Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 20.08.1966, Blaðsíða 7
VÍSIR- Laugacdagur 20. ágúst 1966. INN UM ÞRÖNGA HLIÐIÐ KIRKJAN Og hann fór um borgir og þorp og kenndi og hann hélt áfram ferð sinni til Jerúsalem. En einhver sagði við hann: Herra, eru það fáir, sem hólpnir verða? Og hann sagði við þá: Kost- ið kapps um að komast inn um þrönga hliðið. Lúkas 13. 22—24. , Jesús frá Nazaret prédikaði fagnaðarboðskapinn um Guð og ríki hans og hvað mönnunum beri að ástunda umfram annað. Guð er kærleiksríkur faðir allra manna, skaparinn mikli, gjafar- inn góði. Hann er ósýniiegur andi, býr í því ljósi, sem enginn fær komizt til í þessu lífi, en þó svo nálægur hverjum manni, að hann heyrir bænir hans og and- vörp. Hann veitir anda manns- ins frið og styrk og gerir hon- um fært að berjast hinni góðu baráttu. Boðskapur Jesú er trú- arboðskapur og auk þess kenn- ing um kærleika og frið. í allri kenningu hans — í dæmisögum, iíkingum og ræðum, er að finna hina háleitu lífsspeki og siða- reglur. Þessi kenning heillaði og hreif fólkiö — alþýðuna — svo að því fannst það sjá nýjan himin og nýja jörð. En Jesús þekkti veikleika mannanna og vanmátt. Þetta kemur fram í textanum'. Maðurinn spyr: Eru það fáir, sem hólpnir verða? Og Jesús svarar: Kostið kapps um að komast inn um þrönga hliðiö. Hér kemur fram aðalatriðið í kenningu Jesú, sem hann þreytt- ist aldrei á að boða. Með þrönga hliðimi á hann við veg iðrunar og trúar. í þessu var svo mörg- um áfátt. Þá eins og nú vildu mennirnir fara sínu fram, vera frjálsir og óbundnir en ekki lúta vilja Guðs. Jesús taldi sig hafa þvi hlut- verki að gegna að boða híh há- leitustu lífssannindi, vegna hins nána samfélags við Guð. Þar var hinn óbifanlegi veruleiki, sem veitti honum styrk. Þann kraft vildi hann að mennirnir fengju. Þess vegna hvatti hann þá til iðrunar og trúar, því að það var lífsvegurinn fyrir alla menn, leiðin til hins sanna sam- félags við Guð. Svo að vitnað sé til orða postulans: Vitið þér eigi, að þér eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í yður (I. Kor. 3.15). Já, bara að vér mennirnir hefð- um þetta ávallt í huga. — Þá væri mörgu óhappinu afstýrt. Musteri Guðs táknar hér íbúð Guðs. Hann á að vera í oss og vér í homim. Hér er átt við samfélag trúarinnar. Hún er svo máttug að hún getur flutt fjöll — þ. e. komið því til leiðar, sem fyrir manna sjónum virðist ó- mögulegt. Trúin leysir úr læð- ingi hulda krafta. Enginn hefur sýnt það I ríkara mæli heldur en Jesús sjálfur í lífi sínu og starfi. Það sýna kraftaverk hans — hinar undraverðu lækningar. En sá, sem læknast átti, hann þurfti einnig að eiga sterka, efa- lausa trú á líknarmátt Jesú Þetta kemur svo víða fram. „Trú þín hefur læknað þig“, segir Jesús, ekki trú mín. Svona margslungið er þetta afl, sem Jesús kom til áð benda mönnun- um á og biðja þá að nota. Hann leiðir hugi mannanna til Guðs og samfélagsins við hann, bend- ' ir á kærleika hans og miskunn, Játning Ég trúi á Guð hinn góða, Guð föður allra þjóða Krist Jesú, kónginn sanna, kónglnn í sálum manna, helgan hulinn anda, hjálpræði alira landa. Vilji Guðs vaxi og dafni svo verði í Drottins nafni. Valgeir Helgason Hugvekjan á kirkjusíðu Vísis í dag er rituð af sr. Valgeiri Helgasyni, Ásum í Skaftártungu. Hann er Borgfirðingur að ætt, fæddur á Þyrli á Hvalfjarðar- strönd 1903, stúdent í Reykjavík 1925 og tók guðfræðipróf í febr. 1931. Með námi sínu og að því loknu stundaði hann kennslu unz hann var settur prestur á Stóra- Núpi og vígður þangað 7. ágúst 1932. Síðan 1933 hefur hann ver- ið prestur í hinu gamla Þykkva- bæjarkiaustursprgstakalli (Álfta- ver, Meðalland, Skaftártunga) og setið í Ásum. Jafnframt var hann lengi barnakennari í Tung- unni. Síðustu 3 árin hefur hann verið prófastur Vestur-Skaftfell- inga. Sr. Valgeir er ókvæntur og stundar einn búskap á prests- setursjörðinni Ásum. réttlæti hans og forsjón. Sjálfur er hann boðberinn, sem á að leggja íögmál Guðs í hjörtu mannanna, birta þeim vilja hans og áform. Hann á aðeins eitt markmið — að leiða mennina á guðsríkisbraut, fá þá til að treysta honum, lifa honum í anda og sannleika. Þetta eiga mennirnir að kosta kapps um að gera og öðlast við það blessun og styrk og fúsleika til að þjóna hverjir öðrum í trú og kærleika. Hér sem annars staðar er Krist- ur sjálfur hin mikla fyrirmynd. En þó að við getum ekki nálgazt hann í góðverkum og mannkær- leika, ber okkur að hafa £ huga áminningu hans: Elskið hver annan á sama hátt og ég hef elskað yður og þetta skal vera grunntónninn í allri viðleitni okkar til batnandi sambúðar. Þessa er vissulega hin mesta þörf. Mannleg farsæld hlýtur alltaf að byggjast á kærleika og fómfýsi. Þar þarf svo víða um- bóta viö. Hugirnir þurfa að mildast og hlýna, samúðin að vaxa. Mörg -eru ágreinmgsefnin. Þykkvabæjarklausturskirkja í Álftaveri, Frækorn Það dýrmætasta, sem guð hefur gefiö okkur, er hæfileikinn til að trúa og biðja. Þeir hæfileik ar eru eins konar ósýnilegir vængir. Þeir eiga að göfga vitið, stæla viljann, þroska samvizk- una. Ef við notum þá ekki, ef viö látum ill áhrif veiða okkur i búr, svo að viö hættum að hugsa um guö, gleymum trúnni, glötum bæninni, verðum við siöpp til alls góðs, förum á mis við mestu gæfu lífsins og vantar krafta þeg ar mest reynir á. (Sigurbj. Ein.). En getum við ekki sameinazt um eitt: afstöðuna til kristin- dómsins. Geta ekki hugsjónir hans um frið og kærleiksríka sam búð verið öllum hjartans mál. í kristinni trú og kristinni lífs- skoðun eiga allir að geta veriö ' eitt, svo að sundrung og deilur víki og réni, en sáttfýsi og ein- ing setjist í öndvegi. Það er það sem koma skal og að því ber að vinna. Eining í starfi og baráttu sé aðalsmerk- ið, þetta: Kostiö kapps um að komast inn um þröngu dyrnar. Þetta er hvatning Jesú til mann- anna til að velja hina réttu leið í lífinu; leið trúar og fórnfýsi, einingar og friðar. Öll þurfum við að finna þessa leið og feta hana eftir mætti. Hún iiggur þangað sem Ijúft er aö vera, þar sem farsæld, öryggl og frelsi býr, til guðsríkisins, sem Jesús segir að sé mitt á meðal vor — hið innra með oss og vex og þroskast að sama skapi og vér lærum að gera vilja Guðs. ÞJÓÐIN Þann 11. þ.m. voru liðin 175 ár frá dauöa þess merka manns, sr. Jóns Steingrímssonar, hinnar alkuimu hetju úr Skaftáreldum. Var þess minnzt með hátíðarmessu á Prestbakka og góðum fagn- aði í samkomuhúsinu á Kirkjubæjarklaustri 7. ágúst. Prestbakkakirkja er ein stærsta og fegursta sveitakirkja á land- inu, byggö fyrir konungsfé og vígö á skírdag 1859. Þá var sum- ardagurinn fyrsti. Þótt Prestbakkakirkja sé ekki byggð fyrr en eftir daga sr. Jóns Steingrímssonar er hún tengd honum órjúf- anlega. Á Prestbakka bjó sr. Jón alla síha tíö á Síðunni og þar sem kirkjan var byggð hafði hann spáö að helgidómur mundi rísa. í kirkjunni eru margir góðir gripir. Birtist hér mynd af einum þeirra, skírnarfonti, sem er skorinn út af Ríkaröi Jóns- syni og gefinn kirkjunni af kvenfélögum safnaðarins á aldaraf- mælinu. Á hliöum fontsins eru 3 myndir, af hinum fræga at- burði Eldmessunni, sem sr. Jón söng yfír söfnuði sínum 20. júlí 1783. Á einni myndinni er sr. Jón aö blessa fólkið í messulok, á þeirri næstu er söfnuðurinn að ganga úr kirkjunni. Sú þriðja sýn ir fólkið vestur við Systrastapa bar sem það viröir fyrir sér hraunrennslið þar sem þaö hefur stöövazt £ Eldmessuteanga. Sk£rnarfontur þessi er hinn merkasti gripur og er talandi vottur um rækt þá, sem Prestbakkasöfnuður hefur sýnt minningu sr. Jóns Steingrfmssonar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.