Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 5

Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 5
Misjöfn aðsókn að góðu myndunum Þaö er oft kvartað yfir því, hve lélegar kvikmyndir séu sýndar yf- ir sumarmánuðina og það er sjálf sagt rétt, að kvikmyndahúsln geymi ýmsar þær myndir, sem þau telja líklegastar til þess að fá góða aðsókn, til sýningar með haustinu. Ekki veröur því neitað, að marg- ar Iélegar kvikmyndir hafa verið sýndar í sumar, en við og við hafa veriö sýndar dágóðar myndir og sumar mjög góöar. Sumar góðu myndimar hafa dottið niður vegna lélegrar aðsóknar, eins og kvik- myndin: „Stormasamt í Washing- ton“ í Stjömubíói, leikin af úrvals- leikurum, Henry Fonda, Charles Laughton, Gene Tiemey og fleir- um. Hún fjallar um stjómmálaleg átök vegna þess að forseti Banda- ríkjanna valdi sem utanríkisráð- herraefni mann, sem miklar deilur urðu um og notað af andstæðing- um hans að þeir hefðu komizt á snoðir um, að hann hefði tekið þátt í „sellufundi“ þar sem rætt var um kommúnisma. Undirnefnd í öld ungadeildinni fær feril mannsins til rannsóknar og er ekki ófróðlegt að kynnast vinnubrögðum á þing- nefndafundum, er yfirheyrslur fara fram, umræðum í sjálfri öldunga- deildinni o.s.frv en annars er hér lýst miskunnarlausum átökum, þar sem engum er hlíft, átökum sem leiða til átskanlegra örlaga sekra sem saklausra. — En sem betur fer fá góöu myndirnar sumar á- gæta aðsókn og svo virðist ætla að vera meö Hetjurnar frá Þelamörk sem Háskólabíó er byrjað að sýna. Hún fjallar um hetjudáð norskra frelsisvina á þeim tíma, sem Nor- egur var hernuminn I síðari heims styrjöld. Þetta er brezk mynd, vel gerð og leikin, og er með íslenzk- um texta, en aukamynd er frá heimsmeistarakeppninni í knatt- spymu. Atburöir síðari heimsstyrj aldar eru mörgum enn í fersku minni, og hetjuleg barátta Norö- manna, og á það vafalaust sinn þátt £ ágætri aösókn. Kvikmyndin Ævintýri á Krit ,' Gamla bíói fékk líka þegar í byrj- un ágæta aðsókn. Ekki er það vegna þess, aö efnið sé stórbrotið, sagan er reyfarakennd, en spenn- andi frá upphafi og er því efnis vegna dágóð dægrastytting, en vafa laust er það hin unga leikkona Hayley Mills, sem fólkið vill sjá, vafalaust meðfram vegna aðlað- andi persónuleika hennar. í þess- ari mynd leikur hún unglingsstúlku sem er einlæg, hreinlynd og dreng lynd, óbugandi í öllu mótlæti og alltaf hlýleg, hjálpfús og aðlaðandi svo að öllum geöjast að henni, ung um sem gömlum. Til þess að fara með þetta hlutverk hefur Hayley Mills öll skilyrði.. — Það þarf ekki klámmyndir til þess að fá fólkið til að fara I bíó. Það hefur sann- azt hér. — L De Gaulle býsf við styrjöld milli Bandaríkjanna og Kína Norðurlandablöðin birta Parísar- j fréttir um skoðanir de Gaulle fo,'-, seta cg ummæli franskra blaðaI undir þessari fyrirsögn.' Undir í myndinni stendur: Börnunum í, vald sitt. í þá átt hníga ummæli þorpi er. skipað í röð undir banda- i franskra blaða um utanríkisstefnu rísku efiirliti. Voldugum þjóðum! Bandaríkjanna. tinnst að þær verði að nota sér I ^ Johnson Bantíaríkjaforseti verður gerður að heiðursdokt- or Rhode Isiand háskóla í dag. ► Tvær brezkar flugsveitir (sprengjufiugvélasveitn') eru á förum frá Singapore og fer önnur heim til Bretlands, en hin til eyjarinnar Möltu. Tíu brezk herskip veroa flutt frá Malajsíu og Singapore £ næsta 1 misseri. Flóttamenn, 44 taisins, komu nýlega til Floridaskaga1 eftir áhættusama ferð í smábát- um frá Kúbu um Floridasund. ► Nokkrir tugir manna í Japan hafa drukknað eða er saknað eftir mikil flóð af völdum úr-! komu, sem kom í kjölfar hvirfil vinds. Jarðhrun varð víða og olli einnig inanntjóni. Á flóða- j svæðinu eru 6000 hús. ► First National City Bank í New York hefir hækkað for- vexti af þriggja mánaða lánum upp I 6% vegna mikillar lána- eftirspumar. SkrHstofustúlka óskast Gskum eftir að ráða skrifstofustúlku til út- skriftar á reikningum o.fl. Væntanlegir um- sækjendur tali við Halldór Sigurþórsson. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Kassagerð Reykjavíkur h.f. T æknifræðingur óskast til starfa við eldvarnareftirlit Reykja- víkurborgar. Umsóknir með upplýsingum um starfsferil og afrit af prófskírteinum sendist undirrituðum fyrir 1. sept. n.k. 19. ágúst 1960 Slökkviliðsstjórlnn í Reykjavík UNGIR MENN Á GLA Hayley Mills mynair kvik'P tnyndixf kvlk _ myndir m; cvikTkvik kvikKfí'MikvikBMRIgkvikI .yudirjmyudir aiynd 1 rmyndrr[WbtfvM mvtTh i rI * L rr.iXfi L'x k k *rayi-ryirL".,rx~ -..--r rv ■ ■ ■ Það er ekki aðeins í Lundúnum, sem fjölmemui lögregluliði er teflt fram tH þess að leita uppi og hand- taka afbrotamenn, sem hafa orðið lögreglumönrmm aö bana. Yfir 700 RigregUtmerm leituðu í Eppingskógi við London í gær að „þriðja manninum", sem grunaður er um morðin á lögreglumönnun- um þremur, en tveir hafa verið handteknir og sakaðir um þátttöku í morðunum. „Þriðji maðurinn“ heitir Harry Roberts og er sagður vel vopnaður. — I Gautaborg er leit haldið uppi að afbrotamanni, sem grunaður er um þátttöku í morðinu á lögreglumanni í Nykjöp- ing. — Félagi hans Gunnar Nor- gren var handtekinn þriðjudag s.l. og var fluttur f fangelsi járnaður á höndum og fótum. Og nú hefir lögreglan fengið ýmsar upplýsingar um þann, sem leitað er að, en hann heitir Clark Olofsson og er 19 ára. I fyrradag hringdi hann til móður sinnar og grátbændi hún hann um að gefa sig fram, en hann harðneitaði, og hafði í hótunum að láta ekki taka sig lifandi. Til marks um hve leitin er áköf, er, að í Gautaborg var kvikmynda- hús umkringt og sýningin stöðvuð meðan leitað var að Clark. I NTB-frétt í gær var sagt frá ferðamanni enskum, sem fannst særður hnífstungum á Vikafjalli í Sogni. Hann hafði hitt tvo danska pilta, sem hann fékk að sitja f bil hjá, gegn því að hann borgaði benzínið. Þeir rændu hann pen- ingaveski og hafurtaski (hann var á gönguferðalagi). Er hann reyndi að verja sig gripu þeir til hníf- anna. Piltarnir voru handteknir. Bílnum höfðu þeir stolið í Kaup- mannahöfn. I mörgum menningarlöndum Gunnar Norrgren Fluttur í varðhald í hand- og fótajámum. er vaxandi fjöldi unglinga á glap- stigum, lifir slæpingjalífi, áhuga- lausir og í tilgangsleysi, og verða oft eiturlyfjaneytendur. Og fyrir sumum fer svo, að þeir gerast af- brotamenn, morðingjar og ræn- ingjar. Veldur þetta æ meiri á- hyggjum allra hugsandi manna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.