Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 22.06.1965, Blaðsíða 15
 V1 S I R . Þriðjudagur 22. júní 1965. — .............I'l'lll Ml'> ' II RACHEL UNDSAY 15 SBsasasa RIVEMUNNI — Ég veit ekki hvernig ég get komið orðum að því, sagði hann, það er erfitt fyrir þá, sem aldrei hafa orðið fyrir slysi, að gera sér fulla grein fyrir öllu. Rose sá hve fölur hann var, hve þreytulegur augnasvipurinn var. Honum leið ila, það var auðséð. Hún sneri sér undan, til þess að hann sæi ekki tárin, sem voru komin fram í augun á henni. — Farðu ekki að gráta, Rose, sagði hann. Ég sé fyrir öllu. Þú mátt ekki láta þér detta í hug að fara að vinna aftur . . . þú getur ferðazt séð heiminn gert það, sem þig langar til . . . — Hvaða dauðans vitleysa er þetta sagði hún, ég gæti ekki lif- að I iðjuleysi. Læknirinn segir að vísu að ég verði að fara varlega, kannski í misseri. Slysatrygging- in . . . — Slysatryggingin ... þú heldur þó ekki, að ég láti vátryggingar- félag annast þig — það var vegna þess, að þú vildir hjálpa mér, — það er mér að kenna, að þú verð- ur ... bækluð .. Hann hafði reiðst er hún minnt- ist á slysatrygginguna, og gætti sfn ekki fyrr en um seinan og þagnaði í miðri setningu og vatt sér að henni, greip um hendur hennar og sagði: — Rose þú verður að lofa mér að hjálpa þér. Ég kem aftur á morgun og þá tölum við nánar um þetta. Hún hélt aftur af tárunum þar til hún var orðin ein. Bækluð hafði hann sagt. Það var hræðilegt orð en hún yrði að horfast í augu við staðreyndirnar. Það skipti engu þótt báðir fætur væru ekki jafnlangir — en án Lance yrði lífið óbærilegt . Síðdegis opnuðust dyrnar og sást fyrst ekkert nema gríðarstór blómakarfa, en svo kom Alan í Ijós. Hann heilsaði henni með kossi á kinnina áður en hann sett "i$t og sagði svo: - Hvað get ég gert fyrir þig Rose, — segðu bara til — hvað sem er . . . Hún hristi höfuðið brosandi. — Mér er meinilla við það, þeg- ar konur eru of sjálfstæðar, þú ættir að . . . Hún lyfti hönd sinni í aðvörunar skyni: — Ég er búin að fá nóg af heil ræðum í dag — annars veit ég að þetta er vel meint. Alan hallaði sér aftur i stólnum. | - Jæja, á hverju eigum við að . byrja — eigum við að tala um I björgunina eða Enid Walters? — Heldur um björgunina. — Þú manst að hraðbáturinn stefndi beint á snekkjuna, — þú gerðir þér grein fyrir því — eða hvað? — Gott og vel, — Lance náði taki á þér einhvern veginn og skipverjar á snekkjunni drógu ykk ur á þilfar. Það var komið með þig hingað og Lance ók heim. Ég gat róað hann — að minnsta kosti nægilega til þess að hann talaði ekki við Enid fyrr en daginn eft- ir. Hann hló stuttlega. — Ég var eþki viðstaddur, svo að ég get ekki sagt þér frá þessu í einstökum atriðum, en Enid var rokinn burt innan klukkustundar. — En Tino? Allan hló hátt — Það var leitt að þú skyldir ekki fá að sjá það sjálf. Hann bjó þarna eins og þú veizt. Þessi vinur vor átti sér einskis ills von kom Iabbandi niður tröppurnar til þess að neyta morgunverðar . . . veslings bjáninn. Hann settist ekki að morgunverðarborði. Hann varð að horfast í augu við Lance. Það var stuttur en aflei^ingaríkur fundur. Hann rauk upp^stigann' aftur og var á bak og burt áður en Lance hafði lokið úr kaffiboll- anum. Rose hló. — Ég hefði viljað vera þar, sagði Rose, — ég held annars að Enid sé skárri en hann. — Alltaf þarft þú að koma kyn- systrum þínum til varnar — mér finnst nú framkoma hennar ekki beint fögur. — Ég er þér sammála, en því skyldi það ekki geta komið fyrir stúlku að verða hrifin af manni þótt hún sé heitin, — en þessi Tino, að vera með tvær í takinu. — Vertu ekki að hugsa um Didi, hann var leikfang og ef það j hefði ekki verið hann hefði það! verið einhver annar. Leikur — eng j in alvara á bak við. — Hefir hún alltaf verið svona j hégómleg? — Nei, en síðan maðurinn henn j ar dó. Þegar henni varð ljóst, að j hún var orðin einmana kona. — Maðurinn hennar sem var mörg- um árum eldri hafði komið fram við hana jafnan sem væri hún ung stúlka og dekrað við hana úr hófi fram. Og þegar hans missti við gat hún ekki skilið, að aðrir litu ekki á hana sem enn unga — og hélt áfram að haga sér sem væri hún ung — og endaði með því að kaupa sér aðdáun slíkra manna sem Tinos. Alan leit á hana. Fyrirgefðu að ég tala svona mik ið um þetta fólk, ég er ekki van ur því, en ég lit á þig næstum sem værir þú í fjölskyldunni... — Ég vissi þetta um Enid og Tino, sagði Rose hægt. Ég ... Alan horfði á hana næstum skefldur á svip. — Vissirðu um það? Hvernig .. ? Hún sagði honum frá þvi, sem hún hafði verið vitni að í gistihús inu. Hann hristi höfuðið. Svo mælti hann: — Þú hefur víst rétt fyrir þér. Ég hefði ekki getað sagt Lance frá þessu. — Það er auðvitað engin von til þess, að' hann gæti sætzt við hana? — Sætzt við hana? Nei, þú þekk ir Lance illa ef þú heldur, að slíkt hafi flögrað að honum. Það er allt búið þeirra milli og það grær aldrei um heilt. Rose brosti veiklega. — Heldurðu það, Alan? Ástin á sér furðu djúpar rætur stundum — það er ekki hægt að uppræta slílít í einni svipan, kannski aldrei — Ég er þér sammálá, sagði Alan, ég hef reynt þetta — ... — Hefur þú reynt slíkt sjálfur, Alan? spurði Rose undrandi en reyndi að tala I léttum tón. — Ætli ekki það, sagði hann í sama tón og fékk sér ferskju úr körfunni. — Á ég að afhýða hana handa þér? spurði hann. Er hann hafði gert svo borðaði Rose hana og hugsaði sem svo, að ef hann vildi ekki ræða reynslu sina f ástarmálum frekar yrði hún að láta kyrrt liggja. Ekki gat hún farið að spyrja nánar um þetta. Henni leið mun betur næsta morgun. Hún gat hreyft fæturna, en kenndi þó mikið til — í öllum líkamanum. Mesti ótti hennar við afleiðingarnar var horfinn. Hún hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að hún yrði að horfa djarflega fram — og að hún gæti það gæti tekið upp lífsbaráttuna á ný, er hún hafði safnað þrótti. Hún fór að skipuleggja það, sem framundan var. Fyrst yrði hún að heimsækja föður sinn. Þau mundu njóta þess að vera saman. Og nú var sem hún sæi hann fyrir hugskotsaug- um sínum og það greip hana svo áköf þrá eftir honum, að hún hefði helzt viljað fljúga beint heim. Hún gerði sér ljóst að hún mundi ekki geta leynt hann neinu hvorki varðandi heilsufarið eða annað. Hann mundi lesa allt úr augum hennar. Frú Hammond sendi henni blóm og skrifaði henni vinsamlegt bréf og í því stóð meðal annars: — Það væri mér mjög að skapi, að þér kæmuð hingað og byggjuð hjá okkur, en Lance segir víst það, sem segja þarf, þegar þar að kem ur. Rose leit á klukkuna. Líklega mundi hann ekki koma í dag, hugsaði hún. Þetta var sá tfmi dags, er menn sátu undir beru lofti fyrir framan gistihúsin, drukku hanastélsdrykki og mösuðu saman. Allt í einu flaug henni í hug, að Lance kynni að vera þar. Með hverjum skyldi hann vera, ef svo væri. Fráleitt mundi hann vera einn. Henni fannst ekki skemmtilegt um það að hugsa, en mundi hann ekki freistast til þess einmitt nú, er hann hafði orðið fyrir sárum vonbrigðum, að reyna að gleyma. Hann var frjáls ...: Hún ýtti frá sér diskinum. — Þér hafið ekki borðað neitt, sagði hjúkrunarkonan skömmu síð ar er hún kom eftir mataráhöldun um. — Þér náið ekki kröftum nema þér borðið vel. — Ég hef enga matarlyst svaraði Rose. — Þér eruð að horast, sagði hJöKmnarkonan vinsamlega, og það er vfst eðlilegt, en þér hafið fráleitt nokkurn tíma verið fegurri gæti ég trúað. Og hjúkrunarkonan hafði rétt fyrir sér. Hörundsliturinn var hraustlegri og frísklegri en nokkru sinni fyrr, hárið gljáandi og það var eðlilegur gljái. Og augun stór og dökk og djúp, virtust enn feg- urri vegna fölva andlitsins. — Þér vilduð nú kannski heldur fá gullhamra frá öðrum en mér, sagði hjúkrunarkonan og gekk til dyra. — Á ég að segja herra Hammond að koma. — Er hann hérna, spurði Rose undrandi. Og svo sagði hún við sjálfa sig Gerðu þér engar vonir. Hann vill bara gera skyldu sfna. Sýna mér ræktarsemi af þvf að hann telur sig hafa valdið slysinu. | óstyrkur. Svo dró hann andann djúpt og spurði; Rose viltu giftast mér? Það var dauðahljótt í herberginu „Þig er að dreyma," sagði Rose við sjálfa sig. Það er ekki Lance sem stendur þarna og segir þetta við þig. Hún horfði á höHs. flann leit ekki út eins og biðill, sem bfð ur óþreyjufullur svars, miklu frem ur eins og sá, sem öskar sér þess að hanni værl kominn eitthvað langt, langt í burt. lí*1 . ... ..%■ ; Afgreiðslu VISIS í Kópa vogi annast frú Birna K^risdóítir, sími 41168. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. Hann kom oft til hennar meðan hún lá á sjúkrahúsinu, en þegar að því leið, að hún fengi að fara þaðan, varð hún þess vör eitt sinn, er Lance kom, að honum var mikið f hug. Hann fór að ganga um gólf hugsi á svip undir eins og hann var kominn inn. — Viltu ekki setjast, Lance? sagði hún. Það hefur slæm áhrif á taugarnar að sjá þig stika svona fram og aftur. — Ég er slæmur á taugum, sagði hann. Ég ... . — Er eitthvað að flýtti hún sér að spyrja. — Já og nei, allt er undir þér komið. — Mér? — Já, nú er allt undir þér komið sagði hann og var hraðmæltur og HAFNARFJÖRÐUR Afgreiðslu VÍSIS í Hafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir, sími 50641. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. KEFLAVIK Afgreiðslu VÍSIS í Kefla vík annast Georg Orms- son, sími 1349. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanii er að ræða ASKRIFENDAÞJONUSTA Áskriftar- Kvartana- sírninn er Heyrirðu það, hvíti villimaður, leyfðu mér að vera sá, sem verzlunarmaður þekkirðu reglurn Tarzan, bið um það núna. Ég hef segir Rudolfo. Hann vill sjá skýtur hann fyrst. Róaðu félaga ar. Verzlunarleyfið á að sýna fengið nóg Rudolfo af afskipta verzlunarleyfi þitt. Ha, ha, þinn, vinur, ef þú ert löglegur hverjum sem biður um það. Ég, seminni í honum. 11661 virka daga kl. 9 — 20, oema taugardaga ki. 9—13. ^AA^AAAAAAAAAA^WV

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.