Vísir - 29.08.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 29.08.1966, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Mánudagur 29. ágúst 1966. VISIR. ötgefandi: BlaOaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Auglýsingar: Þingholtsstræti I Afgreiðsla: Túngötu 7 Rltstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 llnur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 7,00 elntakið Prentsmiðja Vlsis — Edda h.f. Hvað gerist 1. okt.? J£kki er nú nema mánuður þangað til verklýðssamn- ingar um land allt renna út. Of snemmt er þó að spá um hvað gerast muni þann 1. október. Hitt er ljóst, að það verður undir hinum nýju samningum komið hvemig fara mun í efnahagsmálum þjóðarinnar næstu misserin, hvort þar tekst að halda sæmilegu jafnvægi eða hvort kaupkröfurnar kollsteypa kerfinu, eins og svo oft áður. Allar forsendur eru vissulega til þess að friðsamleg þróun geti átt sér stað á efnahagssvið- inu næstu misserin. Afstaðan gagnvart útlöndum er góð, gjaldeyrissjóðir miklir til í landinu, atvinna hvar- vetna næg og kaupmáttur launanna mikill. Það væri þess vegna hreint og ljóst sjálfskaparvíti, ef verklýðs- samtökin tækju það til bragðs að beita vopni sam- takanna til þess að skerða þessa mynd. Miklar kaup- hækkanir á verklýðsvettvanginum hljóta að draga á eftir sér sams konar hækkanir annarra stétta lands- ins. Síðan fylgja hækkanir landbúnaðarafurðanna í kjölfarið. Verðbólgan fær þannig ríkulegt eldsneyti, og hinn magnaði eldur mun heitast brenna á baki launamannsins, þess manns, sem einmitt átti að færa hagsbæturnar. Gengisbreyting hlýtur þar að auki að fylgja í kjölfar nýrrar kauphækkunarskriðu. Það er hverjum manni ljóst, að útflutningsframleiðslunni verður þá ekki haldið gangandi nema með breyttu gengi, enda horfa nú mörg frystihúsanna fram á þrot þegar vetur tekur við. Allar þessar staðreyndir ættu vissulega að vera forustumönnum verklýðshreyfing- arinnar ljósar. Spurningin er aðeins, hvort þeir hafa þann manndóm og kjark að draga af þeim réttar álykt- anir. Verklýðsflokkur Bretlands hefur nýlega orðið að grípa til kaup- og verðlagsbindingar með lögum þar í landi til þess að lækna þau sömu efnhagsmein, sem við eigum einnig við að etja. Vonandi kemur ekki til þess að lögbinda þurfi sams konar ráðstafanir hér, því vettvangur hinna frjálsu samninga er jafnan affarasælastur. En komi það í ljós á haustnóttum, að ofstækið og flokkshagsmunirnir ætla að verða sýni- legum hagsmunum þjóðarinnar yfirsterkari á ríkis stjórnin ekki að hika við að lögbjóða kaupgjalds- og verðlagsbindingu í alllangan tíma. Nýju friðarboði hafnað JTréttastofur skýrðu frá því í gær, að Bandaríkin hefðu gert stjóminni í Hanoi enn eitt sáttaboðið til lausnar Viet Nam-deilunnar, í þetta sinn fyrir atbeina hlutlauss ríkis. Fylgdi það sögunni að ekkert svar hefði borizt frá stjórn Norður-Viet Nam við friðar- boði þessu. Mörg önnur slík boð hafa Bandaríkin gert. En sættir hafa jafnan strandað á kommúnistastjórn- inni í norðri. Hún vill halda blóðsúthellingunum enda- laust áfram. Þess vegna er æði undarlegt að sjá þessa stjórn kennda við frið, eins og lesa má daglega á síð- um Þjóðviljans. Það er eftirminnilegt öfugmæli. „Menningarhyltingin 66 í Kína heinist nú gegn kristni og kirkju — „Austrið er Rauða torgið' Þeir kalla sig „rauða varðlið- ið“, unglingamir í kommúnista- félögunum í Peking, sem vaðið hafa inn í kirkjur að undan- fömu, hengt rauða fána á veggi og sett brjóstlíkön af Mao Tse- tung á ölturin og borið út Buddhalíkön. Og inn í einkahíbýli manna hafa þeir fariö, brotið rúður, velt um húsgögnum og hent út um glugga öllu sem- varðliðið taldi heyra undir „lúxus“ eða bera vestrænum smekk vitni. Og nú hefir liðið stungið upp á að sjálf Peking fái nýtt nafn, sem þýöir „austrið er rautt“. ÁÖur haföi það krafizt þess, aö „Torg hins himneska friðar“ yrði kallað Rauða torgið. Vitað er, að allt er þetta þátt- ur sóknar til þess að treysta völd kommúnista í landinu. Og meginþáttur þeirrar sóknar er hin takmarkalausa persónu- dýrkun á Mao, sem ofangreind- ar aðgerðir bera vitni — og ýms ummæli nánustu fylgis- manna hans, ekki sízt arftakans, Lins Piao. 1 opinberum tilkynningum er sagt, að hiö sama og gerzt hefir Yfirmenn framan við skip sitt frá vinstri Charles Windisch leiðangurs- stjóri, A.C Kohler kapteinn og A. Visser stýrimaður. við botnrannsóknir í Norður Atlantshnfi Rannsóknarskipið Vema, sem siglir undir fána Panama, er um þessar mundir statt í Reykjevíkur- siglir undir fána Panama, er nú statt í Reykjavikurhöfn. Leið- angurss.jóri á skipinu er Charles Windisch og sagði hann aö skipið hefði lagt upp frá Halifax í Kan- ada 18. júlí og hafi síðan verið við hafrannsóknir á N.-Atlantshafi. Þeir rannsaka meðal annars hafs- botninn og nota til þess sérstakan bergmálmsmæli. 19 vísindamenn eru um borð í skipinu, en alls er áhöfn þess 40 manns. Leiðangurs- stjórinn bjóst við að þeir yrðu f New York einhvem tima í desem- ber, en flestir vísindamannanna eru frá Bandaríkjunum. í Peking sé nú að gerast um allt Kma: I' NTB-fréttum til annarra fréttastofa og blaða er margt sagt um þessa miklu sókn til þess að bæla niður alla and- spyrnu gegn valdhöfunum og kommúnismanum, sem virðist hafa verið orðin allsterk, að ekki sé meira sagt, enda viöur- kennt af valdhöfunum sjálfum. RAUÐIR FÁNAR Á HVOLFÞÖKUM KIRKNA. Rauða varðliðið hefir ekki að eins hengt upp rauða fána á innveggi kirknanna og breitt þá yfir ölturin heldur hefir það líka dregið þá á stöng á hvolf- þökum kirknanna. Götunöfnum hafa þeir breytt og á Torgi hins himneska friðar mátti sjá grfðar stórt skilti, sem á var letrað: Austrið er rauða torgið. Meðal annars voru rauðir fánar dregnir að hún á hinni miklu rómversk-kaþólsku kirkju 1 Peking— og vestræn- um fréttariturum var ekki leyft að fara þar inn til þess að sjá hvemig þar er umhorfs. Um- hverfis kirkjuna er múr, en inn fyrir hann mátti ekki heldur fara. Glöggt mátti þó sjá að utanverðu frá, að kirkjugripir höfðu verið bornir út og klínt á þá svartri málningu, að rúður voru brotnar, steinkross fjar lægður o.s.frv. Ekki var fréttariturunum heldur leyft að fara inn í kirkju mótmælenda, en þeir gátu séð, að öllu hafði verið umtumað og að risastórt brjóstlíkan af Mao hafði verið sett á altarið. Mynd ir af Mao og öðrum kommún- istaleiötogum höfðu veriö hengdar upp út um alla kirkj- una. í „Dagblaði alþýðunnar", sem er málgagn Kommúnista- flokksins var skýrt tekið fram, að valdhafamir horfðu með vel- þóknun á þessar aðgerðir ungl- inganna, — valdhafamir og flokkurinn — og að Ijóst væri þar af leiöandi, að hver sá sem reyndi að hindra þessar aðgerð- ir væri að vinna gegn flokknum og stjórninni og yrði að taka afleiðingunum. Ekki vildu forsprakkar rauða varðliðsins útskýra það hvers vegna vestrænu fréttaritararnir fengu ekki að fara inn í kirkj- umar. Piao marskálkur — arí,a..i.,n. Þegar þetta var símað höfðu kínverskir unglingar safnazt saman þrjá daga í röð fyrir utan sendiráð Sovétríkjanna, til þess að bera fram ásakanir um þjónk un sovétleiðtoga við Bandaríkin og heimsvaldasinna, og smá- böm voru þar og bám myndir af Marx, Engels og Lenin — og eina stóra mynd af Stalin. Þegar þrír vestrænir frétta- menn komu þar, voru þeir um- kringdir af um 200 æpandi skólabörnum sem kölluðu sem samæfður kór: „Niður með bandarísku heimsveldastefnuna, berjist gegn sovézku endurskoðunnar- stefnunni“. Nokkur merki þess voru farin að sjást, að verkamönnum og bændum mislíkar þessar aðgerð ir, og svo var komið, að jafnvel sjálft Dagblað alþýðunnar birti grein, þar sem sagt var að eðli- lega yrðu hinum „hugrökku stúdentum smá mistök á, en túeanaurinn með aðgeröus: íftur".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.