Vísir - 29.07.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 29.07.1964, Blaðsíða 3
V í SI R . Mifivikudagur 29. júlí 1964 n'i'- • ■■ - . ...v... .»■.■.■«...-.. -::«(fcv..-. . . ... . . ... Þetta er sýnishorn af þeirri fegurð, sem Nauthólsvíkin hefur upp á að bjóða á sólskinsdegi. Það lá við að þær skyggðu á sólina. (Myndirnar tók ljósm. Vísis B. G.) Litast um og leitað að... Hún var létt í spori og létt í lund Rigningin að undanfömu hef- ur verið mjög niðurdrepandi fyr ir skap manna og vinnugleði. Fréttastjóranum var því allmik- ið nýmæli að því í gærmorgun, að sjálfboðaliðar voru farnir að berjast um verkefnin hjá hon- um. Satt að segja var það nú ekki nema eitt verkefni, sem barizt var um að einhverju gagni: Að komast í Nauthólsvík ina. Við tveir, sem bárum sig- ur af hólmi, héldum svo glott- andi af stað, og létum öfund- sýkislegar athugasemdir félaga okkar sem vind um eyru þjóta. Við vorum vissir um að hitta mikið af fallegum stúlkum. Og hálftíma síðar röltum við svo um sandinn, heitan, dá- samlegan sandinn, og skimuðum eftirvæntingarfullir í kring um okkur. Við vonuðum nefnilega heitt og innilega, að við mynd- um sjá einhverja vel skapaða stúlku í nýju sundfötunum. — Því miður varð okkur ekki að þeirri ósk, en við þurfum nú eiginlega ekki að kvarta, því að fallegar stúlkur voru þarna eins og mý á mykjuskán — þó að það sé kannskj ekkl beint róm- antísk samlíking. Tvær fagrar um tvítugt hlupu hlæjandi eftir fjörunni, og hún, hmm, gekk í bylgjum. — Góði, settu upp sólgler- augu, hreytti ljósmyndarinn út úr sér, þær verða hræddar ef þær sjá þennan glampa f aug- unum á þér. — Reyndu að halda mynda- vélinni stöðugri, urraði ég á móti. Það stóðu nokkrir náung- ar við Iítinn, snotran sportbíl i fjörunni, og voru auðsjáanlega að „diskútera“ hann, og við slógumst í hópinn. Ung kona gekk framhjá og brosti svo að skein f perluhvítar tennurnar. Svo hélt hún rólega áfram, Það var mikið hlegið og mikið buslað. Vindsængur eru jafnan mjög vinsælir farkostir á baðströndum, en ekki er ráðlegt að fara njjög langt út á þeim. með miklu lendavaggi. Bíllinn var litinn fyrirlitningaraugum á eftir. Svona Ifður sólskinsdagur í Nauthólsvík. Ungu stúlkurnar vagga sér fallega, og ungu menn irnir ganga um beinir í baki og með glampandi augu. Það er ekki óalgengt að sjá heilar fjölskyldur koma gangandi með teppi og sólarolíu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.