Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 15
VÍSIR . Flmmtudagur 5. ágúst 1965. 15 JENNIFER AMES: SAGA FRA BERLÍN — Leitt, að ég skyldi ekki geta verið þar, hvíslaði hann, svo hóst- aði hann aftur. En ég ætla að vera við, þegar herra Sell kemur næst, þá ætla ég að vera búinn að ná mér. Hann er viðfeldinn, ungur maður, einstakur í sinni röð. Ég gæti trúað að hann ætti hvergi sinn lfka. Hann reyndi svo lítið bar á, að leggja áherzlu á hvert orð. Og Lindu skildist, að faðir henn- ar hafði þá verið * íbúð Hans Sell daginn sem hann hvarf. — Mér þótti svo vænt um, að geta skoðað safnið og eftir á rædd um við saman — indælt. Og meðan hann þagði eft’r að hafa sagt þetta skildist henni, að hann væri að segja henni hvað gerzt hefði á sinn máta. Ótal spurn ingar vöknuðu í huga hennai og hún var smeyk um að hjúkrunar- konuna færi að gruna eitthvað, ef hann héldi áfram I þessum dúr. Hans hafði sagt henni, að faðir hennar hefði ekki komið í íbúðina. Hann hafði fullvissað hana um, að hann hefði ekki séð föður hennar þetta síðdegi. Fyrst hann hafði sagt allt ósatt um þetta hvemig gat hún þá treyst því, að hann hefði sagt satt um annað? Hann hafði sakað David um að hafa myrt Frankie Dixe, en gat ekki hugsazt, að hann vissi sjálfur hver hafði gert það? Og var það ekki furðulegt iafn hrifinn og hann hafði þótzt vera af föður hennar, að hann skyldi ekki hafa heimsótt hann hérna? Eða hafði yfirhershöfðing- 'nn kannski ekki gefið leyfi til þess. — Þú skalt heilsa herra Sell trá mér, góða mín, sagði hann nú næstum hvasslega þótt hann talaði lágt. Mig langar hræðilega til að hit.ta hann. I þessum svifum kom Rudolph inn og sagði, að tfminn væri lið- inn. — Kannski fæ ég að heimsækja hann aftur síðdegis? spurði Linda. — Yfirhershöfðinginn tekur á- kvörðun um það. Á leið til herbergis síns var hún sannfærð um það, að faðir henn- ar hafði aldrei verið andlega hraust ari en nú, og fyrir bragðið var hún bjartsýnni en ella. en það olli I henni miklum kvíða sem hann ! hafði gefið henni í skyn um Hans Sell? Það var engu líkara en að Hans Sell hefði haft einhver af- skipti af hvarfi föður hennar frá Vestur-Berlín? Væri svo var skýr ing fuiidin á mörgu og henni fannst þetta ógurlegt um að hugsa. Hún hafði litið á Hans sem vin. I Hún hafði lagt trúnað á, að hann vildi og gæti hjálpað henni, en ef hann hafði tengsl við kommúnista og hafði hjálpað þeim til að ræna föður hennar gat hún vissulega engrar hjálpar vænzt frá honum. Og jafnframt var henni ljóst I hve geigvænlegri hættu hún var, ef svo var, sem hana var farið að gruna, að þetta væri maður, sem einskis svifist. — Ég fæ ekki tækifæri til göngu um garðinn fyrr en síðdegis sagði Rudolph. Bfðið eftir mér þangað til ég kem. — Ég er ekki lengur sjálfráð gerða minna, .svaraði hún kulda- lega og lokaði dyrunum á eftir sér. Er hún hafði neytt hádegisverð- ar — ein að venju, var ekki um annað að ræða en bíða. Henni í fannst biðin löng, o g er þernan kom eftir bakkanum bað hún hana að spyrja hvort hún mætti ganga um garðinn. — Ég skal spyrja, ungfrú, sagði þernan. Hún brosti til Lindu. Það var I fyrsta sinn, sem hún brosti til henn ar. Og Lindu hlýnaði um hjarta- ræturnar við brosið, og flýtti sér að spyrja: — Hafið þér verið hér lengi? — Um það bil eitt ár, ungfrú. — Eruð þér úr þessu héraði? — Nei, ég er pólsk. — Pólsk?, endurtók Linda undr andi. — Já, einu sinni vorum við svo stolt af landi okkar. Við héldum jafnvel, að við myndum geta varið það gegn Hitler. Hún brosti beizklega. — Og nú verðið þið að fara var- lega til þess að reita ekki kommún- ista til reiði gæti ég trúað? — Við og við fáum við leyfi til þess að taka okkar eigin ákvarðan- ir, sagði þernan og yppti öxlum. Ég var I póisku fre'sishreyfing- unni. Ég var alin upp hjá frænku minni, sem er gift, og á heima hérna ekki fjarri, — Hér nærlendis? Hvað heitið þér? - Helga Rav/itz, svaraði þernan og brosti, en brosið hvarf fijótt. — Já, frænka mín giftist austur þýzkusn bönda, sem býr skammt héðan. — Þetta er einkennilegt, sagði Linda. Á leiðinni hingað höfðum við viðdvöl skamma stund á bú- garði hjá fólki sem bar ættarnafn ið Götz. Þar voru tvær systur, Gréta og Anna. — Já, frú Götz er frænka mín, sem ég talað'i um og Gréta og Anria systur tnínar, og nú, ef þér viljið afsaka mig, ungfrú ætla ég að fara og spyrja hvort þér megið ganga um garðinn. Hún hikaði, en hvíslaði svo: — Ef ég get orðið yður að ein- hverju liði, ungfrú, þá látið mig vita. Það er þó ekki mikið, sem ég get árætt að gera en lífið hér er ekki mikils virði, og ef það er eitthvað, sem ég get gert fyrir yður geri ég það með glöðu geði. — Þúsund þakkir, sugði Linda með tárvot augu. Þetta vináttutilboð var henni sem að líkum lætur afar mikils virði. Henni flaug I hug sem snöggvast, að ef til vill væri eitthvað grun- samlegt við þetta tilboð stúlkunn- ar, en svo hratt hún þeirri hugs- un frá sér. Svipur stúlkunnar bar því vitni, að hún var heiðarleg og góð stúlka — og hún var áreiðan- lega undir niðri ekki á bandi þeirra sem rænt höfðu föður hennar. Helga kom að vörmu spori. — Þér megið ganga um garðinn ungfrú, sagði hún og bætti svo við með áherzlu: j — Þér vitið, að varðmaður verð ur yður alltaf nálægur. — Já, ég geri mér það Ijóst. — Megið þér njóta göngunnar, sagði Helga og fór. L'inda var allóstyrk á taugum, meðan hún bjó sig til göngunnar. Mundi David vera þar, sem hann hafði sagt, að hann yrði? Hve mik ið gat hún sagt honum? Var það ekki allt byggt á grunsemdum, sem hún gat sagt honum. Jú, eitt var staðreynd. Faðir hennar hafði verið í íbúð Hans Sellers daginn sem hann hvarf. Eins og daginn áður fylgdi vörð ur henni eftir, en ávallt gætti hann þess, að nokkurt bil væri milli þeirra. Það var hámark þeirrar til- litssemi, sem honum var leyft að sýna henni. Eins og daginn áður gekk hún fyrst um rósagarðinn og horfði áhugalaus á litríkar, fagrar rósimar. Svo gekk hún í áttina að gilinu, og það var eins og það hvíldi nær sami skuggi yfir því og áður, og nú veitti hún athygli sillu í gilveggnum eins og tvo metra neðar gilbarminum. Hún sneri sér fljótt undan. Hún hafði minnzt þess, sem Rudolph hafði I sagt. Svo gekk hún gegnum garð- ] inn að ánni litlu á mörkunum, og I hún varð að stilla sig að kæfa gleði óp, sem næstum kom yfir varir ' hennar, þegar hún sá fiskimann- ! inn, þar sem hann sat áiútur á bakkanum og var að dorga. Það ; var eins og-hún hefði vængi og • gætí hafið sig til flugs, en hún i 'gætti þess að herða ekki gönguna, ; og svo bar hana þar að, sem hann ; sat. — Gott kvöld, sagði fiskimaður : inn og tók í hattbarðið. — Hafið þér haft heppnina með ■ 1 dag, fiskimaður? — Ekki enn, ungfrú. Þér munið kannski að ég lofaði yður fyrsta urriðanum? Kannski verð ég svo | heppinn að veiða hann seinna f i dag og þá skal ég koma með j hann sjálfur til hallarinnar. — Það væri mjög vinsamlegt af yður. Hún þagnaði sem snöggvast: — Ég vona að ég fái tækifæri til þess að taka móti honum sjálf. — Það vona ég líka ungfrú. Varðmaðurinn hafði numið stað ar svo nærri, að hann hlaut að hafa heyrt hvað milli þeirra fór, en iík lega hafði honum leiðst mas þeirra, því að hann gekk kippkom í burt og fór að skemmta sér við að kasta steinum út f ána. Linda gekk nær David og hvísl- aði: — Hann Sell er hér. — Ég veit það — þér hlýtur að vera rórra. Það var broddur í þessu, en hún flýtti sér að segja: — Nei, ég treysti honum ekki lengur, sagði hún áhyggjufull. Pabbi reyndi að leika sitt hlutverk, ; sem væri hann orðinn kalkaður og I hálfruglaður, en hann kom mér í | skilning um, að hann kom í íbúð : Hans Sell daginn, sem hann hvarf. ! — Jæja, er það allt og sumt, sem ; þú fékkst vitneskju um? — Nei, austur-þýzka lögreglan leitar mfn. Hans segir að þú sért gnjpa$ur um morð á Erankie.Hann er sannfærður um að þú hafir myrt hana. — Eða kannski hann sé að reyna að sannfæra þig um það — og það er víst mergur málsins — eða hvað? - — Sennilega. — Guði sé lof og þökk fyrir að þú trúðir honum ekki, Linda. — Hvernig veiztu að ég trúði honum ekki. Hann brosti rólega til hennar. — Þú mundir ekki segja mér allt þetta, ef þú tryðir honum? — Nei, hvíslaði hún. Þau voru niðursokkin í það, sem þau voru að hugsa um, að þau höfðu ekki veitt því athygli ,að einhver nálgaðist. - Linda, ég hefi leitað þín um allan garðinn. Það var Hans Sell, sem talaði úr nokkurri fjarlægð. Hún sneri sér snöggt við. Hann gekk f áttina til þeirra og hún varð skyndilega óttáslegin. Hún hafði alltaf óttast ,að þeir myndu hittast, Hans og David. Og nú var stundin runnin upp. Mundi gervi Davids duga? Mundu hin athugulu brúnu augu Hans sjá gegnum blekk ingarkuflinn? 'wvwwwvwvwwwy VÍSIR ASKRDFENDAÞJONUSTA Áskriftar* Kvartana- síminn er 11661 vlrka daga kl. 9 — 20. aema | iaugardaga kl. 9—13. WWVWVSA/WVWVSAA/ vjmile GRoeey, LEG - NllíáBEF, TA.KZAN, KESCUE7 BYTHE UKURUS, IS CARRIE7 TO THE HIJACK.EF . RIVER CRUISER... T á R Z A Á meðan Tarzan er fluttur til bátsins. Ég skaut byssuna úr hendi þinni sem lexíu um að þú hótaðir mér ekki. Ég vil ekki drepa félaga Kozenku. Við höf- um bát vondu mannanna svo að kannski þeir reyni að fljúga i burt í himnavélinni. En ég veit hvernig á að gera himnavélina eins og að særðum fugli svo hún fljúgi ekki frá okkur. wsswm KÓPAVOCIIR Afgreiðslu VÍSIS í Kópa vogi annast frú Bima Karlsdóttir, sími 41168. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. HAFNARFJORÐUR Afgreiðslu VÍSIS í Hafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir, sími 50641. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. KEFLAVÍK Afgreiðslu VÍSIS í Kefla vík annast Georg Orms- son, sími 1349. AfgreiðsJan skráir ’ nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér. ef um kvartanii er að ræða.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.