sagði Vísi. Þar verður þó að- eins um að ræða skýrslur skip- stjóra íslenzku síldveiðibátanna sem munu gera kröfur til björg unarlauna. Ekki mun vera hægt að kveðja skipherra á herskipi fyrir rétt og alls ekki að heimta af honum skýrslur, hvernig strandið hafi orðið. Er það inn- anríkismál þeirra sjálfra. I gær meðan skipið lá strand- að úti á firðinum fengu 60 norsk ir sjóliðar landgönguleyfi og voru þeir mjög áberandi á eöt- um Siglufjarðar. Um kvöldið, þegar skipið kom að brvggju fóru þeir aftur um borð r g höfðu þar næturvist.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.