Vísir - 29.07.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 29.07.1964, Blaðsíða 4
 VÍSIR . Miðvikudagur 29. júlí 1964 BARRY GOLDWATER sem „foringja" en þess sjást glögg merki nú, að hann kann því illa Þegar Barry Goldwater, for- setaefni republikana í Banda- ríkjunum, sagði i ræðu þeirri, er hann flutti þegar hann tók aö sér að vera forsetaefni, að það væri enginn löstur að fylgja öfgastefnu, ef það væri til verndar frelsinu, sló óhug á fjölda manna um heim allan, og mótmæli heyrðust úr ölium áttum, heima fyrir og eriendis. Því var spáð, þegar eftir að Barry hafði verið valinn for- setaefni, að öfgamennirnir að baki honum myndu reynast hon um erfiðir, en framtíðin væri undir því komin, að þessum öfl- um yrði haldið i skefjum. Hvaða öfl er hér um að ræða? KU KLUX KLAN leynifélags- skapinn einan — eða fleiri? Og hverjir eru helztu menn. sem nú eru boðberar þeirrar stefnu, að tilgangurinn helgi jafnan meðalið i reyndinni að öllum meðulum megi beita ti! þess að ná settu rriarki? Nei, það er ekki neinn einn flokkur, sem fylgir öfgastefn- unni (exstremismanum), þau eru mörg — og öll taka þau fagn- andi undir, segir í yfirlitsgrein í Norðurlandablaði, að „til- gangurinn helgi meðalið" — og ’þp' *é engiinn vöstur c ð brQytá eftir beim einkunnarorð um. En öfgamerttiirnirteriv bæði meðal afturhaldsmanna og rót- tækustu manna. Þeir eru Ku Klux Klan-menn og félagar og -tnðningsmenn John Birch fé- 'ngsskaparins, en þeir eru líka til meðal æstustu blökku- manna. Þvf að har er líka nré- d.ikað hatur, — hatur aegn hinum hvítu. eins og hatur er prédikað meðal hvítra manna. =em vilia ekki táta blökknmenn nióta síálfsaaðra réttinda. Stiórnarvöldin og allir sannir Ivðræðissinnar eru á verði eegn bessum öflum. Oo bað var til bess að haMa sl'kum öflum í skefium. að Johnson forseti sendi rannsókeartögreglu sam- bandsrfkisins fFBri inn í Missi- sippi til að re.ensaka hvarf briggia manna. sem voru bar að flvtia mannr-5'tindaboðskap- inn os munu hafa verið mvrtir. Vegna öfaamanngnna gaf hann fyrirmæli sín út af hinum ægi- legu uppþotum í Harlem. og samtímis hefir í Washington verið fyrirskipuð rannsókn í kyrrþei — af Robert Kennedy dómsmálaráðherra — á bví hverjir séu hinir raunverulegu forsprakkar öfgamanna. hinna svo nefndu „hatursfylkinga" eins og farið er að kalla öfga- mennina, hveriu nafni sem þeir kalla sig sjáifir. Og í fyrrnefndri Norðurlanda grein segir: Barry Goldwater er — hvort sem honum likar það betur eða verr — viðurkenndur „foringi" allra öfgaflokkanna eða fylk- inganna — en það sé raunar margt, sem bendi til þess upp á síðkastið, að honum sé illa við að vera bendlaður við þá. Þessir flokkar aðhyllast ekk' öll sjónarmið Barry Gold;aters, en þeir vita að þeir ráða ekki sjálfir yfir stjórnmálaleiðtogum sem geta komið þeirra áhuga- málum fram, og þess vegna styðja þau Barry Goldwater og leggja fram fé, til þess að vinna að sigri hans. JOHN BIRCH-FÉLAGIÐ VERST ALLRA. John Birch-félagið er verst allra þessara félaga, segir i yf- litsgreininni. Formaður þe^s er John Welch, sem sagði með sig- urhrehn í röddinni á flokks- þinginu í San Fransisco, að að minnsta kosti 100 fulltrúar á flokksþinginu væru skrásettir John Birch-félagar. Það var þessi 100 manna fylking og stuðningsmenn þeirra, sem skiptu hundruðum, eins og Robert Welch tók fram, sem með ofbeldi hindruðu and- stæðingana í að tala á flokks- þinginu, þeir skipulögðu ,,háv- aðakóra", sem með ópum og óhljóðum komu í veg fyrir, að heyrðist til manna eins og Nel- sons Rockefellers og Williams Scrantons, er þeir hófu mál sitt. Og á bak við eru nokkrir dular- fullir olíujarlar, sem lengi hafa leikið dularfull hlutverk bak við tjöldin. Þeir eru bakhjarl of- stækismannanna. Sá hættulegasti og auðugasti — hann er talinn vera næstauð ugasti maður heims, — er Texas milljónamæringurinn H. Lafay- ette Hun — 74 ára gamall of- stækismaður, en nafn hans var títf nefnt eftir morðið á Kenne dy forseta, því að það var hann sem sama daginn og Kennedy forseti átti að koma til Dallas, hafði greitt fyrir heilsíðu aug- lýsingu í sorgarramma, auglýs- ingu, sem var árás frá upphafi til enda á Kennedy forseta. HATURSBARÁTTA. Hunt stendur að Life-Line fé- laginu, sem sér 331 hinna minni sjóvarpsstöðva í landinu fyrir viku-dagskrá, sem 6 milljónir manna sjá, en efnið er versta tegund einangrunarstefnu, alið á kommúnistagrýlunni og hatri á stjórninni („Washingtonhatri") — versta tegund af þessu tagi, sem hugsast getur. Árið 1952 skipulagði Hunt fund Eisenhowers og McCarthys til þess að reyna að fá Eisen- hower til. þess að draga sig í hlé sem forsetaefni fyrir hinn síðarnefnda. Það er hann sem lagt hefir fram stórar fjárfúlg- ur í öllum kosningarbaráttum Goldwaters. Árið 1951 lagði hann fram geypilegar fjárfúlgur til þess að fá einn alræmdasta áhanganda Birch-hreyfingarinn- ar — Walker, fyrrverandi hers- höfðingja, sem vikið var frá vegna skoðana sinn, og daginn sem Kennedy kom til Dallas, flaggaði í hálfa stöng fyrir fram- an hús sitt — sem forsetaefni. Enginn þarf að furða sig á, að Hunt var náinn vinur Mc- Arthurs. Og hann er einnig vin- ur annars milljónara, O’Donnells sem er einn af nánustu sam- starfsmönnum Goldwaters. JOHN BIRCH-FÉLAGIÐ, í því munu vera milli 100 til 200 þúsund skráðir félagar. sem berjast fyrir skoðunum Mac- Carthys. Það er dálítið erfitt að átta sig á stefnunni, að því undanskildu, að menn eru á móti öllu mögulegu, Sameinuðu þjóðunum, kaþólsku, kommún isma og aðstoð við aðrar þjóðir, svo eitthvað sé nefnt. Rökin eru Dr. Fred Schwartz, fæddur í Austurríki eitthvað á þessa leið: Frjálslynd- ir (liberal) eru sósíalistar, sósía! istar eru kommúnistar, kommún istar eru féndur Bandaríkjanna. Félagið var stofnað í Boston af brjóstsykursframleiðandanum Robert Welch, og það er byggt upp á ,,sellu-kerfinu“, og í hverri sellú eru 8 — 30 manns; sem greiða árlegt gjald, og fá i staðinn hina venjulegu ólæsi- legu áróðurspésa félagsins, en í þeim hefir Eisenhower m. a. ver ið kallaður „laumukommúnisti Bandaríkjanna nr. 1“. Earl War ren forseti hæstaréttar „Moskvu brúða“ — og í þeim verið gefið í skyn, að um samsæri hafi verið að ræða af utanríkisráðu- neytinu, sem átti að hafa sótt Oswald til Sovétríkjanna til þess að myrða forsetann — og þar með hrinda af stað ofsókn- um gegn öllum rétthugsandi föð urlandsvinum, þ. e. áhangend- um John Birch-hreyfingarinnar! Félagið hratt af stað gremju- öldu um land allt, er það i blaði sínu, American Opinion, birti grein skömmu eftir Kenne dymorðið eftir Revilo Oliver pró fessor við Illinois-háskóla, þar sem m. a. var tekið svo til orða: — Meðan Bandaríkjamenn eru til, mun ávallt verða litið um öxl og hugsað um Kennedy með fyrirlitningu — og nái kommún istar yfirráðum í landinu, munu allir Bandaríkjamenn, sem líf- látnir verða eða örmagnast í fangabúðum, formæla nafni hans . . . . Prófessornum var ekki vikið úr starfi. Flestir meðlimir John Birch- félagsins eru í Kaliformu og Suðvestur-Bandaríkjunum. Þessu félagi vildi hvorki Gold- water eða þeir sem sömdu stefnuskrá flokksins i kosning- unum, afneita. AÐRAR SAMFYLKINGAR. En það eru mörg önnur félög sem stefna að sama marki. Með al þeirra er „Kristilega, andkom múnistiska krossferðin", en for- sprakki þar er dr. Fred Sch- wartz, 52 ára gamall læknir, fæddur í Austurriki. Hann hefir haldið fjöldafundi í mörgum bæjum og náð saman allt að 15.000 áheyrendum og kom því til leiðar fyrir tveim árum, að yfir 40 bæjarstjórar í Kalifomíu stofnuðu til þess að haldnar voru andkommúnistiskar vrk- ur“. Þá er „The National Indign ation Convention“, sem bílaveri stæðiseigandi nokkur — í DaH as — stofnaði. Hann hét Frank McGhee og í ræðum sfnum tal aði hann um Eisenhower, Kenne dy og Warren sem föðurlands- svikara og hvatti opinskátt til þess, að þeir væm teknir af Mfi án dóms og laga. Og einnig ber að nefna „The All American Society", stofnað í Salt Lake City af fyrrverandi FBI-manni, Cleon Skouen, er hafði verið vikið úr starfi af lögreglustjóranum í Salt Lake City fyrir „að stjóma sinni deild sem eins konar Gestapo-deild”. Hann hefir mesta ánægju af að hamra á því, að kommúnistar smokri sér inn í ráðuneytin, einkum innanríkis- og utanrik- isráðuneytin. HERSHÖFÐINGJA- KLÚBBURINN Ástæða er til að veita tvmm um samtökum sérstaka athygli. Önnur þeirra koma fram svo lítið ber á, en hafa vafa- laust mikil áhrif, og nefnast „American Security CounciI“ (bandaríska öryggisráðið) Ráðið fjallar opinberlega um „öryggis mál mikilvæg bandarísku þjóð- inni“. Stuðningsmenn þess em margir bandarískir hershöfðingj ar, sumir enn starfandi, aðrir r'yrrverandi, og þar er í broddi fylkingar náinn vinur Goldwat- ers, Albert C. Wedemeyer. Hann kom fram sem hernaðarlegur ráðunautur við samningu Gold- watersstefnuskrárinnar. (Nokkr- ir aðrir hershöfðingjar eru nefnd ir með nafni í greininni). Þetta ráð hefir nána samvinnu við aðra stofnun sem kallar sig „For America". „MINUTE-MEN“. Yfir skipulagi þeirra hvílir ekki sama leynd. Hér er um samtök að ræða til þjálfunar meðlima sinna i skæruhernaði og þeir stunda skotæfingar reglulega og hernaðarlegar æfingar á eyðileg- um stöðum. Samtökin eru byggð upp á sellu-kerfi. I hverri sellu eru 15 menn flestir, sem kalla sig ,,Minute-men“, og hlutverk þeirra á að vera að halda áfram baráttu, ef kommúnistar her- nema Bandaríkin eða þau verða fvrir kjarnorkuárás Forsprakk- inn er fyrrverandi ratsjár-sér- fræðingur í bandaríska hernum Robert de Pugh og sagður ráða yfir 20.000 mönnum. Skotfæra birgðir eru sagðar margar og grafnar niður á ým^um stöðum. Takmarkið er stofnun leynihers Framh. á bls 6. ; i | I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.