Vísir - 28.07.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 28.07.1965, Blaðsíða 15
VIS IR . Miðvikudagur 28. júlf 1965. 15 JENNIFER AMES: Manorán og ástér SAGA FRÁ BERLlN 20 — Én veit það ekki. Hann hvarf skyndilega í Vestur-Berlín. Ég er sannfærð um. að hann var fluttur hingað gegn vilja sínum. Ég fékk dularfulla orðsendingu um, að hann væri veikur og þyrfti á mér að halda, en sannleikurinn er, að hann hefir verið alvarlega veikur mán- 1 uðum saman. Ná vitið þér hvers vegna ég er hingað komin — er það ekki? Hún mælti þetta klökkum bænar rómi. Allt í einu varð hann vinsamlegri ’ á svip og röddin hlýlegri: — Afsakið, að ég taiaði ejns og ég gerði. Þetta er ekki f fyrsta ; sinn, sem þeir hafa flutt vísinda- menn hingað nauðuga og haft þá í haldi. Höllin er afskekkt stendur á gilbarmi. Það er orðrómur um, að þeir sem neituðu samstarfi við þá hafijl|0|fið — fram af gilbrún- 1 inni. * — Hann yppti öxlum, nú alvarlegur á svip. — Ó, nei, hvíslaði hún og iagði aftur augun sem snöggvas: en stappaði í sig stálinu — nú var allt undir þvf komið, að hún væri róleg og sterk. — Ég ætlaði ekki að hræða yð- ur, ungfrú, en mér fannst að þér yrðuð að vita þetta. Hafi faðir yðar neitað samstarfi við þá - eða neiti þvf, er líf hans í hættu. Yðar líka. Allt í einu greip hann f handlegg ‘ hennar. ' - Þér eruð ungar. Þér segið,; ' að faðir yðar sé hættulega veikur.; Áf hverju reynið þér ekki að flýja ; áður en Rudolph kemur út. Þér ■ sjáið skóginn þarna hinum megin ; við engið. Kannski gætuð þér falið vður þar og ég hiálpað yður eftir ] að dimmt er orðið. Trúið mér, þér ■ 'eggið líf yðar f hættu, ef þér hald- j ' ið áfram til hallarinnar með þess-! um manni. - Ó, þakka yður fyrir, sagði i Linda. Hún riðaði og lá við yfir- j liði, en það bráði af henni. ! — En ég verð að komast þang-1 að og hitta föður minn. Ég get | ekki hugsað til bess. að hann sé ! þarna einn, veikur og kannski deyj- andi. Hann er hræðilega þrár . . . — Viljið þér ekki lofa mér að hjálpa yður? Rödd hans virtist bera því vitm, að hann væri sár. Skyndilega tók hún ákvörðun. Hún varð að treysta á einhvern. Hún hafði treyst á David. Nú varð hún að treysta á þennan mann. — Jú, þér getið kannski hjálp- að mér. Ég held, að maður, sem lfka vill hjálpa mér, komi á eftir á bifhjóli. Ég skal reyna að sjá um, að hann komi hér við. — Hvernig getið þér það? Hún þrýsti sígarettupakka í lófa hans. — Þegar við erum farin dreifið þessum sfgarettum, hálfreyktum stubbum, á veginn og afleggjarann heim að húsinu. Gefið gætur að honum — manninum, sem kann að koma hvdnæ'r iem^TOra sidál Segið honum allt,-sem-vþér hafdð sagt mér — um höllina, hverjír þar eru — og við hverju hann megi búast. Ég legg Hf mitt og sennilega föður míns líka í yðar hendur, en ég hef á tilfinningunni, að ég geti treyst yður. Hann beygði sig niður og kyssti hönd hennar. Hann gerði þetta svo kurteislega og eðlilega, að það vakti furðu hennar, enda kom þetta henni og mjög óvænt, þar sem hér virtist um sveitapilt að ræða. — Þakka yður fyrir, ungfrú, sagði hann. Þér sýnið mér mikinn heiður. Ég mun ekki bregðast yð- ur — og gera allt, sem í mínu valdi stendur til þess að hjálpa yður, bæði nú og síðar. — Þúsund þakkir, sagði hún hrærð. Svo rétti hún úr sér ákveðin á svip. Hún var staðráðin í að horf- ast í augu við hverja hættu og að láta ekki bugast. — Og nú er víst bezt, að við kveðjumst, bætti hún við. Það er sjálfsagt heppilegast að herra Man heim sjái okkur ekki ræðast við. 12. kapítuli. Eftir að þau fóru frá bóndabýl- inu lá vegurinn upp í móti og gegn um furuskóg. Linda hélt áfram að rekja, en reykti þó minna, því að henni var ekki grunlaust um, að Rudolph væri farinn að gruna eitt- hvað. Einnig var henni mikil hug- hreysting í því, að pilturinn á býl- inu myndu vísa David veginn, ef fundum þeirra bæri saman. Engin byggð var neins staðar og skógur- inn virtist verða þéttari og þétt- ari, og svo — allt í einu, þar sem bugða var á veginum blasti höllin við. Og hún var hátt uppi í fjalli — nærri á tindinum. Einhvern tíma hafði höllin verið falleg, en byggt hafði verið við hana til mikilla út- Iitslýta. Viðbyggingaráma var úr rauðum múrsteini og skar sig mjög frá aðalbyggingunni. — Engelbert-höll, sagði Rudolph. — í viðbyggingunni eru rannsókn- arstofur visindamannanna. Svefn- stofur þeirra eru líka þar. í raun og veru er álman sérstök bygging, aðgreind frá aðalhöllinni. Hún veitti því athygli, að járn- grindur voru fyrir öllum gluggum í nýju álmunni — og leit hún frekast út sem fangelsi. — Rann henni sem kalt vatn milli skinns og hörunds og nú magnaðist ótti hennar. Hvernig mundi föður henn- ar líða þar? Var hann kannski fangi — og hvernig mundi líðan hans, jafn bágborin og heilsa hans var, vera nú, eftir að hafa verið lokaður harna inni þótt ekki væri nema nokkra daga? — Skyldi ég fá tækifæri til þess að heilsa upp á föður minn þegar í stað? sagði hún hálfkæfðri röddu. — Já, ef hershöfðinginn fellst á það, svaraði hann digurbarkalega. — en fyrst verðið þér að heilsa upp á Engelbert greifa, sem er síðastur Engelbertanna, — en að vísu hef ég heyrt, að hann eigi frænda, sem kannski erfir hann Líkurnar eru þó meiri að ríkið j taki við höllinni og gósinu. Greif- inn er hér ■ raunverulega nú sem gestur rífððns? — En er þetta ekki hans eigið heimili? Hann svaraði kuldalega, næstum fjandsamlega: --- X þessum hluta Þýzkalands j situr ríkið í fyrirrúmi fyrir öllu, j ungfrú. í þessum ? svifum sveigði hann : inn á mjóan, brattan veg, sem lá j upp að höllinni. örskammri stundu síðar námu þau staðar fyrir framan tröppurnar úti fyrir aðaldyrunum. Otidymar voru rammlegar og jám slegnar. Rudolph blés tvívegis og dyrnar j opnuðust. Ot kom maður ,sem leit frekar út sem lögreglumaður en ■ dyravörður. Hann kom niður tröpp- ■ urnar og tók tösku Lindu. Hvomg- ur þeirra gerði sig líklegan til að opna bílhurðina fyrir hana. — Greifinn bíður eftir að taka j á móti ungfrú Redfern. Linda kipptist við, er hún heyrði sitt eigið nafn, en vltanlega vissu þeir hér, að hún var dóttir Red- ferns' prófessors. Rudolph veitti athygli undrun hennar og var hann á svipinn sem honum skemmti. — Við sleppum alveg þessari „ó-Farrel-vitleysu“ hér, sagði hann. Sannleikurinn er sá, að við létum það aldrei gabba okkur. Nú verðið þér að fara inn svo að gre'ifinn geti boðið yður velkomna. Það er eitt af því sem hann enn fær Ieyfi til, að taka á móti gestum Forstofan var ferhyrnd og rúm- góð, gólfið flísalagt. Á einum veggn um var gríðarmikill arinn. — Þessa leið, ungfrú, sagði bryt- inn, ef hann var þá bryti, og leiddi hana gegnum opnar eikardyr inn í eitt fegursta herbergi; sem Linda nokkurn tíma hafði komið inn í. Þetta var eins og að hverfa aftur til liðins tíma. Húsgögnin voru án efa margra alda gömul, veggtjöld slitin og máð, en litsta vel gerð og enn fögur. Linda horfði á allt af aðdáun. Fyrir framan arin stóð hávaxinn, glæsilegur maður klædd ur fötum, sem voru í sniðinu eins og þau hefðu verið saumuð fyrir þrjátfu árum. Það var ekki fyrr en Linda horfði í augu hans, að henni fannst, að hún hefði séð hann fyrr — eða var það einhver líkur honum en. yngri? Hann gekk á móti henni með framréttar hendur — Velkomnar til Engelberg-hall- ar, ungfrú Redfern, sagði hann. Hún kinkaði kolli. — Þakka yður fyrir, Engelbert greifi. Það er vinsamlegt af yður að taka á móti mér. — Það gleður mig sannarlega. að hafa fengið tækifæri til þess að taka á móti yður og ég vona, að þér verðið ánægðar hér, en ef þér kæmuð til með að hafa yfir ein- hverju að kvarta bið ég yður að minnast þess, að ég er ekki leng- ur húsbóndi á mínu eigin heimili. Rudolph, sem hafði numið staðar úti við dyrnar, hóstaði allt í einu, og mátti skilja það sem aðvörun. — Vilduð þér ekki vera svo vænn, sagði Linda við greifann, að fylgja mér til föður míns þegar í stað. Mér skilst, að hann sé mikið VéTkúfr'“Við höfum~ek:Ki vefið'áð- skilín nema nokkra daga, ‘ en samt finnst mér heil eilífð síðan ég sá hann. Hann lyfti lítið eitt hvítum, grönnum höndum. . — Það er ekkert á mínu valdi lengur, ungfrú Redfern. Hið eina, sem ég get gert er að bjóða yður velkomna, og fullvissa yður um, að ég mun gera það, sem ég get til þess að fari vel um yður. Viltu gera svo vel að vlsa ungfrú Redfern til herbergis hennar, Gustav. — Þökk, Engelbert greifi. Henni tókst með naumindum að stynja þessu upp. Svo var henni fylgt upp stiga og inn I herbergi, sem var miklu nýtfzkulegra en það, sem hún hafði verið í niðri. En þegar hún leit í áttina til glugg- ans varð hún óttaslegin, þvl að járngrindur voru fyrir glugganum — sams konar og fyrir gluggunum I álmunni. Hún gekk út að glugganum og horfði út og minntist þess, sem pilturinn hafði sagt um gilbarm- inn. Höllin var byggð næstum á barminum. Kannski járngrindurnar væru til öryggis — og henni var nokkur frðun f þeirri tilhugsun. IPn ...AN7 TAKZAN, UNWATCWE7 7UStlN6 THE AK.GUIWENT, STKUS6UES TO CLEAK KOZENHU'S VOFB FKOfA HIS 5KAIN. Á meðan að Kozenku reyi. að tefja fyrir því að senda Tarz an, meðvitundarlausan til aðal- stöðva samsærismannanna þang að til flugmaðurinn hefur hjálp að honum að finna bátinn, sem iieiur verið stolið. ag skal sý-n,. ykkur hvernig á að skjóta af byssum sem ég fann I bát þeirra. Við bíðum ekki með að drepa vondu mennina með spjótum eft ir að þeir eru sofnaðir heldur gerum þuö strax meo Og Tarzan sem ekki er fylgzt með meðan á þrasinu stendur, berst við að losna við áhrif sem eitur Kozenkus hefur haft á heila hans. Ég hlýði því sem mér hefur J..0 wKn^io ti.vU, láttu mig hafa Tarzan eða ég tala við foringjann í talstöðinni og segi honum að þú látir fyrirskipanir hans eins og Vind um eyru þjóta. VlSlR ASKRIFEIMDAÞJONUSTA Askriftar- . . r, simmn er Kvartana- i 1661 virka daga Ki. »- 20. oema laugardaga K». 9—13. áUGLÝSING i VÍSI efkur viðskiptin tisis KÓPAVOCUR Afgreiðslu VÍSIS í Kópa vogi annast frú Birna Karlsdóttir, sími 41168. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða HAFNARFJORDUR Afgreiðslu VÍSIS í Hafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir, sími 50641. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. KEFLAVIK Afgreiðslu VíSIS í Kefla vík annast Georg Orms- son, sími 1349. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.