Vísir - 09.01.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 09.01.1967, Blaðsíða 2
2 VÍSIR. Mánudagur 9. janúar 1967. FH VARSTERKARA UNDIRLOKIN ENHAUKAR OGNUÐU FRAMANAF Haukar reyndust ná- rörnium sínum og sam- orgurum, FH, heldur ó- ægilegir lengi framan af í ppgjöri þessara tveggja ða í 1. deildinni í hand- nattleik í gærkvöldi. — linnugir þess að Haukar löfðu nær gert að engu onimar inn sigur á ís- mdsmótinu í fyrra, mættu ?H-ingar ákveðnir og laus- r við sigurvissu til leiks. I rauninni má segja að FH hafi ;kki náð tökum á mótherjum sín- um fyrr en seinni hluta síðari hálf- leiks, énda þótt FH leiddi leikinn svo til allan tímann, oft með 3— 4 marka mun, og sýndi að auki betri handknattleik, sem þó var langt frá því bezta sem sést til FH-liðsins. Það sem FH vann mest á voru hinir léttu og leikandi menn, — en þá skortir Haukana, sem eru of þungir og seinir til að ná veru- legum árangri í hinum stóra sal Laugardalshallarinnar. Þá vantar alla ógnun í leik þeirra, sjaldan skorað nema af stuttu færi. Birgir Bjömsson skoraði fyrsta markið fyrir FH, en Haukar jafna og komast yfir í 3:1 með miklum látum. Þetta tókst FH ekki að jafna fyrr en á 14. mínútu, en þá hafði Kristófer tekizt að verja vítakast. Haukar náðu nú foryst- unni aftur f 4:3, í síðasta sinn, því Steinhauser 20.29 — óstaðfest heimsmet ★ Ameríkaninn Neal Steinhauser setti i gærdag óstaflfest heims- met f kúluvarpi fnnanhúss f San Fransísco, varpaði 20.29 metra. Randy Matson átti bezta afrekið, sem náðst hafði áöur, 20,17 m. Met innanhúss eru ekki viðurkennd. ★ Steinhauser var á ferð hér á landi í sumar, eins og menn ef- laust muna. Hann sagði blaöamanni Vísis þá að hann væri staö" ráðlnn í að vera með i förum með landsliði USA til Mexfkó á Olympfuleikana. Eftlr öllu að dæn>a ætlar þessu unga vöðva- fjalli að takast það. ★ Myndin var tekin á íþróttavellinum í Reykjavík í sumar (Ljósm, jbp). Geir jafnaði úr vítakasti eftir að varið hafði verið hjá honum skömmu áður. Töluverð harka var í leiknum greinilega á kostnað fallegs og skemmtilegs samleiks og Magnús Pétursson vfsaði Birgi Bjömssyni, fyrirliða FH af velli f 2 minútur fyrir mótmæli, Birgir hrópaði: „.., en það var hann sem hélt mér“ og fékk frí að launum. Páll Eiríksson skoraði 5:4 og Geir, Páll og Ragnar voru næstir að skora, og FH hafði því náð 8:4 forystu á örfáum mínútum, en þá skorar Stefán 8:5, en 3 næstu mörk skor- ar FH, Páll og Öm tvö í röð, en Haukum tókst að rétta markatöl- una svolítig við undir lokin og skoruðu tvö síðustu mörkin. Stað- an í hálfleik var 11:7 fyrir FH. 1 seinni hálfleik var munurinn svipaður en þegar um 10 mín. voru eftir tókst FH að auka muninn nokkuð og sigurinn varð 26:19, mjög sanngjam sigur, eftir heldur leiðinlegan og illa útfærðan leik. FH kemst ekki langt í Evrópu- bikarkeppninni, sem framundan er, með leik sem þessum. Að vfsu voru nokkrir leikmenn f liðinu, sem sýndu dágóð tilþrif, en sem heild var FH ekki ýkja gott. Krist- ófer varði af jötunmóði í markinu, og bræðumir Öm og Geir eru létt- ir og leikandi og skyttur góðar. Þá sakar ekki að Ragnar Jónsson skuli aftur vera með liðinu og 'sýn- ir hann betri og betri leik eftir því sem á líður og f gærkvöldi var hann mjög góður. Þá var Einar Sigurðsson mjög styrkur bæði í vöm og sókn. Haukaliðið er mjög þunglama- legt, Matthías eini maðurinn, sem er nokkurn veginn eins og æski- legt er. Þá var markvöröur Hauk- anna, Logi Kristjánsson, mjög góð- ur í þessum leik, einkum fyrri hluta hálfleiks og á köflum í seinni hálfleik. Dómari var Magnús Pétursson og dæmdi hann vel. IOOF 3, 148198. Staðan í 1. DEILD Staðan í 1. deild í handknatt- leik er nú þessi: ★ FH— Haukar 26:19 (11:7). ★ Víkingur- (9:5). -Ármann 23:13 FH 3 3 0 0 6 77:45 Valur 3 3 0 0 6 73:49 Fram 3 2 0 1 4 72:39 Víkingur 4 2 0 2 4 71:69 Haukar 3 0 0 3 0 47:69 Ármann 4 0 0 4 0 53:122 Markohæstir: Markahæstu leikmenn í 1. deild eru þessir: Hermann Gunnarsson, Val, 24. Gunnl. Hjálmarsson, Fram, 19. Ástþór Ragnarss., Ármanni, 19. Jón Hjaltalín, Víking, 17. Geir Hallsteinsson, FH, 16. Ingólfur Óskarsson, Fram, 16. Öm Hallsteinsson, FH, 15. Þórarinn Ólafsson, Víking, 14. Ragnar Jónsson, FH, 13. Einar Magnússon, Víking, 13. Sigurður Einarsson, Fram, 10. Grimur Valdimarsson, Árm., 10. VÍKIMAR UNNU ÁR- MANN 23:13 Vikingar unnu Ármann næsta auðveldlega i gærkvöldi i l. deild- inni í handknattieik með 23:13 eftir að allgott Ármannslið byrjaöi vel, en í liðinu var m.a. Ámi Samúels- son, sem hefur verið fjarverandi vegna meiðsla aö undanförnu. Ármenningar byrjuðu vel eins og fyrr segir, en um miðjan hálfleik tókst Víkingum að ná forystu með 6:2, en í hálfleik var staðan 9:5. Næst því að jafna í seinni hálfleik komust Ármenningar í 11:9, en þá skora Víkingar tvö mörk og skipta um markvörð, setja Helga Guð- mundsson inn og varði hann tvö vítaköst og varði að auki mörg önnur skot frábærlega vel. Er ekki víst nema Ármenningum hefði tek- izt að jafna ef hann hefði ekki komið þarna inn í leikinn. í staöinn náðu Víkingar 5 marka forskoti í 15:10 og tókst undir lok- in að ná algjörum yfirburðum og unnu 23:13. Menningarlegt hjálparstarf Norðurlanda í Suður-Kóreu Það er miklö menningarlegt hjálp arstarf á sviði heilbrigöismála, sem Norðurlöndin Noregur, Danmörk og Svíþjóð hafa innt af höndum i S- Kóreu, meö rekstri kennslu-sjúkra- húss, en þaö hefur verið starfrækt í 8 ár, en starfsárin verða alls 10, og taki þá Suður-Kóreumenn við því. Þá verða fyrrnefnd lönd búin að leggja fram sem svarar til um það bil 670 mlllj. íslenzkra króna til kcnnslusjúkrahússins. Alls hafa á undangengnum árum starfað 413 Norðurlandalæknar, hjúkrunarkonur og annað starfslið í kennslusjúkrahúsinu og minni sjúkrahúsum úti um landsbyggð- ina, sem eru i starfstengslum við það. Það er hinn 1. okt. 1968, sem Suður-Kóreumenn taka við að fullu og öllu. Þarna hafa kóreskir læknar verið þjálfaðir og hjúkrunarkonur og sumt af því fólki fengið styrk til þess að dveljast um stundarsakir á Norðurlöndum til frekari þjálfun- ar og kynna. Þegar Norðurlanda- starfsliðið var flest voru 90 starf- andi í sjúkrahúsinu, eins og sakir standa 42, þar af 19 Svíar, 14 Norð- menn og 9 Danir. í lok þessa árs verða þar aðeins 25 Norðurlanda- menn starfandi. Þeir sem við hafa tekiö um leið og Norðurlandafólki hefir fækkað í sjúkrahúsinu, hafa fengið svo ;öða þjálfun, að sam- bærilegt er við þá menntun og þjálf un, sem Norðurlandafólk fær. Á undangengnum tíma hefir Nor- egur lagt til flesta lækna eða 64, Svfar 31 og Danir 19, en Svíar flest ar hjúkrunarkonur eða 80, Norð- menn 58 og Danir 46. Auk lækna og hjúkrunarkverma eru lyfjafræðingar og menn þjálf- aðir í öðrum sérgreinum starfandi þarna. Augljóst er hver not hafa orðið aö þessu mikla menningarlega hjálparfyrirtæki og hversu mikil- vægur kjami til framtíðar-heil- brigðisstarfs í Kóreu það er. (Eftir NTB). 4. herb. íbúð til leigu um 100 ferm. á annarri hæð í Vesturborginni Fyrirframgreiðsla. Uppl. ekki í síma. Nýja fasteignasalan Laugavegi 12.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.