Vísir - 09.01.1967, Blaðsíða 6

Vísir - 09.01.1967, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Mánudagur 9. janúar 1967. Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar Kennsla hefst mánudaginn 9. janúar. INNRITUN NÝRRA NEMENDA REYKJAVlK í síma 2- 03-45 og 1-01-18 kl. 1—7. KÓPAVOGUR í síma 3- 81-26 kl. 1—7. KEFLAVÍK í síma 2097 kl. 3—7. S'iðasti innritunardagur er t>riðjudaginn 10. janúar. Athugið: Pantið strax. MORÐIÐ Framhald at bls. 16 Hjördísi Ullu Vilhjálmsdóttur, kom hann akandi í Volkswagen- sendiferðabíl sínum til skrif- stofu sinnar í Hafnarstræti 3. Hann haföi mætt talsvert stop- ult til vinnu sinnar, síðan hann skildi við konuna, fengið sér drjúgt í staupinu á köflum. Engu að síöur hafði hann unnið mik- inn hluta desember, að því er kunnugir herma. Þorvaldi Ara hefur sennilega dvalizt á skrifstofu sinni, enda ekki óalgengt, að hann ynni þar á ýmsum tímum. Kvöldið þar áður haföi hann beðið einn starfsmanna sinna að aka sér heim að Sólvallagötu 63, þvf að sig langaði til „að reyna að sofa“. Undanfarið höfðu vinnu- félagar hans gefið því gaum, að Þorvaldur Ari virtist. svolítið „sleginn" eins og einn þeirra orðaði það. Engu aö síður var hann þægilegur á vinnustað — eða svo ber þeim félögum sam- an um. Aldrei mælti hann styggðarvröi við neinn þeirra. Yfirleitt var hann afskiptalaus viö þá, sem hann vann meö og kom sér því vel fremur en hitt. Hinn hroðalegi verknaöur kom flatt upp á félaga Þorvaldar Ara . „Gluggar hr,“. Eftir því sem Þorvaldur Ari kom þeim fyrir sjónir datt þeim sfzt af öllu í hug, að hann gæti sýnt slíka ofbeldishneigð —. „sízt af, öllu í þessa áttina^ eins og einn þeirra sagöi blaðinu. Um tíu-leytið þetta umrædda kvöld birtist hann í bamum í Naustinu. Hann pantaöi sér tvö- faldan viskí meö sóda og virt- ist hinn hressasti, eins og bar- þjónninn, sem afgreiddi hann, sagði. Hann kom og stóð við barinn svolitla stund og tók mann tali, sem hann virtist þekkja. Hann klappaði á öxl- ina á honum og sagði: „Ef þú værir bíll mundi ég setja á þig hljöökút". Nokkru síðar spyr hann bar- þjóninn, hvort hann megi ekki skreppa frá og koma fljótt aft- ur. Þjónninn kveðst hafa sagt honum, að hann skyldi bara tala viö Hróbjart dyravörð .. • Hann hvérfur við svo búið og er fjarverandi um hríð. Þegar hann kemur aftur í Naustið, biöur hann enn um tvöfaldan viskí. Barþjónninn segir, að hann hafi ekki verið áberandi ölvaður. Hann sezt við borð hjá fólki, sem hann þekkir, og gerist skrafhreifinn. Hann dregur fram nokkur kort meö mynd af Útlaganum eftir Einar Jónsson mvndhöggv- ara og tekur að skrifa á þau. Hann afhendir nokkrum þessi kort, og við einn þeirra segir Þorvaldur Ari, að hann skuli athuga sérstaklega orðin, sem standa undir myndinni: „Útlæg- ur geng ég einn og vegamóöur". Á kortin hafði hann skrifaö nýársóskir. Þegar Naústinu sleppir, slæst Þorvaldur Ari för meö fólki, sem heldur til gleðskapar á einkaheimili hér í borg. Var farið í tvéim bílum og borgaði Þorvaldur Ari fargjaldiö. Áfengis var neytt. Menn sungú og spjölluðu. Einn viðstaddra veitti þvl at- hýgli, að Þorvaldi Ara varð tíð- gengiö til herbergis, þar sem síminn er. Leið á nóttina. Einn gestanna sagöi, aö Þor- Tækifæriskaup Vetrarkápur, verð frá kr. 995.00. Terylene-kjólar, verð frá kr. 295.00. Odelon-kjólar, lillabláir (unglingastærðir) Verð frá kr. 695.00. Dragtir, jakkar, peysur, hattar. Allt með mjög hagstæðu verði. FATAMARKAÐURINN, Hafnarstræti 1 (gengið inn frá Vesturgötu) valdur Ari hefði reynt að segja sögur. Allt í einu tekur hann fram kort meö mynd af Útlaganum, og skrifar nafn eins gestanna og eftirfarandi: Áramót 66/67. Það fara ekki allir á kirkjugarösballið í haust, sem ætluðu þangaö í vor. Ára- mótakveðjur. Þ. Ari. Síðan segir hann: „Hefurðu tekið eftir þessari mynd — sér- staklega konunni?" Við athugun hefur komið í Ijós, að nýárskortin með mynd- inni af Útlaganum keypti Þor- valdur Ari daginn fyrir Þor- láksmessu. Vísir hafði tal af nokkrum, sem voru með Þorvaldi Ara þá um nóttina. Einn þeirra kvaöst ekki muna eftir honum, enda þótt hann viðurkenndi aö hafa verið honum kunnugur. Hann virtist verjast allra frétta. Ann- ar gestanna sagði alit af létta, sem hann mundi, m. a. frá kortinu og ennfremur frá þvi, þegar Þorvaldur Ari brá sér frá kl. fjögur um nóttina til að sækja meira vín. í þeirri ferð hafði Þorvaldur Ari komið viö á Hótel Skjaldbreið og kevpt sér ölföng. Hafði hann kynnt sig sem lögfræöing og verið hinn kurteisasti. Hélt Þorvaldur nú til hússins aftur og dvelst þar til kl. tæp- lega átta um morguninn. Síðan lætur hann aka sér niöur á Hótel Skjaldbreið. Frekari vitn- eskju hefur blaðinu ekki tékizt að afla sér um ferðir Þorvalds Ara frá því að hann kom á hótelið, þar til moröið var framiö á Kvisthaga 25. Fiskverðið — Framhald at bls. 1. samanburði við aðrar sambæri- legar starfsgreinar, þar sem þær hafa ekki notið verðlags- uppbóta á laun, sem þær hafa fengið á s. 1. ári. Nemur sá mismunur um þaö bil 8% af fiskveröi og hefur ríkisstjómin ákveðið að beÞg sér fyrir ráð- stöfunum til að ;afna hann og stuðla þannig að hví að veið- amar geti haldið áfram meö eölilegum hætti. Er þá ráögert að 5% verði greidd til viðbót- ar fiskverði mánuðina marz og apríl, en 11% aðra mánuði árs ins. Mun ríkisstjómin leggja fram á Alþingi tillögur um þetta og þ. á m. um nauösyn- legar fjárhagslegar ráðstafanir í þessu sambandi. Þá hefur ríkisstjómin ákveö iö aö leita staöfestingar Alþing is á því að 20 millj. króna af þeirri 80 millj. króna upphæð, sem ætluð er til aðstoðar sjáv arútveginum í fjárlögum ársins 1967 verðj eins og á árinu 1966 notaöar til hækkunar verös á línu- og handfærafisk". Aö fenginni þessari yfirlýsingu samþykkti yfirnefnd tillögu frá oddamanni nefndarinnar, Jónasi Haralz, forstöðumanni Efnahags- stofnunarinnar, að með tilliti til 8%-anna úrskuröaði yfimefndin óbreytt fiskverð á árinu 1967, að öðm leytj en því, sem felst í sér- stökum ákvörðunum yfimefndar um verð á smáfiski og um önnur atriði. Þá varö samkomulag í yfir- nefnd um, aö verö á smáfiski yrði 14% lægra en á stórum fiski. Úr- skurður nefndarinnar var geröur með atkvæðum oddamanns og full trúa fiskseljenda, en gegn atkvæði fulltrúa fiskkaupenda. Úrskurður- inn veröur birtur í heild hér í blað- inu á morgun. Kaupmátfur — Framb bls l ur kaupmáttur tímakaups i al- mennri hafnarvlnnu, þar sem taxta- tilfærslur hafa orðið mestar, hækk- að úr 87 stigum 1963 i 92.4 stig áriö 1964, 101.2 stig árið 1965 og í 106.8 stig árið 1966. Milli áranna ’62 og ’63 var einnig hækkun i öll- um flokkum. 1 öllum tilfellum ér miðað við vísitöluna 100 árið 1959, og þá er orlof alls staðar reiknað með. Athyglisvert er, að kaupmáttur- inn fór lækkandi árin á undan 1963 BÍLAR Mikið úrval af notuöum bílum. Komið og skoðið eftirtalda bíla: DODGE DART ’67 happdrættisbíll. RAMBLER AMERICAN ’64 ’65 ’66 fallegir einkabílar. RAMBLER CLASSIC ’63 ’64 ’65 góðir bílar. OPEL RECORD ’64 special de luxe OPEL CARAVAN ’64 vel meö farinn. AUSTIN CAMBRIDGE ’63 lítil útborgun. CORTINA ’64 góöur bíll. Kynniö yður leigu- ingana hjá okkur. sölusamn- RAMBLER-UMBOÐIÐ JÓN LOFTSSON H.F. Hringbraut 121 — Simi 10600. árs og kennir bar efalaust áhrifa af hófsamlegri samningagerð hin síðari ár. í skýringum tekur nefndin fram, að samkomulag hafi orðið um að nota kaupmátt tímakaups sem mæli kvarða á þróun tekna, þótt hægt sé að relkna tekjubróun á annan hátt. Tekjuþróun er oft reiknuö sem þróun rauntekna, og kemur þá yfirleitt út meiri aukning en í þróim kaupmáttar tímakaups. Heitar samlokur ic Smurt brauð og snittur SMÁRAKAFFI Laugavegi 178 Ham- borgarar Franskar kartöflur Becon og egg Smurt brauð og snittur Laugavegi 178 SMARAKAFFI Simi 34780. Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar auglýsingar yfSIS | lesa allir «>- Tveir lögreglumenn og næturverðir myrtir í nótt í Stokkhólmi 1 NTB-fréttum frá Stokkhólmi árdegis í dag segir: Klukkan hálf- sjö í morgun, er menn komu til vinnu sinnar i verzlunarhverfið Handen, urðu þeir þess varir að inn- brot hafði verið framið þar í nótt, og fundust þar lík tveggja lögreglu- manna og næturvarða, sem þjóf- arnir hafa skotið niður er þeir komu að þeim. Áður hafði veriö framig innbrot þarna og lögreglan talið líklegt, að þjófarnir myndu fremja nýtt innbrot s.l. nótt. Fvrr- nefndir þrír menn áttu aö vera á veröi í verzlunarhverfinu um nótt- ina. Öllum lögreglustöðvum f Sví- þjóð hefir verið tilkynnt um morð- ið og að málinu starfa þegar auk lögreglunnar og rannsóknarlögregl- unnar í Stokkhólmi, ríkislögreglan og morðmálanefndin. Ekki er vitag með vissu enn ann- að en það, að það var milli kl. 22 í gærkvöldi og 6,30 í morgun, sem morðin voru framin. Alls var brotizt inn í fimm verzl- anir í hverfinu og stolið vörum fyrir samtals um 30,000 krónur. Hinir drepnu eru: Uno Helderup, fyrsti aðstoðarmaður viö rann- sókn glæpamála, og Lars-Birger, fyrsti lögregluþjónn, hinn fyrr- nefndi 42 ára, hinn síðarnefndi 30 ára Nafn næturvarðarins hefur ekki /erið birt enn sem komið er.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.