Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 4
4 V1S IR . Þriðjudagur 22. júní 1965. MINNING: Halldór V. Pálsson prentari Þann 16. ma£ sl. lézt Halldór V. Pálsson prentari og var út- för hans gerð þann 21. maí frá Neskirkju. Með Halldóri er fallinn £ valinn einn hinn hæfile'ikamesti og list- rænasti meðlimur hinnar islenzku prentarastéttar, hugljúfur og góð ur drengur. Að honum er mikil eftirsjá, þegar hann er nú horf- inn á bezta aldri. Halldór fæddist 14. nóvember 1917 á Seyðisfirði. Voru voreldrar hans þau hjónin Páll A. Pálsson verzlunarm. þar og Sofffa Vigfús dóttir. Ungur fluttist HalldórtilAk ureyrar og hóf þar prentnám í elztu prentsmiðju landsins, prent- smiðju Björns Jónssonar. Námi lauk hann á Akureyri 1937 og fluttist higað tii Reykjavfkur árið eftir. Hóf hann þá strax störf við iðngrein sína og vann f Herberts prenti og Hólum um styrjaldarár- in, en kom til Morgunblaðs'ins 1950 þar sem hann starfaði fram til 1961, er hann réðist til hinnar nýju prentsmiðju Vfsis. Þar starfað’i hann síðan meðan heilsa og þrótt- ur entist. Árið 1941 gekk Halldór að eiga Ágústu, dóttur Sigurðar Guðna- sonar fyrrv. alþingismanns og áttu þau e'inn son barna, sem nú er upp kominn. Þannig var f stuttu máli lífsferill Halldórs. í vöggugjöf hlaut hann næma iistræna skynjun og rfka feg urðartilfinningu. Þessar eig'indir settu svipmót á allt starf hans og mótuðu afstöðu hans til lífsins og samferðarmannanna. í starfi sínu var hann sannur afburðamaður. Prenti'istin var hon um list f þess orðs fyllstu merk- ingu. Isienzkukunnátta hans, á- hugi og ást á tungunni var óveniu leg og smekkvísi hans og vand- virkni frábær. Fór það ekki á m'illi mála að í störfum sfnum skaraði hann fram úr, enda átti hann það stolt og bann metnað í starfi sem nú á dögum gerist æ sjaldgæfari. En l'isthneigð Halldórs kom ekki aðeins fram f því óvenjulega valdi sem hann hafði á öllum þáttum prentlistarinnar Þegar vinnudegi iauk tók hann palettu sína og lit’i í hönd og hélt út í náttúruna. fs- lenzkt landslag, línur þess og litir voru honum sffrjó uppspretta feg urðar og fullkomnunar og þar fann hann þá svörun tilfinninga og skynjana, sem stundum í mann heimi skort’ir. Það duldist heldur engum, sem Halldór þekktu, að hann var gæddur því næma lista- mannsskaplyndi, sem stundum á erfitt að sætta sig við veröldina éins og hún er. Lund hans' var viðkvæm og dul og stoltið óbugað allt til hins síðasta. Slíkum mönn um er lífið aidrei nein logndeyða þar skiptast á sk'in og.skúrir, sigr ar og ósigrar. Úrslitin veit enginn fyrrfram, né það hvenær ferðin er hafin yfir landamörkin sem heimana tvo skilja. Senn er nú hálfur annar áratug ur síðan fundum okkar Halldórs bar fyrst saman og mest allan tfm ann áttum við náið samstarf. Á það bar aldrei neinn skugga, þótt marg vísieg væru verkefnin og ávallt skaromur tfmi til stefnu. Halldðr var jafnan glaður og reifur og ljúf mennska hans verður okkur öllum förunautum hans lengi minnisstæð Við höfðum allir vonað að samferð in yrði miklu lengri og komandiár gæfurík f lífi hans og starfi. Það átti ekki eftir að rætast. En eftir lifir minningin um góðan dreng í hugum okkar allra. G.G.S. hvert sem þér fariðhvenærsem þérfarið hvernig sem þérferðist... ALMENNAR , TRYGGIN9AR"1 ferðaslysatrygging Orkneyjarbréf — Frh. af bls. 9: f staðinn. Sagan er til bæði f Flateyjarbók og í gömlum handritabrotum, sem sýna að sögunni er ekki breytt mikið við ritun Flateyjarbókar. Mér virðist að þessi einkenni lega staða Orkneyingasögu hafi ekki verið athuguð alveg ofan í grunninn. Hún er eitt gleggsta dæmið um það hve mikið safn af eldri sögum Snorri hafði viðað að sér og gæti gefið líkur að þvf að hans hlutverk sem semj- anda sé miklu minna en ríkj- andi skoðanir segja nú. Það er einn’ig athygiisvert, að sam- tímamaðurinn sem hana skrif aði iýkur henni kringum 1170, einmitt á sama tímabiii og kon ungasögur Snorra enda. Gat ekki verið að það hefði átt að vera næsta verkefni Snorra að taka þessa sögu eins og hinar og skera hana niður, eða beita sagnfræðilegri „skarpskyggni" sinni eins og það hefur verið kailað. Staðsetning meginkafla sögunnar í Flateyjarbók rétt á undan Oddaverjakvæð'inu gæti lfka bent til þess, að þeir hefðu eitthvað komið þar við sögu og einkennlegt er það, að einn Oddaverjanna Páll Jónsson biskup hafði einmitt dvalizt langdvölum í Orkneyjum og fyrir nokkrum árum voru leidd- ar líkur að því, að hann væri höfundur hinnar fornu Skjöld- ungasögu. Allt er þetta auð- vitað óljóst og verður kannski alltaf í þoku, en Orkneyinga saga virðist mér eitt af mörgu sem bendi til þess, að Snorri Sturluson sé ofdýrkaður. Er það þó einkennilegt, að fremsti dýrkandi Snprrs^r^^ísmgpjtkjSá af okkar fræðimönnum sem mest allra hefur rýnt í Orkney- inga sögu. ITtgefandi þessarar bókar dr. Finnbogi Guðmundss. fer hins vegar inn á enn aðrar braut. Hann ieiðir líkur að þvf að það sé einhver Hvassafells- manna úr Eyjafirði sem hafi ritað hana og fyigir það með Einangrunarplast ávalit fyririiggjandi ( stærðuni 1X3 m og 0,50 X 1 m aliar þykktir. SILFURPLAST c/o Þakpappaverksmiðjnn sfmi 50001 f þeirri skýringu, að sagan hafi verið komin skipreika til Græn lands og legið þar f Öræfum í 14 ár og bjargast þar með und- ursamlegum hætti og komizt til íslands. Ekki fæ ég séð að þessi skýring sé meira sannfærandi en aðrar, hin ólíklegu atriði jafnvel heldur fleiri. ■JJtgáfa Orkneyingasögu bygg- ist fyrst og fremst á þeim rannsóknum sem Sigurður Nor- dal gerði á henni á fyrri stríðs- árunum og svo á staðháttarrann sóknum Arnolds Taylors. Á þeimgrunni byggir dr. Finnbogi Guðmundsson líka starf sitt núna og virðist hann ekki bæta miklu við þær sjálfur. Þetta er engin tilraun til neinnar upp- reisnar nema’ það sem ég nefndi áðan um höfundinn. En ákaf- lega er verk hans vandvirknis- legt og er þetta vafalaust sú bezta útgáfa sem nokkru sinni hefur komið út af þessSri sögu. Helzt vildi ég finna að því, að útgefandinn skuli ekki sjálfur hafa haft fyrir því, að fara til Orkneyja og ferðast um eyjarn ar og kynnast sögustöðunum af eigin raun. Ég er ekki viss um að árangurinn sé eins góður af því að styðjast éinung is við fyrri fræðirit um þetta. Einnig virðist mér ekki nóg, að sums staðar er f skýringum á staðháttum aðeins vísað í önn ur rit sem almenningur hefur ekki aðgang að. En svo mikið er víst, að Orkneyjar liggja nú opnari fyr ir en áður íslenzkum lesendum. Kannski að einhver láti þá verða af því að heimsækja þær og koma þannig á fornar sögu- slóðir. Þorsteinn Thorarensen Radio Luxemburg — Framh if bls. 8 ræður hafa orðið um málið á þingi og það samþykkt ályktan ir, þar sem lögð er áherzla á sjálfstæði útvarpsstöðvarinnar og hinn aldni forustumaður Luxemborgar Josef Bech fyrr- um forsætisráðherra landsins hefur persónulega snúið sér til Pompidou forsætisráðherra Frakklands og beðið hann í öðru orðinu um vægð, í hinu var að har’‘ • T afleiðingum þess ef Fr hyggjast hrifsa yfir ráð útvarpsstöðvarinnar til sín. SÍMASKRÁIN 1965 Miðvikudaginn 23. júní n.k. verður byrj- að að afhenda símaskrána 1965 til símnot- enda í Reykjavík. Fyrstu tvo dagana, það er 23. og 24. júní verða afgreidd símanúmer sem byrja á tölustafnum einn. Næstu tvo daga, 25. og 26. júní verða afgreidd síma- númer sem byrja á tölustafnum tveir og 28., 29. o§ 30. júní verða afgreidd símanúmer, sem býrja á tölustöfunum þrír og sex. Símaskráin verður afgreidd í anddyri Sig- túns (Sjálfstæðishúsinu) Thorvaldsensstræti 2 daglega kl. 9—19, nema laugardaga 9—12. í Hafnarfirði verður símaskráin afhent á símstöðinni við Strandgötu frá þriðjudegin- um 29. júní n.k. í Kópavogi verður símaskráin afhent á póstafgreiðslunni Digranesvegi 9 frá þriðju- deginum 29. júní n.k. Athygli símnotenda skal vakin á því að símaskráin 1965 gengur í gildi 1. júlí n.k. Símnotendur eru vinsamlega beðnir að eyðileggja gömlu símaskrána 1964, vegna margra númerabreytinga, sem orðið hafa frá því hún var gefin út, enda ekki lengur í gildi. Bæjarsími Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Kópavogs. NÝ VERZLUN NÝ VERZLUN LAUGAVEGI 31. SiMI 118 22. GÓLFTEPPI DREGLAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.