Vísir - 24.02.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 24.02.1967, Blaðsíða 12
12 V1 SIR . Föstudagur 24. febrúar 1967. með ferðum Harpers, strax þeg- ar hann kom á flugvöllinn, og hvort eð var, þá mundu menn Tufans veita mér eftirför. Það bar því ekki neina nauðsyn til að hafa samband við hann. Ég hraðaði mér þangað, sem billinn var geymdur, greiddi geymslugjaldið og settist undir stýri. Umferðin var svo mikil, að það tók mig tuttugu mínútur að komast út fyrir borgina. Klukkuna vantaði fimmtán mínútur í sex, Þegar ég kom á móts við Yeniköy Peugotubíllinn hinn sami og veitt hafði mér eftirför frá Edirne, ók enn í hóflegri fjarlægð á eftir mér. ég hægði ferðina til að gæta á mílumælinn og herti hana svo aftur. Einbýlishúsin þarna við Sæviða- sund eru ærið mismunandi. Litlir helgarbústaðir niðri við sundið með bátaskýli, stór glæsileg hús og allt upp í hallir. Mörg þeirra voru í rauninni hallir í eina tíð, áður en höfuðborgin var flutt frá Istanbul til Ankara, höfðu sendiráð erlendra ríkja aðsetur sitt í þessum glæsi- legu stórhýsum á sumrin, þar sem svalinn utan af Svartahafinu held- ur hitamollunni x skefjum, þegar ólíft mátti heita inni i siálfri borg- inni. Hiö umrædda hús, Sardunya, bar með sér að það mundi rekja uppruna sinn þá leiðina. Báðum megin við afleggjarann stóðu steinstöplar miklir og hlið- ið var úr beygðu smíðajárni. Af- leggjarinn var að minnsta kosti 100 m langur, upp brekkuna, og báðum megin við hann þéttir skóg lundir, svo að sjálf byggingin sást ekki af þjóðveginum. Efst í brekk- unni stóð svo sjálf byggingin, og autt, malborið svæði umhvérfis. Þetta var mikið hús, hvítkalkað, af þeirri gerð, sem sjá má í eldri hverfum Nizza og Monte Carlo. Franskir eða ítalskir bygginga- meistarar hafa eflaust verið fengn ir um aldamótin til að standa fyrir smíðinni. Þarna gat aö líta öl sérkenni í byggingalist á þeim árum — súlurnar, verandir, mikl- ar svalir, breið marmaraþrep, gos- brunnur á garðflötinni og ekki spillti staðsetningin, dásamleg út- sýn yfir sundið. En við nánari athugun kom í ljós, að kalkhúöin var sums staðar farin að flagna af veggjunum, það var ekki deig- ur dropi í gosbrunninum og ill- gresið óx upp úr malarstígnum. Þegar ég ók heim stíginn, sá ég að Fischer stóð upp úr sæti sínú úti á veröndinni og gekk inn í húsið gegnum breiðar og háar gluggadyr í frönskum stíl. Ég nam því staðar við marmaraþrepin og beið átekta. Andartaki síðar kom Harper út um aöaldyrnar óg gekk niöur þrepin. Ég kleif út úr bíln- um. „Hvað tafði?“ spuröi hann. „Þeir í bílageymslunni urðu að skrifa 'reikning, og svo var það umferðin,. „Jæja ...“ Hann þagnaði viö, .þegar hann sá að eitthvað sér- stakt vakti athygli mína. Kona gekk niður marmaraþrep- in. Hárper brosti lítið eitt. „Það er álveg satt“ sagði hann, „þú hefur ekki kynnzt vinnuveitanda þínum enn. Elskan... Þetta er Arthur Simpson. Arthur .. þetta er ungfrú Lipp“. Fimmti kafli. Þeir karlmenn eru til, sem þurfa ekki annað en líta konu til þess aö vita aldur hennar, svo sama og engu skeikar. Ég er ekki einn af þeim. Geri ég ráð fyrir að það sé af því, að innst inni ber ég virð- ingu fyrir konum — að móður minni undanskilinni. Já, það hlýt- ur að stafa af því. Sé viðkom- andi kona einkar aðlaðandi, en bersýnilega ekki ung stúlka, geri ég alltaf ráð fyrir að hún sé tuttugu og átta. Ef hún er dálítið farin að láta á siá, en þó bersýni- lega ekki komin á kerlingaraldur- inn, geri ég alltaf ráð fyrir því, að hún sé fjörutíu og fimm. Þótt undarlegt kunni að virðast, kemur mér aldrei annar aldur í hug, og ekkert þar á milli. Tuttugu og átta datt mér strax í hug þegar ég leit ungfrú Lipp. Seinna komst ég að raun um að hún var þrjátiu og fimm ára. Mér sýndist hún vera tuttugu og átta Hún var fremur há vexti, með ljóst hár ög sló á það jarpgullinni slikju, og þannig vaxin, að maður hlaut að veita einmitt líkama hennar at- hygli, burtséð frá því, sem huldi hann. Hún hafði líka þetta augna tillit, fjarrænt, hálfsyfjulegt og þó glettið, og þennan hýra, ertnislega munnsvip, sem ber því vitni að konan veit að maður getur ekki annað en veitt líkama hennar og líkamshreyfingum óskipta athygli — og að henni stendur svo ger- samlega á sama um það þótt augna ráðið sé nærgöngult, hún sé ósnort- in af karlmanninum eins fyrir það. Hún var klædd hvítum stuttbrók- um í þetta skiptið, viðri, hvítri treyju .-og með ilskó á fótum. Hör- undið var brúngullið, og fegurðar- lyf hafði hún ekki notað, nema varalit. Það var augljóst, að hún var nvstigin upp úr baði. Hún kinkaði kolli til mín og brosti. „Halló", sagði hún. „Er ekki allt í lagi með bílinn?“ Hún hafði svipaðan málhreim og Harper. „Jú, ungfrú". „Gott“ sagði hún. Það virtist ekki koma henni neitt á óvart. Nú kom Fischer niður þrepin. Harper leit til hans um öxl. „Allt í lagi, Hans“ sagöi hann. „Þú skreppur með Arthur niður í þorpið“. Og við mig sagði hann: „Þú getur farið með ferjunni til baka. Er feröalagaskfrteinið og önn ur skilríki í hanzkahólfinu?" „Vitanlega ekki“, svaraði ég. „Þau plögg eru geymd í öryggis- skáD iieima í hótelinu". „Ég sagði þér að láta þau f hanzkahólfiö", mælti Fischer reiði- lega. Ég leit fast á Harper. „Það voru ekki þfn orö“, mælti ég. „Og þú sagðir aldrei, að mér bæri að hlýða skipunum einhvers af þjónum þín- um“. Fischer bölvaði á þýzku. Ung- frú Lipp hló. „Er hann kannski ekki þjónn þinn?“ spurði ég. „Hann hagaði sér að minnsta kosti eins og hann væri / aftur niöur í herbergi mitt og fékk mér biund. Ég hlýt að hafa veriö svefns- og hvíldarþurfi, því að ég steinsvaf þegar síminn hringdi um fimmleyt- ið. Það lá .við að ég ylti fram úr rúminu, svo brá mér við hringing- una. En ég glaðvaknaði þegar í stað „Arthur...“ Þaö var Harper, sem talaði. „Já“. - „Þú þekkir mig ?“ „Já“. „Bíllinn í lagi?“ „Já“. „Hvers konar þras er þá í þér?“ „Ég hef ekki þrasað neitt.“ „Fischer segir að þú hafir neitað að afhenda sér bílinn?" „Þú sagðir mér að bíða nánari fyrirskipana frá þér, svo ég beið Þú sagðir mér aldrei að afhenda bráðókunnugum manni bílinn, sem ekkert hafði í höndunum, sem sann- aði að þú hefðir veitt honum neitt umboð .. „Allt í lagi. Sleppum því. Hvar er bíllinn ?“ „Hann er í bílageymslu hér skammt frá“. „Veiztu hvar Sariyer er?“ „Já.“ „Þá legguröu samstundis af stað í bílnum og út á Sariyerveginn. Þegar kemur á móts við Yeniköy líturðu á . mílumælinn og ekur sfðan nákvæmlega fjórar mílur í áttina til Sariyer. Þá séröu á hægri hönd bryggju, og er bátur bund- inn við hana, en á vinstri hönd, beint á móti, sérðu afleggjara upp að stóru einbýlishúsi. Þetta hús j nefnist Sardunya. Heldurðu að þú munir þetta?“ „Áreiðanlega“. „Þú ættir ekki að vera nema j um fjörutíu mínútur á leiðinni." „Ég legg af stað samstundis...“ Sariyer er lítið fiskiþorp við Sæ- viðasund, þar sem sundið breikkar út í Svartahaf, og vegurinn þang- að frá Istanbul, liggur eftir strönd inni Evrópumegin. Ég braut heil- ann um það, hvort ég ætti að hafa samband við Tufan áður en ég héldi af stað, og segja honum á- kvörðunarstaðinn, en komst að þeirri niðurstöðu, að það mundi ekki borga sig. Það mátti heita fullvíst, að hann hefði látið fylgjast ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harSpIasti: Format innréttingar bjóða upp ú annað hundraS tegundir skópa og litaúr- val. Ailir skópar með baki. og borðplata sór- smíðuð. EldhúsiS fæst me3 hljóSeínangruð- um stólvaski og raftaokjum af vönduðustu gerð. - Sendið eða komið með mól af eldhús- inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis og gerum yður fast veiðtilbóð. Ótrúlega hag- stætt verð. Munið að söluskottur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið hag- síæðra greiðsluskilmúla og /Ch|Kjg;|n: lækkið byggingakostnaðinn. SHmtíKÍ HÚS & SKIP Jhf.- LAUOAVaol II •. SIMI XtSIS Kvikmyndasaga eftir Eric Ambler „Þetta gengur ágætlega. Þeir eru famir að þreytast undir byrðunum og frumskógurinn er þykkur, svo þeim sækist hægt ferðin.“ „Þeir verða að æja, þegar skyggja fer. Ég vona að þeir verði orðnir þreyttir nema Mu- viro og hans menn.“ BBaMMBBBHBBBBBHBBBKI^BMBE] Seinna. „Viö munum æja hér í nótt. Vöröur verður hafður á, svo enginn freistist til aö ganga f svefni með gullið mitt,“ kallar Krona þjónn ... að vísu ekki eins og góð- ur þjónn“. Harper rétti úr sér. „Við skulum sleppa því, Arthur“, mælti hann. „Herra Fischer er gestur héma. os hann ■ vildi einungis vera okkur hjálplegur. Ég læt sækja til bín þessi plögg á morgun, áður en þú ferð. Þú færð ómakslaun þín um leið og þú afhendir þau”. „En mér skildist að ég ætti aö vera bílstjóri ungfrú Lipp, á með- an hún dveldist á Tyrklandi?“ „Það er í lagi, Arthur. Ég ræð einhvern hérlendan til þess “ „Ég get ekiö bílnum“. mælti Fis- cher og kenndi óþolinmæði í rödd- inni. FSjót iireÉnsun Nýjar vélar Nýy hreinsilögur sem reynist frábærlega vel fyrir allan svampfóðraðan fatnað, svo sem kápur, kióla, jakka og allan barnafatnað. Efnalaugin LINDIN, Skúlagötu 51. Heilsuvernd Síðasta námskeið vetrarins í tauga- og vöðvaslökun og öndunaræfingum, fyrir kon- ur og karla, hefst miðvikud. 1. marz. Uppl. í síma 12240. Vignir Andrésson. i WBBi-rniBBBimrB mmm\F ■ mmmmmmnmmmmnm j t l£/GA» RAUDARÁRSTtG 31 SfMI 22022 DTIHURÐÍR SVALAHURÐIR BÍLSKÚRSHURÐIR HUROAIDJAN SF. AUÐBREKKU 32 KÓPAV. SÍMI 41425 Augiýsið í Vísi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.