Vísir - 24.02.1967, Blaðsíða 1

Vísir - 24.02.1967, Blaðsíða 1
mm '.-280« VISIR 57. árg. — Föstudagur 24. febrúar 1967. - 47. tbl. Rannsóknir í máli Jörgensens: NiBurstöSur ekki væntan■ legur næstu vikurnur Lfkan af fyrirhuguöu húsi Handritastofnunar Islands IIIKNINQ HANDRiTAHÚSSlNS LÖGD FRAM ÍMORGUN Uppdrættir af húsi Handritastofnunar ís- lands hafa nýlega verið samþykktir af skipulags nefnd Reykjavíkur og húsinu valinn staður á lóð Háskólans suður af íþróttahúsi Háskólans, næst Suðurgötu. Bygg- ingarnefnd Handrita- stofnunarinnar hélt fund með blaðamönnum skömmu fyrir hádegi í dag, þar sem skýrt var frá þessu og sýnt líkan og uppdrættir af húsinu. Húsð verður fjórar hæðir ann- ars vegar en þrjár hæðir við Suðurgötu. Grunnflötur hússins verður alls um 3300 fermetrar, eða rúmir 11000 teningsmetrar. Auk handritastofnunarinnar mun Háskólinn fá mikið nýtt kennslurými í húsinu og er gert ráð fyrir kennslustofum, bæði til fyrirlestrahalds og viðræðu- flokka. Á efstu hæð verður vinnuherbergi fyrir prófessora og aðsetur orðabókar Háskól- ans. Húsnæði Handritastofnunar- innar verður að mestu leyti á Framh. á bls. 10 Endurskoðun á bókhaldi út- flutningsverzlunar Friöriks Jörg ensen hefur reynzt umfangs- meiri en upphaflega var ráö fyr- ir gert og er nú ekki búlzt við aö niðurstöður liggi fyrir næstu vikumar, — jafnvel ekki næstu mánuðlna, að bví er Ólaíur Þor- láksson sakadómari tjáði Visi i morgun. Ragnar Ólafsson hæstaréttar- lögmaður og endurskoðandi, hef ur rannsókn bókhaldsins með höndum, en að undanfömu hafa 5 starfsmenn hans unnið vlð endurskoðunina. — Jafnframt bví, sem unnið er að endurskoð- un bókhaldsins er reynt að dóm- rannsaka bað sem unnt er að rannsaka á bessu stigi málslns, en ekkert verður hægt að gera endanlega fyrr en niðurstöður úr endurskoðun liggja fyrir. Þess má geta, að skrifstofa Ragnars Ólafssonar hefur elnn- ig endurskoðun vegna dansk- íslenzka svindlsins með hönd- um. — Virðist ekki mega vænta nlðurstöðu úr þeirri endurskoð- un bráðlega. Þorvnldur Ari enn í geðrnnnsokn Þorvaldur Ari Arason, sem var úrskurðaður í 90 daga gæzluvarð- haid vegna meints morðs, hefur verið í geðrannsókn nær allan tim- ann síðan hann var handtekinn. Er geðrannsókn enn ólokið, en bú- izt við að henni verði lokið áður en gæzluvarðhaldið rennur úr, hinn 7. apríl n.k. Verði ekki hægt að dæma í máli hans fyrir þann tíma, er hægt að framlengja gæzluvarð- haldinu, — Allir þættir dómsrann- sóknar vegna þessa máls munu nú liggja ljósir fyrir. Þyrlan tók bát í landhelgi Þyrla Landhelgisgæzlunnar kom að togbátnum Kára GK 146 að meintum ólöglegum veiðum skammt undan landi í gærkvöldi, Bjöm Jónsson, flugmaður þyrlunn- ar, tiáði Vísi í morgun, að þeir hefðu séð tvo báta, sem virtust grunsamlegir, begar þeir voru að fljúga austur með landinu frá Sand vík milli Reykianesvita og Hafnar- bj.. Annar báturinn hafði þó náð trollinu Inn, áður en þeir komust að honum og verður hví ekkert sannað um sekt hans. Áhöfn hins bátsins, Kára, var í óða önn að draga inn vörpuna, og þótt þeir væru fliótir náðu þeir ekki að inn- byrða hana. — Fiskurinn leitar nú mikið unp undir Hafnarbjarg og eru hví margir bátar að veiðum þar með línu og net, en eitthvað af bátum slæðist þangað með botn víirou, sem er ólöglegt. Asíu-inflúensa i Svíþjóð Svokallaðar Asíuinflúensu hefir orðið vart allvíða um Sví- Þjöð. Tekið er fram, að ekki sé um neinn faraldur að ræða. — Veik- in er væg. Þetta mun vera 10. báturinn, sem tekinn hefur verið að ólög- legum togveiðum innan landhelg- innar síðan um áramót. Varðskip tók 9. bátinn aö meintum ólöleg- um veiðum í fyrrinótt við Eldey. Gæzlusvæði þyrlu Landhelgis-. gæzlunnar er í nágrenni Reykjavík- ur, en þar hefur hún staðið nokkra báta að ólöglegum veiðum. Yfirfærslur ferðama nnagjald- eyris jukust um 42% 1966 Yfirfærslur vegna frjáls gjaldeyris vegna vöru- innflutnings námu 5 milljörðum króna Yfirfærslur á gjaldeyri tíl ís- lenzks ferðafólks jukust um 42% árið 1966 miðað við áriö áður. Námu yfirfærslur gjaldeyris vegna ferðakostnaðar 280 millj. kr. árið 1966 eða 198 mlllj. kr. árið 1965 og er þetta 42% aukn- ing. Vélbáturinn Kristján dreginn til Keflavíkur í morgun: Hafði nærri rekið upp í klettu / 8 vindstigum í rokinu í morgun bilaði „gír- inn“ í vélbátnum Kristjánl, þeg- ar hann var staddur stutt út af Garðsskaganum. Vindur fór vaxandi og var orðinn um 7— 8 vindstig kl. 9 í morgun og bar bátinn upp að skaganum. Bát- urinn sendi út neyöarkall og kom Keflavíkurradíó því áleiðis til nálægra báta. Viðey RE var þar nærstödd og sigldi á vett- vang. Tókst að koma spotta á milli og draga Kristján frá áð- ur en hann rak upp í klettana, en ekki mátti miklu muna. Við- ey kom svo með bátinn til Kefla víkur um kl. 10 í morgun. Kristján hefur verið á tog- veiðum að undanförnu og á hon um mun vera 5 manna áhöfn. Yfirfærslur vegna náms- kostnaðar námu á sl. ári 87.5 millj. kr. og er bað 18.7% aukn- ing frá árinu áður. Gjaldeyrisúthlutun vegna vöruflutnings nam í frjáisum gjaldeyri rúml. 5 mllljörðum kr. og hafði aukizt um 21% frá 1965. Þar af voru yfirfærslur vegna innflutnings á frílistavör um 4.7 milljarðar kr., sem er 24.7% aukning frá árinu 1965. Vfirfærslur vegna duldra greiðslna í frjálsum gjaldeyri námu 2.2 milljörðum króna, er það 27% aukning. Eins og sjá má af þessum töl- um jókst gjaldeyrisúthlutun til ferðamanna mjög mikið, sem stafar af tvennu. í fyrsta lagl af auknum ferðalögum Islendinga til útlanda. 1 öðru lagi stafar aukningin af þvf aö tilkostnaö ur erlendis hefur aukizt þó nokk uð vegna verðbólgu sem hefur vaxið í Evrópu og Ameríku, en það er eflaust minna atriðið í þessari aukningu gjaldeyrisút- hlutunarinnar. Almenn yfir færsla ferðagjaldeyris nam sem svaraði 125 stpd. á mann yfir árið, var 100 stpd. fram á áriö 1965.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.