Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 3
---------- .. ojudagi.. juní 1Í>R5. 3 óður gestur er nú hér í heim ^ sókn, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins Manlio Brosio. Fyrirrennari hans í þessu þýðingarmikla starfi, Dirk Stikker kom tvisvar sinn um hingað til lands og gerði sér far um að kynnast fslenzku þjóðlífi og sama áhuga má finna hjá hinum nýja fram- kvæmdastjóra, sem er hinn mikilvirkasti og áhrifamesti maður i stöðu sinni, hann er ítalskur maður að ætt, starfaði að mótspymu gegn veldi fas- istanna, en hófst upp til ráð- herraembætta, eftir fall Musso linis. Siðan gekk hann í utan- ríkisþjónustuna og gegndi þýð- ingarmestu sendiherraembætt- um land síns, þar til hann varð fyrir vallnu, sem framkvæmda- stjóri NATO. Það var vissulega annasamur dagur hjá Signor Brosio í gær. Hann ræddi við forseta, for- sætisráðherra og utanríkisráð herra, sat hádegisverð að Bessa stöðum, mætti á fundi hjá Sam tökum um vestræna samvinnu og Varðbergi og sat veizlu utan ríkisráðherra í Ráðherrabú- staðnum. Þetta ætti að virðast nægileg dagskrá fyrir einn ferða lang. En auk þess gaf hann sér tíma inn á milli til að taka líf- inu rólegar og líta í kringum sig í hinum íslenzka höfuðstað. Kom sér vel að veðrið var hið ágætasta og fór Brosio í göngu ferð um miðbæinn um Austur- völl og meðfram Tjörninni upp á Hótel Sögu, þar sem hann býr. Allmikill hópur áhugamanna um Atlantshafssamstarfið kom í Sigtún í gær til þess að hitta Brosio að máli. Ræddi hann þar um Atlantshafssamstarfið og lagði áherzlu á það, að hlutverk bandalagsins væri ekki að fara með hernaði gegn neinum, held ur væri hlutverk þess einfald- lega að verja Vestur Evrópu og beita sameinuðum styrkleika til þess að varna því, að styrjöld brytist út og vopnum væri beitt. Hann taldi að bandalagið hefði innt þetta verk af hendi eins vel og framast yrði á kosið á þeim 15 árum sem það hefði staðið, það væri staðreynd að friður hefði haldizt í álfunni síðan. Hann taldi nauðsynlegt að Atlantshafsþjóðirnar héldu Joessu samstarfi áfram. Það væri að vísu rétt að nokkr- ar breytingar hefðu orðið inn- an Sovétríkjanna, en þessar breytingar hefðu orðið ekki sízt fyrir það að Atlantshafsbanda- lagið hefði verið til. Nú mætti ekki láta þessar breytingar villa sér sýn og verða til þess að vestrænar þjóðir sofnuðu á verðinum. Ýmsir atburðir hefðu gerzt í Sovétríkjunum sem veittu von um að takast mætti f framtíðinni að koma á sáttum og samvinnu við Rússa og væri sjálfsagt að vinna að þvf að koma á slíku samkomulagi f anda gagnkvæmrar einlægni og virðingu, en það væri ekki rétta leiðin til þess að leysa upp eða draga úr krafti Atlantshafs- bandalagins. Aðspurður sagði hann að deil urnarmilliBandaríkjamanna og Frakka væru ekki svo alvar- legar, að það væri réttnefni að kalla þær kalt strfð. Báðar þess ar þjóðir aðhylltust sem aðrar vestrænar þjóðir grundvallar- skilyrði lýðræðis og frelsis. Hann lét í Ijós að íslendingar gegndu mikilvægu hlutverki í samtökum NATO, þeir og land þeirra mynduðu eins konar brú yfir hafið. Frámkvæmdastjóri NATO á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs þeir Knútur Hallsson, Ólafur Egilsson og Hörður Einarsson. gær. Hann situr vinstra megin, en hægra megin Leiðtogi vestrænnar smvinna / heimsókn Mynd þessi var tekin í gær við Tjömina, þegar Manlio Brosio framkvæmdastjóri NATO var á kynnisferð um borgina og fór I göngu- ferð um miðbæinn. IVIeð honum á myndinni er Páll Ásg. Tryggvason fulltrúi í utanríkisráðuneytinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.