Vísir - 04.06.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 04.06.1965, Blaðsíða 8
8 V I S I R . Föstudagur 4. júní 1965. VISIR Qtgefandi: Blaðaútgáfan VISIJR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinso Fréttastjórar: Jðnas Kristjánsson Þorsteinn ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuði I lausasölu 7 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Visis - Edda h.f Tilbúin hús JTyrir tæpu ári birtist forystugrein hér í blaðinu, þar sem á það var bent, að eitt áhrifaríkasta og fljót- virkasta ráðið til þess að bæta úr húsnæðisskortin- um og lækka verð íbúða væri að flytja inn tilbúin hús í stórum stíl. Síðan hefur það gerzt, að einn af stórkaupmönnum landsins hefur aflað sér um- boðs einnar stærstu verksmiðju Finna í þessari grein og býður nú þannig hús til sölu. Tilbúin hús eiga mjög vaxandi gengi að fagna í nágrannalöndunum. í gerð þeirra hafa átt sér stað miklar framfarir og þótt við íslendingar séum vandlátir er fjöldi þeirra við okkar hæfi. Okkur skortir bæði vinnuafl og fjár- magn til þess að fullnægja húsnæðiseftirspum- inni. Hér geta innflutt, tilbúin hús leyst vandann.' Fimm herbergja hús, 120 fermetrar með bílskúr kost- ar 550 þúsund krónur hingað komið. Vitanlega er nokkur kostnaður við uppsetningu og frágang, en í augum uppi liggur að slíkt hús verður a. m. k. þriðj- ungi ódýrara en verð jafns stórs húss sem nú tíðkast. Þó er sá hængur á, að 60% tollur er á innfluttum húsum. Væri hann lækkaður, sem sýnist sjálfsagt, mundi verðið lækka enn verulega. Hér er mikið verkefni fyrir Húsnæðismálastjóm, bæjarfélög og aðra þá aðila, sem vinna að húsnæðis- málum landsmanna. Stórt átak í þessu efni myndi mjög draga úr húsnæðisspennunni og hafa um leið áhrif á lækkun hins almenna markaðsverðs húsnæð- is, sem allir eru sammála um að er allt of hátt í dag. Þar með væri fengin fram ein mikilvægasta kjara- bótin fyrir alla launþega í landinu. Kauphækkunar- kröfur stéttanna stafar ekki að minnstu leyti af sí- hækkandi húsnæðis og byggingarkostnaði. Og hér væri ekki um neitt tilræði við iðnaðarmannastétt landsins að ræða. Hún hefur ærin verkefni á öðmm sviðum næstu árin. Þess vegna er skynsamlegasta sporið í húsnæðismálunum í dag að hefja stórfelldan innflutning tilbúinna húsa og greiða fyrir byggingu þeirra með Iækkun tolla. Lífeyrissjóður landsmanna Ríkisstjórnin hefur látið fara fram könnun á því, hvort ekki sé ráðlegt að stofna lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Enn liggja niðurstöður ekki fyrir, en hér er um hið merkasta mál að ræða. Margar stéttir og starfshópar eiga sína lífeyrissjóði. En þúsundir laun- þega og annarra standa utan þeirra og njóta aðeins launa Almannatrygginga. Er það vissulega réttlætis- mál að þeim verði gert kleift að njóta lífeyrisrétt- inda og þá einmitt á svo breiðum grundvelli, sem hér er í ráði. Færi vel, ef þessu máli væri hraðað og niðurstaða fengin hið fyrsta. Þrastamóðirin í hreiðrinu og í glugga blómaskálans. Þrastahreiður í íbúð Haralds Það er mikið Iíf umhverfis Harald Bjömsson leikara, bæói í einkalífinu og leikhúslífinu. Um daginn heimsóttu Vísis- P menn Harald á heimili hans í Þingholtunum. Þegar og kom- ið er að garðinum sést að hann hefur mikinn áhuga á blómum, allur garðurinn er þakinn blóm um, en garðurinn nægir Har- aldi ekkí tii þess að sinna sín um blómum og er því allt hús ið fullt af blómum. í flestuin herbergjunum • er pláss fyrir fólk auk blóma, nema í einu herbergjanna, sem er eingöngu blómaskáli (það sem kallað er vinterhave í Danmörku). Inn um glugga á þessu herbergi flaug þröstur fyrir um það bil þremur vikum, sá að þama voru ágætis uppeldisskilyrði fyrir unga, sótti maka sinn og byggði sér þar hreiður. Ungarnir eru nú að verða stálpaðir og er ágíett samkomu lag milli Haraldar og þrastar- hjónanna. Haraldur dundar við sín blóm en þrastarhjónin við sína unga. Einstöku sinnum flýgur þrastamóðirin að Har- aldi ef henni finnst hann vera einum of nærgöngull við hreiðr ið, en allt fer þó fram með fyllstu vinsemd. Frá hinu árlega vormóti Hraunbúa. Skátastúlkur úr Reykjavík ganga til mótssetningar. • • ________ JT FJOLBREYTT DAGSKRÁ A VORMOTI HRAUNBUA Skátafélagið Hraunbúar í Hafnarfirði heldur nú um Hvíta sunnuna árlegt vormót sitt í Krýsuvík. Að þessu sinni verð ur um merkis atburð að ræða, þar eð þetta verður 25. vormót félagsins, auk þess sem fjörtiu ár eru liðin frá því, að skáta- starf hófst í Hafnarfirð'i. Að sjálfsögðu verður því sér staklega til mótsins vandað. Búizt er við mikilli þátttöku. Sex til átta hundruð skátar hafa að jafnaði sótt síðustu mót. Er nú ekki seinna vænna fyrir skáta. sem hyggja á þátt- töku, að hafa samband við for ingja sfna. Öllum skátafélögum landsins er heimil þátttaka. Mótsgjaid er krónur 200. Fyr ir það fá þátttakendur móts- merk'ið, mótsblað, mjólk og fleira, en hvorki matur né ferð ir á mótið er þar innifalið. Vormótið verður með líku sniði og verið hefur. Dagurinn verður notaður til leikja og s'tarfa. Og á kvöldin á allur hópurinn skemmtilega stund við varðeld undir rótum Arnar fells. Guðþjónusta verður á sunnudagsmorgun og verður mótssvæðið opið gestum þann dag. Þá gefst foreldrum og vel unnurum skátastarfs kostur á að sjá þátt útilífsins í skáta- starfinu. Á mótinu verða fjölskyldu búðir, en slíkar búðir hafa not ið sívaxandi vinsælda á undan fömum skátamótum. Skátar annast sjálfir lög- gæzlu með aðstoð lögreglunn ar í Hafnarfirði, en auk þess verður á mótinu sjúkravarzla og aðrar þær stofnanir, sem nauðsynlegar eru. Nýmæli er það, sem Hraun- búar bjóða nú upp á, að á mót inu verður barnagæzla fyrir fjöldskyldubúðirnar, 5 tímar dag hvern, meðan mótið stend ur. Mótið verður sett klukkan 21,30 á föstudag. Mótslit verða klukkan 14 á mánudag, annan í hvítasunnu. Eins og áður er sagt verður mótið opið gestum á hvíta- sunnudag frá kl. 14 og þar til varðeldi er lokið um kvöldið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.