Vísir - 26.05.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 26.05.1965, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Miðvikudagur 26. maí 1965. K’ Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsia Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði í lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Ekki nútímalegri hugmyndir! Eins og margir vita hefur lengi allt logað í ófriði í Sósíalistaflokknum, Sameiningarflokki alþýðu, Al- þýðubandalaginu, eða h.vað menn vilja kalla það. En réttast mun þó vera að kalla það Kommúnistaflokk- inn, því að enn sem komið er a. m. k. ráða Moskvu- kommúnistamir þar mestu. Þess var því tæplega að vænta, að Magnús Kjartansson gæti fallizt á þá hug- mynd Jóns úr Vör, í bréfi hans, sem birt var í Þjóð- viljanum s.l. sunnudag, að „ýmsar af hinum gömlu kommúnistakempum" væru beðnar „að draga sig í hlé og rýma fyrir yngri mönnum með nútímalegri hugmyndir". M. a. væri þá hætt við að ritstjórinn sjálfur yrði einn þeirra, sem þyrfti að draga sig í hlé, og er varla von að hann telji það viturlega ráðið. Ritstjórinn segir í svari sínu, að það mundi vera „stórt spor afturábak“, ef farið væri að endurskipu- leggja flokkinn, Erfitt er að fallast á þá rökfærslu. Þvert á móti verður ekki betur séð en það sé alveg nauðsynlegt, ef hann á að vinna þjóðinni gagn fram- vegis, en ekki ógagn, eins og hann hefut gert hingað til undir forustu Moskvu-kommúnistanna. Hins veg- ar er mjög vel skiljanlegt, að þeir vilji ekki breytingu, því að hún mundi óhjákvæmilega leiða til þess, að þeir misstu öll völd. Sanntrúaðir kommúnistar, eins og þessi ritstjóri, trúa að Marx-Leninisminn, sem þeir kalla, hafi í upp- hafi verið svo alfullkominn, að þar þurfi ehgu að breyta, þar sé fólgið fyrirheitið um „allsnægta þjóðfélag kommúnismans“, eins og ritstjórinn nefnir það, og að því verði að stefna „í blóði svita og tár- um, sigrum og mistökum“, m. ö. o. kosti hvað það kosta vill, aðferðirnar skipta engu máli, tilgangurinn helgar meðalið. Það er m. ö. o. sjálfsagður hlutur, ef á þarf að halda, að uppræta heilar þjóðir, eins og gert hefur verið eða verið er að gera i Eystrasalts- löndunum og Tíbet, hengja eða skjóta leiðtoga þeirra, eða murka úr þeim lífið í þrælabúðum, banna kennslu þjóðtungunnar í skólunum og kenna þar mál herra- þjóðarinnar í staðinn, innræta börnum og ungling- um fyrirlitningu á trúarbrögðum, og gera allan þorra fólksins að hugsunarlausum vélmennum4 sem vita það eitt, að þau eiga að hlýða skipunum yfirboðara sinna í flokknum. VISIR Fagurt fordæmi hvar- vetna um heim sagð/ forseti Islands, hr. Asgeir Asgeirsson, um lausn handritamálsins |Jaginn eftir að danska þingið samþykkti með 104 atkvæð- um gegn 58 að afhenda Islendingum handritin birtist í Kaupmannahafnarblaðinu Politiken stór fyrirsögn, svohljóð- andi: „Varm tak fra Island“. Hér var átt við ummæli for- seta íslands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar, en blaðið hafði daginn sem atkvæðagreiðslan fór fram, á miðvikudag í síð- ustu viku, snúið sér til hans og beðið hann að segja nokkur orð í tilefni samþykktarinnar. Fara ummæli forseta íslands um málið hér á eftir: „Afgreiðsla danska þingsins á handritamálinu eru mikil og góð tíðindi, sem vekja fögnuð um allt ísland. Ég hef að vísu aldrei síðustu 10 árin efazt um drengskap og bróðurhug Dana í þessu máli en ekkert mál er þó fyllilega útkljáð fyrr en siðasta ákvörðun er tekin. Misklíðarefni bræðraþjóðanna Dana og íslendinga er nú lokið á hinn æskilegasta hátt. Að þessu sinni vil ég aðeins láta í ljós þakkar- og bræðrahug íslendinga í garð fyrrverandi sambandsþjóðar. Má með sanni segja að ákvörðunin í þessu máii gæti orðið fagurt fordæmi hvarvetna um heim“. Politiken sneri sér einnig til menntamálaráðherra dr. Gylfa Þ. Gislasonar og prófessors Ein- ars Ólafs Sveinssonar. Fara um- mæli þeirra hér á eftir: Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra sagði: „Afgreiðsla handritamálsins í danska þjóðþinginu vekur ein- læga gleði með öllum Islending- um. Síðasta misklíðarefnið milli Dana og íslendinga er úr sög- unni. Það er enginn vafi á þvi, að vinátta í garð Dana hefur aldrei verið meiri á íslandi en einmitt nú og virðing fyrir danskri menningu aldrei meiri. Lausn handritamálsins mun enn auka hlýhug fslendinga í garð Dana og valda því að sam- búðin milli landanna mun án efa verða þannig að á betra verði ekki kosið. íslendingar munu nú leggja áherzlu á að búa handritarann- sóknum sem bezt skilyrði. I því sambandi vil ég taka sérstaklega fram, að danskir vísindamenn munu verða mjög velkomnir gestir á íslandi tii rannsókna á handritunum". Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson. Einar Ólafur Sveinsson, próf- essor sagði: „Ég vona að ekki komi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Það myndi vekja úlfúð meðal beggja þjóða, en milli þeirra er nú hin bezta vinátta. Ég verð að viður- kenna að í seinni tíð hef ég búizt við málaferlum“. Fréttáritari Politiken i Reykja vik Ólafur Gunnarsson aflaði fyrrgreindra ummæla fyrir blað sitt, sem hér birtast. !«« VíA-*!Í*t" Xrtaitfí&<&p td* 'f', * 11 pxMji » <*4,f Fotkmfeíernniug hriz\ utfU-r mvnrna Ofí mlrartmf orn o- eti aftih-nwinff v.! Ivmfív „(míH hlod** „>4 <;> +» '■> ;%,<< s*hí/sí,,X* p+*tí ' /f.ils'ys -i,' i " ' ■ ■'ÍxÍ Ifff'Í-'Í'Mt + i,<-4.^t'" „, 'í„. ''i,, „ ; ■ > „-y ",- «■ +;;< ■» i í:;< -irsj- i íovjsíijí't!.•■' ' f *<&&*& ',,,,,-:■ ,y,-- ',' ' ‘.''.''•'ti * 'J'*" '4' > M ■ 'iU'/nh ft-i< >Í*i \ prd'trwst a urjt ' 'v'.v M /■" :■■■■■■■'■■■■■ ■■■■■■■ i *>r-í. i j t m í .tmii v ðf'f'U'i'4- ij -44 WÍ'Wfcí <* ' ■ Forsíða Politiken á fimmtudaginn, þar sem ummælin, sem frá er greint í greininni birtust Maður, sem getur haldið því fram, að ríkisstjórn- ir þær, sem eiga að heita við völd austan járntjalds, séu „fullvalda“, og telur hugmyndir þeirra ,sem eru annarrar skoðunar, „langt fyrir utan veruleikann sjálfan“, hann er svo starblindur í þessum efnum, að lítil von virðist vera um að hann verði nokkum tíma læknaður. Og maður, sem telur að „einstaklega ánægjulegt og lærdómsríkt“ sé að fylgjast með stjórnarfarinu fyrir austan járntjald, t. d í Ungverja- landi og Austur-Þýzkalandi, hann mun aldrei styðja neinar „nútímalegri hugmyndir“. Erlendar fréttir í stuttu máli ► I Skjerstad í Norður-Noregi eru hafnar tilraunir með fimm daga skólaviku og telur kirkju- og kennslumálaráðuneytið norska, að slíkar tilraunir beri að gera víðar i bæjum og sveit- um, þar sem iðnaður er rekinn. ► I NTB-frétt frá Tel Aviv segir, að Göran Granquist, sem iét í té upplýsingar um sam- tök sænskra nýnazista — hafi sagt þar við fréttamenn, að hann væri þangað kominn vegna þess, að hann óttaðist að nýnazistar í Svíþjóð kynnu að hefna sín á honum. Hann sagði að í „Viking“‘, leynideild Carlsberg-stofnunarinnar, væru 1250 félagar, þeirra meðal Þjóð- verjar, sem settust að í Svíþjóð eftir síðari heimsstyrjöldina. ► Nokkrir tugir manna eru fyrir rétti í Nairobi í Kenya. Þeir eru frá Uganda og Tanz- aníu og eru sakaðir um ólög- iega innflutning vopna. Þeir voru á leið til Uganda með 75 lestir vopna. Sannazt hefur, að þau eru kínversk, og hafa kom- ið fram tilgátur um, að þau séu ætluð uppreisnarmönnum í Kongó, en Ugandastjórn kveðst eiga vopnin og hefur sent ráð- herra til Nairobi til þess að skýra máiið. , i«> • II "51 ! í : i i 11: i!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.