Vísir - 28.07.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 28.07.1965, Blaðsíða 5
5 VlSIR . Miðvikudagur 28. júlí 1965. útlönd í morgun útlönd i mors’ún útlönd í monffun0 ut'lönd í morrrun átak í Víetnamstyrjöldinni Humprey vara-forseti Banda- ríkjanna flutti ræðu í gær og boðaði, að Johnson forseti myndi I dag gera grein fyrir ákvörðunum þeim sem teknar hafa verið að afloknum við- ræðum sem hafa staðið nærri vikutfma um ástand og horfur í Vietnam. Humphrey sagði, að ráðstafanirnar fjölluðu um stór áukið átak, sem krefðist mik- illa útgjalda, efnis og mann- afla, vegna styrjaidarinnar, en fór að öðru leyti ekki nánara út í þetta — kvað forsetann mundu gera ýtarlega grein fyrir ákvörðununum. Johnson ræðir við frétta- menn í dag og einnig ávarpar hann þjóðina í sjónvarpi. Það er búizt við, að hann rökstyðji ákvarðanimiar með því, að öryggi allra frjálsra landa sé í hættu, ef Bandaríkin hviki. Brezka útvarpið hefir það eft ir fréttaritara sínum í Wash- ington, að þótt Johnson hafi sitt fram, séu þingmenn haldnir vaxandi áhyggjum út af þvi, að forsetinn hafi í höndunum „ó- útfyllta ávísun“, sem hann geti skrifað á og undir án þess að bera það undir þingið, þ. e. að hann fái í rauninni vald til hverra þeirra ráðstafana, sem hann telur nauðsynlegar — en áhyggjurnar eiga rót sína að rekja til óttans, að aukin þátt- taka f styrjöldinni í Vietnam leiði til Asfustyrjaldar. Þá segir brezka útvarpið, að menn hafi af því áhyggjur hverjar afleiðingar það kunni að hafa, að árásir era nú hafn- ar á eldflaugastöðvar, sem Rússar veittu aðstoð til að byggja nálægt Hanoi. Önnur var gereyðilögð en hin skemmd ist. Ekki hefir fyrr verið ráðist á þessar eldflaugastöðvar, enda ekki til þess vitað, að eldflaug hafi grandað bandarískri flug- vél fyrr en um seinustu helgi, er flugvél af Phantomgerð var skotin niður yfir eldflauga- stöðvunum, sennilega með eld- flaug sem skotið var frá jörðu. Stjómarmyndun í Belgíu eftir 2 mánuði Ný stjóm hefir verið mynduð í Belgíu. Stjórnarkreppan i .Belgíu 'stóð tvo mánuði. Hún átti rætur að rekja til þess, að í seinustu kosningum urðu úrslit þau, að ekki tókst að koma fram stjömarskrár- breytingu, sem miðaði að bættri sambúð frönskumælandi íbúa landsins (Vallóna) og flæmskumælandi, en nú fyrir nokkram dögum gerði jafnað- armannaflokjt#pprv,,; samþykkt,, sem greiddi fyrir samkomulagi við Kristilega lýðræðisflokk- inn um stjómarmyndun. Hafa þessir tveir flokkar nú myndað samsteypustjóm og er Pierre Hermel forsætisráðherra. Hann gekk I gær á fund Bald vins konungs og lagði fram ráðherralista sinn. UNGFRÚ ALHEIMUR Uhgfrú Thailand hlaut titilinn Ungfrú Alíi'eimur (Miss Universe) á fegurðarsamkeppninni í Miami Beach. Hún er dökkhærð 162 senti- metrar á hæð og vegur 52.2 kg. Faðir hennar er Iiðsforingi f flug- herher Thailands. Fegurðardfsin, sem heitir annars Apashra Hongsa j lnila. þakkar það Sirikit drottningu hve vel gekk, því að hún kenndl í henni virðulega framkomu og gaf henni margar góðar bendingar | varðandi hárgreiðslu o. fl. Sirikit er ein fegursta og bezt klædda kona heims. — Apashra er 23 ára. idwurdHeath leiðtogiihaldsmanna Pierre Hermel Það er nú talið víst, að Edward i Maudling þegar sigur hans, en ! Heath verði fyrir valinu sem leið- hann hafði fengið næstflest at- ! togi íhaldsflokksins brezka. Hann kvæði. Enoch Powell dró sig einn- i fékk flest atkvæði við atkvæða- ig f hlé, en aðeins var kosið um greiðsluna í gær og viðurkenndi þessa þrjá. heims horna milli ^ James Callaghan fjármála- ráðherra Bretlands boðaði í gær nýjar ráðstafanir til eflingar sterlingspundi og til þess að draga úr óhagstæðum greiðslu- jöfnuði. M.a. er ákveðin 10 milljóna sterlingspunda lækkun á útgjöldum til landvama á næsta ári. ► Utanríkisráðherrar Efnahags bandalags Evrópu hafa frestað fundum til hausts, en þeir hafa verið að ræða landbúnaðar- vandamálið. Þeir segja, að frönsku stjórninni verði til- kynnt um viðræðurnar og það sem frekara gerist, en utanrfk- isráðherra Frakklands sat ekki fundinn. ^ Pompidou forsætisráðherra Frakklands flutti sjónvarps- ræðu í gær og kenndi félögum Frakka í EBE um áð ekki hefir náðst samkomulag um deilu- málin. ► Nýsjálensk kona er nýbúin að eignast fimmbura. Konan er 26 ára. Fimmburamir voru allir á lffi f morgun. ► Shastri forsætisráðherra Ind- lands er kominn til Belgrad í fjögurra daga opinbera heim- sókn til Júgóslavfu. ► Hughes aðstoðarsamveldis- málaráðherra Bretlands er kom inn heim frá Rhodesiu og telur hafa miðað áfram að því marki, að samkomulag náist um sjálf- stæði Rhodesiu, en fréttaritari brezka útvarpsins f Saiisbury segir enn ekki eins bjartsýna þar og Hughes. vegna afstöðu stjórnarandstöðunnar. Ef svo skyldi fara sem líkleg- | ast er, að ekkert nýtt flokksleið- i togaefni skjóti um kollinum i dag, verður Heath kosinn gagn- sóknarlaust á morgun. Mun hann þá taka við flokksforastunni að kalla þegar eða þegar búið er að ganga frá öllu formlega. Við atkvæðagreiðsluna fékk Heath 150 atkvæði, Maudling 133 og Powell 15. Edward Heath er 49 ára, ókvænt ur. Hann er — og það er ótítt um forustumenn íhaldsflokksins — af alþýðufólki kominn. Faðir hans var trésmi.ur og hann er alinn upp við skilyrði eins og gengur og gerist meðal iðnaðarmanna á Bretlandi. Hann braust áfram af eigin ramleik og með þeirri að- stoð sem fólk hans gat veitt, en átti ekkert efnað áhrifa- eða aðals fólk að, eins og þeir, sem hæst hafa komist f íhaldsflokknum. Heath er glæsilegur maður í allri framkomu og mikill mælskumaður og sannfærandi. Ef til vill verður ekki sagt, að hann sé þannig, að öllum þyki vænt um hann, segir í einni lýsingu á honum, en menn dást að honum. Hann var fyrst kosinn á þing 1950 og framaðist er McMillan var forsætisráðherra, en er kunnastur erlendis sera for- maður nefndar þeirrar er ræddi i Bríissel um aðild Breta að EBE eða sammarkaðinum. Hann var efnahagsmálaráðunautur flokksins eftir fall stjórnar McMiIlans. Heath

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.