Vísir - 21.02.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 21.02.1967, Blaðsíða 4
W^!^SSS0S^táS^ ' Tveggja bcirnu móðir og dægur- lagasöngkona Stuttu áöur en hún söng inn á plötu lagið „Downtown“ hafði Petula Clark ákveðið að draga sig í hlé. Ekki að hætta alveg og hverfa snögglega út af sjónar sviðinu, heldur draga smám sam- an seglin saman. Hætta þessum þönum fram og til baka og halda sig heldur að fáum skemmtistöð- um, til þess að geta helgað sig meira fjölskyldunni. Þrátt fyrir þessa ákvörðun hennar hefur frægöarsól hennar ekkert lækkað á lofti. Hún er um þessar mundir efst á vin- sældalista dægurlaga í Bret- landi og í veski hennar liggur heimboð frá Johnson forseta í Hvíta húsið. Lagið sem færði hana efst á listann, heitir „This is my song“ og er samið af Charlie Chaplin fyrir nýjustu mynd hans. Maður hennar, sem hún segist eiga frægö sína að þakka, og hún höfðu gert tveggja ára áætl- un um, hvernig hún skyldi draga saman seglin. Höfðu þau gert ráð fyrir, að í lok þeirra ára myndu lög hennar varla heyrast nema innan einhvers fámenns höps. En margt fer á annan veg en ætlað er. Með laginu „Down- town“ aflaöi hún sér mikilla vin- sælda í Amerfku, og hún upp- götvaði allt í einu, að þama var heimsálfa, sem hún ætti eftir að öðlast marga sigra í. „Ég hef sungið frá því að ég var sjö ára gömul og það em sigrar, sem ég hef alltaf stefnt að“, segir Pet- ula Clark. „Ég beindi laginu „This is my song“ meir að frönsk um hlustendum, en enskum, því ég hélt að það hefði meiri megin landsblæ yfir sér og mundi frek- ar öðlast vinsældir þar. Ég reyndi lengi að ná til franskra hlust- enda og settist þar aö meðal annars, en mér finnst ekki að mér hafi tekizt þaö. Lagið „This is my song“ náði líka mestum ♦Insældum í Englandi.‘‘ Maður hennar, Claude Wolff, veitti forstöðu hljómplötufyrir- tæki í París, en fer nú með fram- kvæmdastjóm fyrir hana. Þau eiga tvö stúlkubörn, Barböru, 5 ára og Catherine, sem er 3 ára. Um þessar mundir búa þau hjá kunningjum sínum, en hún er aö selja hús sitt í París, sem er 40.- 000 dala virði, og fá sér annað íburðarmeira í Geneva, en þar hyggjast þau setjast að, því þar mun vera ágætis alþjóðlegur bamaskóli. Petula er 34 ára göm- ul, en litur út fyrir að vera miklu yngri. Þessi mynd er tekin fyrir stuttu í Frönsku Ölpunum, þegar Petula var aö kenna telpunum sínum á skíöi. DÁLEIÐSLU- MORÐINGINN Hardrup var látinn laus á jólunum. / KA UPMANNAHÖFN í LÁTINN LAUS Ðrátt er síðasta kapítula einnar furðulegustu afbrotasögu ald- arinnar lokið, eða máli „Dáleiðslu morðingjans í Kaupmannahöfn". Maðurinn, sem skaut tvo banka- menn í tilraun sinni til banka- ráns, hefur afplánað refsingu sína, og var honum sleppt úr haldi um síöustu jól. Hann heitir Palle Hardrup og er í dag 44 ára gamall. Sá, sem dáleiddi hann, heitir Bjöm Schouw-Nielsen, 53 ára, og verður að líkindum sleppt einnig innan nokkurra mánaða. Þetta einkennilega mál byrj- aði 29. marz 1951. Þá labbaði Palle Hardrup sig inn á skrifstofu Landmansbank- ans í Nörrebrogade í Kaupmanna höfn, klæddur samfesting og með sólgleraugu. Lagði skjalatösku á, afgreiðsiuborðið ‘ ,hle'ýpti einu skoti upp í loftið af skammbyssu og sagði: „Fljótir að fylla hana. Annars hleypi ég af öðru og þá...“ Bankamennirnir tveir, sem þar vom til afgreiðslu, fylltust skelf- ingu og reyndu að flýja, en vom skotnir báðir tveir. Palle Hard- rup þaut út, skildi eftir sig skjala töskuna og peninga alla, stökk upp á reiðhjól og hjólaði á braut. Hann var handtekinn fimm min útum seinna. Þá hófst ein af deilum lög- fróðra og læknisfróðra um vissar hliðar afbrota. 1 fyrstunni hélt Hardrup þvi fram, að enginn hefði verið meö honum í ráðum við hið mis- heppnaöa bankarán. Þeir, sem kynntust honum í fangelsinu, halda því fram að Björn Schouw- Nielsen hljóti að hafa verið með honum í ráðum. En Bjöm hefur óhrekjanlega fjarvistarsönnun. Hann var í margra kílómetra fjarlægð frá bankanum, þegar Hardmp framdi morðin. l.níu mánuði hélt Hardmp því fram, að hann væri sá eini seki, en siðan samdi hann langa grein- argerö um það, hvernig Nielsen hafi dáleitt sig til þess að fremja ránið. Og ekki aðeins það, heldur hvemig hann hafi dáleitt sig til aö taka sökina alla á sina eigin herðar. Hafði Nielsen dá- leitt hann í bréfaskriftum. ,,Hann sendi mér bækur, sem hann hafði gert krossmark í, og bréf með krossum I einnig. Krossamir höfðu dáleiðandi áhrif á mig. Það var ekki fyrr en lögreglan hafði stöðvað bréfasendingar hans til mín, sem ég losnaði undan á- hrifavaldi hans“, sagöi Hardmp. Báðir vom þeir Hardmp og Niel- sen rannsakaðir af læknum og tveir þeirra héldu því fram, að Hardrup hefði verið dáleiddur og að Nielsen væri jafnsekur um glæpinn, ef ekki meir. Hardrup og Nielsen höfðu ver- ið saman í fangaklefa sem föður- landssvikarar og lagt stund á yoga saman i fangelsinu. „Hann byrjaði þar tilraunir sínar við að dáleiða mig‘‘, sagði Hardrap. „Hann fékk fljótt vald yfir mér, sem hann notaði sér til hins ýtr- asta. Hann afvegaleiddi konu mína, fékk mig til að stela og hirti peningana". Nielsen neitaði öllum sakagiftum. Báðir vora svo dæmdir, en Hardrup var þó úr- skurðaöur geðveill og sendur á geðsjúkrahús. Nielsen fékk lífs- tíðarfangelsi, sem táknar 16 ára refsivinnu í Danmörku. Þegar dómur hafði fallið í máli þeirra, dró Hardmp framburð sinn til baka og sagðist hafa logið varðandi dáleiðsluna. Lögfræðingur Nielsens reyndi að fá málið tekiö upp aftur, en án árangurs. Aðsend bréf um hitt og þetta „Hægri maður“ skrifar: „Þrándur minn í Götu. Undanfarið hefur verið að vaxa óánægjualda meðal al- mennings út af væntanlegri breytingu yfir í hægri akstur hér á landi eftir nokkur ár. Þessi skoðun hefur komið fram í bréfadálkum blaðanna undan- farið, Finnst mér sem fávizkan fari þar á kostum og i einstaka tilfelium einnig ruddaskapur, eins og hjá klerki einum, sem um þetta hefur skrifað. Ákvöröunin um hægri umferð var engin „dilla“. Málið var vandlega undirbúið og fjöldi manna lagði hönd að verki. M. a. skrifuðu vegamálastjóri, lögreglustjóri og forstjóri stræt- isvagnanna ýtarlegar greinar um málið á sínum tfma og lögðu fram sterkar röksemdir fyrir hægri akstri. Að ráði allra sér- fræðinga tók Alþingi málið að sér og hlaut hægri aksturinn al- mennan stuðning allra fiokka. Nú hefur máiið legið niðri um . hríð og almenningur hefur gleymt röksemdunum fyrir hægri akstri. Nú, þegar sá tími er löngu liðinn, að hægri akstur var almennt til umræðu og ráða gerða, fara alls kyns nöldur- seggir á kreik til þess aö rægja óinn vandlega undirbúning að hægri akstri. Ég vil rifja hér upp nokkur af þeitn atriðum, sem ollu á- kvörðun Alþingis um hægri akstur. Svíþjóð er að fara yfir í hægri akstur og sérfræöingar í Bretlandi em búnir að mæla með því, að farið verði yfir í hægri akstur. ísland væri þá eitt eftir með vinstri akstur. Þá breytingin þrúgandi dýr, þegar hinir heimsku hefðu loksins séð að nauðsynlegt væri að skipta yfir í hægri umferð. Nú er ein- mitt rétta augnablikið að skipta! En mér er sagt, að hægri handar máliö sé ágæt útrás fyr- ir nöldurseggina“. „Hægri maður“. orðið. Stærri alfræðisöfn geyma lengri og ýiarlegri frásagnir en minni söfnin. Sá sem kaupir nákvæmasta og ýtarlegasta safn ið, Encyclopædia Britannica, veit að hverju hann gengur. Hann er að kaupa vísindarit um öli þau svið, sem mannsandinn telur sér viðkomandi. Hann er ISfktubfiiGötu er búizt við stórauknum ferða- mannastraumi á næstu árum og áratugum og því sífellt auknum vandræðum af misræminu. Flest ir bílar hér eru gerðir fyrir hægri handar akstur og það mundi auka mjög akstursöryggi, ef hér væri hægri umferð. Ör- yggissérfræðingar em sammála um, að stýri nær vegarmiðju henti bezt í umferðinni. Og ekki verður hægt að kaupa hing að bíia með vinstri umferðar stýri, því slíkir bílar verða ekki lengur framleiddir eftir nokkur ár, nema þá með stjamfræðileg um kostnaði. Loks er bezt að breyta nú þegar, áður en fariö yrði út í stórkostlegan kostnað í gatnagerð og vegagerð, sem miðuð væri við vinstri umferð. Ef ekki vrði brevtt nú, yrði „Viðvaraður“ skrifar: „Ösköp hló mér hugur í brjósti, þegar ég Ias pistil „Bóka orms“ hjá þér um alfræðibæk- ur, þar sem hann kvartaði yfir Encyclopædiu Britannicu fyrir að eyða „miklu lesmáli í vísinda legar útskýringar á fjarlægum hlutum“. Eins og öllum er kunn ( ugt eru alfræðisöfn til af öllum stærðum. Sum komast fyrir í einni vasabók og önnur þurfa heilar bókahillur. Því minna sem alfræðisafnið er, þeim mun fljótlegra er aö finna í því helztu og almennustu upplýs- ingar. Því stærri sem alfræði- söfnin verða, þeim mun lengur er verið að fletta til þess að finna rétta orðið, og þeim mun lengur að iesa kaflann um ekki aö kaupa ódýrt hjálpartæki til að slá um sig með yfirborðs- þekkingu á mannamótum. Það er því greinilegt, Þrándur minn, að „Bókaormur“ var ekki að kaupa réttu bókina, þegar hann fékk sér þessa fyrrnefndu bók, og J»að átti hann að vita fyrir fram. Hann átti að fá sér vasa- alfræðirit. Að hann keypti ekki rétta ritið, getur hann kennt sjálfum sér um. Hins vegar glotti ég, þegar ég sá hann op- inbera sig þannig í þættinum þínum.“ . „Viðvaraður“. „Þjóðleikhúsgestur“ skrifar: „Eins og fólk gerir yfirleitt, fer ég við og við í Þjóðleik- húsið. Þegar hlé er á leiksýn- ingu, fer ég venjulega á barinn í Leikhúskjallaranum til þess að fá mér hressingu. Stundum hef- ur verið samkvæml í kjallaran- um, en jafnan, þegar ég hef ver- ið í lcikhúsinu, hefur barinn ver ið opinn fyrir leikhúsgesti, brátt fyrir samkvæmið. Forráðam. kjallarans hefur ekki þótt þetta umtálsvert. Nú skipti kjallar- inn um forráðamenn fyrir skemmstu. Hafa hinir nýju menn nýlega látið hafa eftir sér í blöðunum ummæli um, að nú verði kjallarinn rekinn í meira mæli en áður sem leik- húskjallari, þjónusta við leik- húsgesti verði aukin, barinn allt af opinn o. s. frv. Eftir allar þess ar dýrðarlýsingar fór ég f leik- húsið eitt föstudagskvöld fyrir skemmstu. í hléinu ætlaði ég niður á bar, en þá gerðist það, að þar voru allar dyr lokaðar og starfsstúlka vísaði öllum frá, sagði samkvæmi vera £ kjall- aranum. Fjöldi Ieikhúsgesta varð þama frá að hverfa. Slíkt hefur ekki komið fyrlr áður á mínum leikhúsferðum. Að sjálf- sögðu var ég ekkert verri, þótt ég kæmist ekki harna niður, en hins vegar get ég ekki orða bundizt, eftir aö hafa lesið yf- irlýsingar forráðamannanna. — Samkvæmt revnslu minni tel ég þær gaspur eitt. þær gaspur eitt.“ „Þjóðleikhúsgestur“. Ég þakka bréf og kveðjur. Þrándur i Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.