Vísir - 26.05.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 26.05.1965, Blaðsíða 2
 :>( c.1 Johc í.í“i'í'.'u ífte.rfrtsíir-sti”. Rithöfundurinn John Lennon Nánast tiltekib — s/ys Stjóm þeirra tónlistasam- taka, sem hingað fékk þann kðréanska og þá bandarísku, hefur nú sent dagblöðunum greinargerð f allmörgum liðum, þar sem hún færir sterk rök að því og harmar það, að það sem gerðist á tónleikum nefndra listamanna hafi nánast tiltekið verið slys, Ifndirbúning urinn að tónleikunum hafi ver ið með sama hætti og tíðkast hjá þeim samtökum — viðkom andi listamenn ráðnir til að halda hér hljómleika, vegna þess að þeir áttu leið um, og samkvæmt meðmælum einkar dómbærra manna á slíka tón- list, bæði erlendra og inn- lendra, hvað mátt hafi skoða seh, rullgilda tryggingu fyrir því, að tónlistarflutningurinn yrði samtökunum til mesta sóma og áheyrendunum til óblandinnar ánægju. Að svo varð ekki, hafi því mátt teljast slys. Með þessu er að sjálfsögðu átt við það er svo slysalega vildi til, að ekki kom neitt hljóð úr rassi, eftir að sá kóreanski hafði berað hann og snúið hon um í áhorfendur, eins og lúður þeytari horni sínu. Þetta er að vísu ekki annað en það, sem við höfum áður frá skýrt, og lögðum við einmitt áherzlu á að þetta gæti alltaf komið fyrir. Bar og öllum áhorfendum sam- an um það. að mannauming- inn hefði rembzt og rembzt eins og hann gat, og sannar það óvéfenganlega, að þarna var um algerlega heiðarlegan lista mann að ræða — semsagt slys, og slys geta alltaf komið fyrir alla. Enda gefur að skilja — vilji menn á annað borð skilja — að langvarandi markvís þjálf un dugir ekki alltaf til þess að menn geti framleitt þessa bossa tóna hvenær sem er. ekki hvað sízt þegar um er að ræða að framleiða þá eftir nótum — I vissri tóntegund. tónhæð og allt það. Semsagt, leitt slys — en ákaf lega skiljanlegt og afsakanlegt slys. Og tónlistarsamtökunum verður ekki legið á hálsi, þar eð flytjendurnir höfðu beztu meðmæli þeirra sem bezt vit hafa á bossatónlist — og lista- mönnunum ekki heldur, þar sem þeir sýndu og sönnuðu, þrátt fyrir slysið. að þeir áttu slík meðmæli fyllilega skilið. Það þótti tíðindum sæta, þeg^ ar vel þekktur hljómsveitarmað ur frá Bretlandi gaf út bók eftir sig. Rithöfundurinn var lítt þekktur í bókmenntaheiminum en í dans- og dægurlagaheimin- um er hann hetja og hálfgerður guð. John Lennon hefur mynd- skreytt bókina sjálfur, en í henni eru nokkrar smásögur, leikrit og ástarljóð og fleira slfkt. En það er ekki fyrir nokk urn lifandi mann að geta þýtt Það er skemmtilegur búningur kanadísku flugfreyjanna, sem önnuðust Vestur-íslendingana á leiðinni til Islands. Joanne, Louise og Pat heita flugfreyjumar þrjár og voru svo elskulegar að stilla sér upp fyrir Ijósmyndara og blaðamann Vísis á flug- vellinum á laugardaginn var. hana á annað mál því að hún er skrifuð á götumáli — sænsk ir, danskir og enskir gagnrýn- endur hafa sagt, að sé reynt að þýða bókina á aðra tungu, þá missi hún gildi sitt. John Lennon er ekki nýliði við ritvélina, þvi hann hefur samið textana við flest lög bítl anna og þykja þéir nokkuð sér kennilegar ástarsögur. I næsta mánuði mun von á nýrri bók eftir Lennon, en rithöfundastörf hans hafa þó engin áhrif á dæg urlagaframleiðsluna, í ágúst- mánuði kemur ný 12 laga plata í sambandi við hina nýju kvik mynd bítlanna: „Hjálp.“ Kári skrifar: Vegna kvörtunarinnar, sem kona nokkur sendi Kára fyrir skemmstu hafa starfsstúlkur í Sundlaug Vesturbæjar sent svarbréf. Ég tel mér ekki ein- ungis skylt heldur og Ijúft að birta svarbréf, telji einhverjir aðilar sig hafða fyrir rangri sök Gagnkvæm kurteisi „Eins og þú ávarpar aðra ávarpa aðrir þig,‘‘ segir í spak- mæli og viliurn við með þeim orðum svara konu þeirri er kvartar um ókurteisi afgreiðslu kvenna í Sundlaug Vesturbæjar Til skýringar skal tekið fram að húsakynni laugarinnar eru ekki fullbyggð og skáparúm mjög takmarkað. Fullnægir það á engan hátt þvf fjölmenni er þangað sækir á góðviðrisdögum Til þess að sem flestir fái að- göngu hefur verið gripið til þess ráðs. að biðja baðgesti, þó einkum börn og unglinga, að geyma föt sín saman í skápum meðan á laugardvöl stendur. Hefur háttvíst og tillitssamt fólk jafnan tekið því með ljúfu geði, enda eingöngu í þess þágu. Vissulega væri ákjósan- legra fyrir alla aðila að hvér einstaklingur væri einn um skáp, en þar sem þess er dtki kostur þegar mannmargt er, kjósa baðgestir fremur að þrengja sér saman, en frá að hverfa. Hins vegar mun frásögn konu þessarar eitthvað hafa brenglazt þar sem tilhögun þessi á eingöngu við um þá er saman koma, þ.e.a.s. systur, bræður, leiksystkini, mæðgur, feðga o.fl.. nema samkvæmt ósk og vilja viðkomandi. Þar sem við þykjumsl vita hver hin fyrrnefnda kona muni vera og atvik það er hér um ræðir, teljum við að okkar kurt eisi sé að engu minni en henn- ar. Starfsstúlkur í Sundlaug Vesturbæjar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.