Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 4
4 V í S I T. . 7..itudagur 5. ágúst 1965, Jón Böðvarsson búandi í Skagfjörðsskála vísar fólki á réttar leiðir. Útsýnið af Valahnúk yfir Krossárdalinn suður til Eyjafjaliajökuls. Tjótt Þórsmörk sé upp á síð- kastið fræg fyrir það að hún er orðin það sem unga fólk ið kallar aðal-geimstað sum arsins, þá má ekki gleymast það að aðalatriði, að hún er náttúruundur. Hún hlýtur að snerta hvern mann sem þangað ketnur og reikar um hæðir og dali sem eitt fegursta og stór- brotnasta svæði íslands. Ég hitti inni á Þórsmörkinni um helgina einmitt einn þeirra manna, sem koma þangað á hverju sumri, vegna þess að enginn staður á landinu veitir þeim slíkan unað og frið. Hann sagði við mig: — Þórsmörk er eini staðurinn á öllu landinu sem ég get sagt að ég sé ást- fanginn í. Og ég gat skilið þá hugsun sem lá að baki þessu eftir að hafa reikað um Mörkina einn sólfagran sunnudag. Það eru auðvitað til margir staðir á Is- landi sem fengið hafa orð á sig fyrir fegurð. Oft er það frumskilyrðið til þess að land- ið grípi mann þeim tökum, að þar sé kjarr eða skógur. Þórs- mörk á slíkar skógarspildur sem setja þennan dökkgræna hjýlega svip á dali og hlíðar. En hún á miklu meira. Hún á stórbrotna fjallasýn, sérstak- lega suður til Eyjafjallajökuls og inn á Goðaland og norður af henni er skammt ti) stór- brotinna gljúfra Markarfljóts. Jökulárnar eru leirlitaðar þeg- ar maður stendur við þær og Márkarfljótsaurar dökkir yfir- litum, en allt að einu getur sól- staður væri hluti af gróður- sælli byggð, en þrátt fyrir það er Þórsmörk í reyndinni óbyggð og hefur að jafnaði verið það. Hún er hluti af öræfum lands- ins. Og þessi staðreynd hefur sín áhrif. Þórsmörk á sér litla sem enga sögu og örnefni eru þar alltof fá. Þar er svo margt nýstárlegt og áberandi að sjá og manni finnst að hver gjá og hver nibba ætti að bera sitt nafn. En flest er þetta nafn- þar fundizt nema brýnisbútar. Nokkru norðar út undir farvegi Markarfljóts skammt frá svo- kölluðum Hamraskógum er talið að annar bær hafi staðið, sem kallaðist Steinfinnsstaðir og árið 1925 fannst þar merkilegur og dálítið óvenjulegur fornleifa fundur. Það var haugur fornmanns. Hann hafði verið heygður þar með hesti og spjóti. Þetta hafði verið lágvax- inn, aldurhniginn maður og Víisýnt er á VALAHNOK in glampað á hinum óteljandi kvíslum og myndað fagurt silf- urskært fléttuverk sem gleður augað. | skógarrjóðrunum í Húsadal og við litla glitrandi lækinn í Langadal sem fellur milli hvanngrænna bakka gætimaður vart haldið annað en að þessi laust. Að vísu bregður Njála sér á sögusvið uppi í Þórsmörk. Þar bjó hin fræga lydda sem þó stóð sig svo vel, Björn að baki Kára og er nú ríkjandi sú skoðun, að bær hans hafi verið á Þuríðarstöðum, sem muni hafa staðið forðum utarlega í Húsadal, en litlar leifar hafa búinn hafði hann verið gull- ofnu klæði. Þessi forni íbúi Þjórsárdals verður nafnlaus eins og nöfn svo margra staða er hann hafði gefið heiti hafa gleymst. Tj'ornaldarbyggðin í Þórsmörk- lagðist snemma í eyði en 400 fjár gengu þar sjálfala á afrétti vetur sem sumar. Þá var það um aldamótin 1800 að bóndi einn úr Landeyjunum á- kvað að flytjast þangað búferl- um og reyna hvort búskapur mætti ekki lukkast þar. Bóndi þessi er sagður hafa verið Sæ- mundur fáðir Tómasar Sæ- mundssonar hins dáða fram- faramanns, en Sæmundur var þá bláfátækur þótt honum græddist síðar fé svo að hann gat kostað son sinn til mennta. Þar með lýkur byggðasögu Þórsmerkur þangað til Ferða- félagið reisti sinn Skagfjörðs- skála £ Langadal og og‘ skóg- ræktin skúr 1 Húsadal. Tjegar útlendir ferðamenn tóku að flykkjast hingað til lands sérstaklega upp úr þjóðhátíðinni 1874 og jafnframt að kenna landsmönnum sjálfum að fara í skemmtiferðir og menn fóru meir og meir að læra að meta fegurð landsins, þá upphófust Þórsmerkurferðir. Þær voru þó lengi vel heldur snubbaralegar. Venja var að Framh. á bls. 6. í hlíðinni fyrir ofan grasi gróinn Langadalinn. Gaddavírsgirðingin gerir það ótrúlegt að þessi mynd sé tekin uppi á nærri 500 metra háu fjalli. En það er stað reynd, þannig lítur hátoppur Valahnúks út í dag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.