Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 16

Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 16
VISIIC Gabriei Axcl (snýr baki í myndavélina meö derhúfu) ræö ir við leikarana áöur en eitt atriðiö er tekið. 'f' Ein mesta söltunarskorpa, sem um getur síðun siidveioar hófust Síldarhrotan undangenginn sólarhring er einhver sú mesta sem komið hefur síðan síldveið ar hófust hér við land. Sólar- — Spjallað v/ð nokkra s'ildar- saltendur hringsaflinn til kl. 8 á föstu- (eða ca. 92.000 mál). Ágæt veiði dagsmorgun var 13.276 tonn var einnig I gær eSnkum á svæð inu suður af Jan Mayen, en ein hver veiði var og 100-120 míl- ur út af Gerpi. Síldin er ágæt- lega söltunarhæf og er nú salt að af fullum krafti á velflestum höfnum á Norður- og Austur- Iandi. Síldarskipin tóku að streyma drekkhlaðin inn á hafn irnar um miðjan dag i gær. Sölt unarstúlkur voru fluttar mllli Austfjarðahafna í flugvélum eft ir því hvar mest var um að vera og víða var leitað eftir fólki upp um sveitir í nágrenni síldar bæjanna. Allar söltunarstöðvar í Eyja- firði fylltust af síld, og á Siglu- firði átti að salta á 8 stöðvum. Þaöan var leitað eftir fólki til vinnu við aflann í sveitum Skagafjarðar og allt vestur á Framh. á bls. 6. lokaatriði Raucu skikkjunnar tek- m i Grindavík V'isir heimsækir kvikmyndaflokkinn Kvikmyndun „Rauðu skikkj- unnar“ hófst aftur í gær cftir nokkurt hlé, en kvikmynda- flokkurinn hefur verið fluttur norðan úr Kelduhverfi til Grinda víkur, bar sem seinustu atrið- in verða tekin-hér á landi. 1 gær, þfcgar tíðindamenn Vísis heim sóttu kvikmyndahópinn, þar sem hann var staddur í fjörunni undtr Festarfjalli fyrir austan Grindavik var mikið um að vera og loftið lævi blandið. Unnió var við að kvikmynda þegar Sigurður konungur (Gunn ar Bjömstrand) kemur ríðandi með húskarla sína og hinn flá- ráða Hildigísl og þeir finna syni Sigurðar (og bræður Sig- nýjar) og bræður Hagbarðs vegna, en Hagbarö einan lif- andi eftir orrustuna, sem Hildi- gísl hafði komið af staö milli bræðrahópanna. Taka varö hvert atriði aftur og aftur og var ekki laust við að sumir leikaranna og kvik- myndagerðarmanna yrðu smá- vægilega herskáir. Þegar búið var 'að snúa Gunnari Bjö.rn- strand viö margsinnis til að ríða með hópinn niður klif, sem ligg ur að orrustuvellinum, mátti heyra hans hljómmiklu rödd langar leiðir með hljómfalli, sem þýddi: „Nú em ek reiðr.“ — Gunnar er einstakt prúðmenni sögðu íslenzku leikararnir og hefur yfirleitt verið i þeim mun betra skapi, sem allt hefur gengið verr, en hann er greini- lega orðinn þreyttur. Gabriel Axel, leikstjórinn var einnig greinilega orðinn taugaveiklaður. Þegar tíðinda- maður nálgaðist hann til að ræöa við hann nokkur orð, sagð ist hann vona að tíðindamanni liði vel og hvarf á brott með það. Þetta er alltaf svona, sögðu þeir, sem hafa fylgt flokknum hér á landi. Þegar skipt er um stað virðist ætíð vera nokkur taugaspenna meðan leikarar og leikstjórar eru að átta sig á um hverfinu. Hagbarður (Rússinn Oleg Vi- dov), Signý (Gitte Hænning) og Hildigísl (Manfred Reddemann) voru þó rólegri, enda eru þau ekki enn orðin viðurkennd ir leikarar á heimsmælikvarða og þess vegna ekki eins vön list rænum tilburðum. Lokið verður við að kvik- mynda viö Grindavík f næstu viku ef allt gengur eins og á- formaö er. Flýgur hópurinn þá til Stokkhólms, þar sem inni- atriði verða tekin. Verður vænt anlega búiö að ganga frá mynd inni um nýár og verður mynd in þá frumsýnd samtímis f Reykjavík, Stokkhólmi og Kaup mannahöfn. .íotary-rorsetinn í heimsókn hingað Á mánudaginn kemur hingaö fil lands Richard L. Evans, forseti Alþjóða Rotaryhreyfingarinnar. ' lun hann flytja fyrirlestra fyrir “'/'iaryfélaga í Reykjavík og ná- ~ " ni og ræða við stjórnir klúbb- anna. Evans er forseti félagsskapar, — t "ilur 600.000 félagsmenn f 12. ’ílúbbum í 133 löndum. Hann mun í erindi sínu ræða um, hvernig Rotaryfélagar geti þjónað þörfum sveitarfélaganna og starfað aö Richard L. Evans æskulýðs-, mennta-, heilsugæzlu og ö.ryggismálum, Kjörorð samtak- anna á þessu ári er: Látum þetta ár skipta máli í starfi Rotary fyrir bættum heimi. Evans er útvarpsmaður, sem stjórnar og semur vikulega þætti fyrir útvarpsstöðvakeðju í Banda- ríkjunum. Mann er einn af leiðtog um Mormónakirkjunnar í Utah, í skólanefnd Utah-háskóla og i fjár- málaráði Brigham Young háskólans Hann er heiðursdoktor í lögum. Þá hefur hann ritað 10 bækur. Hann kemur hér við á ferð sinni til 30 Evrópulanda. Sigurður konungur (Gunnar Bjömstrand) til vinstri og Hildigísl (Manfred Reddemann) ræða við lelk- stjórann um hvemig þeir eigi að haga sér, þegar þ eir sjá lík konungssonanna fimm. Höfn á Bíldudal fyrir 7 millj. kr.! Miklar framkvæmdir hafa ver ið á Bíldudal í sumar. Verið er að vinna að stórfelldum hafn- arframkvæmdum á staðnum. Verið er að ljúka viö stóra barnaskólabyggingu, þá er og nýbyrjað á stöðvarhúsi Pósts og síma á Bíldudal. Mikil vinna hefur verið við hinar ýmsu fram kvæmdir á staðnum og einnig í hraðfrystihúsinu, en þar hefur verið mikil vinna, en bátar það an hafa fiskað vel á snurvoð i sumar. Fréttaritari Vísis á Bíldudal símaði í gær: Framkvæmdum við hafnar gerðina hefur miðaö vel áfrarn í sumar. Á þessu ári var veitt 7 millj. kr. í þessar framkvæmd- ir, sem munu bæta mjög við- leguaðstöðu báta við bryggjur hér. Þegar er lokið við að reka niður stálþil, samtals 27 m á lengd. Er það í vinkil, fyrst 15 m út frá gömlu steinbryggjunni og síðan 12 m. hornrétt á það. Eft ir er að fylla upp á milli stálbil anna, en líklega eru um 8-10 m. á milli þeirra. Verður það mjög mikil uppfylling. Gert er ráð fyrir, að unnt veröi að taka hið nýja hafnarmannvirki í notk un fyrir vetrarvertíðina. Yfir- verkstjóri við þessar fram- kvæmdir hefur verið Berg- sveinn Breiðfjörð. Mikil atvinna hefur verið í hraðfrystihúsinu á staðnum r sumar. Samtals eru gerðir út 5 Framh. á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.