Vísir - 04.06.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 04.06.1965, Blaðsíða 4
a VÍSIR . Föstuúagur 4. júní 1965. ASRAM Fyrsta flokks RAFHLÖÐUR fyrir viðtæki og vasaljós. — Hagkvæmt verð. Fást í raftækjaverzlunum. Heildsölubirgðir: Raftækjaverzlun ísiands h/f Reykjavík . Símar 17975—76 UTBOÐ Tilboð óskast í sölu á ýmsum tækjum í eld- hús borgarsjúkrahússins í Fossvogi. Útboðsgagna skal vitja í skrifstofu vora, Vonarstræti 8. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. 3 herhergja fbúð í Vesturbænum Höfum verið beðnir að selja nýlega 3 her- bergja íbúðarhæð við Ránargötu. Suðursval- ir. íbúðin er í mjög góðu standi. Teppi á stof- um fylgja. HÚS OG SKIP FASTEIGNASTOFA Laugavegi 11. Sími 21515 — kvöldsími 33687 Lóða-standsetningar Njótið frísins í fögru umhverfi. — Við skipu- leggjum og standsetjum lóðir, tyrfum og hellu- leggjum. — Útvegum allt efni sem til þarf. Uppl. og verkpantanír í síma 22952 milli kl. 10—13 og eftir kl. 19. Nauðungaruppboð annaö og síðasta, á húseigninni á Árbæjar- bletti 56, hér í borg, þingl. eign Jens Páls- sonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudag- inn 11. júní 1965, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Á SPASSÍUNNI lyjikla athygli vakti þegar Einar Sigurðsscn auglýsti eftir framlögum frá almenningi til kaupa á nýjum fiskibát — og Maöi góðum kjörum og fullri endurgreiðslu. eftir árið, ef menn væru ekki ánægðir. Nú hefur Einari íek- izt að fá tvo þriðju af því fé sem hann skorti til bátskaupanna. Þykir það vei að verið þar sem ágóðinn af þeim bát sem bezt gekk á síð- asta ári hérlendis varð aðeins 1.3 millj. króna. Guðjón Styrkársson lögfræðingur, fyrrum skrifstofustjóri og næst æðsti váldamaður Sam- vinnubankans er nú tekinn við forstjóm fjár- málafyrirtækja Einars. Er Guðjón snjall fjár- málamaður, þó ungur sé, og hlaut góða reynslu hjá samvinnumönnum, áður en hann gekk til liðs við einkaframtakið. I þessum mánuði halda íslenzkir þingmenn í mikla alúmíhför til Svisslands og Noregs. Er það nefnd nokkurra þingmanna, sem ætlar sér að skoða léttan iðnað úr alúmíni í Svisslandi með það fyrir augurr 'fkar potta og pönnu- gerðir geti risið upp höj- p'egar alúmínverksmiðj- an verður byggð. í Noregi á að skoða alúmín- verksmiðjur Swiss Aluminium og spyrja Norð- menn spjörunum úr um reynslu þeirra af erlendu áhættufjármagni í landinu. * Læknadeildin bindur miklar vonir við starf hins nýja prófessors i lífeðiisfræðum, DR. JÖHANNS AXELSSONAR. Dr. Jóhann hefur far ið kómetuferð á vísindahimninum, og ^etið sér afburða orð þó hann sé aðeins liðlega þrítugur. Doktorspróf tók hann í Lundi og vann að samningu ritgerðarinnar og vísindastörfum í Oxford. Þá var hann settur prófessor í fræði- grein sinni í Gautaborg um ársskeið og byggði þar upp fullkomna rannsóknarstofnun í lífeðlis- fræðum. Nú bíður hans sama verkefnið hér á landi. Sjónvarpið hefur margan manninn heillað, ekki sízt leikarana okkar. Sjá þeir sér nú leik á borði við störf á vettvangi þessa stórkostlega fjölmiðlunartækis. Gunnar Eyjólfsson fór út í fyrra til Bandaríkjanna og Iagði stund á sjón- varpsleikstjórn og leik. Þær vinsælu leikkonur Brynja Benediktsdóttir og Kristbjörg Kjeld halda utan í haust til frekara náms, — með annað augað á fslenzka sjónvarpinu. Spum- ingin er aðeins þessi: Verður Þorsteinn Ö. gerður að leiklistaarstjóra íslenzka sjónvarps- ins? Einn fræknasti svifflugmaður okkar íslend- inga ÞÓRHALLUR FILIPPUSSON keppir um þessar mundir í Bretlandi á heimsmeistaramóti í svifflugi. Með honum er sviffiugmaður annar, LEIFUR MAGNÚSSON. Þórhallur er margfald- ur meistari hér á landi og eriendis í íþrótta- grein sinni og hver veit riema hann komi heim með heimsmeistaratitilinn í einhverri grein svif flugs. Það væri vel gert miðað við fóiksfjölda! Útvarpið leitar þessar vikurnar dyrum og dyngjum að dagskrárstjóra sjónvarps. Enn hef- ur starfinu ekki verið slegið upp, en ugglaust munu margir sækja, bæði frá útvarpinu og öðrum atvinnugreinum. Auk þess verða ráðnir 30 menn sem starfa á öðrum sviðum við sjón- varpið. Sjá þá ungir kvikmyndarar okkar svo sem Gísli Gestsson og Reynir Oddsson sér leik á borði að gerast kvikmyndastjórar við sjón- varpið. Og þá gæti kvikmyndafélagið Geysir jafnvel tekið Ioks að gjósa! Almenna kátínu hefur barátta SAMS við Morgunblaðið vakið undanfarna daga. í síðustu viku gerðist tvennt, ritstjórar þess lýstu því yfir að sam væri algjörlega húmorlaus og birtu þar að auki níðkvæði um pilt í blaðinu. Aðeins eitt hefur ekki verið upplýst í þessum skemmti lega Glæsivallaannál: Gekk sam í Keflavíkur- göngunni eða gekk hann ekki? Nú er ferðamannatíminn byrjaður en ennþá hefur íslenzkum leigubilstjórum ekki tekizt að leysa erfiðasta vandamál lífs sins: að koma gjaldmælum bifreiðanna í rétt iag. Er það gott dæmi um það hvernig athafnaleysið getur unnið bug á tækninni. Uni allan heim er hægt að kaupa rétta gjaldmæla. En íslenzkir leigu- bifreiðastjórar vilja heldur gizka á upphæðina. Það er svipuð aðferð og þegar þjónarnir kjósa sér dreggjarnar í sjússaflöskunni. Og svo kem- ur það heldur ekki til skatts. Orator. Það er víða — Frh af bls. 9. eins mikinn usla í Skáleyjum. Á seinni árum hefur hún aftur á móti gert svo mikinn usla á Nesjunum, að sums staðar, til dæmis á Króksfjarðarnesi, er ekki nein selveiði lengur en var mikil áður. Rauriar er vitað að þar fór háhyrningur um, og má vera að honum megi um það kenna, því að hann er skæður í sel — en hann hefur ekki ver- ið að verki hér út í eyjum, því að hann fer ekki svo um, að ekki sjáist til ferða hans. Er og til marks um það, að kvikindi það, sem gerði uslann í sel- veiðinni hérna, gekk svo grunnt að það fór inn í lagnirnar, reif þær og sleit — það kom meira að segja fyrir í Hvallátrum, að hún beit selinn í netinu, en aldrei kom fyrir að hún flækti sig þar sjálf, að hún sæti þar föst. — Veiztu nokkrar gamlar sagnir um að svipað hafi komið fyrir áður á þessum slóðum? — Nei, það munu ekki til neinar sagnir um það. sjónvarpstækin norsku hafa góða reynslu hér á landi. - Margar gerðir fyrirliggjandi. Útvarpsvirki Laugarness STAPAFELL H.F. Hrísateig 47 . Sími 36125 Keflavík . Sími 1730 BÍLL TIL SÖLU Buick Roadmaster ’58, sérstaklega glæsileg- ur bíll, verður til sýnis og sölu við Leifsstytt- una, Skólavörðuholti, frá kl. 4—7.30 í dag. L. G.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.