Vísir - 24.02.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 24.02.1967, Blaðsíða 16
Sigurður Einarsson í Nolti láfinn Séra Si^urður Einarsson í Holti lézt í Landspítalanum í gær 68 ára að aldri. Hafði hann legið rúm- fastur um skeið. Hann var fæddur að Amgeirs- stöðum I Fliótshlíð 29. október 1898, sonur hiónanna Einars Sig- urðssonar og Maríu Jónsdóttur. Hann lauk stúdentsprófi 1922 og Framh. á bls. 10 ^Bukolla, the Wonderful Cow' í safni íslenzkra þjóðsagna^sem komu út í enskri þýðingu ígær Útgefendurnir vildu ekki „Sálina hans Jóns míns“, talað við dr. Alan E. Boucher höfund ritsins 0 „Bukolla, the Wonderful Cow, Mead Moon- daughter og The Deacon of Darkwater“, eru meðal annarra íslenzkra þjóðsagna, sem voru gefnar út í bókinni „Mead Moondaughter and other Iceland- ic Folk Tales“, hjá Rupert Hart Davis forlaginu í Lundúnum í gær. Þetta er fyrsta íslenzka þjóð- sagnasafnið, sem komið hefur út í enskri þýðingu í Bretlandi síðan 1890. Dr. Alan E. Boucher þýddi Vilja þjóðaratkvæði um hægri aksturinn Andstaða gegn hægri akstri á ís- landi virðist vera að magnast og er máiið rætt mjög, einkum í Hópi bíl- stjóra og beirra, sem mest afskipti hafa af umferðarmálum og koma mörg sjónarmið fram í rökræðum manna á milli um þessi mál. Á aðalfundl fulltrúaráðs verka- Iýðsféiaganna i Á.i’essýslu var sam þykkt áskorun á ríkisstjórn og Al- þingi að láta fara fram þjóðarat- kvæðagreiðslu um hægri akstur samfara kosningum til Alþingis í vor, og jafnframt að fresta öllum aðgerðuíu þar til fyrir lægi vilji þjóðarinnar í þessu stórmáli. sögurnar og safnaði þeim saman, en hann kennir nú ensku í viðskiptadeild Háskólans í vetur, en hef- ur áður samið fjölmargar bækur um íslenzk efni, þá síðustu á sl. ári, „The Hornstranders“, sem er skáldsaga og fjallar um Hornstrendinga. Framh. á bls. 10 Fólk þyrptist niður í Listamannaskála í morgun, þegar bókamarkaðurinn hófst. Alan E. Boucher Lif og fjör d bókamarkaðin- um sem opnaöi i morgun Bókamarkaðurinn, sem Bók- salafélagiö heldur nú í 7. sinn, hófst i Listamannaskálanum f morgun. Eru þar á boðstólum 3000 bókatitlar, nær 7 hundruð fleiri en f fyrra og hafa sennilega aldrei fyrr verið jafnmargar bækur á boöstólum á einum stað hér á landl. Á bókamark- aöinum í fyrra seldust upp síð- ustu eintök 42 bóka og má gera ráð fyrir að bókamarkaöurinn í -«> Sterk hreyfing fyrir fríverzlunar- handalagi Norður Atlantshafsríkja Bandarískir stjórmálamenn senda The Times bréf um NAFTA Fjölmargir bandarískir for- ystumenn f þjóðmálum hafa sent brezka stórblaðinu The Times í London bréf og lagt til að hafnar verði viðræður um fríverzlunarbandalag Norður- Atlantshafsríkja. Hugmyndin er að þetta bandalag neti náð yfir Kandaríkin. Kanada, Stóra-Bret- iand og önnur EFTA-lönd, Jap- an og þau samveldislönd, sem kynnu að æskja þátttöku i bandalaginu. Aðalforvfgismaður hugmynd- arinnar er bandaríski öldunga- deildarþingmaðurinn Jacob Ja- vits frá New York, en ásamt honum undirrita bréfiö ýmsir þekktir bandarfskir ríkisstjórar, öldungadeildarþingmenn, full- trúadeildarþingmenn og háskóla rektorar. Segir The Times í for- ystugrein að bréfið kunni aö fá mikið sögulegt gildi í framtíð- inni. í bréfinu er hvatt til þess að hafnar verði viðræður um frí- verzlunarbandalag rfkja við Norður-Atlantshafið og Japan og samveidislanda án tillits til þess hver niðurstaðan verði af viðleitni Breta til að fá inn- göngu í Efnahagsbandalag Ev- rópu. Er í bréfinu hvatt til aö Bretar og Bandaríkjamenn hefji nú þegar gagnkvæmar aðgerðir á sviði viðskipta- og fjármála með nýtt fríverzlunarbandalag, North Atiantic Free Trade Area, NAFTA, í huga. Þessi mál voru meðal hinna þýðingarmestu, sem rædd voru á ráðstefnu brezkra og bandarískra þing- manna, sem Robert Kennedy sótti í Bretlandi fyrir skömmu. Wilson forsætisráðherra Breta hefur sjálfur rætt um slíkt efna- hagsbandalag sem kost, ef ann- að bregzt. Bendir það til þess, að Bretastjórn hafi einkum á seinni tímum farið að hugleiða þessa ieið. Taki Efnahagsbanda lag Evrópu þann kost aö stilla sér upp sem eins konar and- amerískt og andbrezkt bandalag kunni fríverzlunarbandalag N,- Atiantshafsríkja að verða raun- hæft, segir í erlendum blöðum. Augljóst er, að þetta mál er aðeins á umræðu- eða áróðurs- stigi, en bandalag af þessu tagi með Bretum og Bandaríkjunum mundi hafa mikla þýðingu fyrir íslendinga, þar sem Bandaríkin og Bretland eru okkar mestu viðskiptalönd. ár verði eins og í fyrra. loka- höfn margra góðra bóka. — Yngstu bækurnar á markaðin- um komu út árið 1963. Einkunnarorð Bókamarkaðsins er sem fyrr „gamla krónan i fullu verðgildi", en bækumar eru ýmist seldar á upprunalegu verði eða þá með 50 — 60% verð lækkun. Sú bók, sem vafalaust mun vekja hvað mesta athygli á markaðinum er messusöngbók- in „Grallarinn", sem mönnum hefur orðið tíðrætt um undan- fariö, en hún er ljósprentuð eft- ir útgáfu frá 1594. Lárus Blöndal og Jónas Egg- ertsson standa sem fyrr fyrir markaðinum í samvinnu við Bóksalafélagiö. Verður bóka- markaðurinn opinn til kl. 22 í kvöld, til 16 á morgun og kl. 9—18 næstu viku. Rætt um Kína á fundi Varðbergs og SVS VARÐBERG og SAMTÖK UM VESTRÆNA SAMVINNU efna ti! hádegisfundar •' Þjóðleikhúskjallar- anum á morgun (laugard. 25. febr.) og hefst hann kl. 12.10. Ræðumaður fundarins er Jóhann Hannesson, prófessor, og ræðir hann um „Mikilvæg viðhorf í Kína" og svarar fyrirspumum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.